Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR jól koma út plötur í haug-
um, – og svo öðruvísi plötur, og þær
eru fáar. Þeim mun eftirtektarverð-
ari verða þær. Plata Kristjönu Arn-
grímsdóttur, Í húminu, er þannig
plata. Hefðin fyrir sönglaginu í
sinni hreinustu og alþýðlegustu
mynd er kannski ekkert sérstaklega
mikil hér – vísna-
söngur hefur
ekki átt hér sama
fylgi að fagna og
á Norðurlönd-
unum. Ef til vill
er sálmasöngur
Íslendinga gegn-
um aldirnar það sem næst kemst
þeirri hefð; og hefð er það vissu-
lega. Þema Kristjönu í lagavali er,
eins og nafnið gefur til kynna, húm-
ið og myrkrið, og með því, stund
íhugunar, kyrrðar, bænar og friðar.
Þó er svo langt frá því að yfir þess-
ari plötu sé einhver helgislepja –
það væri nær að kalla það andakt.
Þarna eru danskir sálmar í anda
Grundtvigs við lög Carls Nielsens –
einn þeirra reyndar við texta skóla-
skáldsins danska, tvö hugljúf næt-
urljóð eftir Bjarne Haar, og svo ís-
lensk lög og sálmar. Það er sterkt
hjá Kristjönu að velja „hin lögin“ –
Smávinir fagrir – ekki sígilt lag
Jóns Nordals, – heldur minna þekkt
og ekki síður fallegt lag Atla Heimis
Sveinssonar, Erla, góða Erla – ekki
lag Sigfúsar Einarssonar sem allir
þekkja, heldur lag Skagfirðingsins
Péturs Sigurðssonar, Þei, þei og ró
– ekki lag Jóns Leifs, heldur nýbura
Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar
við fallega textann hans Jóhanns
Jónssonar. Það þarf dirfsku og
kjark þegar plötumarkaðurinn virð-
ist hafa fátt betra fram að færa en
endalausa ædol-söngvara með ærið
misjafnar lummuplötur, að voga sér
að stíga fram keik og brött og
syngja Víst ertu Jesús kóngur klár
og fleiri gamla sálma Hallgríms
Péturssonar. Það gerir Kristjana –
og það með reisn.
Það er hlýr, einlægur tónn á
þessari plötu. Hljóðfæraleikur og
útsetningar eru í höndum Arnar
Eldjárns Kristjánssonar gítarleik-
ara, Jóns Rafnssonar bassaleikara
og Hjörleifs Valssonar fiðluleikara,
en aðrir sem spila eru Tatu Kant-
omaa harmóníkkuleikari, Örnólfur
Kristjánsson sellóleikari og Sig-
urður Rúnar Jónsson – alt muligt –
leikari, en Ösp Kristjánsdóttir
syngur með mömmu sinni í tveimur
lögum – tært og fallega. Maður hef-
ur það á tilfinningunni að músíkin
hafi bara sprottið svona fram þegar
byrjað var að spila – ekkert prjál,
allt einfalt og innilegt – í anda al-
þýðulagsins. Vænt þótti mér að
heyra á ný á plötu snilldarlag og
-ljóð Böðvars Guðmundssonar,
Næturljóð úr Fjörðum, sem mætti
að ósekju heyrast oft og mörgum
sinnum.
Kristjana býr yfir yndislegri og
þokkafullri náttúrurödd, sem er
eins og dökkt og hnausþykkt flauel.
Röddin hennar klæðir húmsöngv-
ana einkar vel, og túlkun hennar er
einlæg og kemur beint frá hjartanu.
Hljóðlátur innileiki þessarar plötu
gerir hana sérstaka og verðmæta
innan um það glyskennda markaðs-
drasl sem einkennir íslenska plötu-
útgáfu.
Flauelsmjúk
kvöldandakt
TÓNLIST
Plötur
Kristjana Arngrímsdóttir syngur íslensk
og dönsk næturljóð, sálma og vöggu-
vísur.
Í húminu
Bergþóra Jónsdóttir
SÖNGKONAN
Hera Björk og pí-
anóleikarinn
Óskar Einarsson
verða með tón-
leika í Laug-
arneskirkju í
kvöld kl. 20. Sam-
an ætla þau að
flytja lög af jóla-
plötu Heru Bjark-
ar, Ilmur af jólum, sem kom út jólin
2000. Miðaverð er 1.500 krónur.
Hera Björk í
Laugarneskirkju
Hera Björk
SAMKÓR Selfoss
verður með sína
árlegu jólavöku í
Selfosskirkju á
fimmtudag kl.
22.00. Stjórnandi
Samkórsins er
Keith Reed. Gest-
ir Jólavökunnar
að þessu sinni
verða Elísabet
Waage hörpuleikari og Magnús
Baldvinsson bassi. Kaffi, heitt
súkkulaði og smákökur eru innifald-
ar í aðgangseyri sem er 1.500 kr.
Samkórsfélagar hlakka til að sjá
sem flesta í Selfosskirkju þetta
kvöld. Þeir lofa góðri og fjölbreyttri
tónlist og að auki góðu súkkulaði og
bestu smákökum sunnan heiða.
Jólavaka á Selfossi
Keith Reed
ELFAR Logi
Hannesson, leik-
ari, ætlar að lesa
Jólaævintýri
Charles Dickens
á Langa Manga á
Ísafirði á Þor-
láksmessu. Ágóð-
inn mun renna til
Hallfríðar Frið-
riksdóttur sem
missti aleigu sína
í bruna nú á dögunum á Ísafirði og
mun svæðisskrifstofa málefna fatl-
aðra aðstoða Hallfríði við kaup á
húsbúnaði. Lesturinn á Þorláks-
messu hefst kl. 16 og er áætlað að
honum ljúki um kl. 20. Gestum
gefst kostur á að styrkja verkefnið
meðan á lestrinum stendur einnig
hefur verið stofnaður reikningur í
nafni svæðisskrifstofunnar í Spari-
sjóðnum á Ísafirði. Reikningsnúm-
erið er 1128-05-1190 og kennitala
svæðisskrifstofunnar er 640780–
0109. Þetta er í þriðja sinn sem Elf-
ar Logi les Jóladraum á Þorláks-
messu og hefur ágóðinn alltaf runn-
ið til góðs málefnis nú síðast fyrir
MND-félagið.
Jóladraumur var fyrst gefin út í
London 17. desember 1843 og varð
strax mjög vinsæl um heim allan.
Jóladraumur á Ísafirði
Elfar Logi
Hannesson
Tónlistarmaðurinn
og lífskúnstnerinn
Guðjón Rúdolf
Guðmundsson
var að senda frá
sér hljómdiskinn
Þjóðsöngur. Tón-
listin á disknum
er unnin í sam-
vinnu við Þorkel
Atlason tónlistarmann sem sér um
upptökustjórn.
Fyrir tveimur árum sendu þeir fé-
lagar frá sér diskinn Minimania og
naut lagið Húfan af honum mikilla
vinsælda og stimplaði sig svo ræki-
lega inn í þjóðarsálina, að það þykir
orðið ómissandi á útihátíðum og
öðrum mannfögnuðum, segir í kynn-
ingu. Minimania var tilnefnd til
dönsku heimstónlistarverðlaunanna
á sínum tíma.
„Á Þjóðsöng er að finna hugljúf
lög og texta sem fjalla um lífið á grá-
kómískan og angurværan máta,“
segir enn fremur í kynningu. Guðjón
Rúdolf hefur ætíð verið þjóðlegur og
að þessu sinni prýðir mynd af ís-
lensku sauðkindinni hulstrið utan
um diskinn. Diskurinn var tekinn upp
í Árósum 2004 og 2005. Útgefandi
er Kjölur.
Þjóðsöngur
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Stóra svið
SALKA VALKA
Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20
WOYZECK
Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 21
KALLI Á ÞAKINU
Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14
Su 15/1 kl. 14
CARMEN
Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
Nýja svið/Litla svið
ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV
Nemendaleikhúsið, aðeins í desember
Þr 27/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20
MANNTAFL
Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20
Síðustu sýningar
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fi 29/12 kl. 20 AUKAS. UPPSELT
Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING
BELGÍSKA KONGÓ
SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í
JANÚAR
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20
Fö 20/1 kl. 20 MIÐAV. 2.500-GJAFAKORT
GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN
GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ
GILDA ENDALAUST
bókasalur: Upplestur Í dag KL 12:15
Reynir Traustason
Skuggabörn
Blóðrauð rauðrófusúpa á veitingastofu
Á MORGUN
Jón Hallur Stefánsson
Krosstré
MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLL
Jólaævintýri
Hugleiks
- gamanleikur með
söngvum fyrir alla
fjölskylduna.
Fim. 29.12.
Fös. 30.12.
Allra síðustu sýningar!
Sýnt í Tjarnarbíói,
sýningar hefjast kl. 20.00.
Miðapantanir í síma 551 2525
og á www.hugleikur.is .
FIM. 29. DES kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
FÖS.20. JAN kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
LAU.21. JAN kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Gleðileg jól
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
Fullkomið brúðkaup - heldur áfram!
Mið. 28.des. kl. 20 UPPSELT
Fim. 29.des kl. 20 UPPSELT
Fös. 30.des. kl. 20 UPPSELT
Aukasýningar í jan og feb í sölu núna:
Lau. 7.jan. kl. 19 Nokkur sæti
Fös. 13.jan. kl. 20 Í sölu núna
Lau. 14.jan. kl. 19 Í sölu núna
20/1, 21/1, 27/1, 28/1
Gjafakort í leikhúsið - góð jólagjöf!
Ósóttar pantanir seldar daglega!
Miðasalan opin virka
daga frá 13-17 og allan
sólarhringinn á netinu.
Góð
jólagjöf!
Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar.
GJAFAKORT - TILVALIN JÓLAGJÖF
MIÐASALA: www.midi.is og í Iðnó s. 562 9700
uppselt
örfá sæti laus
uppselt
laus sæti
laus sæti
laus sæti
þriðjudagur
miðvikudagur
fimmtudagur
fimmtudagur
föstudagur
laugardagur
27.12
28.12
29.12
05.01
13.01
14.01
Vinnustofa Péturs Gauts, á
horni Snorrabrautar og Njáls-
götu, er opin frá kl. 16-18 alla
daga fram að jólum eða eftir
samkomulagi í síma 551 2380.
Allir velkomnir!
Pétur Gautur