Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI UMFANGSMIKLAR fram- kvæmdir í suðurálmu Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri hafa ver- ið boðnar út en um er ræða innréttingu á 1. og 2. hæð. „Við er- um í sjöunda himni með að þetta skuli vera komið þetta langt áleiðis en það hefur vissulega tekið tíma sinn. Þetta þýðir að við horfum fram á að geta tekið þessar tvær síðustu hæðir hússins í notkun í upphafi árs 2007. Það verður stór áfangi í starfseminni eftir öll þessi þrengsli sem við höfum mátt búa við á undanförnum árum,“ sagði Vignir Sveinsson framkvæmda- stjóri fjármála og reksturs á FSA. Suðurálma sjúkrahússins er fimm hæða steinsteypt bygging ásamt kjallara. Vignir sagði að stjórnsýsla spít- alans yrði á 2. hæð, fjármálstjórn- un, yfirstjórn lækninga og hjúkr- unar og fleira sem tilheyrir stjórnunarþættinum. Á 1. hæð verða lyflækningadeild II, spegl- unardeild og móttökuaðstaða sér- fræðinga. Á efstu hæð suðurálmu er barnadeildin en á svokallaðri núll-hæð, sem verið er að taka í notkun þessa dagana, eru barna- og unglingageðlækningar, iðju- þjálfun, sjúkraþjálfun, meinafræði- deild og stækkun á rannsókna- deild. „Það er verið að flytja starfsemi þessara eininga í þessum mánuði, þannig að það er heilmikið að gerast,“ sagði Vignir. Hann sagði að eftir væri að leysa mál varðandi tengingu við þá álmu sem nú er verið að taka í notkun en að næsta stóra skrefið yrði bygging legudeildarálmu. „Nefnd sem var skipuð til að skoða framtíðarhúsnæði lagði til að byggð yrði sérálma sunnan við sjúkrahúsið fyrir legudeildir. En það er ekki fyrirsjáanlegt að ráðist verði í þá framkvæmd alveg á næstunni.“ Lokaframkvæmdir við suðurálmu FSA boðnar út „Við erum í sjöunda himni“ SAMNINGUR um rekstur leik-skólans Hólmasólar við Helga-magrastræti var undirritaður í gær, en það gerðu Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, sem mun reka leikskólann og Kristján Þór Júl- íusson, bæjarstjóri á Akureyri. Samningurinn gildir til loka árs- ins 2009. Samið var við Hjallastefnuna í kjölfar útboðs að sögn bæj- arstjóra, en hann sagði menn hafa velt vöngum yfir því af hverju bærinn væri að bjóða út rekstur leikskóla. Hann gæti fullyrt að á Akureyri væru einhverjir bestu leikskóla landsins, en hið sama mætti segja um leikskóla Hjalla- stefnunnar. Kvaðst hann afar ánægður með tilboð Hjallastefn- unnar, gott væri að fá nýjar vídd- ir inn í leikskólarekstur í bænum, það myndi einungis styrkja og bæta þá þjónustu sem sveitarfé- lagið byði á þessu sviði. „Þetta er stór áfangi í skólasögu bæjarins,“ sagði Kristján Þór. Margrét Pála gerði grein fyrir rekstri og hugmyndafræði Hjalla- stefnunnar og sagðist gleðjast yf- ir að taka við rekstri leikskóla í sínum gamla heimabæ, Akureyri. Hugmyndafræði Hjallastefnunnar gengur m.a. út á að nem- endahópnum er skipt eftir kynj- um í kjarna, til að mæta ólíkum þörfum beggja kynja og til að leyfa stúlkna- og drengjamenn- ingu að njóta sín, jafnhliða því að unnið er gegn neikvæðum afleið- ingum hefðbundinna staðalímynda og kynhlutverka. Þá er áhersla lögð á opinn og skapandi efnivið og lausnir barnanna sjálfra í stað leikfanga og hefðbundinna náms- bóka og í þriðja lagi er lagt upp úr jákvæðum aga og hegð- unarkennslu þar sem nemendur læra lýðræðislega samskiptahætti innan ákveðins ramma. Margrét Pála sagði það stór- kostlegt tækifæri að hafa á einni hendi bæði rekstrar- og faglega stjórn leikskólans, þar sköpuðust möguleikar og tækifæri sem ekki hefðu áður verið fyrir hendi hér á landi. Leikskólinn Hólmasól verður tekinn í notkun næsta vor, en hann er sex deilda leikskóli og gert ráð fyrir að hann rúmi allt að 157 börn. Stöðugildi verða 30 og leikskólagjöld þau sömu og í öðrum leikskólum bæjarins. Með tilkomu þessa nýja leikskóla verða starfandi 13 leikskólar í bænum, en næsta haust verða alls 1.150 börn í leikskólum á Ak- ureyri. Enginn biðlisti er fyrir börn, 2ja ára og eldri, hjá leik- skólum Akureyrar. Hjallastefnan mun reka leikskólann Hólmasól Morgunblaðið/Kristján Leikskóli Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, undirrituðu samninginn. KEA hefur ráðið Bjarna Hafþór Helgason sem fjárfestingastjóra fé- lagsins og mun hann hefja störf um áramót. Fjárfestingastjóri KEA annast framkvæmdastjórn tveggja dótturfélaga KEA, sem eru fjárfest- ingafélögin Hildingur og Upphaf, en stofnfé þeirra félaga er um 1.700 milljónir króna. Bjarni Hafþór Helgason fæddist árið 1957 og útskrifaðist sem við- skiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983. Hann hefur auk þess lög- gildingu til verðbréfamiðlunar. Hann hefur síðastliðin ár verið skrif- stofustjóri Lífeyrissjóðs Norður- lands og m.a. annast skrifstofurekst- ur sjóðsins, markaðsmál, séreignardeild og starfað við eign- astýringu. Fjárfestingastjóri KEA Reykjavík | Hlutfall óendurnýjan- legra orkuauðlinda, þ.e. brennsla jarðefniseldsneytis í vegsamgöng- um, virðist fara vaxandi í réttu hlutfalli við aukna bílaeign Reyk- víkinga og er nú um 40% á móti 60% notkun orku frá endurnýjan- legum auðlindum, s.s. rafmagni og heitu vatni. Er það meðal niður- staðna úr nýrri skýrslu Umhverf- issviðs Reykjavíkurborgar sem nefnist „Umhverfisvísar Reykja- víkurborgar 2005 – Samgöngur á landi og orkunotkun“ sem kynnt var Umhverfisráði í gær. Markmið skýrslunnar er að gefa mynd af ástandi helstu þátta er þarfnast athygli borgaryfirvalda á sviði umhverfismála. Fjallað er um sex megin umhverfisvísa sem allir fjalla beint og óbeint um áhrif samgangna á borgarsamfélagið. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að útstreymi kol- díoxíðs frá vegsamgöngum í Reykjavík hefur vaxið um 14,5% milli áranna 1999 og 2004 en á sama tímabili hefur heildarfjöldi ökutækja aukist um 15%. Þar af hefur bensínfólksbílum fjölgað um 9% og fólksbílum sem ganga fyrir dísilolíu um 51,6% en þrátt fyrir fleiri bíla á götum borgarinnar virðist meðalakstur notaðra og nýrra bíla standa í stað eða minnka. Þróun á bílaflota Reykvíkinga er á þann veg að stærri og aflmeiri fólksbifreiðir eru nú á götum borg- arinnar og nýskráðar bifreiðir eru þyngri og kraftmeiri en eldri ár- gangar. Vaxandi vetrargildi svif- ryks undanfarin þrjú ár eru líkast til afleiðing þess en þó hafa árs- og vetrargildi svifryks farið lækkandi milli áranna 1995 og 2005. Þrátt fyrir það þykir ljóst að aðgerða er þörf ef uppfylla á heilsuverndar- mörk sem taka gildi árið 2010. Svipuð tilhneiging er með niturs- díoxíð og hefur magn þess minnk- að undanfarin tíu ár en gildin hækkað á ný frá árinu 2002 og hafa verið nálægt eða farið yfir heilsuverndarmörk. Færra fólk ferðast með strætó til vinnu Ferðamáti Reykvíkinga var einnig til skoðunar og kom í ljós að ferðirmeð einkabílum til vinnu hafa aukist úr 74,3% árið 2003 í 78,4% árið 2005. Aðeins fara um 5,3% til vinnu sem farþegi í bíl sem er nánast sami fjöldi og árið 2000. Hlutur strætisvagna í ferðum til vinnu fer minnkandi úr 5,2% í 3,9% á sama tímabili og hefur minnkað um heil sex prósent frá árinu 2000. Hlutur strætisvagna minnkar einnig verulega þegar lit- ið er á ferðir til skóla eða um tæp níu prósent frá árinu 2003. Ný skýrsla um umhverfisvísa sem allir fjalla um áhrif samgangna Þyngri og kraft- meiri bifreiðar á götum borgarinnar FÉLÖGUM í MND félaginu hefur verið gert kleift að kaupa bensín og olíu á þjónustudælum hjá Esso, á sambærilegu verði og á sjálfs- afgreiðsludælum en Guðjón Sig- urðsson, formaður MDN félagsins, og Ingi Þór Hermannsson, mark- aðsstjóri neytendasviðs Esso, skrifuðu undir samning þess efnis í gær. Er hreyfihömluðum með þessu gert að standa jafnfætis þeim sem geta notað sjálfs- afgreiðsludælur. Guðjón segist hafa haft samband við Esso vegna þess að hreyfihamlaðir velji ekki að fara á þjónustudælu heldur verði þeir að gera það út af fötlun sinni. Þar var vel tekið í beiðni Guðjóns. „Mér finnst þetta bæði jafnréttismál og kjaramál“, segir Guðjón. „Vonandi fylgja fleiri í kjölfarið nú þegar ísinn er brot- inn. Ég vona að þetta heimfærist á alla hreyfihamlaða“. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, og Ingi Þór Hermannsson, markaðsstjóri neytendasviðs Esso, undirrita samninginn. Geta verslað á sjálfsafgreiðsluverði Kópavogur | Gert er ráð fyrir að rekstrarafgangur samstæðureikn- ings Kópavogsbæjar verði tæpir 2,7 milljarðar króna á næsta ári, eða 30% af skatttekjum, og hækki um 500 milljónir króna milli ára. Fjár- hagsáætlun fyrir næsta ár var lögð fram á fundi bæjarstjórnar á mánu- dag. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að eins og undanfarin ár muni rekstrarafgangurinn skila sér til áframhaldandi uppbyggingar þjón- ustustofnana og niðurgreiðslu skulda. Meirihlutinn í bæjarstjórn ætlar m.a. að veita sérstakan afslátt af álagningu fasteignaskatts, vatns- skatts og holræsagjalds þannig að álagningin lækki um 5% að raunvirði milli ára þótt skattstofn til álagning- ar fasteignagjalda hækki um 30–35% vegna hækkunar á markaðsvirði íbúða. Einnig leggur meirihlutinn til lækkun vatnsskatts úr 0,19% af fast- eignamati í 0,13%. Samtals mun þessi aðgerð lækka skatta bæjarbúa um rúmar 400 milljónir, að því er kemur fram í tilkynningu. Tekjuafgang- ur eykst um 500 milljónir EINN umsækjendur er um embætti sóknarprests í Hallgrímspresta- kalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sem auglýst var 14. nóv- ember sl. Umsækjandi er sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur við Hallgrímskirkju. Jón Dalbú mun taka við embætti sóknarprests af sr. Sigurðir Pálssyni, sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Embættið veitist frá 1. febrúar 2006. Einn sækir um Hallgrímskirkju ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.