Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 57
KEFLAVÍKKRINGLAN AKUREYRI
FRÁ ÓSKARSVERÐ
LAUNALEIKSTJÓRANUM
PETER JACKSON
ÁLFABAKKI
Stattu á þínu og
láttu það vaða.
„King Kong er án efa ein mag-
naðasta kvikmynda
upplifun ársins. “
Topp5.is / V.J.V.
Ó.H.T / RÁS 2 E.P.Ó. / kvikmyndir.com
S.V. / Mbl.
V.J.V. / topp5.is
A.B. / Blaðið
KING KONG kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára.
KING KONG VIP kl. 10 B.i. 12 ára.
HARRY POTTER OG ELDBIKARINN
kl. 5 - 8.10 B.i. 10 ára.
JUST LIKE HEAVEN kl. 4 - 6 - 8
GREENSTREET HOOLIGANS kl. 10.30 B.i. 16 ára
LORD OF WAR kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára.
Litli Kjúllin m/Ísl. tali kl. 4 - 6
KING KONG kl. 4.20 - 8 - 11.40 B.i. 12 ára.
JUST LIKE HEAVEN kl. 6 - 8 - 10.10
HARRY POTTER OG ELDBIKARINN
kl. 5 B.i. 10 ára.
Litli Kjúllin m/Ísl. tali kl. 4
KING KONG kl. 8 - 10 B.i. 12 ára.
INTO THE BLUE kl. 8 B.i. 14 ára.
KING KONG kl. 5.30 - 9 B.i. 12 ára
HARRY POTTER OG ELDBIKARINN
kl. 6 B.i. 10 ára
JUST LIKE HEAVEN kl. 9
S.U.S. / XFM 91,9
MÁLIÐ
MOGGANU
M Á MOR
GUNMÁLIÐ FY
LGIR MEÐ
HUGRÚN
OG MAGN
I Í KRON
KLÆÐA S
IG UPP FY
RIR JÓLIN
FYRSTA plata Hairdoctor fær við-
mið sín og gildi úr „lo-fi“ stefnunni
svokölluðu en þekktustu nöfnin sem
kennd hafa verið við hana eru Beck
og Pavement. „Góður“ hljómur er þar
látin lönd og leið, aðalmálið eru lögin
sjálf og stundum felst listræna vigtin
í sjálfum skítugum og ógreinilegum
hljómnum. Prýðilegt dæmi um vel
heppnaða afurð í þessum fræðum
væri t.d. hin stórgóða plata Ariel
Pink’s Haunted Graffiti, The Doldr-
ums, sem út kom í fyrra.
Shampoo er plata sem sömuleiðis
gengur vel upp. Hún er keyrð inn á
gamlar fermingargræjur með litlum
tilkostnaði og eftirvinnsla í algeru
lágmarki. Lögin byggjast á samslætti
tveggja heima, annars vegar syngur
Jón Atli og glamrar á kassagítar en
hins vegar má heyra tölvuhljóð og
takta úr smiðju Árna Rúnars. Þessi
blanda er að svínvirka, strákarnir
bæta hvor annan upp og úr verður
áreynslulaust flæði tólf laga, sem eru
bæði bjánaleg, melódísk, falleg og
fyndin.
Þannig hefst platan á laginu „Maj-
or label“, borið uppi af naumhyggju-
legum gítarslætti og svo smekklegum
tölvutakti. Einn af kostum plötunnar
er að þeir félagar skyggja aldrei hvor
á annan, framlag þeirra er í mjög
jöfnum hlutföllum og það virðist vera
það sem er að skila plötunni í höfn.
„Major label“ inniheldur skondinn
texta, þar sem farið er yfir þá mögu-
leika sem eru í stöðunni er stóru út-
gáfurnar fara að eltast við Hairdoct-
or. Hvort það sé best að fela sig eða
snúast til varnar og berja útsend-
arana. Textar plötunnar eru flestir
grátbroslegt innlit í veruleika 101-
bóhemsins, sem aldrei á pening, er í
stöðugri ástarsorg en býr yfir ein-
stökum hæfileika til að sjá spreng-
hlægilegu hliðararnar á mannlífinu.
Sum lögin eru drungaleg og
draumkennd („Good news“) en svo
tekur við æringjaháttur („Mic
check“) og hreinn súrrealismi („Soul
of him me John“). Stundum má finna
allar þessar áferðir innan eins og
sama lagsins.
Bæði nafn dúettsins, svo og nafn
plötunnar, undirstrika enn frekar hið
þægilega kæruleysi og þann æðru-
lausa grallaraskap sem hana ein-
kennir. Þeir félagar lýstu því yfir í
viðtali að þeir væru ekki að reyna að
gera einhverja snilld og það er nú
einu sinni svo að oft gerast hlutirnir
ekki fyrr en fólk slakar aðeins á og
hættir að rembast. Það er einhver
séríslensk kaldhæðni sem rennur í
gegnum allt hérna og við skulum því
vona fyrir hönd þeirra félaga að plat-
an komist nú ekki í hendurnar á er-
lendum umbum. Þeir gætu orðið
hrifnir.
Hár-fínt
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Hairdoctor skipa þeir Árni Rúnar Hlöð-
versson og Jón Atli Helgason. Lög eftir
þá félaga sem einnig sjá um allan flutn-
ing. Urður, Úlfur, Pálína og Birkir leggja
þeim til raddir í stöku lögum. Hárgreiðsla
Hairdoctor, snyrting Álfrún Pálsdóttir,
stílisti Raven.
Hairdoctor – Shampoo
Arnar Eggert Thoroddsen
Hljómsveitirnar Forgotten Lo-res og TMC (Twisted Minds)
standa fyrir jólatónleikum í Þjóð-
leikhúskjallaranum í kvöld. Beat-
making Troopa og dj B-Ruff spila
á undan.
Húsið verður opnað klukkan
21.30 og er opið til kl. 1. Það kostar
500 kr. inn og fyrstu fá jólaglögg.
Uppselt er á kvöldstund meðQuentin Tarantino sem hald-
in verður í Háskólabíói hinn 30.
desember. Almenn miðasala hófst í
gærmorgun kl. 10 og níu mínútum
síðar kláruðust þeir rúmlega 500
miðar sem í boði voru. Raðir höfðu
myndast fyrir utan Skífuverslanir í
Reykjavík snemma um morguninn
og álag á net-
sölukerfið var
gífurlegt þegar
klukkan sló 10.
Áður höfðu 500
miðar selst í net-
forsölu á aðeins
20 mínútum.
Iceland Film
Festival hyggur
á frekara sam-
starf við Tarantino og gæti þessi
viðburður orðið árlegur. Innan
skamms verður kynnt hvaða þrjár
kvikmyndir Tarantino hefur valið
úr sínu einkasafni til að sýna Ís-
lendingum.
Fólk folk@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir