Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 47 FJÓRÐA jóla- skákmót KB banka fór fram í aðalútibúi bank- ans í Austur- stræti í Reykjavík laugardaginn 17. desember sl. og tóku margir af öflugustu skák- mönnum þjóðar- innar þátt. Keppendurnir fimmtán fengu hver 5 mínútur til að ljúka skákinni ásamt einn sekúndu fyrir hvern leik sem þeir léku. Þetta árlega og skemmtilega mót hófst með ræðu útibússtjórans Jóns Emils Magnús- sonar en hann lék svo fyrsta leikinn í skák hins 12 ára gamla Hjörvars Steins Grétarssonar og stórmeistar- ans og nýbakaða íslenska ríkisborg- arans Henrik Danielsens. Stórmeist- arinn vann þá skák en Hjörvar stóð sig vel á mótinu, fékk 5 vinninga af 14 mögulegum og lagði m.a. alþjóðlega meistarann Arnar Gunnarsson að velli og gerði jafntefli við stórmeist- arann Þröst Þórhallsson. Keppnin um efsta sætið var afar hörð og skiptust Arnar E. Gunnars- son, Helgi Ólafsson, Stefán Krist- jánsson, Þröstur, undirritaður, og Jón Viktor Gunnarsson á að hafa for- ystusætið. Þegar þrem umferðum var ólokið voru þeir fjórir sem nefndir voru síðast jafnir og efstir með 8½ vinning hver. Fyrir lokaumferðina hafði staðan breyst í þá veru að Stef- án var einn efstur með 10 vinninga en nokkrir skákmenn komu á eftir hon- um með 9½ vinning. Stefán og und- irritaður gerðu jafntefli og það gaf Þresti færi á að ná Stefáni að vinn- ingum en nafnarnir í íslenskri stór- meistarastétt deildu með sér þriðja sætinu með 10 vinninga. Arnar og Jón Viktor komu svo í humátt á eftir með 9½ vinning en að öðru leyti vís- ast til töflunnar um úrslit mótsins. Eins og oft áður var mótinu fag- mannlega stjórnað af Gunnari Björnssyni skákdómara og starfs- manni bankans. Páll Sigurðsson stóð vaktina í tæknimálunum röggsam- lega á bak við eina gjaldkerastúkuna. Einn þeirra fjölmörgu gesta sem komu á skákstað hélt að bankinn væri opinn á laugardegi og spurði Pál hvort hann gæti ekki tekið út af reikningi sínum! Manninum var vin- samlegast bent á að tannhjól Mamm- ons væru óvirk í þessu útibúi á hvíld- ardögum en að hann gæti fylgst með spennandi skákmóti í staðinn. Aðrir starfsmenn bankans stóðu vakt sína af einstakri prýði en um langt árabil hefur hinn öflugi skákmaður Þröstur Árnason starfað í útibúinu og verið keppendum á jólaskákmótinu til halds og trausts. Þröstur hefur lítið teflt undanfarinn áratug en Björn Þorfinnsson, Bergsteinn Einarsson og Arnaldur Loftsson tóku þátt í mótinu fyrir hönd bankans. Að mótinu loknu voru verðlauna- hafar leystir út með verðlaunum og blómvöndum. Útibússtjórinn bauð síðan keppendum, starfsmönnum og öðrum aðstandendum til skemmti- legs samsætis. Skákmenn gengu ánægðir af velli eftir þann viður- gjörning og voru fljótt farnir að hlakka til mótsins að ári. Aronjan heimsbikarmeistari Armeninn Levon Aronjan varð sig- urvegari á heimsbikarmóti FIDE sem lauk um helgina í Khanty-Man- siysk í Rússlandi. Hinn 23 ára stór- meistari, sem er nú búsettur í Þýska- landi, var nálægt því að vinna Ruslan Ponomariov í síðari kappskák þeirra en henni lyktaði að lokum með jafn- tefli. Í atskákeinvíginu sem þá var gripið til vann Armeninn báðar skák- irnar. Undrabarnið norska Magnus Carlsen náði ekki að láta kné fylgja kviði í einvígi sínu gegn hörkutólinu Gata Kamsky. Eins og oft áður lét bandaríski stórmeistarinn ekki áföll á sig fá og náði að jafna metin í kappskákeinvígi þeirra með sigri í síðari skákinni. Gata fann svo göt í taflmennsku Magnusar í atskákunum og vann báðar skákirnar. Lokastaða efstu tíu keppendanna varð þessi: 1. Levon Aronian (2724) 2. Ruslan Ponomariov (2704)3. Etienne Bacrot (2725)4. Alexander Grischuk (2720) 5. Evgeny Bareev (2675)6. Boris Gelf- and (2717)7. Sergei Rublevsky (2652) 8. Mikhail Gurevich (2652) 9. Gata Kamsky (2690)10. Magnus Carlsen (2570) Þessir skákmenn hafa unnið sér rétt til að taka þátt í áskorendakeppni FIDE sem áætlað er að verði haldin haustið 2006. Skákmennirnir fjórir sem lentu í efstu sætunum hafa marga hildina háð en þó aðallega í keppnum barna og unglinga. Ástæð- an fyrir því er sú að þeir eru allir fæddir 1982 eða 1983 og voru keppi- nautar sem börn og nú. Athygli vakti að hinn 46 ára Mikhail Gurevich náði frábærum árangri en hann er fyrr- verandi meistari Sovétríkjanna og hefur verið aðstoðarmaður margra bestu skákmanna heims, m.a. Anands og Kasparovs. Hann hefur telft sem Belgi í mörg ár en hefur nú samið við tyrkneska skáksambandið um að tefla fyrir tyrkneska landsliðið í skák. Þröstur og Stefán sigruðu á Jólaskákmóti KB banka SKÁK Aðalútibú KB banka JÓLASKÁKMÓT KB BANKA 17. desember 2005 Sigurvegarar Jólaskákmóts KB banka ásamt Jóni Emil Magnússyni. Levon Aronjan HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Nafn Elostig #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 Vinningar Röð Þröstur Þórhallsson 2454 * 1 1 0 1 1 ½ 1 1 ½ 1 ½ 0 1 1 10,5 1.–2. Stefán Kristjánsson 2467 0 * ½ 0 ½ ½ 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10,5 1.–2. Helgi Áss Grétarsson 2480 0 ½ * 1 0 1 1 1 1 1 ½ 1 1 0 1 10,0 3.–4. Helgi Ólafsson 2521 1 1 0 * 1 0 0 0 1 1 1 1 1 1 1 10,0 3.–4 Arnar Gunnarsson 2432 0 ½ 1 0 * 1 0 1 1 1 1 0 1 1 1 9,5 5.–6. Jón Viktor Gunnarsson 2411 0 ½ 0 1 0 * 1 1 1 1 0 1 1 1 1 9,5 5.–6. Björn Þorfinnsson 2321 ½ 0 0 1 1 0 * 0 1 1 1 1 0 0 ½ 7,0 7. Sigurbjörn Björnsson 2356 0 0 0 1 0 0 1 * 0 0 1 1 ½ 1 1 6,5 8. Bergsteinn Einarsson 2222 0 0 0 0 0 0 0 1 * 1 0 1 1 1 1 6,0 9. Sigurður Daði Sigfússon 2344 ½ 0 0 0 0 0 0 1 0 * ½ ½ 1 1 1 5,5 10. Róbert Harðarson 2361 0 0 ½ 0 0 1 0 0 1 ½ * 0 1 1 0 5,0 11.–12. Hjörvar St. Grétarsson 2000 ½ 0 0 0 1 0 0 0 0 ½ 1 * 0 1 1 5,0 11.–12. Henrik Danielsen 2520 1 0 0 0 0 0 1 ½ 0 0 0 1 * 0 1 4,5 13. Dagur Arngrímsson 2289 0 0 1 0 0 0 1 0 0 0 0 0 1 * 1 4,0 14. Arnaldur Loftsson 2070 0 0 0 0 0 0 ½ 0 0 0 1 0 0 0 * 1,5 15. Bridsfélag Selfoss og nágrennis Keppni hófst í jólaeinmenningn- um fimmtudaginn 15. desember sl. Þátttakendur í mótinu eru 21. Staða efstu manna þegar mótið er hálfnað er þessi: Brynjólfur Gestsson 24 Helgi Hermannsson 20 Pálmi Egilsson 14 Ingibjörg Harðardóttir 8 Þröstur Árnason 4 Ólafur Steinason 3 Grímur Magnússon 2 Nánar má finna um úrslitin á heimasíðu félagsins, http:// www.bridge.is/bsel. Mótinu lýkur 22. desember. Ekk- ert verður spilað milli jóla og nýárs hjá félaginu, en starfsemin eftir ára- mót hefst með eins kvölds tvímenn- ing 5. janúar, sem er jafnframt HSK mótið í tvímenning. Stjórn BS vill óska spilurum sín- um, fjölskyldum þeirra og öllum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar. Jólabrids í Gullsmára Síðasti spiladagur Bridsdeildar FEBK í Gullsmára fyrir jól og ára- mót var mánudaginn 19. desember. Verðlaun vóru veitt þremur efstu sveitum í sveitakeppni vetrarins: 1) Sveit Kristinn Guðmundssonar, 2) Sveit Guðrúnar Gestsdóttur, 3) Sveit Dóru Friðleifsdóttur. Með Kristni í sigursveitinni vóru: Guðmundur Magnússon, Guðmundur Pálsson, Gunnar Sigurbjörnsson og Karl Gunnarsson. Heiður Gestsdóttir fékk sérstaka viðurkenningu fyrir frábær og óeig- ingjörn störf í þágu bridsdeildarinn- ar. Spilaður var stuttur tvímenningur á 14 borðum. Efst vóru í NS: Karl Gunnars. og Gunnar Sigurbjörns. 191 Ingibjörg Stefánsd. – Ólafur Antonss. 165 Kristinn Guðmss. – og Guðm. Magnúss. 162 Sverrir Gunnarss. – Einar Markússon 161 AV Filip Höskuldsson – Páll Guðmss. 219 Ragnar Björnsson – Pétur Antonsson 188 Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 187 Elís Kristjánsson – Páll Ólason 169 Að spilum loknum bauð brids- deildin viðstöddum upp á súkkulaði og kaffi, rjómatertur og snittur með veizluáleggi. Næsti spiladagur verð- ur fimmtudaginn 5. janúar 2006. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Setjið aldrei servíettu utan á kerti Munið að slökkva á kertunum i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.