Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Þ að er orðið nokkuð langt síðan ég hef tjáð skoðanir mínar á þess- um vettvangi, en meg- inástæðan fyrir því að ég tók mér hlé frá því að skrifa við- horf er sú að mér hefur ekki fund- ist að neitt það merkilegt hafi verið að gerast í samtímanum að það tæki því að stinga niður penna. Það er hins vegar eitt mál sem hef- ur um nokkurt skeið valdið mér hugarangri og nú hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það gengur ekki lengur að láta kyrrt liggja. Það er orðið tímabært að upplýsa lesendur Morgunblaðsins um þá lygasögu sem sögð hefur verið um íslensku hænuna, eða landnáms- hænuna sem sumir vilja kalla svo. Reglulega birtast í fjölmiðlum fréttir og myndir af þessum hænsnastofni og um hann hefur verið stofnað sérstakt félag, Félag eigenda og ræktenda landnáms- hænsna. En hefur einhver sýnt fram á að þessi hænsnastofn sé kominn undan þeim hænum sem landnámsmenn fluttu til landsins? Ég ætla ekki að draga úr því að þessar hænur eru fallegar og hægt er að hafa gaman af þeim ekki síð- ur en fallegum hundi eða ketti. Sjálfur kynntist ég þessum pútum þegar ég var að alast upp. Ég hafði um tíma það hlutverk að hirða um nokkrar brúnar og gráar hænur og tína upp þau örfáu egg sem þær verptu. Ég hafði nokkurn áhuga á því að yngja upp stofninn, en það gekk þó illa því að hænurnar verptu illa og höfðu meiri áhuga á að éta en að standa í útungun. Svo fór að lokum að hænurnar drápust úr elli ein af annarri og stofninn varð útdauður. Síðar eignaðist ég talsvert af ítölskum hvítum hæn- um. Þær verptu mikið, en voru ansi litlausar. Fátt var þar um eftirminnilega karaktera. Þótt hænsnabúskap mínum sé löngu lokið hef ég alltaf haft vissan áhuga á þessari atvinnugrein. Ég varð því heldur en ekki glaður þegar ég frétti af því að út væri komin bókin „Alifuglinn. Saga ali- fuglaræktar á Íslandi frá landnámi til okkar daga“. Bókin er eftir Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing og er bæði vel unnin og skemmti- leg. Í bókinni setur Friðrik fram þá kenningu að hænsnastofn Íslend- inga, „landnámshænurnar“, hafi að mestu dáið út í móðuharðindum í lok 18. aldar. Hann styður þetta mörgum sannfærandi rökum. Hann bendir á að víða drapst stór hluti bústofnsins beinlínis vegna afleiðinga eldanna. Til viðbótar olli hungursneyðin sem fylgdi í kjöl- farið því að fólk gekk á bústofninn í örvæntingafullri baráttu við að halda lífi. En fleira kom til. Korn- rækt hafði lagst af og kostnaður fylgdi því að ala hænur svo að þær verptu eitthvað. Sauðfjárrækt var talin miklu arðbærari atvinnu- grein. Skúli Magnússon landfógeti fjallaði um hænsnarækt á Íslandi árið 1785 og sagði: „Tamda fugla, svo sem gæsir, endur, dúfur og hænsn, hefur alþýða manna yfir- leitt ekki; enda þrífast þeir ekki á vetrum án þess að hafa korn, en það verða bændur að treina handa sjálfum sér.“ Friðrik bendir á að á þessum tíma hafi menn talið miklu skyn- samlegra að tína egg úr villtum fugli og veiða æðarfugl og rjúpu en að ala hænur heima á bæjum og gefa þeim mat sem mannfólkið sjálft hafði fulla þörf fyrir að borða. Friðrik segir að framan af 19. öld hafi nánast engin hænsnarækt verið stunduð á Íslandi. Þegar þéttbýli fer að myndast á 19. öld vaknar áhugi á hænsnarækt að nýju. Framfarasinnaðir Íslending- ar sem kynnst höfðu erlendum þjóðum sáu að þar þóttu egg ómissandi í bakstur á sætabrauði og þar átu menn fleira en lamba- kjöt. Menn sem áhuga höfðu á framförum tóku því til við að flytja inn hænur. Í upphafi var mest um hænur í þéttbýlisstöðunum en síð- an fjölgaði þeim í sveitum landsins. Friðrik útilokar ekki að á þessum tíma hafi verið til einhverjar leifar af gömlum íslenskum hænsna- stofni þótt hvergi sé hans getið í rituðum heimildum á þeim tíma. Hann telur hins vegar að í lok 19. aldar hafi stofninn verið orðinn mjög blandaður af innflutningi. Það styður einnig tilgátu Frið- riks að í gömlum heimildum kemur fram að íslenskar hænur voru mjög smávaxnar, eða litlu stærri en rjúpur. Þetta kemur raunar ágætlega heim og saman við það að þessi stofn sé kominn af norsk- um smáhænsnastofni. Þær hænur sem nú eru ræktaðar á Íslandi og kallaðar landnámshænur eru hins vegar stórar og greinilegt að í þeim er lítið eftir af genum þeirra hæna sem Skallagrímur Kveldúlfs- son og Hænsn-Þórir fluttu með sér frá Noregi. Þessar hænur bera með sér að vera afkomendur brúnna ítalskra pútna sem fluttar voru til landsins í lok 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. Það bendir því allt til að farið hafi svipað fyrir íslensku land- námshænunni og íslenska svíninu. Þessir stofnar urðu útdauða og ef eitthvað var eftir af þeim við lok 19. aldar sáu kynbætur um að út- rýma þeim endanlega. Sumum kann að finnast miður hvernig fór fyrir landnámshæn- unum. En var þetta ekki óhjá- kvæmileg þróun? Menn eru al- mennt að komast á þá skoðun að óhjákvæmilegt sé að afnema inn- flutningsvernd á landbúnaðar- vörum. Um leið verður að gefa bændum færi á að flytja til lands- ins bestu búfjárkyn sem völ er á. Tæplega ætla menn að krefjast þess að íslenskir bændur takist á við erlenda samkeppni en banna þeim jafnframt að nota þá stofna sem gefa mest af sér. Hvað ætli bankarnir segðu ef þeir fengju að keppa á alþjóðlegum markaði en það skilyrði fylgdi að þeir mættu eingöngu nota íslenskar krónur? Útdauðu hænurnar „Tamda fugla, svo sem gæsir, endur, dúfur og hænsn, hefur alþýða manna yf- irleitt ekki; enda þrífast þeir ekki á vetr- um án þess að hafa korn, en það verða bændur að treina handa sjálfum sér.“ VIÐHORF Egill Ólafsson egol@mbl.is AÐDRAGANDI þess að drengur breytist í ungling og þar með í mann með mönnum hefur löngum verið rit- höfundum hugleikinn. Manndóms- vígslurnar eru mismunandi en þetta umbrotatímabil í lífi karlmannsins er greinilega eitthvað sem höfundum finnst skipta máli að gera skil. Oftar en ekki nýtur drengurinn leiðsagnar einhvers sterks karlmanns sem fer ótroðnar slóðir í lífinu og kennir drengnum að gera slíkt hið sama. Ari Trausti Guðmundsson er við það heygarðshornið í fyrstu skáld- sögu sinni, Leiðin að heiman. Sagan er sögð í fyrstu persónu af tólf ára dreng sem býr við erfiðar heimilis- aðstæður í Þingholtunum á sjötta áratugnum, fær að dvelja sumar- langt vestur við Breiðafjörð með sér- vitrum listamanni, kemur í bæinn að hausti allt annar og betri drengur og tekst á hendur að leysa vandamál fjölskyldunnar upp á sitt eindæmi. Afleiðingarnar af því framtaki eru óvæntar og ófyrirséðar, en auðvitað stendur hann frammi fyrir því í sögulok að vera orðinn karlmaður og sjálfs sín herra. Nema hvað. Þetta er sérstæð saga þar sem blandað er saman skálduðum og raunverulegum per- sónum, drengurinn hittir Kjarval, er vinur Önnu, ekkju Einars Jónssonar, fær að gjöf keramikrjúpu frá Guð- mundi í Listvinahús- inu, lærir galdra af Jochum í Skógum o.s.frv. Allt er þetta fólk séð með augum barnsins, dregið mjög einföldum dráttum og skiptir litlu máli í þroskasögu hans. Eiginlega bara „name dropping“ sem segir lesanda ósköp fátt um þetta fólk. En staðsetur söguna í tíma og rúmi. Sögumaðurinn, Ástvin Stefánsson, er einkennileg blanda barns og full- orðins manns. Hann er tossi, varla læs, en slettir samt latínu og hefur lesið heimsbókmenntir. Hugsanir hans og athugasemdir rokka milli þess að vera sjö ára barns og fimm- tugs karlmanns. Og það er erfitt að komast inn í sögu sagða í fyrstu per- sónu af persónu sem maður tekur ekki gilda. Trúverð- ugleiki sögumanns hlýtur að vera lykil- atriði. Stíllinn er háður þessum sömu ann- mörkum. Einfaldur og barnslegur á köflum, einsog vera ber í frá- sögn barns, en tekur stundum stökk í loft upp og verður háfleyg- ur og hátíðlegur eins og sunnudagspredikun sveitaprests og lesand- inn veit ekki hvaðan á hann stendur veðrið. Prófarkalestur er í ólestri, textinn vaðandi í ásláttar- og stafsetningarvillum. Eins og höfundur hafi hlaupið með bókina í prentsmiðju um leið og hann setti síðasta punktinn, án þess að lesa söguna yfir, hvað þá lagfæra misfellur. Og manni gremst það. Því þrátt fyrir augljósa galla er sagan gríp- andi og sterk og einfaldleiki textans seiðandi. Og það hefði átt að vera auðvelt að þétta textann, vinna per- sónur betur og gera þetta að virki- lega góðri bók. Að komast til manns BÆKUR Skáldsaga Ari Trausti Guðmundsson, 272 bls. Uppheimar 2005 Leiðin að heiman Friðrika Benónýs Ari Trausti Guðmundsson Í NEW York borg starfrækja systk- inin Oddný Eir og Uggi Ævarsbörn sýningarrýmið Dandruff Space and Shroud. Rýmið er lítið og persónu- legt: herbergi í íbúð Oddnýjar og unnusta hennar Páls Ásgeirs Davíðssonar á Driggs breiðgötu 500 í Brooklyn. Í kvöld verður haldinn listvið- burður í rýminu með verki Mar- grétar H. Blöndal og Roni Horn en viðburðurinn er sá fjórði í röð sjö atburða sem dreifast á þetta ár og það næsta og munu mynda eina heild í myndarlegri sjö-bóka öskju sem gefin verður út með vorinu. Sýningarhald og útgáfustarf Oddnýjar og Ugga er framhald af starfsemi útgáfufélagsins Apaflösu sem til varð kringum útgáfu óvenju- legrar fimm-hefta bókaröskju með framlögum fimm listamanna. „Það er skemmtileg hugmyndafræði að baki því sem þau eru að gera,“ segir Margrét Blöndal, nýkomin til lands- ins frá samsýningu í MAC-safninu í Santiago í Chile. „Hann er fornleifa- fræðingur og hún heimspekingur og rithöfundur og þau vinna með áhugasvið og þekkingu sína. Sýn- ingarrýmið er ekki rekið þannig að listamaður komi og hengi upp verk sín, heldur fær listamaðurinn að hrærast í hugmyndafræði systkin- anna, dvelja í rýminu og allir leggja eitthvað til málanna.“ Starfseminni í sýningarrýminu verður kannski best lýst með orðum staðarhaldara: ímynduð tóft ís- lenskra selja, beitarhúsa, sæluhúsa, hofa eða griðastaða útilegumanna þar sem myndlistarmennirnir hlaða tóftina merkingu á grundvelli af- byggingar hennar. Landslag og hljóð Roni og Margrét þekkjast frá fornu fari en þetta er í fyrsta skipti sem þær koma saman að sýningu: „Ég átti erindi þarna um í sumar og setti upp innsetninguna mína. Ég skildi hana eftir, eins og fyrsta lag- ið: skildi eftir opnar dyr fyrir Roni að koma með sín element. Það er samt ekki þannig að ég hengi upp myndir og skilji eftir pláss fyrir hana, heldur vinnum við samhliða og leggjum báðar að mörkum til verksins sem verður þá sameigin- legt – en ekki samsýning.“ Margrét skapaði innsetningu sem meðal annars samanstendur af tveimur frauðdýnuskúlptúrum og plastverki: „Roni gerði síðan hljóð- mynd inn í rýmið,“ segir Margrét. „Hún vildi búa til nýtt hljóðum- hverfi við bíómynd og fá til þess ís- lenskar raddir. Við Roni sátum heilt kvöld með Oddnýju við upptöku- tæki inni í rýminu og reyndum að endurgera myndina. Innsetning mín verður eins og landslag en hljóðverkið er hljóðin inni í lands- laginu með mismunandi víddum, hjáleiðum, krókum og kimum.“ Sýningarnar sjö eru liður í svo- kallaðri Shroud-seríu Dandruffs og hluti af því ferli er útgáfa margbóka öskju með bókverkum listamann- anna sem að sýningarröðinni koma: „Bókverkin eiga ekki að vera skrá- setning á sýningunni sjálfri heldur er hvert rit verk út af fyrir sig: nýtt rými, umgjörð um innsetningu með áþekka nálgun.“ Áður hafa sýnt í Dandruff Space and Shroud þær Guðrún Kristjáns- dóttir, Hulda Stefánsdóttir og Hrafnhildur Arnardóttir en Katrín Sigurðardóttir, Þórdís Aðalsteins- dóttir og Una Dóra Copley halda næstu þrjár sýningar. Sýningarrýmið er opið eftir sam- komulagi en formlegar opnanir haldnar aðeins einu sinni. Nánari upplýsingar má í framtíðinni finna á www.apaflasa.org, sem enn er í smíðum. Griðastaður útilegu- manna í New York Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Svipmynd frá sýningu Margrétar H. Blöndal og Roni Horn. Roni Horn Margrét H. Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.