Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.jpv.is BÓKIN SEM UNGA FÓLKIÐ ER AÐ TALA UM Meira en tvær milljónir eintaka seldar í 37 löndum. Kvikmynd eftir sögunni væntanleg í júní 2006. „Eitt óvenjulegasta verk ársins“ The Observer „Ekki á hverjum degi sem unglingar senda frá sér svo vel heppnaðar metsölubækur.“ Árni Matthíasson / MORGUNBLAÐIÐ „Algjörlega frábær bók.“ Hugi.is NÝRRI þverpólitískri sjö manna nefnd um fjölmiðla verður falið að semja lagafrumvarp á grundvelli þeirra tillagna sem lagðar voru fram af fjölmiðlanefnd síðastliðið vor. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórn- arinnar í gærmorgun, að tillögu Þor- gerðar K. Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra. Miðað er við að nefndin hefji störf í janúar, en að sögn Þorgerðar verða henni ekki sett nein tímamörk. „Nefndin mun fá þann tíma sem hún telur þörf á.“ Páll Hreinsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, verður formaður nefndarinnar, en Páll Þórhallsson lögfræðingur verður varaformaður, samkvæmt tillögu ráðherra. Auk þess eiga allir flokkar á Alþingi að tilnefna hver sinn fulltrúa í nefndina. Þegar nefndin hefur verið skipuð verður hún þar með þriðja nefnd menntamálaráðherra, sem mun fjalla um eignarhald á fjölmiðlum. Fyrsta nefndin lauk störfum með skýrslu sinni í apríl 2004, en önnur nefndin skilaði ráðherra fjölmiðla- skýrslu í apríl á þessu ári. Þorgerður segir mikilvægt að sátt náist um fjölmiðlafrumvarpið og fjöl- miðlalög. Ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar frá því í gær sé í samræmi við þá áherslu sína. „Þetta er í samræmi við það sem ég hef sagt á þingi, þ.e. að reynt verði að skapa þverpólitíska sátt um málið og að allir stjórn- málaflokkar komi að samningu frumvarpsins,“ segir hún. Mestu skipti að ná sátt Þorgerður sagði í viðtali við Morgunblaðið í haust að hún teldi niðurstöðu síðari fjölmiðlanefndarinnar um 25% há- mark á eignarhlut á fjölmiðlum vera of háa. Innt eftir því nú hvort hún telji að nýja nefndin eigi að taka mið af þeim skoðunum segir hún svo ekki vera. Margir hafi lýst yfir öðrum skoðunum á eignarhaldinu en fjöl- miðlanefndin, m.a. þingmaður Sam- fylkingarinnar. Hún kveðst hafa sínar persónu- legu skoðanir á því hvert eignarhald- ið eigi að vera, en meira máli skipti að ná samfélagslegri sátt um fjöl- miðlalög. Hún segir ennfremur mik- ilvægt að viðhalda þeirri þverpóli- tísku sátt sem myndaðist um málefni fjölmiðla í starfi síðustu fjölmiðla- nefndar. Af þeim sökum sé mikil- vægt að fulltrúar allra þingflokka eigi aðild að nýrri fjölmiðlanefnd, sem móta eigi nýtt frumvarp um fjöl- miðla. Sjö manna þverpólitísk nefnd semji nýtt fjölmiðlafrumvarp „Nefndin mun fá þann tíma sem hún telur þörf á“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir MÁNAÐARLAUN forseta Íslands hækka um tæp 93 þúsund eða um 6% og laun forsætisráðherra um tæp 75 þúsund eða rúm 8% frá áramótum samkvæmt ákvörðun Kjaradóms. Aðrir ráðherrar hækka einnig um 8% og sömuleiðis alþingismenn sem fá eftir hækk- unina tæp 500 þúsund í mánaðar- laun. Laun forsetans verða 1,6 milljón krónur á mánuði, laun forsætisráð- herra tæp 990 þúsund og laun ann- arra ráðherra um 890 þúsund. Kjaradómur ákveður laun æðstu embættismanna þjóðarinnar og kjörinna fulltrúa. Síðast hækkuðu laun þeirra skv. Kjaradómi 1. júlí sl. og þá um 2%. Lagfæringar á launaflokkum Í rökstuðningi Kjaradóms kem- ur fram að dómurinn hafi gert grundvallarbreytingar á launakerfi sínu með úrskurði 10. maí 2003 með því að samræma launatöflur sínar og kjaranefndar. Raðaði Kjaradómur í samræmda launa- flokka eftir því sem eðlilegt var talið með tilliti til samanburðar á störfum og ábyrgð. Kjaranefnd hafi í millitíðinni úrskurðað launa- hækkanir umfram hækkanir sem Kjaradómur hefur úrskurðað, m.a. með færslum milli launaflokka. Þær ákvarðanir hafa áhrif á launa- kerfi Kjaradóms og verði að hafa hliðsjón af þeim. Er það niður- staða Kjaradóms að lagfæra beri launaflokka til samræmis við ákvörðun dómsins frá árinu 2003, til þess að viðhalda þeim grund- velli sem þá var lagður. Þá hækka laun á almennum vinnumarkaði að jafnaði um 2,5% um áramótin og skal sú hækkun einnig ná til þeirra sem taka laun samkvæmt ákvörð- unum Kjaradóms. Séu forseti Íslands, ráðherrar og þingmenn frátaldir fá aðrir sem Kjaradómur úrskurðar um ákveð- inn einingafjölda ofan á dagvinnu- laun. Einingafjöldinn er mismun- andi eftir embættum, á bilinu 23–54 einingar en fyrir hverja ein- ingu eru nú greiddar 4.975 kr. og hækkar verð hennar frá 1. júlí sl. um 8%. Í rökstuðningi Kjaradóms segir að dómurinn túlki þau fyrirmæli í lögum um að bera saman starfs- kjör með „tilliti til starfa og ábyrgðar“ svo, að eðlilegt sé að laun þeirra embættismanna sem Kjaradómur úrskurðar skuli borin saman við laun embættismanna sem ákveðin eru í kjarasamningum eða að ákvarðanir eru teknar um með öðrum hætti en í kjarasamn- ingum og er þar einkum átt við ákvarðanir kjaranefndar. Einnig ber Kjaradómi að líta til annarra þátta, svo sem lífeyrisréttinda, ábyrgðar í starfi o.fl. Hvað varðar samanburð starfa og samanburð vegna ábyrgðar verði ekki fram hjá því litið við launaákvarðanir, að þessir aðilar gegna æðstu störf- um í landinu samkvæmt viðteknum kenningum um þrígreiningu rík- isvaldsins. Kjaradómur hækkar laun æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa þjóðarinnar frá næstu áramótum $ %  %    &%&' ()  * )+    ,  -   ,%  .  / . ,  0% 0% 1  * /+  *  /+   )  /+     # 2-   3*)* +/ ) &+ 3*)*  / ) &+ 01  * 4    56                                  ! ! "#$ %$ $ %&$ &"$& &"$& %& %& & !$ &%! #%!! #$!"$ #&% ""$" '  #!! ( )   $  )  "* +, -$!!                                        !!" !   "" !"  !"  !! " !! " !! " ! !  " " " !"   '  "& Laun forseta hækka um 6% en annarra um 8% Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is STEINUNN Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að úr- skurður Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna muni ekki ná til borgarstjórans í Reykjavík. Kemur þetta fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í gær- kvöldi. Laun borgarstjóra hafa miðast við laun forsætisráðherra, en skv. úrskurðinum áttu launin að hækka um 75.000 kr. á mánuði frá áramótum, segir í yfirlýsing- unni. Hækkun nær ekki til borgarstjóra HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær út- gáfufyrirtækið Dag Group, áður Skífan, af kröfu trommaleikara um greiðslur vegna útgáfu á safndisk- um. Með þessu sneri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt trommuleikaranum í vil. Trommuleikarinn, Gunnlaugur Briem, hafði um langa hríð tekið þátt í að leika tónlist inn á tónlistar- diska sem Dagur Group gaf út, án þess að skriflegir samningar hefðu verið gerðir í hvert skipti. Ágrein- ingurinn laut aðallega að því hvort hvort túlka bæri samkomulag trommuleikarans og Dags Group á þann veg að fyrirtækinu hefði verið heimilt að endurútgefa tónlist á safndiskum. Fram kom fyrir dómi að trommuleikarinn hafði ekki gert frekari reikninga eða fengið sérstak- ar greiðslur þó að tónlist hefði í ein- hverjum tilvikum verið gefin út á safndiskum áður. Hæstiréttur taldi því að honum hefði borið, þegar hann tók að sér þann hljóðfæraleik sem leiddi til málarekstursins, að taka það fram að hann áskildi sér rétt til sérstakrar greiðslu fyrir endurútgáfu. Ekki var heldur fallist á sjónarmið um að brotið hefði verið gegn sæmdarrétti. Málið dæmdu Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Ragnar Að- alsteinsson hrl. flutti málið af hálfu Dags Group en Guðni Á. Haraldsson hrl. var lögmaður trommuleikarans. Átti ekki rétt á greiðslum fyrir safndiska KONUKOT verður opið allan sólar- hringinn frá og með morgundegin- um, 22. desember. Konukot hefur verið opið og rekið af Reykjavíkurdeild Rauða krossins frá því í nóvember á síðasta ári en um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára. Frá opnun athvarfsins hafa tæp- lega 50 heimilislausar konur nýtt sér aðstöðuna. 5–10 þeirra eru tíðir not- endur þjónustunnar. Konukot opið allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.