Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 28
Enn ein rannsóknin sem sýnirfram á ágæti súkkulaðisfyrir heilsuna hefur nú ver- ið gerð og samkvæmt niðurstöðum hennar eru nokkrir bitar af dökku súkkulaði á dag hið besta mál fyrir hjartað. Í Göteborgs Posten er vitn- að í niðurstöður svissneskrar rann- sóknar þessa efnis en þær birtust í tímaritinu Hearts. Kenning vísinda- mannanna í súkkulaðilandinu Sviss var prófuð á tuttugu karlkyns reyk- ingamönnum sem voru frískir. Nær öruggt var þó talið að æðar þeirra hefðu orðið fyrir nei- kvæðum áhrifum af reyk- ingum. Í súkkulaði eru andoxunarefni sem viðhalda frumum. Mikilvæg- asta efnið fyrir æðarnar í andox- unarefnum eru svokallaðir polyfe- nolar. Þá er að finna í ferskum ávöxtum og grænmeti, lauk, te og rauðvíni en súkkulaði er einna rík- ast af þeim. Hvíta súkkulaðið gagnslaust Allir þátttakendur voru rannsak- Dökkt súkkulaði fyrir hjartað  HEILSA Morgunblaðið/Þorkell aðir áður en þeim var skipt í tvo hópa. Æðarnar voru skoðaðar og magn andoxunarefna í blóðinu. Annar hópurinn fékk síðan dökkt súkkulaði og hinn hvítt, 40 g á mann. Sömu mælingar voru gerðar og í ljós kom að dökkt súkkulaði gerði að verkum að kekkir mynd- uðust síður innan á æðum og magn andoxunarefna var meira. Hvíta súkkulaðið hafði engin áhrif. 28 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF V ið hjónin gátum ekki al- veg komið okkur saman um hvað ætti að vera í matinn á aðfangadag,“ segir Sigurður Ingi Jó- hannsson, dýralæknir og oddviti í Hrunamannahreppi. „Á æskuheimili konunnar minnar var alltaf steikt nýtt svínslæri en ég hafði vanist því að lambahryggur væri í matinn á aðfangadagskvöld.“ Sigurður Ingi og Anna Ásmundsdóttir, eiginkona hans, þurftu því að koma sér saman um hátíðarmatseðil sem bæði væru sátt við. „Smátt og smátt þróaðist það þannig að ég sá um að elda mat- inn á aðfangadagskvöld. Lendingin varð önd, elduð eftir uppskrift sem unnin er upp úr tveimur upp- skriftum, já, gott ef ekki fleiri.“ Sigurður Ingi er mjög upptekinn við starf sitt sem dýralæknir. „Þrátt fyrir vinnu mína hef ég náð að elda þetta alltaf nema einu sinni, þá kom ég ekki heim fyrr en sex eða hálfsjö. Þá greip konan inn í og sá um þetta.“ Á meðan þau voru bara tvö í heimili með eitt lítið barn dugði ein önd í máltíðina. „Nú í seinni tíð, eft- ir að fjölskyldumeðlimum fjölgaði, höfum við bætt við bringum eða annarri önd, til að allir fái örugglega eitthvað.“ Eldamennskan tekur um tvo tíma og undirbúningurinn tvo til tvo og hálfan tíma. Það er líka forréttur á heimili oddvitans á aðfangadagskvöld, graf- inn lax. „Drengjunum okkar þykir hann ákaflega góður og borða líka vel af honum.“ Grjónagrautur og síld í hádeginu Siðir eru í heiðri hafðir á þessu sveitaheimili eins og víðast hvar annars staðar. „Í hádeginu á að- fangadag höfum við möndlugraut og síldarhlaðborð. Þá hittist heim- ilisfólkið og á góða stund saman.“ Sigurður Ingi vandist því á æsku- heimili sínu að jólakortin væru ekki opnuð fyrr en búið var að opna allar jólagjafirnar og sá siður hefur hald- ið sér á hans eigin heimili. „Seint á aðfangadagskvöld eru kortin opnuð og þá sitja allir saman og skoða kortin.“ Gyllta hornið Eftir að hafa farið saman á nám- skeið hjá Marentzu Poulsen um siði og venjur í kringum hátíðir, þar sem hún kom með hugmyndir að skreyt- ingum við ýmis tækifæri, ákváðu Sigurður Ingi og Anna að búa sér til eitthvað alveg sérstakt sem tengdist jólunum. Úr varð hið svokallaða gyllta horn sem byggt er á hug- mynd frá Marentzu. „Í þetta horn höfum við safnað munum og það er gyllt þema. Auk þess sem við höfum sjálf sankað að okkur höfum við fengið ýmsa gyllta hluti að gjöf og þeir fá sinn stað í horninu. Það er ómissandi að hafa eitthvað svona sérstakt á jólunum.“ Hinn húslegi dýralæknir og odd- viti gefur okkur að lokum uppskrift að öndinni unaðslegu, graflaxsósu og ljúffengum ís.  JÓLAMATURINN | Dýralæknirinn kann tökin á matseldinni Með öndina í höndunum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sigurður Ingi Jóhannsson gefur okkur uppskriftir að dýrindis jólamáltíð. Eftir námskeið sem þau hjónin, Anna og Sigurður Ingi, fóru á hjá Mar- entzu Poulsen ákváðu þau að koma sér upp hinu svokallaða gyllta horni. Morgunblaðið/Arnaldur Íforrétt er graflax m/heima-gerðri graflaxsósu sem gerðer úr hunangi, þeyttum rjóma, dijon-sinnepi, sætu sinnepi, púðursykri og dilli. Sósan er smökkuð til. Beikonönd m/ávaxta- og sveppafyllingu 1 stór önd og 2 bringur (eða 2 endur) 8 beikonsneiðar Kryddblanda Salt, pipar og timian. Hluta blöndunnar er nuddað ut- an á og innan í öndina, hluta er stráð yfir og hluti fer í fyllinguna. Fylling 2 súr epli (gul/græn) 2 appelsínur (önnur til skreytinga) lítill laukur 1 askja Flúðasveppir appelsín- og apríkósumarmelaði 3 dl púrtvín Laukurinn er saxaður smátt, annað er haft í meðalstærð. Marm- elaði eftir smekk og varast að nota of mikið púrtvín. Mælt er með því að nota bara lítið af appelsínuberk- inum, annars verður bragðið beiskt. Eplin eru skræld. Öndin er fyllt og sett í ofnskúffu með bringuna upp í 150° heitan ofn í u.þ.b. eina klst., fer eftir stærð andarinnar. Beikonsneiðarnar lagðar ofan á. Afgangurinn af fyll- ingunni fer í ofnskúffuna við hlið andarinnar. Ausa öðru hvoru með því sem kemur af öndinni úr ofn- skúffunni yfir önd og fyllingu. Eft- ir u.þ.b. eina klst. er beikonið tekið af og öndin höfð áfram í ofninum í 20 mín. Síðustu 10 mín. er öndin glóðuð. Þegar bringur eru hafðar með eru fyrst skornar rákir í fituna og þær síðan smurðar með krydd- blöndu og marmelaði. Brúnaðar á vel heitri pönnu í 2–3 mín. á hvorri hlið. Síðan settar með í ofnskúff- una með beikonsneið og marmel- aði og með fituhliðina upp í 10–15 mín. Skinnið er haft á bringunum. Sósa Hluti af soði úr ofnskúffu og and- arkraftssoð og smáfylling. Síðan bragðbætt með marmelaði, rjóma, salti og pipar og e.t.v. appelsínu/ sítrónusafa, allt eftir smekk. Að lokum er öndin skreytt með appelsínusneiðum. Meðlæti 8–9 meðalstórar kartöflur 100 g smjör 1 tsk. timian 1 tsk. savory 1 tsk. salt ½ tsk. pipar Afhýðið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Þerrið með eld- húspappír. Ofn hitaður í 225°. Blandið bræddu smjörinu og kryddblöndunni saman og veltið kartöflunum upp úr blöndunni. Sett í ofn í eldföstu fati í u.þ.b. 30 mín. Waldorfsalat að hætti Sigurðar Inga 200–300 g majones 200–300 g sýrður rjómi 2 msk. ferskur appelsínusafi 1 tsk. rifinn appelsínubörkur örl. skvetta af koníaki Öllu blandað saman. 1 haus (eða poki) gott salat 1 epli 1 pera 1–2 bollar af steinlausum vínberj- um, skornum í tvennt ½ dl ristaðar furuhnetur Þessu er að lokum blandað sam- an við blönduna að ofan. Rjómaís dýralæknisins 1 l rjómi 8 egg 16 msk. sykur súkkulaði e. smekk og löngun sérrí e. þörf og smekk Hvíturnar stífþeyttar. Rjómi þeyttur. Eggjarauður og sykur þeytt vel saman. Bragðefnum bætt í og síðan rjómanum. Sett í frysti í a.m.k. sólarhring. Gott að hræra aðeins í ísnum á meðan hann er að frjósa. Jólamáltíðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.