Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. SMÁEY ehf., fjárfestingarfélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns frá Vest- mannaeyjum, keypti í gær allt hlutafé í P. Samúelssyni hf., umboðsaðila Toyota og Lexus á Íslandi, og fasteignir sem til- heyra rekstri fyrirtækisins. Kaupverðið er trúnaðarmál. Magnús tók við stjórnarfor- mennsku P. Samúelssonar hf. í gær. Tilkynnt verður um nýja stjórn félagsins á morgun. Lyk- ilstjórnendur munu allir halda áfram störfum hjá félaginu, að sögn Magnúsar. P. Samúelsson hf. er stærsta bílaumboð á Íslandi og starfa hjá því um 150 manns. Toyota hefur verið söluhæsta bílateg- undin hér á landi frá 1990. Páll Samúelsson, sem stofnaði fyr- irtækið fyrir 35 árum, sagði að vissulega væri viss eftirsjá að fyrirtækinu en allt hefði sitt upphaf og endi. Hann sagði að gott orðspor fyrirtækisins og hve góðum árangri það hefði náð í markaðsmálum væri það sem hann væri ánægðastur með þegar hann liti um öxl. Magnús Kristinsson sagði að auðvitað yrðu einhverjar breyt- ingar með nýjum mönnum, en þær væru ekki í augsýn næstu daga. Kvaðst Magnús helst vilja víkka starfsemi fyrirtækisins út og styrkja rekstur þess. Stærsta bílaumboð landsins selt Morgunblaðið/Golli Magnús Kristinsson er sestur undir stýri hjá P. Samúelssyni hf. og Páll Samúelsson kveður fyrirtækið eftir 35 ára starf.  Smáey ehf. keypti | Miðopna HEIMIR Fjeldsted og páfagaukurinn Ólöf Jóna hafa verið óaðskiljanleg frá þeirra fyrsta fundi og hún fylgir honum hvert sem hann fer, nema í vinnuna. „Ég hugsa að Ólöf Jóna verði að vera í búrinu sínu á meðan við borðum jólamatinn, því hún er ekki alveg nógu vel að sér í borðsiðum ennþá,“ segir Heimir þegar spurt er um jólasiði Ólafar Jónu í Daglegu lífi í dag. „Það er víst ekki mjög vinsælt að hún sé að spranga á milli matardiskanna á meðan fólk borðar hátíðarmatinn.“ Á myndinni horfa afabörnin Daníel Már og Erla Rós hugfangin á Ólöfu Jónu. | 26 Morgunblaðið/Ómar Fylgjast hugfangin með Ólöfu Jónu NOKKUR félög háskólamanna eru enn með lausa samninga við launanefnd sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. Sex félög hafa vísað kjara- deilunni við borgina til ríkissáttasemjara. Þ.á m. eru Félag íslenskra fræða, viðskipta- og hag- fræðingar, Stéttarfélag bókasafns- og upplýs- ingafræðinga, lögfræðingar og Útgarður – félag háskólamanna. Lítið hefur miðað í samkomulagsátt þrátt fyr- ir fundarhöld að undanförnu. Boðað er til sátta- fundar á morgun og er allt eins búist við áfram- haldandi viðræðum á milli jóla og nýárs. „Það gengur ósköp hægt vegna þess að borg- in vill koma á starfsmati, sem við viljum ekki,“ segir Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM. „Þeir hafa verið að reyna að koma öllum sem þeir semja við inn í starfsmat. Upphaflega varð það sérstaklega til að hækka umönnunarstéttir og kvennastéttir, en starfsmatið sem þeir tóku upp er ekki hannað fyrir háskólamenntaðar stéttir og sérfræðinga að okkar mati.“ Skilja vel afstöðu leikskólakennara Umdeildur kjarasamningur Reykjavíkur- borgar við Eflingu stéttarfélag og Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar kom til umræðu á mið- stjórnarfundi BHM. Þar var samningnum fagnað og lýst ánægju með að tekist hefði að hækka laun þeirra sem lökust hafa kjör og um leið jafna launamun í þjóðfélaginu, bæði kyn- bundinn og almennan. Kom fram gagnrýni á viðbrögð stéttarfélaga við kjarasamningum þar sem, eins og í þessu tilviki, næðist sá árangur að hækka lægstu laun, skv. upplýsingum Halldóru. „Við skiljum hins vegar afstöðu leikskóla- kennara afskaplega vel,“ segir Halldóra og bendir á að það geti varla verið auðvelt fyrir leikskólakennara að vera með bundna kjara- samninga í heilt ár þegar svo háttar til að við hlið sérmenntaðs leikskólakennara starfar ófag- lærður starfsmaður með töluvert hærri laun. „Auðvitað koma þessir samningar til með að hafa mjög mikil áhrif vegna þess að ef þeir sem eru á botninum hækka mikið, þá þrýstir það alltaf upp,“ segir Halldóra ennfremur. Hægt miðar í viðræðum háskólamanna við Reykjavíkurborg og launanefnd Sex félög vísa deilunni til ríkissáttasemjara Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FRÁ ÁRINU 1996 hefur aðeins tvisvar verið snjór í Reykjavík á jóladagsmorgun og hafa jólin verið sjaldnar hvít síðan þá en árin á undan. Einar Sveinbjörns- son, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, seg- ir að samkvæmt snjó- mælingum Veðurstof- unnar megi skipta síðustu fjórum áratug- um gróflega í þrjú tíma- bil, en þess má geta að rauð jól eru samkvæmt skilgreiningu Veður- stofunnar þegar snjó- laust er kl. níu á jóladagsmorgun. „Fram- an af, frá 1961–1978, var almennt séð snjólítið í Reykjavík um jólaleytið, það snjóaði sjaldan og yfirleitt var bara um smáföl að ræða. Svo kemur snjóatímabil, frá 1979–1995, þá var oftast hvítt að morgni jóladags. Frá 1996–2004 hefur síð- an aftur verið snjólítið á jólum,“ segir Ein- ar. Samkvæmt veðurspánni fyrir jólin sem nú fara senn í hönd eru yfirgnæfandi líkur á að jólin verði rauð á höfuðborgar- svæðinu. | 8 Rauð jól æ algengari ENGIN skólaböll verða haldin í Mennta- skólanum við Sund (MS) fram á vor sam- kvæmt ákvörðun Lögreglustjórans í Reykjavík. Er það í kjölfar óláta og drykkju á tveimur böllum í haust. Rektor skólans telur lögreglu ekki hafa farið að stjórn- sýslulögum og hefur ritað dómsmálaráð- herra bréf vegna málsins. Már Vilhjálmsson, rektor MS, ákvað að kæra ekki ákvörðunina. Hann segir bannið viðleitni lögreglu til að berjast gegn ung- lingadrykkju, sem sé mikil þörf á, þótt deila megi um aðferðirnar í þessu tilviki. Hann mótmælti hins vegar bréflega við ráðherra, og segist vonast til þess að lausn finnist á fundi sínum með fulltrúum lögreglu á næst- unni. | 10 Lögreglan bannar skóla- böll í MS ♦♦♦ STJÓRN og trúnaðarráð Starfsmanna- félags Kópavogs skorar á Kópavogsbæ að draga umboð sitt til launanefndar sveitarfé- laganna til baka og semja beint við félagið. Mikill ótti er við að atgervisflótti verði úr bæjarfélaginu, segir Jófríður Hanna Sig- fúsdóttir, formaður starfsmannafélagsins. „Það gefur auga leið að fólk mun hugsa sér til hreyfings þegar launin í Reykjavík eru mun hærri en þau eru hjá okkur í Kópa- vogi,“ segir Jófríður. Í ályktun stjórnar og trúnaðarráðs félagsins er lýst áhyggjum af þeim launamuni sem orðinn er á milli félaga í starfsmannafélaginu og félaga í Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópa- vogi, segist ekki reikna með því að brugðist verði sérstaklega við áskorun starfsmanna- félagsins fyrr en eftir launaráðstefnu sem launanefnd sveitarfélagana hefur boðað til 20. janúar nk. Hann segist ekki óttast atgervisflótta. „Ég vona að það verði ekki, þeir samningar sem við gerðum við starfsmannafélagið voru á þeim nótum að þeir lægstlaunuðu fengu mest, og við vorum stoltir að gera þá samninga.“ Óttast at- gervisflótta úr Kópavogi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.