Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útrás íslensku glæpasögunnar  Hverju skila erlendir útgáfusamningar til forlaganna? VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS á morgun TVÍTUG stúlka úr Kópavogi stend- ur fyrir styrktartónleikum fyrir fórnarlömb jarðskjálftanna í Pak- istan, hinn 29. desember næstkom- andi í Austurbæ. Hin stórhuga Aníta Ólöf Jónsdóttir fékk hugmyndina að tónleikunum í framhaldi af fé- lagsfræðiáfanga hjá Hjördísi Ein- arsdóttur og hafa þær saman unnið að skipulagningu tónleikanna. Aníta útskrifaðist úr Mennta- skólanum í Kópavogi í síðustu viku svo það er nóg að gera hjá henni, en hún fann sér engu að síður tíma til að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd. „Ég var í áfanga um íslam og Mið- Austurlönd. Fólk á þessum svæðum hefur fengið mjög neikvæða umfjöll- un og margir eru haldnir fordómum gagnvart því. Við lærðum að þetta er falleg trú og gott fólk og svo áttum við að skrifa ritgerð út frá blaða- greinum sem við söfnuðum um mál- efni þessa fólks,“ segir Aníta. „Ég fór þá að grúska mikið í frétt- um um þennan mikla jarðskjálfta og ég varð miður mín við að lesa um hve lítið hefði safnast til styrktar þessu fólki. Það hefur safnast um 80% af þeirri upphæð sem Sameinuðu þjóð- irnar báðu um til styrktar fórn- arlömbum flóðbylgjunnar, en aðeins 12% fyrir fólkið sem lenti í jarð- skjálftanum.“ Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna Aníta segist telja að atburðirnir hafi fallið í skuggann þar sem fáir Vesturlandabúar séu á hamfara- svæðunum í Pakistan. „Mér fannst ég verða að gera eitt- hvað, því það varð svo mikið af sak- lausu fólki fyrir þessu. Mér datt þá í hug að halda styrktartónleika og Hjördís tók mjög vel í þá hugmynd,“ segir hún. „Kópavogsdeild Rauða krossins er líka með okkur í þessu og starfsmenn þar munu sjá til þess að ágóði tónleikanna skili sér til þurfandi fólks á jarðskjálftasvæð- unum.“ Á tónleikunum koma fram Ske, Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson, Dúndurfréttir, Helgi Rafn ásamt Twisted Reality Show, Milljónamæringarnir ásamt Páli Óskari og Bogomilfont, Brynhildur Guðjónsdóttir, Shadow Parade, Ragnheiður Gröndal, Pétur Ben, Myst, Leaves, Jagúar, Jón Ólafsson og Synic Guru. Allir listamennirnir gefa vinnu sína, ásamt kynninum, Atla Þór Albertssyni, leikara. Styrktaraðilar tónleikanna eru Landsbankinn, Kópavogsbær, Og- Vodafone, KB banki og VÍS. Hjördís er himinlifandi með fram- tak Anítu. „Það hugsa svo margir með sér hvað þetta séu hræðilegir atburðir og óska þess að þeir gætu gert eitt- hvað, en fæstir fara af stað og gera það,“ segir Hjördís. „Aníta kom til mín og sagðist verða að gera eitt- hvað. Hún kom sjálf með þessa hug- mynd og mér fannst svo merkilegt að fá þarna nemanda sem vildi raun- verulega gera eitthvað í málunum. Þetta sýnir manni að ein manneskja getur komið miklu til leiðar.“ Hjördís bendir á að miðar á tón- leikana séu tilvalin jólagjöf, en mið- inn kostar 2.500 krónur. Miðasala er hafin á midi.is en sala í Austurbæ hefst 27. desember. Styrktartónleikar fyrir fórnarlömb jarðskjálftanna í Pakistan „Mér fannst ég verða að gera eitthvað“ Morgunblaðið/Ómar Hjördís segir Anítu sýna að ein manneskja geti komið miklu til leiðar. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is TENGLAR .............................................. www.midi.is SAMKVÆMT lýsingu á ástandi eins og það var í lok síðasta mán- aðar höfðu 75.–80.000 manns látist af völdum jarðskjálftans, sem átti upptök sín í Muzaffarabad í Pak- istan. Um 70.000 voru særðir og um 3,5 milljónir manna voru tald- ar heimilislausar. Veðurfar og landfræðileg lega hefur hamlað flugi og öðrum sam- göngum þannig að hjálparstarf fór seint af stað og hið alvarlega ástand hefur smám saman komið í ljós. Hús og önnur mannvirki í þorpum og bæjum gjöreyðilögðust vegna skjálftans sem einnig kom af stað aurskriðum sem ollu mik- illi eyðileggingu. Mörg fórn- arlambanna búa í litlum og mjög afskekktum þorpum í fjalllendi og því hafði ekki enn náðst til allra sem slösuðust og misstu heimili sín við lok nóvembermánaðar. Þetta er ein flóknasta hjálpar- aðgerð sem Rauði krossinn hefur ráðist í meðal annars vegna aur- skriða, eftirskjálfta, strjálbýlis, ónýtra vega, erfiðs veðurfars og þess að fórnarlömbin búa á átaka- svæðum. Ein flóknasta neyðaraðgerðin „ÞAÐ er skýr stefna hjá bankanum að aðhafast ekkert í þessum málum á meðan lagaóvissa ríkir um hvort bankinn má yfir höfuð veita þessar upplýsingar,“ sagði Ingólfur Helga- son, forstjóri Kaupþings banka þeg- ar leitað var viðbragða við kröfu Ríkisskattstjóra um upplýsingar frá viðskiptabönkunum um skuldir við- skiptavina vegna forskráningar á skattframtöl. Nefndi Indriði sér- staklega Kaupþing banka í Morgunblaðsfrétt í gær og spurði hverju hann hefði að leyna fyrir skatt- yfirvöldum hér sem hann léti skattyfirvöldum í té af fúsum vilja í Noregi og Svíþjóð. Fjármálaeftirlitið hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum beri skylda til að afhenda skattyfirvöldum upplýsingar um skuldir viðskiptamanna, skv. upplýsingum sem feng- ust hjá Jónasi Fr. Jónssyni, forstjóra Fjármálaeft- irlitsins. Álitamál um afhendingu þessara upplýsinga hafa ekki komið inn á borð Persónuverndar skv. upplýs- ingum stofnunarinnar. Aðhafast ekkert á meðan laga- óvissa ríkir Ingólfur Helgason „ÞAÐ liggur fyrir að íslensk fjármálafyr- irtæki hljóta að fara eftir lögum þessa lands,“ segir Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verð- béfafyrirtækja (SBV). Samtökin hafa lýst því yfir í svari til Ríkisskattstjóra að fjár- málafyrirtækjum sé ekki heimilt að af- henda embætti Ríkisskattstjóra upplýs- ingar um skuldir viðskiptamanna vegna forskráningar á skattframtöl. Ríkisskattstjóri lýsti furðu sinni á þess- ari afstöðu í Morgunblaðinu í gær og sagði allar lagaheimildir fyrir hendi. Benti hann auk þess á að í nágrannalönd- um væri bönkum og fjármálafyrirtækjum skylt að afhenda skattyfirvöldum sam- bærilegar upplýsingar. „Í lögum um fjármálafyrirtæki er skýrt ákvæði um þagnarskyldu um hagi við- með því að senda skattyfirvöldum slíkar upplýsingar, að sögn hans. Ítreka boð um samstarf Guðjón bendir einnig á að SBV bauðst þegar á árinu 2001 að taka þátt í sam- starfi við skattyfirvöld um forprentun á framtöl fyrir þá viðskiptamenn sem þess óskuðu. „Vegna þessa tilnefndu samtökin fimm fulltrúa í samstarfsnefnd Ríkisskattstjóra og SBV, sem Ríkisskattstjóri átti að stýra. Þessi nefnd hefur aldrei verið köll- uð saman. Við ítrekuðum boð um þetta samstarf í seinustu viku í bréfinu til Rík- isskattstjóra. Væri ekki nær að kalla samstarfsnefndina saman fremur en að vera með stóryrði í fjölmiðlum,“ segir hann. skiptavina þeirra, sem lúta að öllum viðskipta- upplýsingum, bæði hvað varðar eignir og skuldir,“ segir Guðjón. „Löggjöfin á Íslandi er í samræmi við það sem tíðkast víða í Evrópu, þó að sum Skandinav- íulönd gangi lengra,“ bætir hann við. Guðjón minnir einnig á að fyrir dóm- stólum eru nú í gangi mál þar sem ágreiningurinn snýst um hvernig beri að túlka gildandi lög varðandi það hvort fjár- málafyrirtækjum beri að afhenda skatt- inum upplýsingar. Á meðan því máli er ólokið sé ófært fyrir fjármálafyrirtækin að taka þá áhættu að vera að brjóta lög Framkvæmdastjóri SBV segir skýr ákvæði í lögum um þagnarskyldu fjármálafyrirtækja Ófært að fyrirtæki taki áhættu á lögbroti Guðjón Rúnarsson Samstarfsnefnd SBV og ríkisskattstjóra aldrei kölluð saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.