Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 51
Öskjuhlíð, kl. 17.45 og gengið þaðan á há-
tíðarsvæðið þar sem glaðst verður saman.
Allir unnendur sólarinnar eru velkomnir.
Fyrirlestrar og fundir
Litli ljóti andarunginn | Jólasúpufundur
Félags stjórnmálafræðinga verður kl. 12. Er-
indi heldur Börkur Gunnarsson, rithöfundur
og kvikmyndagerðarmaður, sem hefur und-
anfarið ár dvalið í Írak. Hann fjallar um hið
raunverulega ástand mála í Írak. Fund-
arstjóri verður Davíð Logi Sigurðsson
blaðamaður.
Fréttir og tilkynningar
Fjölskylduhjálp Íslands | Tökum á móti
matvælum, fatnaði og leikföngum alla mið-
vikudaga kl. 13–17. Úthlutun matvæla er alla
miðvikudaga frá kl. 15–17 að Eskihlíð 2– 4 v/
Miklatorg. Þeir sem vilja styðja starfið fjár-
hagslega, vinsamlegast leggið inn á reikn-
ing 101-26-66090, kt. 660903-2590.
Happdrætti Bókatíðinda | Númer dagsins
21. desember er 99986.
Börn
Þjóðminjasafn Íslands | Íslensku jólasvein-
arnir í Þjóðminjasafninu. Jólasveinarnir
koma alla daga 12.–24. desember kl. 11 virka
daga (og á aðfangadag) en kl. 14 um helgar.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 51
DAGBÓK
Sagneyra.
Norður
♠ÁK8
♥KG2 A/Allir
♦G42
♣Á765
Vestur Austur
♠42 ♠D65
♥9543 ♥1087
♦10876 ♦ÁKD
♣G102 ♣D983
Suður
♠G10973
♥ÁD6
♦953
♣K4
Austur er höfundur sagna og vekur á
Standard-laufi, en síðan liggur leið NS
hratt og örugglega upp í fjóra spaða:
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 1 lauf 1 spaði
Pass 4 spaðar Allir pass
Vestur kemur út með laufgosa.
Spilið snýst um drottninguna í
spaða. Undir venjulegum kring-
umstæðum væri best að taka á ásinn
og svína svo fyrir drottninguna í vest-
ur, en ef sagneyra suðurs er í lagi, þá
býst hann við spaðadrottningunni í
austur.
Þar með kemur til álita að taka ÁK í
spaða og vonast til að drottningin falli
önnur. En það er óþarfi að flýta sér um
of, því ef austur á jafna skiptingu má
hugsanlega svíða af honum drottn-
inguna þriðju.
Fyrst þarf að rannsaka laufleguna
með því að trompa eitt lauf (en til að
klúðra nú engu í góðri legu er rétt að
taka fyrst á spaðaásinn). Ef vestur
reynist eiga tvíspil í laufi, er sennilega
best að reyna að fella spaðadrottningu
aðra. En þegar hin jafna lauflega sýnir
sig, er rétt að taka öll hjörtum og
trompa fjórða laufið. Senda svo austur
inn á tígul og láta hann gefa tvo síðustu
slagina á tromp.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4
Rf6 5. Rc3 e6 6. Rf3 Be7 7. cxd5
Rxd5 8. Bc4 Rb6 9. Bb3 Rc6 10. O-O
O-O 11. He1 Bd7 12. a3 Ra5 13. Bc2
Rac4 14. h4 Bxh4 15. Rxh4 Dxh4 16.
He4 De7 17. Dh5 f5 18. Hh4 h6 19.
Hh3 Df7 20. De2 Had8 21. Bb3 Ra5
22. Ba2 Rc6 23. Bf4 Bc8 24. Hd1 Rd5
25. Rxd5 exd5 26. Dd2 Hfe8 27. Bb1
He6 28. b4 a6 29. a4 Hde8 30. b5
axb5 31. axb5 Re7 32. Bc7 Rg6 33. b6
He2 34. Da5 f4 35. Hf3 Bf5 36. Bxf5
Dxf5 37. Kh2
Staðan kom upp í heimsbik-
arkeppni FIDE sem lauk fyrir
skömmu í Khanty-Mansiysk í Rúss-
landi. Rússneski stórmeistarinn
Konstantin Sakaev (2.668) hafði
svart gegn brasilíska kollega sínum
Gustavo Darcy Lima (2.529). 37.
… Hxf2! 38. Da4 38. Hxf2 hefði verið
svarað með 38. … Dh5+ og hrók-
urinn á d1 myndi falla með skák. 38.
… Hee2 og hvítur gafst upp enda fátt
sem gleður augað í stöðu hans.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Brúðkaup | Gefin voru saman 9. júlí
sl. í Krossinum af Gunnari Þorsteins-
syni þau Sara Lind Kolbeinsdóttir og
Magnús Þór Guðjónsson. Heimili
þeirra er að Fregotten 2, 6400 Sønder-
borg, Danmörku.
Svipmyndir/Fríður
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
KLING og Bang gallerí verður opið
fram að jólum frá kl. 14.00–22.00
og þar verður hægt að kaupa Af-
látsbréf Snorra Ásmundssonar.
Tvær sýningar standa yfir í gall-
eríinu, sýnendur eru Erling Klin-
genberg og Sirra Sigrún Sigurð-
ardóttir. Sýning Erlings er á efri
hæð en sýning Sirru á neðri hæð.
Aðgangur ókeypis.
Kling og bang
gallerí í jólaskapi
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa-
vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl.
9–16.30. Heilsugæsla kl. 9.30–11.30.
Spil kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist,
spiladagur, fótaaðgerð.
Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öll-
um opið. Fastir liðir eins og venjulega.
Nokkrir miðar til á Vínarhljómleikana
6. jan. 2006. Munið Þorláks-
messuskötuna! Uppl. 588 9533
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif-
stofan er opin frá kl.10 til 11.30. Fé-
lagsvist spiluð í dag kl. 13 í Gjábakka.
Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.30
boccía, kl. 10 handavinna, kl. 13 fé-
lagsvist, kl. 17 bobb. Skráning í skötu-
veislu á Þorláksmessu stendur yfir.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Opið
í Garðabergi kl. 12.30–16.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar. Kl. 9.30 sund og
leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Í há-
deginu er skötuveisla í Kaffi Bergi. Frá
hádegi spilasalur opinn. Á morgun kl.
14 jólahelgistund í samstarfi við Fella-
og Hólakirkju. Fjölbreytt dagskrá, m.a.
les Þóra Jónsdóttir eigin ljóð, allir vel-
komnir.
Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9
aðstoð við böðun, bókband. Leikfimi
kl. 13 og sagan kl. 14. Á morgun,
fimmtudag, kemur Hjördís Geirs með
Söngdísunum úr Hæðargarði kl. 14 og
syngur með okkur jólalög. Allir vel-
komnir.
Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður,
postulínsmálun, kaffi, spjall, dagblöðin,
fótaaðgerð. Kl. 11 banki. Kl. 12 hádeg-
ismatur. Kl. 13 brids. Kl. 15 kaffi. Munið
skötuna á Þorláksmessu. Skráning í
síma 587 2888. Félags- og þjónustu-
miðstöðin verður opin milli jóla og ný-
árs en félagsstarf liggur niðri.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–16 hjá Sigrúnu, mósaik, ullarþæf-
ing og íkonagerð. Jóga kl. 9–12. Sam-
verustund kl. 10.30–11.30 kaffi og
spjall, lestur jólasögu. Böðun fyrir há-
degi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hár-
snyrting 517 3005.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll-
um opið. Fastir liðir eins og venjulega.
Munið skötuna á Þorláksmessu. Sími
568 3132.
Norðurbrún 1, | Opin vinnustofa kl. 9–
16.30, smíði kl. 9, félagsvist, kaffi og
verðlaun kl. 14.
Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 9 opin
fótaaðgerðastofa, sími 568 3838, kl.
14 félagsvist, kaffi, verðlaun, kl. 9–
16.30 opin vinnustofa.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir. Kl. 9.15–16 myndmennt.
Kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug). Kl.
11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 12.15–14
verslunarferð í Bónus, Holtagörðum.
Kl. 13–14 Spurt og Spjallað. Kl. 13–16
tréskurður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveit-
ingar.
Vesturgata 7 | Í dag kl. 15 syngja
Sönghópur presta og söngfuglarnir á
Vesturgötu 7 jólasöngva undir stjórn
og undirleik Kristíne K. Szklenar. Kaffi-
veitingar. Allir velkomnir.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
9–12.30, handmennt almenn kl. 9.30–
16.30, hárgreiðsla kl. 9, morgunstund
kl. 10, fótaaðgerðir kl. 10, bókband kl.
10–13, verslunarferð kl. 12.30.
Kirkjustarf
Áskirkja | Samverustund í Áskirkju.
Hreyfing og bæn í safnaðarheimili II kl.
11.
Bessastaðasókn | Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum. Það verður hugguleg
jólastemning í Haukshúsum, heitt
súkkulaði með rjóma og smákökur.
Bjartur Logi, organisti sóknarinnar,
kemur í heimsókn og spilar jólalög.
Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12 en
opið hús eldri borgara er frá kl. 13–16.
Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl.12.
Tónlist, hugleiðing, fyrirbænir. Máls-
verður í safnaðarheimili eftir stundina.
Dómkirkjan | Bænastund í Dómkirkj-
unni kl. 12.10–12.30. Hádegisverður á
kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum veitt
móttaka í síma 520 9700.
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í há-
degi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir.
Boðið er upp á léttan hádegisverð á
vægu verði að lokinni stundinni. Prest-
ar safnaðarins þjóna fyrir altari, org-
elleikari Hörður Bragason. Allir vel-
komnir. TTT fyrir börn 10–12 ára á
miðvikudögum í Rimaskóla kl. 17.30–
18.30.
Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8.
Íhugun, altarisganga. Morgunverður í
safnaðarsal eftir messuna.
Háteigskirkja | Kyrrðarstund í hádegi
þar sem við íhugum Guðs orð og not-
um bænabandið. Boðið upp á léttan
hádegisverð á eftir. Allir velkomnir.
Háteigskirkja | Félagsstarf eldri borg-
ara. Við förum í jólafrí frá og með 21.
desember til 9. janúar 2006. Þá byrj-
ar dagsskrá með félagsvist klukkan 13.
Óskum öllum sem hafa verið með okk-
ur í Háteigskirkju gleðilegra jóla og
gæfuríks komandi árs. Messa eldri
borgara verður í Háteigskirkju þriðju-
daginn 3. janúar kl. 14.
Háteigskirkja | Allt starf for-
eldramorgna liggur niðri til 12. janúar
2006. Munið, við göngum kringum
jólatréð og kveðjum jólin á þrett-
ándanum, föstudaginn 6. janúar,
klukkan 15. Þorvaldur Halldórsson sér
um sönginn og jólasveinn kemur í
heimsókn. Gleðileg jól og gott nýtt ár.
Hjálpræðisherinn á Akureyri | Mið-
vikudaginn 21. des. Engin bæna-
samkoma.
Kristniboðssalurinn | Samkoma í
Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58–
60 miðvikudaginn 21. des. kl. 20. „Er
þetta ekki smiðurinn?“ Jónas Þór-
isson talar. Kaffi. Allir velkomnir.
Neskirkja | Alla miðvikudaga eru fyr-
irbænamessur í hádeginu og hefjast
kl. 12.15. Beðið fyrir sjúkum og hverj-
um þeim sem þurfa á fyrirbæn að
halda og getur fólk komið óskum þar
um til prestanna. Þessar messur eru
yfirleitt um 20 mínútna langar. Prest-
ur í dag er sr. Sigurður Árni Þórð-
arson.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Milljónaútdráttur
Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að
hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
12. flokkur, 20. desember 2005
Kr. 1.000.000,-
2459 E
6806 G
16259 B
19430 B
26197 H
27906 B
28910 B
29598 E
42972 H
48988 E
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Nr. 1 í Ameríku
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa - Gulli betri
Acidophilus
FRÁ
Fyrir meltingu og maga
Sterkur acidophilus
TIL SÖLU - AÐALSTRÆTI 2 OG 12
Til sölu tvær glæsilegar eignir í hjarta miðbæjarins í húsunum nr.
2 og 12 við Aðalstræti í Reykjavík. Aðalstræti 2 er 1.534,1 fm
og Aðalstræti 12 er 524,3 fm skv. Fasteignamati ríkisins. Báðar
eignir eru í útleigu til traustra aðila. Ástand og útlit eignanna er
gott. Eignirnar seljast saman í einu lagi. 5499
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson löggiltur
fasteignasali og Óskar R. Harðarson, hdl.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali