Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
máey ehf. keypti í gær
allt hlutafé í P. Sam-
úelssyni hf., umboðs-
aðila Toyota og Lexus á
Íslandi, og fasteignir
sem tilheyra rekstri fyrirtækisins.
P. Samúelsson hf. er stærsta bíla-
umboð á Íslandi og starfa hjá því
um 150 manns. Kaupverðið er trún-
aðarmál.
Fjárfestingafélagið Smáey ehf.
er í eigu Magnúsar Kristinssonar
útgerðarmanns frá Vestmanna-
eyjum sem einnig er varaformaður
Straums-Burðaráss fjárfestinga-
banka hf. Magnús tók við stjórn P.
Samúelssonar hf. í gær og er nýr
stjórnarformaður fyrirtækisins.
Tilkynnt verður um nýja stjórn á
morgun, fimmtudag. Lykilstjórn-
endur félagsins halda allir áfram
störfum, að sögn Magnúsar.
Söluhæsta tegundin frá 1990
Fyrirtækið P. Samúelsson hf. var
stofnað 17. júní 1970 til innflutnings
og sölu Toyota-bifreiða á Íslandi.
Það varð umboðsaðili Toyota Motor
Corporation 1980 og hóf milliliða-
lausan innflutning bíla frá Japan.
Toyota var þá lítið þekkt bifreiða-
tegund á Íslandi en eigendur fyr-
irtækisins settu sér það markmið
að Toyota yrði algengasta bifreiða-
tegundin á Íslandi. Það markmið
náðist árið 1988 þegar flestar bif-
reiðir af einni tegund voru frá
Toyota, þrátt fyrir að Toyota hafi
ekki náð því að vera söluhæsta teg-
undin hér á landi fyrr en 1990.
Toyota hefur haldið því sæti síðan.
Fyrirtækið hóf sölu Lexus-bíla á Ís-
landi árið 2000 og í árslok 2002 hóf
fyrirtækið innflutning og sölu á
Yamaha-vélhjólum, snjósleðum og
tengdum vörum.
Toyota er nú á þröskuldi þess að
verða stærsti bílaframleiðandi
heims, að því er segir í frétta-
tilkynningu vegna eigendaskipt-
anna. Einnig kemur þar fram að
„Toyota Motor Marketing Europe
(TMME) vill þakka Páli Sam-
úelssyni sérstaklega fyrir velgengni
hans sem umboðsaðila Toyota og
Lexus. Toyota býður nú Magnús
Kristinsson velkominn sem um-
boðsaðila Toyota og Lexus á Íslandi
og vonast TMME til þess að nýtt
eignarhald á íslenska umboðsaðil-
anum muni halda áfram að laða til
sín þá hæfileikaríku starfsmenn
sem fyrirtækið hefur verið þekkt
fyrir og að samband fyrirtækisins
við viðskiptavini sína muni halda
áfram að dafna. Toyota vill upplýsa
alla eigendur Toyota- og Lexus-bíla
á Íslandi um að þrátt fyrir eig-
endaskipti fyrirtækisins mun
Toyota sem framleiðandi og mark-
aðsfyrirtæki halda áfram að styðja
og þjónusta íslenska markaðinn
með sama hætti og hingað til.“
Ráðgjafar seljanda við kaupin
voru Straumur-Burðarás fjárfest-
ingabanki hf. og Jón Sveinsson hrl.,
Landslögum – lögfræðistofu. Ráð-
gjafi kaupanda var Þorvarður
Gunnarsson, Deloitte hf.
Smáey ehf. keypti P.
Salan handsöluð. F.v. Pál
hans. Hjónin Lóa Skarph
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
KAFLASKIPTI urðu í lífi Páls Samúelssonar í
gær þegar hann sleppti hendinni af fyrirtæk-
inu sem hann stofnaði fyrir 35 árum. Á blaða-
mannafundi vegna sölunnar lýsti hann ánægju
sinni með Magnús Kristinsson sem kaupanda
og sagði að sér hefði ekki verið sama um í
hvers hendur fyrirtækið færi.
„Að sumu leyti er þetta eins fyrir mig og að
selja börnin. Ég er búinn að vera í þessu og
byggja þetta upp alveg frá byrjun,“ sagði Páll.
„Auðvitað er eftirsjá að fyrirtækinu, en allt
hefur sitt upphaf og endi.“
Gott orðspor fyrirtækisins og hve góðum
árangri það hefur náð er það sem Páll er
ánægðastur með þegar hann lítur um öxl. Fyr-
irtækið hafi verið í 1. sæti með Toyota hér á
landi frá 1990 og með um 25% markaðs-
hlutdeild síðustu ár, en í ýmsum Evrópu-
löndum væri Toyota með 2%–5% markaðs-
hlutdeild. Sagði Páll að Toyota, bæði í Evrópu
og Japan, hafi oft notað P. Samúelsson hf. sem
viðmiðun um þann árangur sem hægt sé að
ná.
Páll sagði fyrirtækið hafa haft frábært
starfsfólk og störf hjá því verið eftirsótt. Þá
þakkaði hann Boga syni sínum mikilvægan
hlut hans í framgangi fyrirtækisins. „Hann
rey
þes
þet
sér
A
þeg
Ma
Sig
því
Ma
irtæ
firð
Fri
víð
stjó
hef
sem
P
str
um
rey
fan
ið m
sem
um
þei
boð
lagði drögin að þessu, hafði ákveðna stefnu,
er kynslóðinni yngri og kannski framsýnni.“
Í fréttatilkynningu um söluna er haft eftir
Páli að nú hafi verið réttur tími til að selja og
snúa sér að öðrum verkefnum. Hann var
spurður hver þau væru.
„Ég hef ekki verið í miklu öðru, fyrirtækið
hefur eðlilega tekið allan minn tíma og hug.
Áhugamál mitt er skógrækt. Ég hef stutt hana
og langar að gera það áfram,“ sagði Páll.
Vill rækta upp landið sitt
„Afrakstrinum af rekstri mínum er vel var-
ið ef hann fer í að rækta upp landið. Ég vil láta
eitthvað gott af mér leiða fyrir þjóðfélagið.
Þegar við opnuðum nýjan sýningarsal, þar
sem BYKO var áður, sagði Bogi sonur minn að
sér fyndist að ef fyrirtækið gengi vel bæri því
að skila aftur til þjóðfélagsins hluta af af-
rakstrinum. Við höfum reynt að gera það og
það hefur reynst okkur vel. Ef maður reynir
að gera fyrir aðra það sem maður vill að aðrir
geri, þá held ég að það sé gott.“
Páll sagði að hann hafi ekki þótt besti sölu-
maðurinn í fyrirtækinu. „Ég hef gengið hér
um og reynt að fá afslætti fyrir fólk. Ef ein-
hverjir hafa lent í greiðsluerfiðleikum hef ég
Páll Samúelsson sleppir hendinni af fyrirtæki sínu ef
„Allt hefur sitt upphaf o
SAMNINGAVIÐRÆÐUR um
kaup Smáeyjar ehf. á P. Sam-
úelssyni hf. stóðu í rétt rúma tvo
mánuði, að því er Magnús Krist-
insson sagði á blaðamannafundi
vegna sölunnar í gær. Hann sagði
einnig að sig hafi langað að eign-
ast fyrirtækið um nokkurn tíma.
Kaupin voru háð samþykki
Toyota í Japan og barst skeyti
með samþykkinu snemma í gær-
morgun.
„Við skrifuðum þá undir öll
skjöl. Þetta er orðinn veruleiki að
ég er búinn að kaupa Pál Sam-
úelsson hf. og tek við rekstrinum
frá og með deginum í dag,“ sagði
Magnús. Í gærmorgun hélt hann
fund með starfsfólki P. Sam-
úelssonar ehf. þar sem hann
kynnti sig. Hann kvaðst líta fram-
tíðina björtum augum.
Magnús er fæddur 3. desember
1950 í Vestmannaeyjum og ólst
þar upp. Sjávarútvegur og útgerð
stjórnum lífeyrissjóða. Árið
var Magnús skipaður í nefnd
vegum sjávarútvegsráðherra
að endurskoða ákvæði laga u
veiðar í fiskveiðilandhelgi Ís
Magnús er kvæntur Lóu S
héðinsdóttur og eiga þau fjög
börn og sex barnabörn.
Fer létt í gegnum þetta
Í samtali við Morgunblaðið s
Magnús að kaupin á P. Sam-
úelssyni hf. hefðu ekki áhrif
annan atvinnurekstur sem h
hefur sinnt.„Ég dúlla við þet
saman og fer létt í gegnum þ
sagði Magnús léttur í bragði
verða einhverjar áherslubrey
ingar í rekstri P. Samúelsson
hf. við eigendaskiptin?
„Auðvitað verða einhverja
breytingar með nýjum mönn
en það er ekkert í augsýn næ
daga. Ég á eftir að kynna mé
þetta og fara yfir með starfs
hefur verið helsti starfsvett-
vangur hans. Að loknu versl-
unarnámi í Verzlunarskóla Ís-
lands og við viðskiptaskóla í
Cambridge í Englandi hóf hann
störf hjá fyrirtæki föður síns,
Bergi-Hugin ehf. 1972 og varð
framkvæmdastjóri þess 1978.
Magnús hefur setið í stjórn fyr-
irtækisins og verið fram-
kvæmdastjóri þess síðan.
Magnús hefur gegnt fjölda
stjórnunar- og trúnaðarstarfa í
öðrum fyrirtækjum og félögum.
Hann er m.a. eigandi, stjórn-
arformaður og framkvæmdastjóri
fjárfestingafélagsins Smáeyjar
ehf. og stjórnarformaður fjárfest-
ingafélagsins MK44 þar sem hann
er einn aðaleigenda. Einnig er
Magnús varaformaður stjórnar
Straums-Burðaráss fjárfestinga-
banka hf. Hann hefur átt sæti í
stjórnum hagsmunafélaga og
samtaka í sjávarútvegi og setið í
Magnús Kristinsson, nýr eigandi P. Samúelssonar hf
Sonurinn sem keypti kóngs
ÞÆGINDI OG ÞAGNARSKYLDA
Komin er upp deila milli rík-isskattstjóraembættisins ogbankanna vegna forskrán-
ingar upplýsinga á skattframtöl.
Skattstjóri hefur farið fram á upp-
lýsingar frá bönkunum um stöðu
lána einstaklinga um áramót til að
forskrá á skattframtöl, með sam-
bærilegum hætti og upplýsingar
um launagreiðslur, húsnæðislán frá
Íbúðalánasjóði, bílalán o.fl. eru nú
forskráðar á skattframtalið. Sam-
tök banka og verðbréfafyrirtækja
telja sig ekki hafa heimild í lögum
til að veita ríkisskattstjóra þessar
upplýsingar án þess að viðskipta-
menn þeirra biðji um það sérstak-
lega. Samtökin benda á þagnar-
skyldu bankanna um fjármál
viðskiptavina þeirra.
Indriði Þorláksson ríkisskatt-
stjóri vísar til þess í Morgun-
blaðinu í gær að fyrst og fremst
væri um þjónustu við viðskiptavini
bankanna að ræða. Hann lýsir síð-
an furðu sinni á „kaþólskum við-
brögðum“ og „fornaldarviðhorfum“
bankanna með því að þeir vilji ekki
láta þessar upplýsingar af hendi
umyrðalaust.
Þetta mál er að sjálfsögðu ekki
svona klippt og skorið. Það er upp-
lýsandi að lesa svarbréf Samtaka
banka og verðbréfafyrirtækja til
ríkisskattstjóra, en þar er vitnað til
upphafs ágreinings um skil upplýs-
inga vegna forprentunar á framtöl.
Í bréfinu segir: „SBV lýstu strax
fullum skilningi á þeim þörfum að
þeir framteljendur sem þess ósk-
uðu gætu fengið slík yfirlit for-
prentuð og tilnefndu með bréfi
dags. 10. maí 2001 fjóra fulltrúa í
vinnuhóp RSK um forprentun upp-
lýsinga um hlutabréfaviðskipti á
skattframtöl og bættu einum full-
trúa í þann hóp með tölvuskeyti
sem sent var 2. júlí 2001. Samstaða
var um að RSK stýrði vinnu hóps-
ins og kallaði saman fundi. Þrátt
fyrir þennan mikla vilja SBV til að
vinna að þessu framgangsmáli með
ríkisskattstjóra, sá embættið aldrei
ástæðu til að kalla hópinn saman.“
Þægindi skattgreiðenda af því að
sem flest af þeim upplýsingum, sem
þeir ber að veita í skattframtali, sé
forskráð í framtalið fara ekkert á
milli mála. Stór hluti skattgreið-
enda kysi vafalaust að geta bara
skrifað undir tilbúið skattframtal,
eins og ríkisskattstjóri vill að verði
hægt innan fimm ára. En það er
full ástæða til að gjalda varhug við
því að upplýsingar um fjármál fólks
og einkahagi séu sendar beint til
ríkisskattstjóra frá fyrirtækjum og
stofnunum, sem um ræðir, án þess
að framteljandinn sé spurður álits.
Upplýsingakerfi nútímans eru orð-
in svo þróuð að það á ekki að vera
flókið að gefa framteljendum t.d.
kost á að velja í skattframtali
hvaða upplýsingar þeir óski að
verði forskráðar í framtal næsta
árs.
Sömuleiðis kemur fram í Morg-
unblaðinu í gær að ríkisskattstjóra-
embættið stefni að því að framtelj-
endum gefist kostur á að senda
nauðsynlegar upplýsingar vegna
skattframtalsins úr heimabanka
sínum og beint inn í framtalið á
Netinu með einfaldri aðgerð.
Myndi það ekki sömuleiðis leysa
málið; vera til þæginda fyrir fram-
teljendur en jafnframt gera ráð
fyrir upplýstu samþykki þeirra við
því að skattyfirvöldum séu sendar
upplýsingarnar með rafrænum
hætti?
Sú þróun, að opinberar stofnanir
hafi aðgang að stöðugt meiri upp-
lýsingum um einkahagi fólks, er
ekki sjálfsögð. Í því samhengi
skiptir engu máli hvernig kaupin
gerast á eyrinni í nágrannalönd-
unum, þótt ríkisskattstjóri vísi til
þess hvernig málum er háttað ann-
ars staðar á Norðurlöndum. Það á
að vera grundvallarregla, alveg
burtséð frá því hvort fólki ber laga-
skylda til að veita tilteknar upplýs-
ingar eða ekki, að þær séu ekki
veittar af öðrum án vitundar og
vilja einstaklingsins.
FRUMVARP UM FJÖLMIÐLA
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirmenntamálaráðherra tilkynnti í
gær að hún hygðist skipa nýja nefnd
til að semja frumvarp til laga um
fjölmiðla. Nefndin verður skipuð
einum fulltrúa frá hverjum þing-
flokki, auk tveggja lögfræðimennt-
aðra sérfræðinga sem eru Páll Þór-
hallsson, starfsmaður forsætisráðu-
neytisins, og Páll Hreinsson laga-
prófessor.
Menntamálaráðherra lýsti því yfir
við fjölmiðla í gær að nefndin myndi
í störfum sínum byggja á skýrslu
fyrri þverpólitískrar fjölmiðlanefnd-
ar, sem skilaði áliti í apríl síðast-
liðnum. Segja má að mikilvægasta
atriðið í niðurstöðu þeirrar nefndar
hafi verið það, að sátt var um það á
milli þingflokkanna að ástæða væri
til þess í lýðræðisþjóðfélagi að setja
sérstök lög um eignarhald á fjöl-
miðlum. Það er auðvitað fagnaðar-
efni að haldið skuli áfram þar sem
frá var horfið, með það að markmiði
að samþykkja slíka löggjöf.
Hitt er svo annað mál, eins og
Morgunblaðið hefur áður bent á, að
einstakar tillögur fjölmiðlanefndar-
innar eru bitlausar og munu litlu eða
engu breyta um þá samþjöppun
eignarhalds og áhrifa í fjölmiðlum,
sem átt hefur sér stað hér á landi.
Ýmislegt hefur hins vegar breytzt
frá því að skýrsla fjölmiðlanefndar-
innar lá fyrir. Á síðustu mánuðum
hefur orðið ljóst að misbeiting fjöl-
miðlasamsteypu í þágu valdamikilla
eigenda er ekki bara fjarlægur
möguleiki, heldur raunveruleikinn í
íslenzku samfélagi.
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna
þurfa að ræða sín á milli hvort þeir
telji það viðunandi stöðu í lýðræð-
isríki að fyrirtækjasamsteypur séu í
aðstöðu til að stýra skoðanamyndun
og fréttaflutningi í landinu. Ef þeir
telja svo ekki vera þurfa þeir að
finna aðrar aðferðir en þá takmörk-
un á eignarhluta í fjölmiðlafyrir-
tækjum, sem var sú tillaga fyrri fjöl-
miðlanefndar, sem lengst gekk.