Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 39
MINNINGAR
✝ Guðríður SvalaKáradóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 16.
júlí 1922. Hún lést
13. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Kári
Sigurðsson, útvegs-
bóndi og formaður í
Vestmannaeyjum, f.
í Selshjáleigu í
V-Landeyjum 12.7.
1880, d.10.8. 1925,
og kona hans, Þór-
unn Pálsdóttir, f. í
Vestur-Holtum undir Eyjafjöllum
12.11. 1879, d. 15.3. 1965. Börn
þeirra Kára og Þórunnar voru
sautján og eru hér upp talin í ald-
Papey fórst 22.2. 1933, unnusta
Jóna Kristjánsdóttir, sonur þeirra
Þórður bóndi í Syðra-Langholti,
Guðni bakarameistari og skrif-
stofumaður, f. 10.9. 1910, d.18.8.
2004, Nanna saumakona, f. 1.3.
1912, d. 14.6. 1978, gift Gústaf
Ágústssyni, Sölmundur, f. 23.4.
1913, d. 7.4. 1914, Laufey, f. 10.3.
1914, d. 14.8. 1917, Arnkell, f. 4.4.
1916, d. 12.3. 1917, Rakel, f. 4.9.
1917, d. 10.8. 1980, gift Þorkeli
Sigurðssyni, Jón Trausti aðalbók-
ari, f, 10.2. 1920, kvæntur Bjarg-
hildi Stefánsdóttur, Kári, f. 14.7.
1921, d. 27.2. 1924, Guðríður
Svala sem hér er minnst, Kári
Þórir múrarameistari, f. 9.5.
1924, kvæntur Önnu Eiríksdótt-
ur, og Karl, f. 24.7. 1925, d. 16.2.
1935.
Guðríður Svala var sjúklingur
allt sitt líf.
Útför Guðríðar Svölu verður
gerð frá Kópavogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
ursröð: Ingileif, f.
10.6. 1903, d. 16.6.
1903, Helga, f. 30. 5.
1904, d. 13.6. 1999,
gift Þórði Ársæls-
syni, Óskar, múrara-
meistari og bygg-
ingarfulltrúi í
Vestmannaeyjum, f.
9.8. 1905, d. 2.5.
1970, kvæntur Önnu
Jesdóttir, Ingileif, f.
21.10. 1906, d. 29.8.
2003, gift Birni Jóns-
syni, Sigurbjörn,
kaupmaður í Reykja-
vík, f. 31.5. 1908, d. 21.4. 1997,
kvæntur Margréti Ólafsdóttur,
Þórður, f. 10.8. 1909, hann
drukknaði þegar línuveiðarinn
Tvö ritningarvers úr Matteusar
guðsspjalli komu í huga minn þegar
ég frétti að Svala frænka væri látin
og geri ég þau að mínum upphafs
og niðurlagsorðum í þessar grein.
„Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér
gjörðuð einum minna minnstu bræðra,
það hafið þér gjört mér.“
(Matteus 25:40.)
Þannig áminnir Frelsarinn
Drottinn Jesús Kristur um skyldur
manna og mannlegs samfélags hvað
varðar þá ábyrgð sem hinir sterku
og heilbrigðu hafa gagnvart þeim
veiku og smáu.
Guðríður Svala ólst upp í Prest-
húsum í Vestmannaeyjum hjá móð-
ur sinni og systkinum en Kári faðir
hennar dó þegar hún var tæpra 3.
ára. Hún var þriðja yngst systkina
sinna og vegna andlegrar fötlunar
naut hún sérstakrar umhyggju fjöl-
skyldunnar.
Svala var eftirtektarsöm og
minnug en átti þó ekki nægan and-
legan þroska til að þeir eiginleikar
nýttust henni í daglegu lífi eins og
gerist hjá heilbrigðum.
Reynt var að leita henni lækn-
inga eins og hægt var á þeim árum
og fór hún m.a. á Málleysingjaskól-
ann í Reykjavík. Heima tók hún
þátt í heimilisstörfunum eins og
getan leyfði og hafði m.a. það verk
á hendi að færa bræðrum sínum
sem unnu á hinum og þessum stöð-
um í Eyjum, bita og skilaboð. Hafði
Svala allt á hreinu í þessum sendi-
ferðum. En tímarnir breytast og
þegar systkinin fóru, hvert af öðru
að stofna sín eigin heimili var það
smám saman ofviða aldraðri móður
að annast Svölu. Ég veit að það var
ömmu erfið ákvörðun þegar hún
kvaddi Svölu til hælisvistar. Hugs-
anir þeirra mæðgnanna og sálar-
stríð á þessum tímamótum eru Guði
einum kunn en fyrirbænir trúaðrar
móður og systkina sem lögðu fram-
tíð Svölu í Guðs hendur gáfu frið og
von í viðkvæmum aðstæðum.
Dvaldi hún í nokkur ár á Klepp-
járnsreykjum í Borgarfirði og eins
á Sólheimum í Grímsnesi. Á þessum
árum heimsóttu systkini hennar
hana eftir því sem þau gátu og
fylgdust með högum hennar. Þegar
Svala svo vistaðist á Kópavogshæl-
ið, ein af fyrstu vistmönnunum þar,
hófu systkinin að skipuleggja heim-
sóknir til systur sinnar og þau sem
komu því við tóku hana gjarnan
heim, jafnvel í nokkrar nætur í
senn.
Þetta var Svölu mikils virði og
systkinum hennar ekki síður. Svala
beið eftir helgarheimsóknunum og
fagnaði þeim sem komu af barns-
legri gleði, svörin hennar voru ekki
löng ef spurt var hvernig henni liði
var svarið gjarnan ,,það er í lagi“ en
hún var því duglegri að spyrja og
allar voru þær spurningar fjöl-
skyldunni tengdar „Bara í gamni“
sagði Svala ef hún hélt að manni of-
byði spurninga flóðið. Í gegnum ár-
in var Svala heimsótt vikulega og
um þær heimsóknir vitnar búnki af
gestabókum. Stolt sýndi hún, við
þau tækifæri, handavinnuna sína
sem hún vann í starfsþjálfun eða í
skólanum eins og hún orðaði það.
Eftir því sem fækkað hefur í systk-
inahópnum, hefur Jón bróðir henn-
ar borið hinar vikulegu heimsóknir
uppi ásamt allri annarri umsýslan
varðandi hagi Svölu. Við ættingarn-
ir færum ykkur, Jón og Hidda, okk-
ar innilegustu þakkir fyrir ástríki
ykkar og tryggð við Svölu. Guð
blessi ykkur.
Óhætt er að segja að eftir að
Svala vistaðist á Kópavogshælið
hafi henni liðið eins vel og hægt var.
Í gegnum árin hefur margt gott
fólk annast hana og sumar starfs-
stúlkurnar sýndu henni einstaka
vináttu sem náði langt út fyrir
starfsskylduna. Tóku Svölu heim
með sér og leyfðu henni jafnvel að
gista. Ekki veit ég hvaða mannauð
þessar stúlkur áttu og eiga í próf-
gráðum eða launum en hitt veit ég
að auður kristilegra manngilda er í
hjarta þeirra sem svona starfa.
Meðal annars vegna þeirrar
umönnunar sem Svala naut sýndi
Nanna heitin frænka hlýhug sinn til
Kópavogshælis með því að arfleiða
stofnunina að íbúðinni sinni.Við
ættingjarnir erum stoltir af þeirri
ákvörðun hennar og færum öllu því
starfsfólki, sem annast hefur Svölu
af alúð í gegnum árin, okkar inni-
legustu þakkir.
Þegar ég hugsa til þeirra hörm-
unga sem smælingjarnir verða að
þola víða í hörðum heimi finnst mér
eins og mesta auðlegð okkar Ís-
lendinga liggi í stofnunum, hlið-
stæðum við Kópavogshæli. Frels-
arinn minnir á þá ábyrgð sem fylgir
því að sitja hjá og aðhafast ekkert
þegar þurfandi þarfnast hjálpar.
,,Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér
gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra
minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.“
(Matteus 25:45.)
Undir það síðasta var Svala mik-
ið með hugann heima í Presthúsum.
Guð hefur nú gefið henni lausn og
tekið hana heim. Um leið og ég
votta bræðrunum Kára Þóri og Jóni
Trausta samúð mína bið ég öllum
ættingjum og vinum Svölu, Guðs
friðar.
Ársæll Þórðarson.
GUÐRÍÐUR SVALA
KÁRADÓTTIR
Sjónmynd, ekki
fjarlæg í tíma heldur
skörp og skýr, leitar á
hugann þessa aðventudaga þegar við
höfum þurft að kveðja Jóhönnu Þrá-
insdóttur síðustu jarðneskri kveðju.
Ég sem hér held á penna hafði á
löngu árabili heyrt þetta nafn og þá
jafnan tengt hinni mikilvægu miðlun
þýðandans öðru fremur. Ekkert sér-
stakt benti til þess að ég ætti eftir að
kynnast þessari fjölhæfu konu.
Þó kom að því að hér yrði breyting
á. Ég komst í varanleg kynni við
Helga á neðri hæðinni, kom í heim-
sókn í húsið, og eftir það gengu hlut-
irnir eins og af sjálfu sér. Að boði
húsbóndans hlaut ég að verða kynnt-
ur fyrir konunni uppi og þangað var
haldið eins fljótt og tök leyfðu. Við-
tökunum er óþarft að lýsa. Húsfreyja
tók hinum nýja gesti eins og hann
hefði alltaf verið þar innst á gafli og
framhaldið var að öllu leyti eins og
upphafið boðaði: Alúð, góðvild, gest-
risni, menntasvipur og reisn.
Það er eftirtektarvert hve létt
henni virtist að leggja að baki ólíka
námsáfanga. Hún virtist alltaf vera
að læra, kanna ný og ný svið og þar
með auðvelda sér lífsgönguna. Kapp-
semi hennar í menntasókninni var
aðdáunarverð, og það að hefja enn
eina nýja námsbraut hátt á sextugs-
aldri segir hér allt sem segja þarf. Og
árangurinn lét aldrei á sér standa.
Um ritfærni Jóhönnu verður ekki
fjölyrt hér, en fyrir þrjátíu árum kom
út víðtækasta verk hennar, skáldsag-
an Útrás. Ekki þarf að skoða verkið
lengi til þess að sannfærast um að
hugmyndaflug höfundarins var yfir-
gripsmikið og leiftrandi og frásögnin
þrungin krafti og dirfsku.
Jóhönnu lét vel að gleðjast með
glöðum og jafnframt stuðla að því að
aðrir nytu sín. Og þar heima var ekki
JÓHANNA
ÞRÁINSDÓTTIR
✝ Jóhanna Þráins-dóttir fæddist í
Reykjavík 5. maí
1940. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
27. nóvember síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð 7. des-
ember síðastliðinn, í
kyrrþey að ósk
hennar.
vandi að njóta sín líkt
og í eigin heimkynnum
væri. Ekki fyrr búið að
koma sér fyrir í sófan-
um en kaffið og góð-
gætið var komið á
borðið, og naut hún í
þeim efnum fulltingis
sonar síns, sem erft
hefur þann eðlisþátt að
vera veitull eins og
móðirin. Á heimili Jó-
hönnu skipaði söngur
oft heiðurssess enda
þótt hún léti á því sviði
lítt á sér bera.
Ekki veit ég hve mörg þau voru
löndin sem Jóhanna leit augum um
dagana og aldrei heyrði ég hana fjöl-
yrða um allar þær happasælu ferðir
né langdvalir sem hún hafði lagt að
baki um áratuga skeið. Verið gat að
henni fyndist að með því að rækta þá
hæfileika sem henni höfðu verið
gefnir væri hún að fullnægja ákveð-
inni skyldu sem eigi mætti bregðast.
Og svo er það hann Þorkell Ágúst,
kötturinn Keli, búandi á báðum hæð-
um. Dagleg umhyggja Jóhönnu fyrir
velferð hans alla stund var ekki nein
skynditilfinning og næmi hennar á
hvers kyns þarfir hans nokkuð sem
ekki gleymist. Öll mál sem snert hafa
Kela hafa verið farsællega leyst, og
þar hefur Helgi, nágranni og meðeig-
andi, lagt fram þá hugkvæmni og lip-
urð sem nægt hefur til að veita þess-
um ferfætlingi öruggt skjól.
Mér veittist sú ánægja að vera
með í að taka á móti Jóhönnu er hún,
að lokinni þriggja mánaða síðvetrar-
ferð á líðandi ári, kom inn í hús sitt
tíguleg og glöð. En sælan varð
skammvinn þar sem hinn skelfilegi
vágestur sem fjöldann leggur að velli
tók sér nú brátt þá vígstöðu að eigi
reyndist unnt að beina honum af
braut. Öllum þessum aðstæðum tók
Jóhanna af frábæru æðruleysi þó
henni dyldist ekki að hverju fór. Og
að leiðarlokum er svo ekkert nær-
tækara en þakka ógleymanleg kynni,
vináttuna, hlýju brosin og alla þá já-
kvæðni sem svo fagurlega birtist í
persónuleika þessarar yndislegu
konu. Syni hennar, Jóhanni Gröndal,
færi ég einlægar samúðarkveðjur og
sömuleiðis öðrum þeim sem voru
henni kærir.
Bjarni Valtýr Guðjónsson.
Okkur langar til að minnast vin-
konu foreldra okkar Jóhönnu Þráins-
dóttur sem lést 27. nóv. sl. Fyrst og
fremst langar okkur að þakka fyrir
þá miklu tryggð og vinsemd sem hún
sýndi þeim. Kynni þeirra hófust er
foreldrar okkar Ólína og Stefán
fluttu frá Skipanesi að Vesturgötu
125 á Akranesi. Síðan eru liðnir u.þ.b.
þrír áratugir og allan þann tíma var
sem einhver órjúfanlegur strengur
væri á milli þeirra. Jóhanna ferðaðist
vítt og breitt um heiminn og sendi
hún þeim ævinlega kort og hlýjar
kveðjur. Einnig mundi hún alltaf eft-
ir afmælisdögum gömlu hjónanna.
Ýmist hringdi hún eða kom í heim-
sókn eftir aðstæðum. Hún hafði ein-
stakt lag á að gleðja þau bæði og
gerði allar sínar heimsóknir eftir-
minnilegar. Fyrir það viljum við
þakka. Okkur systkinunum fannst
ætíð gott að líta inn til Jóhönnu og
eiga við hana stutt spjall og þiggja
kaffisopa. Jóhanni syni hennar og
öðrum ástvinum sendum við innileg-
ar samúðarkveðjur. Hvíl þú í friði,
kæra vinkona.
Ármann, Svandís og
Jóhanna frá Skipanesi.
Minningargreinar sem birtast
eiga þriðjudaginn 27. og mið-
vikudaginn 28. desember þurfa
að berast okkur fyrir hádegi á
Þorláksmessu, föstudaginn 23.
desember.
Greinar sem eiga að birtast
mánudaginn 2. og þriðjudaginn
3. janúar þurfa að berast fyrir
hádegi föstudaginn 30. desem-
ber.
Minningargreinar skulu ekki
vera lengri en 400 orð eða 2.000
slög (með bilum). Greinarnar
skal senda í gegnum vefsíðu
Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til
Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Einnig er hægt að senda
greinar á netfangið minning-
@mbl.is. Nafn og símanúmer
þarf að fylgja, ef greinar eru
sendar þannig. Sjálfvirkt svar
er sent um hæl þar sem spurt
er um nafn og símanúmer.
Skil um
hátíðarnar
Hjartkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir,
tengdasonur og afi,
JÓHANN INGI EINARSSON,
Bæjargili 96,
Garðabæ,
andaðist á Landspítala Hringbraut sunnudaginn
18. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Anna Margrét Jóhannsdóttir, Svanur Elísson,
Einar Örn Jóhannsson, Hildur Erlingsdóttir,
Þóra Stefánsdóttir, Sigurður Hansen,
Lovísa Stefánsdóttir, Jón Björnsson,
Björn Helgi Guðmundsson
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRA ARADÓTTIR,
Grensásvegi 56,
lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn
18. desember.
Ari Reynir Halldórsson, Guðlaug Eygló Elliðadóttir,
Ævar Gunnlaugsson, Jónína Einarsdóttir,
Sonja Huld Gunnlaugsdóttir
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
JÓHANNA (STELLA) HARALDSDÓTTIR,
til heimilis á
Lindargötu 57,
lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn
19. desember.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni 28. des-
ember kl. 15.00.
Helga Bjarnadóttir,
Þóra Bjarnadóttir,
Erla Bjarnadóttir, Hreiðar Svavarsson,
Haraldur Ág. Bjarnason, Ólöf G. Ketilsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.