Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í FYRRI grein minni um umhverf- ismál í tilefni af nýloknum Montreal- fundi stóð þetta: „Á Íslandi geta aðgerðir til mót- vægis við hlýnunina helst snúist um: Samgöngur, stóriðju, uppgræðslu og land- búnað ásamt orku- málum.“ Umræddir málaflokkar eru stórir og úrbætur háðar tækniframförum og miklu fjármagni en sumt af því sem gera þarf þolir litla bið og annað er fremur auð- velt viðureignar. Samgöngur Um þriðjungur olíu- notkunar Íslendinga fer til samgangna. Að minnsta kosti einn eða tveir áratugir líða þar til vetni eða aðrir umhverf- isvænir orkugjafar taka að hafa veru- leg áhrif á þessa notkun. Á meðan þarf að skoða eftirfarandi: – Færa stóran hluta af þungaflutn- ingum á landi til umhverfisvænni flutningsmáta á sjó. – Stýra einkabílanotkun til um- hverfisvænni bíla með sköttum og verðlagningu. – Styrkja almenningssamgöngur m.a. með því að hafa strætó ókeypis og búa innanlandsflugi þannig um- hverfi og aðstöðu að fleiri noti það og mengun sé höfð í lágmarki, m.a. með því að halda og bæta aðstöðu innan- landsflugs í þéttbýliskjörnunum, líka Reykjavík. Nýstofnuð nefnd sam- gönguráðuneytsins og Reykjavík- urborgar um framtíð flugvallarins þar verður að leggja mikla áherslu á umhverfisþátt flugsamgangna. Hing- að til hefur varla sést til hans. – Ýta undir eldsneytissparnað í samgöngum með virkum aðferðum. – Taka upp lífsferlisgreiningar (LCA) þegar verið er að meta um- hverfisáhrif í samgöngum. Með því er t.d. átt við mengunarmat sem tekur mið af öllum þáttum ákveðinna að- gerða. Akstur eftir vegi felur líka í sér lagningu vegarins, slit og förgun ökutækja og fleira. Landbúnaður og uppgræðsla Innlend landbún- aðarframleiðsla á líf- rænu nótunum vinnur gegn losun gróð- urhúsagasa á heims- vísu. Og við höfum jarð- hitann. Það er ekki keppikefli umhverf- issinna að flytja mat- væli heimshorna á milli, þ.e. þau sem hægt er að framleiða heima fyrir. Í framtíðinni verður líklega lagt mikið upp úr heimafengnum matvælum af um- hverfisástæðum. Íslendingar mega ekki halda að innflutningur matvæla sé sjálfsagður út frá umhverfissjón- armiðum. Hollenskur tómatur á ís- lenskt borð, fluttur með flugvél, er óverjanlegur meðan það hækkar í sjó og strandhéruð Hollands verða smám saman í stórhættu. Enn fremur er það staðreynd að bændur eru öflugir aðstandendur uppgræðslu í landinu. Aukinn gróður bindur gróðurhúsagös og þá trjágróður öðrum fremur. Hver ekinn eða floginn kílómetri opinberra aðila gæti loks verið tilefni til upp- græðslu samanber hollenska um- hverfisráðherrann sem lætur gróð- ursetja tré fyrir hverja utanlandsferð á vegum embættisins. Orkuframleiðsla og stóriðja Það er rangt að líta svo á að aðal- hlutverk Íslendinga sé að taka að sér að framleiða raforku með umhverf- isvænum hætti til þess fyrst og fremst að framleiða megi málma án olíu eða kola. Hluti umhverfisvandans liggur nefnilega líka í of mikilli og sí- vaxandi iðnframleiðslu af þessu tagi. Enn fremur getur of mikil, einföld frumframleiðsla hamið vöxt tækni- væddari greina í litlu þjóðfélagi og gert hagkerfið of einhæft. Orkufrek- ur iðnaður af öðrum toga er til og inn- an fárra áratuga gæti framleiðsla á umhverfisvænu eldsneyti orðið mik- ilvæg. En þar sem málmiðja fer fram er mjög brýnt að lágmarka eða koma í veg fyrir að gróðurhúsagös sleppi úr framleiðsluferlinu, t.d. með því að nýta þau við aðra framleiðslu. Vissar líkur eru á að orka sem fæst með djúpborun eftir jarðhita geti leyst vatnsafl að mestu af hólmi og þá væri til næg umhverfisvæn orka hérlendis til að framleiða mikið af umhverf- isvænu eldsneyti. Einnig gæti út- flutningur raforku þá loks borgað sig. Af þessari stuttu upptalningu sést að verkefnin eru ærin. Íslendingar fengu viðurkenningu í Montreal fyrir forystu á sviði umhverfisvænnar orkuframleiðslu. Gott. Nú er bara að fá viðurkenn- ingar fyrir umhverfisumhyggju á öðrum sviðum. Hvaða aðgerða er þörf? – í tilefni af ráðherra- fundi í Montreal Ari Trausti Guðmundsson fjallar um umhverfismál í tilefni af nýloknum Montrealfundi ’Íslendingar fengu við-urkenningu í Montreal fyrir forystu á sviði um- hverfisvænnar orku- framleiðslu. Gott. Nú er bara að fá viðurkenn- ingar fyrir umhverf- isumhyggju á öðrum sviðum.‘ Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðeðlisfræðingur og áhugamaður um umhverfismál. LITADÝRÐ og skarkali ein- kenna jólamánuðinn. Jólaskraut skríður upp um alla veggi og hús- þök og gluggar eru böðuð lituðum ljós- um. Jólasöngvar óma á útvarpsstöðvunum á meðan við njótum matar á borðum sem eru að svigna undan krásum. Hjá flestum skortir lítið í desem- ber, þó ekki öllum því miður. Það sem einna helst skortir á mörgum heimilum er tími; til að njóta, til að deila; til að tala; til að gleðjast. Ég heyrði eitt sinn sögu af föður sem reiddist dóttur sinni ógurlega þegar hún eyddi heilli rúllu af gylltum pappír til að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð. Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á aðfanga- dagskvöld. Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig á því að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnar, „veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitt- hvað að vera í henni?“ Litla stúlkan leit upp til pabba síns með tárin í augunum og sagði: „Ó, pabbi, boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig, pabbi.“ Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyr- irgefa sér. Mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans fann hún gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokk- inn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tek- ið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið hon- um og sett í boxið. Í vissum skilningi höfum við öll tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrð- islausri ást og koss- um. Við gleymum hins vegar stundum að gefa okkur augna- blik og njóta þessara minninga; leyfa þeim að verma hjarta okk- ar og bráðna þar, en ekki í höndunum á okkur. Á jólunum er gaman að gleðja aðra með góðum gjöfum. En góðar gjafir eru ekki alltaf þær sem kosta mest. Kannski er tími besta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu á þessari jólahátíð. Starfsfólk og stjórn Heimilis og skóla óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og notalegra fjöl- skyldustunda á komandi ári. Jólagjöfin í ár tími með börn- unum okkar! María Kristín Gylfadóttir fjallar um samskipti foreldra og barna á jólum María Kristín Gylfadóttir ’Á jólunum ergaman að gleðja aðra með góð- um gjöfum. En góðar gjafir eru ekki alltaf þær sem kosta mest.‘ Höfundur er formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Í UMRÆÐUÞÆTTI Ríkissjón- varpsins, 13. desember sl., voru launamál til umræðu. Þema þátt- arins var kjarasamn- ingar og laun for- stjóra. Stjórnandi þáttarins rakti inni- hald úr tekjublaði Frjálsrar verslunar. Orð hans voru eitt- hvað á þá leið að töl- urnar sem þar birt- ust lýstu ákveðinni þróun, um það gæti enginn efast. Gefið var í skyn að þessi þróun væri að ein- hverjir hópar nytu hraðari vaxtar en aðrir. Slíkar vangaveltur á grund- velli þessara gagna eru afar hæpnar. Það er þvert á móti full ástæða til varfærni og efasemda þegar talnaefni er borið á borð. Val úrtaksins leyfir ekki alhæfingar Fyrirvarinn í þessu tilfelli ætti að vera augljós. Þeim gögnum sem liggja til grundvallar er safn- að í þeim tilgangi að svala for- vitni fólks en ekki til þess að fá sem gleggsta mynd af stöðu ein- stakra hópa. Af þessari ástæðu hefði það átt betur við ef þátta- stjórnendur hefðu sérstaklega varað við því að meðaltöl á grundvelli tekjublaðsins væru lík- lega út í hött og gætu þar af leið- andi ekki lýst neinni þróun. Árlegt tekjublað Frjálsar verslunar birtir upplýsingar úr skattframtölum ein- staklinga. Ein- staklingar með háar tekjur og lágar tekjur eru valdir eftir óþekktri reglu. Í blaðinu er notast við tiltekið hugtak úr skattframtalinu, tekjuskattstofn, og það skilgreint sem laun. Mennt geta deilt um gagnsemi þeirrar skilgreiningar. Sjálf gagnasöfnunaraðferðin gerir það að verkum að ómögulegt er að al- hæfa um tiltekinn hóp. Hópaskil- greiningarnar, t.d. næstráðendur, sem blaðið notar eru heldur ekki þess eðlis að þær leyfi skýrar ályktanir. Úrvinnsla endurtekinna mæl- inga á einstaklingum krefst þess að einstaklingsáhrif og tímaáhrif séu aðgreind. Árangur ein- staklinga í atvinnulífinu byggist á blöndu af reynslu og láni og því er eðlilegt að laun einstaklinga hækki með aldri og að munur á hæsta og lægsta einstaklingi hverrar kynslóðar vaxi með aldri. Sumir einstaklingar eru hæfari og/eða lánsamari. Í hagkerfinu er yfirleitt vöxtur og því eðlilegt að laun hækki með tímanum. Töl- fræðin sem fræðigrein býður upp á aðferðir sem aðgreina tímaáhrif og einstaklingsáhrif. Ályktanir sem byggjast á tölfræðilegum rannsóknum verða auðveldari og skýrari ef forvinnan, þar á meðal gagnasöfnunin, er vönduð. Tekju- blað Frjálsrar verslunar hefur enga slíka viðleitni enda er ekki markmið blaðsins að reka gagna- grunn fyrir tölfræðilega úr- vinnslu. Niðurstöður um með- allaun hópa eða þróun meðallauna á grundvelli meðaltala úr töflum tekjublaðs Frjálsrar verslunar eru því afar hæpinn grunnur til ályktunar um almenna þróun ein- stakra hópa. Það er alltaf erfitt að fylgjast með þróun stærða í tíma á hlut- lægan hátt. Vegna tölfræðilegra lögmála munu 100 tekjuhæstu einstaklingarnir í viðskiptalífinu búa við mun hagstæðari launaþróun en landsmeðaltal. Með svipuðum hætti eru vinn- ingar heppnustu einstaklinganna við rúllettuborð langt fyrir ofan meðaltal rúllettuspilara. Það að fjöldi rúllettuspilari vaxi í tíma þýðir að munur á heppnasta og óheppnasta einstaklingnum mun aukast en eðli rúllettunnar er óbreytt. Það að styðjast við duttlungakennt úrtak af frægum einstaklingum er ekki vænlegt til að álykta um launaþróun stjórnenda í íslenskum fyr- irtækjum. Fjarstæðukenndar ályktanir Þótt aðferðin við val ein- staklinga í tekjublað Frjálsrar verslunar sé ekki þekkt, og ef til vill ekki föst yfir tíma, þá virðist augljós áhersla lögð á þá sem þekktastir eru á hverjum tíma. Á móti detta þeir út sem minna ber á eða njóta ekki nægilegrar velgengni að mati þeirra sem úrtakið velja. Þetta telja útgefendur að sé góð leið til að þjóna sínum viðskiptavinum. Þeir sem hafa áhuga á almennri þróun leita annað. Ályktanir um með- allaun og breytingar þeirra á grundvelli meðaltala úr töflum blaðsins eru fráleitar og gefa ekkert tilefni til umræðu í líkingu við þá sem fór fram um laun for- stjóra í umræddum sjónvarps- þætti. Tekjublað Frjálsrar verslunar og tölfræði Helgi Tómasson fjallar um ýkjukenndar ályktanir út frá tekjublaði Frjálsrar verslunar ’Tekjublað Frjálsrarverslunar er mjög gott dæmi um nauðsyn þess að efast þegar alhæf- ingar eru byggðar á tölum.‘ Helgi Tómasson Höfundur er doktor í tölfræði og dósent í hagrannsóknum við Háskóla Íslands. RÍKISSJÓNVARPIÐ sýndi á mánudagskvöld danska þáttinn Penge sem hafði fáeinum dögum áður verið sýndur alþjóð í Dan- mörku. Í þættinum var dregin upp nærmynd af íslensku við- skiptalífi og stjórnendum tveggja fyrirtækja. Bjarni Brynjólfsson, annar rit- stjóri Séð og heyrt, lýsti því yfir í þættinum að hinir svokölluðu ný- ríku Íslendingar hefðu sig mikið í frammi og reyndu að láta bera á og vísaði þar meðal annars til mín. Ég vil koma þeirri athugasemd á framfæri við Séð og heyrt að ég kannast ekki við yfirlýsingar rit- stjórans. Ég hef reynt að forðast umfjöllun fjölmiðla um mig og mitt einkalíf því ég hef enga þörf fyrir að láta bera á mér né ánægju af því að um mig sé fjallað. Séð og heyrt hefur hins vegar haft ítrek- aðan áhuga á einkalífi mínu og minna nánustu og farið langt úr hófi í þeirri umfjöllun. Hafa skal það sem sannara reynist. Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Athugasemd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.