Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
KYNNTAR voru breytingar á fram-
kvæmdastjórn Actavis Group í gær í
kjölfar tilkynningar þess efnis að
kaupum á Alpharma væri lokið en
greint var frá því í Morgunblaðinu í
gær. Framkvæmdastjórnina skipa
stjórnendur tekju- og framleiðslu-
eininga, sjö talsins, auk þeirra Ró-
berts Wessman, forstjóra, Svövu
Grönfeldt, aðstoðarforstjóra, og
Mark Keatley, fjármálastjóra.
Í tilkynningu til Kauphallar Ís-
lands segir að sölu- og framleiðslu-
einingar Actavis séu nú skipulagðar
með tilliti til landfræðilegrar legu,
nokkuð sem tryggi hagræði í
rekstri.
Í framkvæmdastjórninni eiga
sæti, auk þeirra sem nefnd eru að
ofan, þau Aidan Kavanagh, Elin
Gabriel, Guðbjörg Edda Eggerts-
dóttir, Jónas Tryggvason, Sigurður
Óli Ólafsson, Stefán Jökull Sveins-
son, og Svend Anderson. Þau Elin
Gabriel og Svend Anderson eru ný
hjá Actavis en þau koma frá
Alpharma.
Þau Guðrún S. Eyjólfsdóttir og
Divya Patel hverfa úr framkvæmda-
stjórn en þau munu þó starfa áfram
hjá félaginu samkvæmt tilkynning-
unni. Þar segir jafnframt að Fred
Lynch, forstjóri samheitalyfjasviðs
Alpharma, muni láta af störfum 1.
febrúar nk. og snúa sér að öðrum
verkefnum.
Breytingar á
framkvæmda-
stjórn Actavis
AREV Management, sem
er félag í eigu Jóns Schev-
ing Thorsteinssonar, og
breski viðskiptajöfurinn
Kevin Stanford hafa keypt
ráðandi hlut í tískufata-
merkinu Ghost, samtals um
60% sem skiptist jafnt á
milli þeirra. Frá þessu er
greint í frétt á vefmiðli
breska blaðsins Times.
Fram kemur í fréttinni að
blaðið hafi heimildir fyrir
því að hluturinn hafi verið
keyptur á 5 milljónir
punda, sem svarar til um
555 milljóna íslenskra
króna. Stanford verður
stjórnarformaður Ghost.
Ætlunin mun vera að fjölga
Ghost-búðum en þær eru
nú í London, New York,
Los Angeles og Dublin.
Jón Scheving var á sín-
um tíma yfir fjárfestingum
Baugs í Bretlandi en hætti
hjá félaginu til að hefja
rekstur eigin fjárfesting-
arfélags. Stanford er annar stofn-
enda Karen Millen-verslanakeðj-
unnar og einn af stærstu eigendum
Mosaic Fashions.
Times segir að þekktar konur,
allt frá leikkonunni Liv Tyler úr
Lord of the Rings-myndunum til
hinnar reyndari Lauren Bacall,
ekkju Humphrey Bogarts, klæðist
fötum frá Ghost.
Það var hönnuðurinn og fyrrver-
andi módelið Tanya Sarne sem
stofnaði vörumerkið Ghost árið
1984. Samkvæmt frétt Times mun
hún áfram hafa yfirumsjón með
hönnuninni en hlutur hennar í
Ghost mun minnka úr 80% í 32%.
Þá mun hlutur viðskiptafélaga
hennar, Ris Fatah, einnig minnka í
8%.
AP
Stjörnuföt Meðal þekktra leikkvenna er
klæðast fatnaði frá Ghost er Liv Tyler, sem
m.a. hefur leikið í Hringadróttinssögu.
Jón Scheving og
Stanford kaupa í Ghost
ALLS hafa 62,5% hluthafa í sænska
tryggingafélaginu Skandia sam-
þykkt yfirtökutilboð s-afríska trygg-
ingafélagsins Old Mutual en tilboðið
rann út síðastliðinn föstudag. Þetta
er yfir þeim mörkum sem stjórn-
endur Old Mutual höfðu sagst sætta
sig við en áður hafði Jim Sutcliffe,
forstjóri Old Mutual, látið í veðri
vaka að meira en 70% hluthafa væru
búin að samþykkja tilboðið en nú er
ljóst að það var rangt. Old Mutual
hefur framlengt tilboðstímabilið til
12. janúar nk. Nokkuð sem ekki
kom fjölmiðlum og sérfræðingum á
óvart en jafnframt hefur félagið
áskilið sér rétt til þess að fram-
lengja tilboðið enn frekar.
Þar sem stjórn Skandia neitaði að
mæla með tilboðinu við hluthafa
sína var það álitið fjandsamlegt og
andstaða við það var mikil, nokkuð
sem sést greinilega á því að ekki
fleiri samþykktu tilboðið en raun
ber vitni. Það er ástæða þess að til-
boðið er framlengt en í fréttatil-
kynningu frá félaginu kom fram að
enn væri verið að staðfesta frekari
samþykki.
Það er því ljóst að framhaldssög-
unni um Skandia fer að ljúka en fé-
lagið hefur verið skráð í kauphöllina
í Stokkhólmi frá því að hún var
stofnuð árið 1863 og er það jafn-
framt elsta starfandi tryggingafélag
á Norðurlöndum.
Straumur-Burðarás Fjárfesting-
arbanki er einn af stærstu hlut-
höfum í Skandia og var félagið með-
al þeirra fyrstu sem samþykktu
tilboðið.
Senn lýkur sögunni