Morgunblaðið - 21.12.2005, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 47
FJÓRÐA jóla-
skákmót KB
banka fór fram í
aðalútibúi bank-
ans í Austur-
stræti í Reykjavík
laugardaginn 17.
desember sl. og
tóku margir af
öflugustu skák-
mönnum þjóðar-
innar þátt. Keppendurnir fimmtán
fengu hver 5 mínútur til að ljúka
skákinni ásamt einn sekúndu fyrir
hvern leik sem þeir léku. Þetta árlega
og skemmtilega mót hófst með ræðu
útibússtjórans Jóns Emils Magnús-
sonar en hann lék svo fyrsta leikinn í
skák hins 12 ára gamla Hjörvars
Steins Grétarssonar og stórmeistar-
ans og nýbakaða íslenska ríkisborg-
arans Henrik Danielsens. Stórmeist-
arinn vann þá skák en Hjörvar stóð
sig vel á mótinu, fékk 5 vinninga af 14
mögulegum og lagði m.a. alþjóðlega
meistarann Arnar Gunnarsson að
velli og gerði jafntefli við stórmeist-
arann Þröst Þórhallsson.
Keppnin um efsta sætið var afar
hörð og skiptust Arnar E. Gunnars-
son, Helgi Ólafsson, Stefán Krist-
jánsson, Þröstur, undirritaður, og
Jón Viktor Gunnarsson á að hafa for-
ystusætið. Þegar þrem umferðum
var ólokið voru þeir fjórir sem nefndir
voru síðast jafnir og efstir með 8½
vinning hver. Fyrir lokaumferðina
hafði staðan breyst í þá veru að Stef-
án var einn efstur með 10 vinninga en
nokkrir skákmenn komu á eftir hon-
um með 9½ vinning. Stefán og und-
irritaður gerðu jafntefli og það gaf
Þresti færi á að ná Stefáni að vinn-
ingum en nafnarnir í íslenskri stór-
meistarastétt deildu með sér þriðja
sætinu með 10 vinninga. Arnar og
Jón Viktor komu svo í humátt á eftir
með 9½ vinning en að öðru leyti vís-
ast til töflunnar um úrslit mótsins.
Eins og oft áður var mótinu fag-
mannlega stjórnað af Gunnari
Björnssyni skákdómara og starfs-
manni bankans. Páll Sigurðsson stóð
vaktina í tæknimálunum röggsam-
lega á bak við eina gjaldkerastúkuna.
Einn þeirra fjölmörgu gesta sem
komu á skákstað hélt að bankinn væri
opinn á laugardegi og spurði Pál
hvort hann gæti ekki tekið út af
reikningi sínum! Manninum var vin-
samlegast bent á að tannhjól Mamm-
ons væru óvirk í þessu útibúi á hvíld-
ardögum en að hann gæti fylgst með
spennandi skákmóti í staðinn. Aðrir
starfsmenn bankans stóðu vakt sína
af einstakri prýði en um langt árabil
hefur hinn öflugi skákmaður Þröstur
Árnason starfað í útibúinu og verið
keppendum á jólaskákmótinu til
halds og trausts. Þröstur hefur lítið
teflt undanfarinn áratug en Björn
Þorfinnsson, Bergsteinn Einarsson
og Arnaldur Loftsson tóku þátt í
mótinu fyrir hönd bankans.
Að mótinu loknu voru verðlauna-
hafar leystir út með verðlaunum og
blómvöndum. Útibússtjórinn bauð
síðan keppendum, starfsmönnum og
öðrum aðstandendum til skemmti-
legs samsætis. Skákmenn gengu
ánægðir af velli eftir þann viður-
gjörning og voru fljótt farnir að
hlakka til mótsins að ári.
Aronjan heimsbikarmeistari
Armeninn Levon Aronjan varð sig-
urvegari á heimsbikarmóti FIDE
sem lauk um helgina í Khanty-Man-
siysk í Rússlandi. Hinn 23 ára stór-
meistari, sem er nú búsettur í Þýska-
landi, var nálægt því að vinna Ruslan
Ponomariov í síðari kappskák þeirra
en henni lyktaði að lokum með jafn-
tefli. Í atskákeinvíginu sem þá var
gripið til vann Armeninn báðar skák-
irnar. Undrabarnið norska Magnus
Carlsen náði ekki að láta kné fylgja
kviði í einvígi sínu gegn hörkutólinu
Gata Kamsky. Eins og oft áður lét
bandaríski stórmeistarinn ekki áföll á
sig fá og náði að jafna metin í
kappskákeinvígi þeirra með sigri í
síðari skákinni. Gata fann svo göt í
taflmennsku Magnusar í atskákunum
og vann báðar skákirnar. Lokastaða
efstu tíu keppendanna varð þessi:
1. Levon Aronian (2724) 2. Ruslan
Ponomariov (2704)3. Etienne Bacrot
(2725)4. Alexander Grischuk (2720) 5.
Evgeny Bareev (2675)6. Boris Gelf-
and (2717)7. Sergei Rublevsky (2652)
8. Mikhail Gurevich (2652) 9. Gata
Kamsky (2690)10. Magnus Carlsen
(2570)
Þessir skákmenn hafa unnið sér
rétt til að taka þátt í áskorendakeppni
FIDE sem áætlað er að verði haldin
haustið 2006. Skákmennirnir fjórir
sem lentu í efstu sætunum hafa
marga hildina háð en þó aðallega í
keppnum barna og unglinga. Ástæð-
an fyrir því er sú að þeir eru allir
fæddir 1982 eða 1983 og voru keppi-
nautar sem börn og nú. Athygli vakti
að hinn 46 ára Mikhail Gurevich náði
frábærum árangri en hann er fyrr-
verandi meistari Sovétríkjanna og
hefur verið aðstoðarmaður margra
bestu skákmanna heims, m.a. Anands
og Kasparovs. Hann hefur telft sem
Belgi í mörg ár en hefur nú samið við
tyrkneska skáksambandið um að
tefla fyrir tyrkneska landsliðið í skák.
Þröstur og Stefán sigruðu
á Jólaskákmóti KB banka
SKÁK
Aðalútibú KB banka
JÓLASKÁKMÓT KB BANKA
17. desember 2005
Sigurvegarar Jólaskákmóts KB banka ásamt Jóni Emil Magnússyni.
Levon Aronjan
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
daggi@internet.is
Nafn Elostig #1 #2 #3 #4 #5 #6 #7 #8 #9 #10 #11 #12 #13 #14 #15 Vinningar Röð
Þröstur Þórhallsson 2454 * 1 1 0 1 1 ½ 1 1 ½ 1 ½ 0 1 1 10,5 1.–2.
Stefán Kristjánsson 2467 0 * ½ 0 ½ ½ 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10,5 1.–2.
Helgi Áss Grétarsson 2480 0 ½ * 1 0 1 1 1 1 1 ½ 1 1 0 1 10,0 3.–4.
Helgi Ólafsson 2521 1 1 0 * 1 0 0 0 1 1 1 1 1 1 1 10,0 3.–4
Arnar Gunnarsson 2432 0 ½ 1 0 * 1 0 1 1 1 1 0 1 1 1 9,5 5.–6.
Jón Viktor Gunnarsson 2411 0 ½ 0 1 0 * 1 1 1 1 0 1 1 1 1 9,5 5.–6.
Björn Þorfinnsson 2321 ½ 0 0 1 1 0 * 0 1 1 1 1 0 0 ½ 7,0 7.
Sigurbjörn Björnsson 2356 0 0 0 1 0 0 1 * 0 0 1 1 ½ 1 1 6,5 8.
Bergsteinn Einarsson 2222 0 0 0 0 0 0 0 1 * 1 0 1 1 1 1 6,0 9.
Sigurður Daði Sigfússon 2344 ½ 0 0 0 0 0 0 1 0 * ½ ½ 1 1 1 5,5 10.
Róbert Harðarson 2361 0 0 ½ 0 0 1 0 0 1 ½ * 0 1 1 0 5,0 11.–12.
Hjörvar St. Grétarsson 2000 ½ 0 0 0 1 0 0 0 0 ½ 1 * 0 1 1 5,0 11.–12.
Henrik Danielsen 2520 1 0 0 0 0 0 1 ½ 0 0 0 1 * 0 1 4,5 13.
Dagur Arngrímsson 2289 0 0 1 0 0 0 1 0 0 0 0 0 1 * 1 4,0 14.
Arnaldur Loftsson 2070 0 0 0 0 0 0 ½ 0 0 0 1 0 0 0 * 1,5 15.
Bridsfélag Selfoss
og nágrennis
Keppni hófst í jólaeinmenningn-
um fimmtudaginn 15. desember sl.
Þátttakendur í mótinu eru 21. Staða
efstu manna þegar mótið er hálfnað
er þessi:
Brynjólfur Gestsson 24
Helgi Hermannsson 20
Pálmi Egilsson 14
Ingibjörg Harðardóttir 8
Þröstur Árnason 4
Ólafur Steinason 3
Grímur Magnússon 2
Nánar má finna um úrslitin á
heimasíðu félagsins, http://
www.bridge.is/bsel.
Mótinu lýkur 22. desember. Ekk-
ert verður spilað milli jóla og nýárs
hjá félaginu, en starfsemin eftir ára-
mót hefst með eins kvölds tvímenn-
ing 5. janúar, sem er jafnframt HSK
mótið í tvímenning.
Stjórn BS vill óska spilurum sín-
um, fjölskyldum þeirra og öllum
landsmönnum gleðilegra jóla, árs og
friðar.
Jólabrids í Gullsmára
Síðasti spiladagur Bridsdeildar
FEBK í Gullsmára fyrir jól og ára-
mót var mánudaginn 19. desember.
Verðlaun vóru veitt þremur efstu
sveitum í sveitakeppni vetrarins: 1)
Sveit Kristinn Guðmundssonar, 2)
Sveit Guðrúnar Gestsdóttur, 3) Sveit
Dóru Friðleifsdóttur. Með Kristni í
sigursveitinni vóru: Guðmundur
Magnússon, Guðmundur Pálsson,
Gunnar Sigurbjörnsson og Karl
Gunnarsson.
Heiður Gestsdóttir fékk sérstaka
viðurkenningu fyrir frábær og óeig-
ingjörn störf í þágu bridsdeildarinn-
ar.
Spilaður var stuttur tvímenningur
á 14 borðum. Efst vóru í NS:
Karl Gunnars. og Gunnar Sigurbjörns. 191
Ingibjörg Stefánsd. – Ólafur Antonss. 165
Kristinn Guðmss. – og Guðm. Magnúss. 162
Sverrir Gunnarss. – Einar Markússon 161
AV
Filip Höskuldsson – Páll Guðmss. 219
Ragnar Björnsson – Pétur Antonsson 188
Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 187
Elís Kristjánsson – Páll Ólason 169
Að spilum loknum bauð brids-
deildin viðstöddum upp á súkkulaði
og kaffi, rjómatertur og snittur með
veizluáleggi. Næsti spiladagur verð-
ur fimmtudaginn 5. janúar 2006.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
Setjið aldrei servíettu
utan á kerti
Munið að
slökkva á
kertunum
i