Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Því meira sem þú óttast eitthvað verk- efni, því erfiðara, tímafrekara og hrylli- legra verður það. Losaðu þig við hræðsl- una – láttu hana lönd og leið – og þú klárar það á hálftíma eða svo. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið er í hátíðarskapi, jafnvel enn betra en við áramót. Skálaðu fyrir skraut- inu og jólatrénu og farðu svo snemma að sofa og láttu þig dreyma um góðar álfa- dísir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Himintunglin virðast lýsa upp gallana sem tvíburinn er einmitt að reyna að breiða yfir. Hættu að remabst þetta og elskaðu sjálfan þig eins og þú ert í augna- blikinu – þú þarft ekkert að breyta neinu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver sem ekki hefur sýnt krabbanum fulla hreinskilni er samt sem áður að reyna að gera sitt allra besta. Reyndu að líta ekki á viðkomandi eins og ljóta rottu, heldur hrædda litla mús sem er að reyna að finna mola og lifa af. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið þarf að finna jafnvægið milli þess að elska einhvern og kæfa viðkomandi með því að hlaupa á eftir hverjum duttlungi, sjálfu sér til vansa. Ljónið er öruggt í sál og líkama þegar upp er stað- ið, sem hjálpar því við að taka skyn- samlega ákvörðun. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vertu eins og safnari og safnaðu að þér vinum sem auðga líf þitt með skemmti- legum minningum og jákvæðum straum- um. Búðu til sellu með sérstöku fólki sem verður á vegi þínum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Augnabliksfeimni jafngildir glötuðu tæki- færi. Maður kynnist ekki myndarlegu manneskjunni í næsta sæti með því að bíða eftir því að hún taki fyrsta skrefið. Vinsamlegt augnaráð og skilningsríkt bros ýta undir samskipti, ef þeim er á annað borð ætlað að verða. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ekki láta þér blæða er þú syndir með há- körlunum. Rólegt og yfirvegað yfirbragð (hvort sem það er leikið eða ekta) fleytir þér í gegnum tvísýnar aðstæður. Hjálpin bíður þín með samskiptum við krabba. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vitlaust svar er vitlaust, hvorki meira né minna. Þjálfaðu hæfileikann til þess að fara eftir því sem innsæið segir þér. Vertu nógu öruggur með þig til þess að hlusta á þína innri rödd án þess að afsaka þig eða útskýra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Losaðu þig við gamla kergju eins og þú sért að losa þig við gamla flík. Losaðu skápa hugans við hugsanir sem ekki leng- ur koma þér að gagni annað slagið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn hefur hugsanlega leikið af fingrum fram upp á síðkastið í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Í dag er upplagt að setjast niður með penna og blað og afrita það. Settu upp áætlun með dagsetningum og öllu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er kominn tími til þess að kjósa ónytjung í burtu af litlu eyðieyjunni þinni. Þú stendur ekki uppi sem sigurvegari með því að tjóðra þig við letiblóð. Gakktu í hóp skipbrotsmanna sem vita hvað þeir eru að gera, eins og til dæmis bogmanna. Stjörnuspá Holiday Mathis Nú eru vetrarsólstöður; stysti dagur ársins og lengsta nóttin. Steingeitin býður sólina velkomna og hennar kon- unglega fas. Staða fólks verður í brenni- depli á næstu vikum, sættum okkur við goggunarröð og sýnum öðrum tilhlýðilega virðingu. Verkefni okkar eru strembin en virðuleg, þegar sólin skín í steingeit- armerkinu. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ræfilslegt, 8 skilið eftir, 9 aumum, 10 gagn, 11 nes, 13 reiður, 15 hungruð, 18 listamað- ur, 21 orsök, 22 muldra, 23 eldstæði, 24 mikill þjófur. Lóðrétt | 2 kliðinn, 3 trölli, 4 girnd, 5 bakteríu, 6 ragn, 7 lítill, 12 kjaftur, 14 hlemmur, 15 heysæti, 16 snakillu, 17 þyngd- areining, 18 framendi, 19 málminum, 20 slór. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 græða, 4 bikar, 7 ýmist, 8 gauks, 9 aka, 11 auga, 13 eiri, 14 nafar, 15 pota, 17 rupl, 20 rif, 22 loppa, 23 ruddi, 24 apann, 25 nærri. Lóðrétt: 1 grýla, 2 æsing, 3 akta, 4 bága, 5 kauði, 6 rosti, 10 kefli, 12 ana, 13 err, 15 pilta, 16 teppa, 18 undir, 19 leiti, 20 raun, 21 Frón.  Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Tónlist Borgarneskirkja | Kammerkór Vesturlands býður til náttsöngs kl. 22. Fluttir verða jóla- sálmar og önnur verk sem minna á jólin. Stjórnandi kórsins er Dagrún Hjartardóttir og Jónína Erna Arnardóttir leikur á píanó. Einnig koma fram, Ólafur Flosason, óbó og þær Eygló Dóra Davíðsdóttir og Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir á fiðlu. Kópavogskirkja | Camerarctica leikur sína árlegu kertaljósatónleika með klassískri tónlist kl. 21–22. Flytjendur eru Stefán Jón Bernharðsson hornleikari og Camerarctica og flytja þau Hornkvintett og Flautu- kvartett eftir Mozart og Klarinettkvartett eftir Crusell. Laugarneskirkja | Söngkonan Hera Björk og píanóleikarinn Óskar Einarsson verða með tónleika kl. 20. Miðaverð er 1.500 krónur. Háskóli Íslands | Tónleikanefnd Háskóla Ís- lands býður til hádegisjólatónleika í anddyri aðalbyggingar Háskólans kl. 12.15. Þar flyt- ur nýr kór háskólastúlkna jólaverkið „Cere- mony of carols“ eftir Benjamin Britten. Myndlist 101 gallery | Jólasýning til 6. jan. Artótek Grófarhúsi | Sýning á verkum Bjargar Þorsteinsdóttur til áramóta. Aurum | Davíð Örn Halldórsson sýnir myndir unnar með iðnaðarmálningu á trefjaplötur. Aurum | Lóa Hjálmtýsdóttir sýnir fígúratíva mynd sem unnin er með lakki. BV Rammastúdíó innrömmun | Guðmunda H. Jóhannesdóttir með sýningu á vatns- litamyndum til jóla. Café Babalu | Claudia Mrugowski – Even if tomorrow is not granted, I plant my tree – á Skólavörðustíg 22a. (www.Mobileart.de) Gallerí Gyllinhæð | Jólasýning 3 árs nem- enda myndlistardeildar LHÍ til áramóta. Gallerí Húnoghún | Soffía Sæmundsdóttir til 5. jan. Gallerí I8 | Þór Vigfússon til 23. des. Gallerí Sævars Karls | Sex myndlist- arkonur verða með samsýningu í desember. Hrund Jóhannesdóttir, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín Helga Káradóttir, Margrét M. Norðdahl og Ólöf Björg Björnsdóttir. GUK+ | Hartmut Stockter til 16. jan. Hafnarborg | Jón Laxdal til 31. desember. Hallgrímskirkja | Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir til febrúarloka. Hitt húsið | Sýningin Skúlprút í gallerí Tukt, Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Þar sýna nemendur af listnámsbraut í FB verk sín. Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 7. febrúar. Iða | Sölusýning á málverkum Þóru Guð- rúnar Benediktsdóttur til loka janúar. Kaffi Milanó | Ingvar Þorvaldsson sýnir vatnslitamyndir til áramóta Kaffi Sólon | Dóra Emils – Heyr himna smiður – til 14. jan. Karólína Restaurant | Óli G. með sýn- inguna Týnda fiðrildið til loka apríl 2006. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II – Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Bernd Koberling til 22. janúar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð- rún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Listasmiðjan Þórsmörk Neskaupstað | 10 listakonur frá Neskaupstað sýna á Egils- staðaflugvelli. Til jan. Listhús Ófeigs | Dýrfinna Torfadóttir, Rósa Helgadóttir, Þorbjörg Valdimarsdóttir til ársloka. Ráðhús Reykjavíkur | Helga Birgisdóttir – Gegga til áramóta. Safn | Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Krist- inn E. Hrafnsson – Stöðug óvissa. Jón Lax- dal – Tilraun um mann. Út desembermánuð. www.safn.is Skaftfell | Rúna Þorkelsdóttir – Postcards to Iceland. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð | Jólasýning Lóu og Hulla er myndlistarsýn- ing með jólaþema. Sundlaugin í Laugardal | Ólafur Elíasson til jóla. Árni Björn Guðjónsson sýnir fram yfir jól. Yggdrasill | Tolli til 25. jan. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson til áramóta. Þjóðmenningarhúsið | Á veitingastofunni Matur og menning í Þjóðmenningarhúsinu eru sýnd málverk eftir Hjört Hjartarson. Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís- lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljós- myndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljós- myndir Péturs Thomsen í Myndasal. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga nema mánudaga í vetur frá kl. 10–17. Vönduð hljóðleiðsögn, margmiðlunarsýning og gönguleiðir. Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið - fyrstu Vestur-Íslendingarnir; mormónar sem fluttust til Utah, Bókasalur – bókminja- safn, Píputau, pjötlugangur og diggadaríum – aldarminning Lárusar Ingólfssonar, og fleira. Veitingastofa, safnbúð. Þjóðmenningarhúsið | Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Nóbelsverðlaunaveitingunni til Halldórs Laxness hefur Gljúfrasteinn sett upp sýningu í bókasal Þjóðmenning- arhússins. Sjá má sjálfan Nóbels- verðlaunapeninginn, kjólinn sem Auður Laxness klæddist við afhendingarathöfn- ina, borðbúnað frá Nóbelssafninu í Svíþjóð o.fl. Þjóðmenningarhúsið | Sýnishorn af árangri fornleifarannsókna sem njóta stuðnings Kristnihátíðarsjóðs eru til sýnis í anddyri Þjóðmenningarhússins. Rannsóknirnar fara fram á Skriðuklaustri, Hólum, Þingvöllum, Keldudal, Reykholti, Gásum, Kirkjubæj- arklaustri og Skálholti. Auk þess eru kumla- stæði um land allt rannsökuð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Ís- lands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstár- legar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga nema mánu- daga kl. 11–17. Bækur Þjóðmenningarhúsið | Einn af öðrum tínast spennusagnahöfundarnir í Þjóðmenning- arhúsið dagana fyrir jól og skjóta áhlýð- endum skelk í bringu með hrollvekjandi upplestri úr nýjum verkum sínum: Í dag kl. 12.15, Reynir Traustason les úr bók sinni Skuggabörn. Rauðrófusúpa á veitingastof- unni. Allir velkomnir. Mannfagnaður Ásatrúarfélagið | Ásatrúarfélagið fagnar endurfæðingu sólar á vetrarsólstöðum 21. desember. Hist verður við Kaffi Nauthól,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.