Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorlákur Sig-urðsson fæddist í Hafnarfirði 29. ágúst 1923. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 9. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru þau Sig- urður Gunnlaugur Þorláksson trésmið- ur, f. 1891 í Hafnar- firði, d. 1974, og Ólöf Rósmundsdótt- ir frá Snæfells- strönd, f. 1896, d. 1975. Systkini Þorláks eru: Gúst- af, f. 1921, d. 1980, Júlíus, f. 1922, Rósmundur, f. 1924, Ingibjörg, f. 1925, Ragnar, f. 1927, Páll, f. 1928, d. 1928, Anna, f. 1931, og Ragnheiður, f. 1932. Hinn 24. janúar 1948 kvæntist Þorlákur Elísabetu Pétursdóttur, f. 8. september 1922 á Laugum í Súgandafirði. Foreldrar hennar voru Pétur Sveinbjörnsson og Kristjana Friðbertsdóttir frá Súg- andafirði. Börn Elísabetar og Þor- láks eru: 1) Ólöf Eygló, fædd 1944, maki Michael Mather og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 2) Erla, fædd 1947, maki Erling Ás- geirsson og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. 3) Sigurður Gunnlaug- ur, f. 1951, maki Ragnhildur Harðar- dóttir og eiga þau þrjú börn, eitt af þeim látið, og tvö barnabörn. 4) Krist- jana Petra, f. 1953, maki Örn Arnarson, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 5) Ægir, f. 1954, maki Sólveig Stef- ánsdóttir, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. 6) Særún, f. 1957, maki Guðjón B. Sverrisson, þau eiga saman tvö börn, en áður átti Guðjón tvö börn og á eitt barna- barn. 7) Vignir, f. 1959, maki Sig- rún Vilhelmsdóttir, þau eiga þrjú börn. 8) Anna María, f. 1962, maki Rafn Arnar Guðjónsson, þau eiga fjögur börn og tvö barnabörn. Þorlákur ólst upp í Hafnarfirði og bjó hann þar alla tíð. Hann var til sjós í um 30 ár, en þegar hann fór að starfa í landi tók hann sveinspróf í netagerð og starfaði við það fag fram til sjötugs. Útför Þorláks verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Tengdafaðir minn Þorlákur (Lalli) lést aðfaranótt 9. desember sem er afmælisdagur ömmubarns míns Jó- hanns Ægis. Ég kom ung á heimili þeirra Lalla og Betu, aðeins 15 ára gömul. Var mér þar vel tekið þrátt fyrir stóran barnahóp, alls átta börn, en tvö þeirra voru þá farin að heim- an. Ég á margar góðar og notalegar minningar um Lalla. Það eru svo mörg jákvæð lýsingarorð sem ég vildi geta talið upp hér en læt það nægja að segja ástríkur, umhyggju- samur og frábær vinur. Alltaf gætti hann þess að engum væri mismunað í þessum stóra af- komendahópi, hvort sem um var að ræða afmælis- eða jólagjafir. Tengdaforeldrar mínir fluttu fyrir nokkrum árum af Þúfubarðinu á Hraunvang 3. Gerðu þau sér þar fal- legt heimili og átti Lalli þar góð ár þrátt fyrir veikindi sín. Hann hafði alla tíð verið mikið hraustmenni enda sjómaður til margra ára. Þú varst búinn að gefa okkur mörg góð ár, Lalli minn. Kvöldið fyrir andlát þitt gat ég kvatt þig og þakkað þér fyrir allt. Alltaf er söknuðurinn mikill, en minningin um þig mun alltaf lifa. Ég bið góðan Guð að styrkja Betu, fjölskylduna og aðra ástvini í sorg- inni. Sólveig Stefánsdóttir. Ég man fyrst er ég hitti Lalla eins og hann var ávallt kallaður. Þá hafði ég verið nýbúinn að kynnast konunni minni, Elísabetu, og hún vildi að ég kæmi með sér á Þúfubarðið þar sem afi og amma hennar bjuggu og vildi kynna mig fyrir þeim. Okkur Lalla varð strax vel til vina og var hægt að spjalla við hann um allt milli himins og jarðar. Lalli var sannur Hafnfirðingur, fæddur og uppalinn í Firðinum. Ég hafði komist í feitt. Sem aðfluttur Hafnfirðingur og mikill áhugamaður um sögu staðar- ins hafði ég fengið leiðsögumann sem vissi allt um Fjörðinn. Það var gaman að hlusta á Lalla tala um gamla tíma, er hann sjóinn sótti og hversu hörð pólitíkin hefði verið á árum áður. Það var alltaf gaman að koma til Betu og Lalla, fyrst á Þúfubarðinu og síðan á Hraunvanginn. Það var svo notalegt að koma. Alltaf tekið svo vel á móti manni. Lalli var hlýr og hjartagóður mað- ur. Hann gerði ekki upp á milli manna. Allir voru jafnir í hans huga. Lalli varð veikburða síðasta ár en tókst með seiglu sinni að komast áfram. Einu tók ég eftir í fari hans, að húmorinn var alltaf til staðar þrátt fyrir veikindin. Fyrir mér voru það forréttindi að hafa kynnst hon- um Lalla. Ég lærði af honum og þeirri reynslu mun ég koma áfram. Ég sakna þín, Lalli, en ég veit að þér líður vel á þeim stað sem þú ert núna. Elsku Beta og fjölskylda við höfum misst mikið. Tómas Meyer. Með þessum fáu orðum kveð ég Lalla bróður minn með söknuði. Hann hefur barist við erfiðan sjúk- dóm síðastliðin þrjú ár. Þetta var hörkumaður til allrar vinnu, stund- aði sjómennsku mjög lengi bæði á bátum og togurum. Lalli var mjög vel liðinn af samstarfsmönnum sín- um og þoldi illa að gengið væri á þá sem minna máttu sín. Hann byrjaði snemma að vinna eins og tíðkaðist á þeim tíma. Var í sveit á sumrin fram að skólabyrjun á haustin. Hann sigldi nokkra túra í stríðinu á línu- veiðara sem flutti fisk til Bretlands. Við bræðurnir vorum saman á togar- anum Bjarna riddara þar sem hann var bátsmaður hjá mér og skilaði hann því starfi af vandvirkni og elju- semi. Þegar sjómennskunni lauk fór hann að vinna við netagerð og aflaði sér sveinsréttinda í því fagi. Lalli var þriðji í aldursröð okkar systkinanna, en við vorum níu. Syst- urnar þrjár og við bræðurnir sex. Af þessum níu systkina hópi eru tveir bræður dánir, Páll sem dó á fyrsta ári og Gústaf sem var 59 ára þegar hann dó. Lalli og Beta eiga átta börn og hefur þessi fjölskylda alltaf staðið mjög vel saman. Á fyrstu búskaparárum okkar nutum við hjónin þess að búa í sama húsi og þau, en það hús byggðum við bræðurnir að Skerseyrarvegi 1 og bjuggu fjölskyldurnar þar saman í nokkur ár. Fyrir tæpum þremur ár- um fluttum við hjónin að Hraun- vangi 3 og það gerðu Lalli og Beta líka. Það hefur því verið töluverður samgangur okkar á milli í gegnum tíðina og alltaf mjög ánægjulegur, einnig gagnvart börnunum okkar sem hann sýndi ávallt mikla hlýju. Lalli var mjög þakklátur því fólki sem annaðist hann í þessum erfiðu veikindum. Við Ásta biðjum Guð að blessa Betu og fjölskylduna og þökk- um enn og aftur samveruna. Júlíus. Þegar ég hugsa um elsku besta afa koma mér fyrst í hug allir þeir miklu mannkostir sem hann bjó yfir. Afi var gæddur öllum þeim mann- kostum sem prýða eiga góðan mann. Hann var heiðarlegur, með ríka rétt- lætiskennd, ávallt skýr og skynsam- ur í hugsun og samkvæmur sjálfum sér. Hans helsti kostur var jafnframt sá hve mikill ljúflingur hann var. Ég kunni svo vel að meta hjartahlýjuna hans, ljúfa þægilega viðmótið sem maður mætti alltaf og þann sanna og einlæga áhuga sem hann sýndi öllu sem maður tók sér fyrir hendur. Alla sína ævi vann afi hörðum höndum, var mikill dugnaðarforkur og afar ósérhlífinn. Hann passaði vel upp á sitt og allt sem honum við kom var til mikils sóma. Þess bar garð- urinn hans og ömmu á Þúfubarðinu greinileg merki, en afi var óþreyt- andi við að hirða hann og var hann ávallt hinn glæsilegasti. Bíllinn hans afa var líka alltaf eins og nýr og í ófá skiptin sem maður heimsótti hann og ömmu í gamla daga var afi úti í bílskúr að þrífa og bóna bílinn sinn. Ilmurinn í bílnum var líka alltaf eftir því, bón og hreingerningarlykt sem ég man enn þá svo vel eftir. Ég fyllist stolti og djúpu þakklæti þegar ég rifja upp allar góðu minn- ingarnar sem ég á um afa. Í mínum huga er það ómetanlegt að hafa átt afa sem var slíkur öðlingur og mikill fyrirmyndarmaður og hann var. Minningar tengdar honum eru mér afar dýrmætar og þær mun ég varð- veita alla ævi. Síðustu dagar hafa sýnt mér hve lífið getur verið ófyrirsjáanlegt og oft á tíðum flókið. Meðan ein ævi tekur enda er önnur að hefjast. Ég trúi því að það sé tilgangur með öllu sem gerist og mín helsta huggun með missi afa hefur verið sú að afi vaki yfir og verndi litlu nýfæddu dóttur mína sem fæddist daginn áð- ur en hann fór. Betri verndarengil fyrir hennar hönd gæti ég ekki hugs- að mér. Guð blessi þig, elsku afi minn. Þitt afabarn, Sigrún. Elsku afi, þó að það sé sárt að kveðja þig þá huggum við okkur við þær ljúfu minningar sem við eigum um þig og einnig að við vitum að nú líður þér vel. Umhyggja þín og áhugi fyrir fólk- inu í kringum þig gerði það að verk- um að fólki leið vel í návist þinni og sóttist eftir nærveru þinni. Á Þúfu- barðinu og síðan á Hraunvanginum hjá ykkur ömmu vöndu fjölmargir komu sína og voru ávallt allir vel- komnir, háir sem lágir. Þar var alltaf hlustað af miklum áhuga á allt sem á daga fólks hafði drifið í skóla, vinnu og einkalífinu. Þau voru ófá skiptin sem þú varst mættur fyrstur manna á Stjörnu- völlinn til að fylgjast með okkur systkinunum. Og þótt þú værir mik- ill Haukamaður studdir þú Stjörn- una af heilum hug þegar við vorum að keppa. Inn á völlinn mátti gjarn- an heyra hróp og köll sem hvöttu okkur til dáða og að leik loknum voru gefin góð ráð og jákvæð gagn- rýni. Þú varst líka mikið hörkutól enda lifað tímana tvenna og unnið við sjó- mennsku við skilyrði sem við unga fólkið í dag skiljum seint. Þetta sást vel á því hvernig þú tókst á við þau ÞORLÁKUR SIGURÐSSON Elsku amma mín. Það að setjast niður og skrifa minningargrein um þig er mér alveg um megn. Ég trúi því varla að þú sért farin. Ég sat hjá þér kvöldið áð- ur en þú fórst og hélt í höndina á þér og strauk þér um hárið, ég reyndi að- eins að tala við þig og þú meira að segja leist rétt á mig og ég fékk smá bros. Samt sá ég í augunum á þér að það væri eins og þú værir búin að gefast upp. Ég vissi ekki að þú værir orðin svona veik þennan dag, þú hafðir fengið lungnabólgu vikunni áður en þér fór hratt versnandi. Við vorum kölluð til þín því ekki var vitað um framhaldið, ég og Kristján tók- um litlu prinsessurnar okkar með, myndavélina og ég fór svo og keypti jólaskreytingu handa þér, var sko al- veg viss um það þyrfti að fríska upp á stofuna þína og ætlaði svo að taka mynd af þér með langömmubörnun- um og stækka hana og gefa þér eins og ég hafði gert áður og þú varst svo rosalega ánægð með. En daginn eftir fórstu frá okkur, þú fórst umvafin ást, allir í fjölskyldunni voru hjá þér, nema ég og Gummi, við náðum ekki að koma aftur áður en þú fórst. SÓLVEIG ÁGÚSTA RUNÓLFSDÓTTIR ✝ Sólveig ÁgústaRunólfsdóttir fæddist í Reykjavík 16. mars 1934. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands 8. desember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 16. desember. Síðustu daga hafa allar minningarnar um þig skotist upp í koll- inn á mér og hlýjað mér um hjartarætur á þessum erfiða tíma. Það sem einkenndi þig að mínu mati er að þú varst sönn fjölskyldu- manneskja, þú vissir hvað var að gerast hjá öllum hverju sinni, varst svo stolt af okk- ur öllum. Sérstaklega fann ég hvað þú varst stolt af mér þegar ég var að vinna titlana mína og þegar ég átti Katrínu Emblu og Birtu Maríu Huld. Núna þurfum við hin í fjölskyld- unni að vera dugleg að hittast og halda uppi þínum hefðum eins og laufabrauðinu fræga sem ég á svo fullt af skemmtilegum minningum frá, jólin byrja ekki án þess. Engin orð geta samt lýst því, amma mín, hversu illa mér líður yfir því að þú sért farin, en minningin um þig mun lifa og ég mun segja stelpunum mín- um hversu frábær og yndisleg þú varst. Þú ert sko uppskrift að ekta ömmu. En megi guð vera hjá okkur öllum á þessum erfiða tíma og þá sérstak- lega afa mínum. Sofðu rótt, elsku amma mín. Íris Björk Árnadóttir. Heiðurskonan Sólveig Runólfs- dóttir er fallin í valinn langt fyrir ald- ur fram. Sólveig var öflug framsókn- arkona, en hún var félagi í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópa- vogi, um árabil. Sólveig var jafnrétt- issinni. Hún vann að málefnum kvenna og studdi konur til áhrifa í stjórnmálum og félagsstörfum hvar sem hún gat því við komið. Þegar jafnréttisnefnd Kópavogsbæjar var sett á laggirnar þann 18. september 1975 var Sólveigu falið að gegna þar formennsku. Var hér um mikil tíma- mót að ræða þar sem nefndin var sú fyrsta sinnar tegundar á landinu öllu. Sólveig tók því að sér að gegna mikilvægu frumkvöðlastarfi í jafn- réttismálum á sveitastjórnarstigi. Fyrir það starf viljum við þakka. Embættinu gegndi hún með sóma. Nú rétt um þrjátíu árum síðar vill svo skemmtilega til að Sigríður Kon- ráðsdóttir, tengdadóttir Sólveigar, gegnir um þessar mundir for- mennsku í jafnréttisnefnd Kópavogs eins og Sólveig forðum. Sólveig var félagsmálakona eins og þær gerast bestar og nýtti krafta sína einnig á vettvangi norrænnar samvinnu. Hún var t.d. virkur félagi í Norræna fé- laginu í Kópavogi í langan tíma og var m.a. fulltrúi félagsins á vinabæjamótum erlendis. Sólveig tók alla tíð mikinn þátt í starfsemi, bæði Freyju, félags framsóknar- kvenna í Kópavogi, og flokksstarfi Framsóknarflokksins í Reykjanes- kjördæmi og síðar Suðvesturkjör- dæmi. Hún sinnti margvíslegum störfum fyrir Freyjukonur í Kven- félagasambandi Kópavogs. Freyju- konur hafa alla tíð látið að sér kveða og tekið þátt í jafnréttisbaráttunni af krafti. Sólveig tók þátt í baráttunni og dró hvergi af sér þótt hún ætti við veikindi að stríða í seinni tíð. Starf hennar, bæði á vettvangi framsókn- armanna í Kópavogi og á kjördæma- vísu, var mikilvægt og skilaði ár- angri. Við munum minnast þess starfs með mikilli virðingu og þakk- læti. Fjölskyldunni, Guðmundi Erni, börnum, barnabörnum og öðrum ástvinum Sólveigar sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð blessa minningu hennar. Hansína Björgvinsdóttir og Siv Friðleifsdóttir. Elsku langamma, við erum þakk- látar fyrir að hafa kynnst þér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Sofðu rótt, elsku langamma. Katrín Embla og Birta María Huld Kristjánsdætur. Það er alltaf erfitt að kveðja ein- hvern sem manni hefur þótt vænt um og er búinn að vera stór hluti af lífi manns alla tíð. Kveðjustundin rann upp fyrr en okkur öll grunaði þó svo að hún kæmi heldur engum á óvart. Sólveig skipaði alltaf mikil- vægan sess í lífi fjölskyldunnar í Skipasundi. Mínar fyrstu minningar eru tengdar henni og Guðmundi Erni. Hún og pabbi að þrefa um póli- tík við eldhúsborðið í Skipó, í hjarta sínu sammála, en gátu þó rökrætt endalaust. Guðmundur með bláa Fiatinn sinn fullan af græðlingum og stiklingum, Sólveig aldrei langt und- an. Börnin þeirra fimm sem öll gátu talað norsku reiprennandi. Allar fallegu jólagjafirnar sem komu frá Auðbrekkunni eins og hún hét þá. Sólveig að líta við hjá mömmu þegar fólk gat ennþá heimsótt hvað annað fyrirvaralaust. En umfram allt man ég þó eftir þeim hlýhug og jákvæðni sem hún sýndi mér og mínu fólki á öllum tímamótum, í meðbyr og mótbyr, í gleði og sorg. Þá órofa tryggð og vin- áttu sem hún og mamma mín voru bundnar og hófst fyrir hátt í sextíu árum þegar þær voru báðar ungar konur og kynntust fyrir tilviljun, önnur að vinna á barnaheimili og hin í mjólkurbúð í miðbænum. Vinátta sem makar þeirra og börn gerðu að sinni og er oft sterkari en nokkur ættartengsl. Ég vil því fyrir hönd móður minn- ar, systkina og fjölskyldu þakka samfylgdina og votta Guðmundi Erni og afkomendum samúð okkar. Kristín K. Alexíusdóttir. Elsku Sólveig, mikið er ég þakklát fyrir að hafa fengið að vera ská- frænka þín. Þú varst mér alltaf svo góð og þeg- ar ég þurfti á hjálp að halda var ekki að spyrja að því þú varst til staðar og tókst mig inn á heimilið þitt. Þú lést mér líða alveg eins og barninu þínu og ég man að er kom að heimför minni fór ég að gráta og þú sagðir með þinni undurmjúku röddu: „Helga, þú ert alltaf velkomin til mín.“ Svona varst þú undurblíð og yndisleg, engill í mannsmynd. Svo má ekki gleyma því hvað þú varst alltaf dugleg að bjóða ömmu í sunnu- dagsbíltúra og kaupa ís. Þú varst fjölskyldurækin og hélst stórfjöl- skyldunni saman og mættum við hin taka þig til fyrirmyndar í þeim efn- um. Ég kveð þig með trega, elsku Sól- veig mín, ég vil enda á því að þakka þér fyrir góðar minningar og ég veit að þú ert komin heim til Guðs og englanna. Elsku Deddi, Silla, Alla, Árni, Úlf- ur og Hróbjartur, hugur minn er hjá ykkur á þessari erfiðu stundu. Guð blessi ykkur. Helga Brynja Tómasdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.