Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF KYNNTAR voru breytingar á fram- kvæmdastjórn Actavis Group í gær í kjölfar tilkynningar þess efnis að kaupum á Alpharma væri lokið en greint var frá því í Morgunblaðinu í gær. Framkvæmdastjórnina skipa stjórnendur tekju- og framleiðslu- eininga, sjö talsins, auk þeirra Ró- berts Wessman, forstjóra, Svövu Grönfeldt, aðstoðarforstjóra, og Mark Keatley, fjármálastjóra. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands segir að sölu- og framleiðslu- einingar Actavis séu nú skipulagðar með tilliti til landfræðilegrar legu, nokkuð sem tryggi hagræði í rekstri. Í framkvæmdastjórninni eiga sæti, auk þeirra sem nefnd eru að ofan, þau Aidan Kavanagh, Elin Gabriel, Guðbjörg Edda Eggerts- dóttir, Jónas Tryggvason, Sigurður Óli Ólafsson, Stefán Jökull Sveins- son, og Svend Anderson. Þau Elin Gabriel og Svend Anderson eru ný hjá Actavis en þau koma frá Alpharma. Þau Guðrún S. Eyjólfsdóttir og Divya Patel hverfa úr framkvæmda- stjórn en þau munu þó starfa áfram hjá félaginu samkvæmt tilkynning- unni. Þar segir jafnframt að Fred Lynch, forstjóri samheitalyfjasviðs Alpharma, muni láta af störfum 1. febrúar nk. og snúa sér að öðrum verkefnum. Breytingar á framkvæmda- stjórn Actavis AREV Management, sem er félag í eigu Jóns Schev- ing Thorsteinssonar, og breski viðskiptajöfurinn Kevin Stanford hafa keypt ráðandi hlut í tískufata- merkinu Ghost, samtals um 60% sem skiptist jafnt á milli þeirra. Frá þessu er greint í frétt á vefmiðli breska blaðsins Times. Fram kemur í fréttinni að blaðið hafi heimildir fyrir því að hluturinn hafi verið keyptur á 5 milljónir punda, sem svarar til um 555 milljóna íslenskra króna. Stanford verður stjórnarformaður Ghost. Ætlunin mun vera að fjölga Ghost-búðum en þær eru nú í London, New York, Los Angeles og Dublin. Jón Scheving var á sín- um tíma yfir fjárfestingum Baugs í Bretlandi en hætti hjá félaginu til að hefja rekstur eigin fjárfesting- arfélags. Stanford er annar stofn- enda Karen Millen-verslanakeðj- unnar og einn af stærstu eigendum Mosaic Fashions. Times segir að þekktar konur, allt frá leikkonunni Liv Tyler úr Lord of the Rings-myndunum til hinnar reyndari Lauren Bacall, ekkju Humphrey Bogarts, klæðist fötum frá Ghost. Það var hönnuðurinn og fyrrver- andi módelið Tanya Sarne sem stofnaði vörumerkið Ghost árið 1984. Samkvæmt frétt Times mun hún áfram hafa yfirumsjón með hönnuninni en hlutur hennar í Ghost mun minnka úr 80% í 32%. Þá mun hlutur viðskiptafélaga hennar, Ris Fatah, einnig minnka í 8%. AP Stjörnuföt Meðal þekktra leikkvenna er klæðast fatnaði frá Ghost er Liv Tyler, sem m.a. hefur leikið í Hringadróttinssögu. Jón Scheving og Stanford kaupa í Ghost ALLS hafa 62,5% hluthafa í sænska tryggingafélaginu Skandia sam- þykkt yfirtökutilboð s-afríska trygg- ingafélagsins Old Mutual en tilboðið rann út síðastliðinn föstudag. Þetta er yfir þeim mörkum sem stjórn- endur Old Mutual höfðu sagst sætta sig við en áður hafði Jim Sutcliffe, forstjóri Old Mutual, látið í veðri vaka að meira en 70% hluthafa væru búin að samþykkja tilboðið en nú er ljóst að það var rangt. Old Mutual hefur framlengt tilboðstímabilið til 12. janúar nk. Nokkuð sem ekki kom fjölmiðlum og sérfræðingum á óvart en jafnframt hefur félagið áskilið sér rétt til þess að fram- lengja tilboðið enn frekar. Þar sem stjórn Skandia neitaði að mæla með tilboðinu við hluthafa sína var það álitið fjandsamlegt og andstaða við það var mikil, nokkuð sem sést greinilega á því að ekki fleiri samþykktu tilboðið en raun ber vitni. Það er ástæða þess að til- boðið er framlengt en í fréttatil- kynningu frá félaginu kom fram að enn væri verið að staðfesta frekari samþykki. Það er því ljóst að framhaldssög- unni um Skandia fer að ljúka en fé- lagið hefur verið skráð í kauphöllina í Stokkhólmi frá því að hún var stofnuð árið 1863 og er það jafn- framt elsta starfandi tryggingafélag á Norðurlöndum. Straumur-Burðarás Fjárfesting- arbanki er einn af stærstu hlut- höfum í Skandia og var félagið með- al þeirra fyrstu sem samþykktu tilboðið. Senn lýkur sögunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.