Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 31 Mér flaug í hug að sendaMorgunblaðinu þessarhugrenningar mínarum ástand efnahags- mála nú eftir samfelldar vaxta- hækkanir Seðlabankans um 2 ára skeið. Í viðleitni hans til að sigr- ast á verðbólgu og halda aftur af almennri innlendri eftirspurn vegna þensluhættunnar af stór- iðjuframkvæmdum marg- umræddu. Þó orðabelgur þeirrar umræðu sé ef til vill orðinn jafnþaninn og hagkerfið sækja þessar hugsanir á mig nú sem stundum áður og reyndar ekki í fyrsta sinni sem ég set svipaðar skoðanir fram. Fyrsta spurningin er þá hvaða verð- bólgu? Vaxtahækk- anir hafa þann til- gang fyrst og fremst að hafa áhrif á hegð- an okkar til fram- tíðar og fá okkur til að draga úr eyðslu og draga þannig úr verðbógu fram á veg- inn, verðbólguviðmið bankans er hins vegar 12 mánaða verðbólgan séð í baksýnisspeglinum og er sú verðbólga enn lítillega yfir við- miðunarmörkum, verðbólga síð- ustu 3ja mánaða er hins vegar langt undir mörkum, það skiptir þó ekki máli því tilgangurinn er að hafa áhrif á framtíðina. Hvers er að vænta um framtíð- arverðbólgu? Allar vísbendingar gefa til kynna að hækkun hús- næðisverðs sé um garð gengin og reyndar ekki óliklegt að ein- hverra lækkana sé að vænta nú á næstu mánuðum. Sömuleiðis eru yfirgnæfandi líkur á því að Hag- stofa Íslands hafi ofmetið veru- lega hækkun fasteignaverðs þar sem hún er ekki að taka tillit til aukinna gæða í verði fasteigna sem að sjálfsögðu eiga ekki að reiknast sem kostnaðarhækkun á húsnæðislið heildarinnar, hvað þá þegar snobbvirði tiltekinna stað- setninga veldur því að einstakir auðugir Íslendingar eru tilbúnir að greiða 100–200 milljónir fyrir hús sem kostuðu 30–50 milljónir fyrir 3 árum fyrst og fremst vegna staðsetningar og eða fíns póstnúmers jafnvel stundum til að brjóta niður og byggja nýtt í staðinn. Finnst þér rétt að hækka húsnæðislið neysluvísitölunnar vegna slíks og þar með öll verð- tryggðu lánin hjá almenningi í landinu? Olíuverð virðist að sinni vera í jafnvægi þó engu sé þar um að spá til lengri tíma nema hækkana sem munu leiða til þess að lífs- kjör okkar sem þjóðar rýrna að sama skapi hvort sem okkur líkar betur eða verr. Asíubúar sjá til þess í sinni viðleitni að keppa að vestrænum lífskjörum. Þeirrar sóknar mun væntanlega gæta al- mennt á hrávörumörkuðum heimsins til hækkunar með sömu afleiðingum. Þá er spurningin er einhvers að vænta almennt um verðhækkanir á næstunni ? Því er til að svara að þar ræður markaðurinn í sín- um samfellda framboðs- og eft- irspurnardansi á komandi mán- uðum. Bankanum er tíðrætt um mikla eftirspurnarþenslu vegna eyðslu og tilheyrandi skuldsetn- ingu einstaklinga. Þar vill hann slá á með hækkun stýrivaxta. Af- leiðing þeirrar vaxtahækkunar er síðan enn frekari gengishækkun, aukið innstreymi erlendra pen- inga sem auka framboð peninga hér á landi með þeim afleiðingum að vextir langtímalána lækka og skuldsetning til aukinnar fjárfest- ingar fólks og fyrirtækja vex. Með öðrum orðum innstreymið á erlendu fjármagni kyndir þenslu og magnar eftirspurn eftir vörum innfluttum sem innlendum og ýtir undir verðhækkanir vegna mik- illar eftirspurnar. Enginn lækkar jú verð á sölu- hlutnum þegar margir kaupendur eru um hituna og söluhlutirnir eru færri en þeir sem kaupendur vilja fá. Þessu var ágætlega lýst um daginn í Morgunblaðinu í samtali við einn bílainnflytjanda. Öllum er ljóst þetta ástand og að í óefni er komið. Ég hef á ár- um áður margoft bent á fánýti þeirrar efnahagsstefnu að reisa raungengishækk- unarstíflur til skamms tíma með háum stýrivöxtum. Sagan segir okkur líka til um fánýti þessara aðgerða sl. 30 ár í íslenskri efnahagsstjórn. Stífl- urnar eru bráða- birgðasmíð sem láta undan í hvert sinn sem „lónin fyllast“. Um þetta vitnar gengisvísitalan síð- ustu áratugina best. Nú stöndum við enn einu sinni í þessum sömu sporum að hefur reist enn eina slíka stíflu sem munu bresta með sama hætti og hingað til. Þeim stíflubresti fylgir óhjákvæmilega verðbólguskot því stærra því lengur sem barið verður í brest- ina. Atburðir síðustu vikna þegar erlendir bankar hófu að spila á þetta ástand með útgáfu skulda- bréfa í íslenskum krónu og undir- bjóða Seðlabankann að auki, eru ný sönnun um fánýti stefnunnar og undirstrika að bankinn verður að móta nýja stefnu, það eru ef til vill ekki nema elstu menn sem enn muna hvernig Soros af- greiddi breska pundið forðum daga? Hvað er þá til ráða? Byrj- unin er óhjákvæmilega sú að við stöðvum neyslufylliríið með því að Seðlabankinn geri ljóst að nóg sé komið af vaxtahækkunum þar sem framundan sé engin önnur verðbólguógn en sú óumflýj- anlega þegar gengi krónunnar lækkar. Nokkuð sem engin leið er að komast hjá, sú lækkun er aðeins spurning um tíma nokkra mánuði til eða frá, spurningin hér er eingöngu sú er betra að láta renna af sér strax eða drekka eitthvað lengur fram á vorið. Sú aðgerð mun með hefð- bundnum hætti draga úr eft- irspurn með því að innflutnings- verðlag hækkar og jafnframt innlent í kjölfarið, þessa aðferð þekkjum við af gömlum vana og allir vita að sú úthreinsun er á næsta leiti. Þá er næst að spyrja hvernig stýrum við eftirspurn betur í þessu þjóðfélagi en með núver- andi vaxtastefnu bankans. Því er fyrst til að svara að því aðeins hefur það gengið upp hér á landi að allir aðilar hafi tekið höndum saman í þeim efnum með sam- ræmdri stefnu í launamálum, rík- isfjármálum og peningamálum, samræmdri stefnu sem miðar að sem bestu jafnvægi og sæmilegri sátt um skiptin í þjóðfélaginu. Við slíkar aðstæður þarf peninga- málastefna Seðlabankans að miða við okkar nánasta umhverfi eins og seðlabankar þeirra norður- landanna sem standa utan evr- usambandsins gera. Þar sveiflast ekki gengispendúllinn í þeim öfgasveiflum sem hann gerir hér þar tekst mönnum að stýra „litlum“ hagkerfum með „sjálf- stæðri krónu“ án öfgahreyfinga , með því að miða vaxtastefnu sína við vexti Evrópuseðlabankans, sumir rétt fyrir ofan hann aðrir undir allt eftir markmiðum til að örva eða draga úr eftirspurn í löndum sínum. Með því geta þeir haft áhrif á eftirspurnarstigið innanlands með miklu minni vaxtahreyfingum og minni vaxta- mun í báðar áttir en við. Um leið verða þessar Norðurlanda krónur hvort heldur danskar, sænskar eða norskar óspennandi fyrir „Sorosa“ nútímans jafnframt verður öll umræða um upptöku evru óþörf. Þessi stefna tryggir hins vegar þessum þjóðum áframhaldandi sjálfstæði til að stýra innlendri eftirspurn að sínum þörfum allt eftir ástandi efnahagsmála heima fyrir á hverjum tíma. Í dag er því t.d. þannig varið að Danir og Norð- menn hafa stýrivexti evrópska bankanum en Svíar hins vegar lægri. Hér má því við bæta að tvær aðrar þjóðir, Svisslendingar og Bretar, styðjast við svipaða stefnu og eru Svisslendingar með lægri vexti en Evrópubankinn og Bretar nokkru hærri. Þeir styðja við gengi pundsins og fjár- málamarkaðinn í London með því að miða sína vaxtastefnu bæði við evrópska bankann og þann bandaríska. Nú er enn einu sinni komið að því hér á landi að allir aðilar taki höndum saman um samræmdar aðgerðir til að hleypa þrýst- ingnum af stíflunni áður en hún brestur stjórnlaust. Í þeirri nauð- synlegu viðleitni að reyna að lág- marka tjón þeirra sem minnst hafa á milli handanna og við- kvæmastir eru fyrir „hamfara- flóðum“. Enn á ný er komin ólga og launabólga hér á landi, atburðir síðustu daga eftir kjarasamninga Reykjavíkurborgar við SFR og Eflingu og viðbrögð félaga kenn- ara og leikskólakennara við þeim samningum með kröfum um við- bótarhækkanir sér til handa stað- festa enn á ný að viljinn til vel- megunar við festu og stöðugt verðlag er takmarkaður í þjóð- félaginu. Hin gamalkunna sókn eftir vindi og verðbólgu í nafni „réttlætisins“, það er að segja réttlæti einstakra hópa en ekki þjóðarheildarinnar, virðist hlaup- in í gang að nýju. Virk hætta er á að framundan sé skriða víxlhækk- ana launa og verðlags ef engin ný ráð eða öllu heldur „gamalreynd“ koma til. Enn á ný er orðin þörf á „þjóðarsátt“ ef ekki á illa að fara. Því fyrr sem við tökum út timburmennina þeim mun minni og skammvinnari verður „haus- verkurinn“ eða sú verbólgualda sem við fáum ekki umflúið. Fram- tíðin hér á landi getur verið björt og spennandi og miklir mögu- leikar til jákvæðrar þróunar á næstu árum. Raunar geta tæki- færin hér á landi verið stærri og meiri en í öðrum löndum hins vestræna heims ef rétt er á hald- ið. Allir skynsamir menn við- urkenna nú þegar litið er tilbaka að viðbrögð Seðlabaka Íslands vegna meintrar þensluáhrifa stór- iðjuframkvæmda voru alltof stór- karlaleg og leiddu sem slík til mun meira innstreymis erlends fjármagns en framkvæmdirnar sjálfar þessi stórkarlalegu við- brögð hafa öðru fremur valdið þenslunni stóriðjuframkvæmd- irnar og fjárinnstreymi þeirra vegna er hjóm eitt samanborið við það innstreymi sem leitt hefur af sórfelldum erlendum lántökum fólks og fyrirtækja. Um vaxtastefnu og verðbólguvæntingar Eftir Víglund Þorsteinsson ’Nú er enn einu sinnikomið að því hér á landi að allir aðilar taki hönd- um saman um sam- ræmdar aðgerðir til að hleypa þrýstingnum af stíflunni áður en hún brestur stjórnlaust.‘ Víglundur Þorsteinsson Höfundur er stjórnarformaður BM-Vallár. . Samúelsson hf. ll Samúelsson, stofnandi P. Samúelssonar hf., og Elín S. Jóhannesdóttir, eiginkona éðinsdóttir og Magnús Kristinsson, eigendur fjárfestingafélagsins Smáeyjar ehf. Í NÝÚTKOMINNI bók Árna John- sen og Þórleifs Ólafssonar um Kristin á Berg, föður Magnúsar Kristinssonar, er sagt frá kynnum Kristins heitins af Páli Sam- úelssyni á síldarárunum á Siglu- firði. Kristinn fór á síld með Helga Helgason VE, sem var í eigu Helga Benediktssonar útgerðarmanns, og lögðu þeir upp hjá Vigfúsi Frið- jónssyni á Siglufirði. Synir Vigfús- ar, þeir Orri og Friðjón, unnu þá báðir í síldinni með föður sínum. Þegar Kristinn hóf eigin útgerð á Berg VE og fór á síld fyrir norðan ákvað hann að halda áfram við- skiptunum við Vigfús og segir frá því. „Vigfús sá um alla þjónustu við bátana þegar við komum til Siglu- fjarðar. Meðal annars sá hann um afgreiðslu á kosti til okkar. Sá sem annaðist þá hlið mála hjá Vigfúsi var Páll Samúelsson síðar eigandi Toyotaumboðsins. Páll var harð- duglegur og passaði ávallt upp á að allt kæmi um borð sem beðið var um. Ég átti nú ekki von á að þessi drengur yrði bílakóngur Ís- lands þegar fram liðu stundir.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Kristinn Pálsson, skipstjóri á Berg VE og faðir Magnúsar Krist- inssonar. Gömul kynni frá síldar- árunum Heimild: Árni Johnsen og Þórleifur Ólafsson. Kristinn á Berg – athafnamaður við Eyjar blár. Bergur-Huginn ehf. 2005. ynt að greiða úr því. Ég er bara svona, án ss að ég sé að hæla mér. Annars held ég að tta hafi bara reynst okkur vel og skilað r.“ Aðspurður sagðist Páll muna vel eftir því gar hann kynntist Kristni á Berg, föður agnúsar Kristinssonar, á síldarplaninu á glufirði forðum daga. Þau kynni eiga þátt í í að Páll kvaðst vera mjög ánægður með agnús Kristinsson sem kaupanda að fyr- ækinu. Páll er fæddur og uppalinn á Siglu- ði og vann sem 16 ára unglingur hjá Vigfúsi iðjónssyni og kynntist mörgum sjómönnum ða að af landinu. „Kristinn Pálsson skip- óri er einn af frábærustu mönnum sem ég f kynnst. Hann kenndi mér mikið um lífið m unglingi.“ Páll sagði að Toyota í Japan hafi gert angar kröfur til væntanlegs kaupanda að mboðinu. „Ég hef lært mikið af Japönum og yndi strax að tileinka mér siði þeirra. Mér nnst ég læra af því. Ég held að þeir hafi ver- mjög ánægðir með mig og þau viðbrögð m ég hef fengið frá Japan sýna að þeim er mhugað um mig. Þeir hafa margítrekað að ir vilji hafa áfram samband við mig og hafa ðið mér til Japans.“ ftir 35 ár og endi“ inu. Helst vil ég víkka starfsemina út og styrkja reksturinn.“ Magnús var spurður út í kynni föður hans og Páls Samúelssonar, sem sagt er frá í bókinni Kristinn á Berg. Magnús kannaðist vel við þau og sagði föður sinn hafa verið dyggan viðskiptavin Páls. Sjálfur fetaði Magnús í þau fótspor og ek- ur á Lexus. „Ég man alltaf eftir því þegar ég fór með pabba suður, í kringum 1970, og hann keypti sína fyrstu Toyotu Corollu. Það var ábyggilega einn af fyrstu bíl- unum sem Páll Samúelsson seldi.“ – Það er haft eftir föður þínum að hann hafi ekki grunað að „þessi drengur“, þ.e. Páll, yrði bílakóng- ur Íslands. En heldur þú að hann hafi rennt í grun að sonur hans tæki síðar við konungsríkinu? „Nei, það grunaði hann ábyggi- lega aldrei – og blessuð sé minn- ing hans,“ sagði Magnús og hló við. 1994 d á a til um lands. Skarp- gur sagði - á hann tta allt það,“ i. En yt- nar ar num, æstu ér sfólk- f. sríkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.