Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 37 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í MORGUNBLAÐIÐ 17. des. ritar Hallgrímur Axelsson grein um hafn- argerð við suðurströndina. Þarna undan ströndinni í Vestmannaeyjum er blómlegt byggðarlag sem hefir frekar lélega tengingu við land. Ann- marka á hafnargerð þarna telur Hallgrímur m.a. mikinn sandburð við ströndina. Þetta er rétt, í aust- lægum áttum berst sandurinn til vesturs og í vestlægum berst hann til austurs. Niðurstaðan af ríkjandi veðurfari að undanförnu er svo nú- verandi strandlína. Þessi sand- burður er ekki endilega hindrun því ef rétt er á haldið er hann heilmikið tækifæri. Bandarískur strandverk- fræðingur (Coastal Engineer), Carr- ol L. Riker, vann m.a. við að gera Panamaskurðinn og landfyllingar undir Washingtonborg. Vegna Labradorstraumsins voru í tíð Riker tíðir skipsskaðar við Nýfundnaland, kaldur sjór kældi loftið og þoka myndaðist. Ráð Riker við þessu var að gera 300 km langan leiðigarð út frá Nýfundnalandi. Garðagerð þessi byggðist á því að leggja flotlínu niðri við botn og draga með því úr straumhraða við botninn. Þegar straumurinn minnkar sest sand- urinn og það grynnkar. Smátt og smátt er svo flotlínan hækkuð og grynnkunin heldur áfram. Í nútím- anum mætti gera svona með ónýtum þorskanetum sem lögð yrðu út frá ströndinni þarna í Landeyjunum. Til að allt sé löglegt þyrfti um svona að- gerð að stofna undirbúningsfélag og er hér með skorað á hr. Árna John- sen að drífa í því. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur. Landeyja- höfn Frá Gesti Gunnarssyni ÞAÐ má furðu sæta, að útvarp allra landsmanna, Ríkisútvarpið, skuli að- eins hafa náð 75 ára aldri, þegar höfð er í huga sú ótrú- lega tæknibylt- ing, sem orðið hefur á starfstíma fjölmiðilsins. Ætla mætti að lengri tíma hefði tekið að færa tæknina til þess horfs sem raun ber vitni nú. Jafn- aldrar Rík- isútvarpsins hafa sagt mér að þeir muni vel eftir því þegar þeir heyrðu í ,,radíói“ í fyrsta sinn, enda náði undr- ið ekki eyrum allra landsmanna framan af. Aflvaki íslenskrar menningar Landsmenn eiga Ríkisútvarpinu sannarlega margt að þakka. Að öðr- um miðlum ólöstuðum hefur Rík- isútvarpið skarað fram úr, enda átt hægara um vik en aðrir. Fræðandi, upplýsandi og skemmtandi hefur Ríkisútvarpið ávallt lagt sérstaka al- úð við framleiðslu innlends dagskrár- efnis og reynst einn af traustustu hornsteinum íslenskrar menningar. Þess vegna fer þeim fjölgandi og vex fiskur um hrygg, sem gera sér grein fyrir mikilvægi þess að efla og treysta innviði útvarpsins svo það megi verða aflvaki íslenskrar menn- ingar, þar sem vörn og sókn vegna móðurmálsins nýtur forgangs. Einkaaðilar geta aldrei sinnt því hlutverki þjóðarútvarps okkar vegna þess að hjá þeim ráða arðsemi- eða gróðasjónarmiðin ein för. Regla um óhlutdrægni Því er ekki að neita að ýmsum hefur þótt hin síðari árin að dofnað hafi yfir framkvæmd þeirrar lögskráðu og eiðsvörnu stefnu Ríkisútvarpsins sem kveðið er á um í upphaflegu lög- unum um Ríkisútvarpið frá 1930: ,,Þess skal stranglega gætt, að við útvarpið ríki skoðanafrelsi og að gætt verði fyllstu óhlutdrægni gagn- vart öllum flokkum og stefnum í al- mennum málum.“ Þessi regla um óhlutdrægni Rík- isútvarpsins er afar mikilvæg og veit- ir því sérstöðu gagnvart öðrum miðl- um, því enginn miðill í einkaeigu þarf að hlíta lögum um óhlutdrægni. Vinir og velunnarar Ríkisútvarps- ins árna því allra heilla á þessum tímamótum og biðja þess, að það megi um alla framtíð verða brjóst- vörn menningar og mennta í landi okkar. F.h. Hollvinasamtaka Ríkis- útvarpsins, MARGRÉT K. SVERRISDÓTTIR, formaður. Ríkisútvarpið 75 ára – Árnaðaróskir Frá Margréti K. Sverrisdóttur Margrét K. Sverrisdóttir Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.