Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 26
daglegtlíf
ídesember
EINLÆG VINÁTTA SÚKKULAÐI
HOLLT
fannst vel við hæfi að nýr íbúi bæri sama
nafn,“ segir Heimir og bætir við að nánustu
vinir og ættingjar kalli hana Ólu. Hann segir
að hún taki sér ævinlega fagnandi þegar hann
kemur heim í lok vinnudags. „Þá vill hún hafa
alla athyglina og leyfir mér ekki að tala í síma
fyrst eftir að ég kem heim. Hún kann ekki að
tala mannamál enn þá, en ég er að vinna í því.
Hún apar upp öll hljóð í kringum sig og á
kvöldin áður en við förum að sofa, þá laumar
hún sér undir sængina hjá mér og fer yfir
hljóðaforðann sinn og hann er oft mjög fjöl-
breyttur, hún kann til dæmis að herma eftir
örbylgjuofninum, sms-hljóðum símans og fugl-
unum í garðinum.“
H
ún fær léttsaltaðan hamborgar-
hrygg á jólunum og eitthvað
gott í eftirmat,“ segir Heimir
Fjeldsted um hana Ólöfu Jónu
sem er páfagaukurinn hans og
fylgir honum hvert sem hann fer, nema í vinn-
una. „En ég hugsa að hún verði að vera í
búrinu sínu á meðan við borðum jólamatinn,
því hún er ekki alveg nógu vel að sér í borðsið-
um enn þá. Það er ekki mjög vinsælt að hún sé
að spranga um á milli matardiskanna á meðan
fólk borðar hátíðarmatinn. Hún gerir sér ekki
heldur grein fyrir að það er ekki við hæfi að
kúka á táhreina og nýstraujaða borðdúka.“
Lítið líf bærðist undir kápunni
Heimir segir að Ólöf Jóna fái að sjálfsögðu
jólagjafir eins og aðrir fjölskyldumeðlimir.
„Ég veit að afabörnin mín eru búin að kaupa
eitthvað fínt handa henni, sennilega rólu eða
eitthvað slíkt sem hún getur leikið sér í og ég
ætla að kaupa eitthvað fallegt líka, kannski
bjöllu.“
Heimir eignaðist Ólöfu í apríl á þessu ári en
upphafið að komu hennar í hans líf, nær lengra
aftur í tímann. „Ég vinn sem strætisvagnabíl-
stjóri og það var í fyrrasumar sem ung kona
kom inn í vagninn hjá mér í Grafarholti og ég
sá eitthvað hreyfast undir kápunni hennar og
spurði hvort henni væri svona mikið niðri fyr-
ir. Hún tjáði mér að svo væri alls ekki, þetta
væri bara páfagaukurinn hennar og hún sýndi
mér hann.
Hún sagði mér að hún tæki gaukinn með sér
hvert sem hún færi, líka í vinnuna. Mér þótti
hann mjög fallegur og gæfur og spurði hvort
hún gæti reddað mér einum slíkum. Það var
auðsótt, enda karlfugl á leiðinni til hennar fyr-
ir þessa dömu hennar og hún sagði að ég gæti
fengið fyrsta ungann.
Hún bauðst til að handmata ungann á fyrstu
dögunum, því þannig verða þeir svo mann-
gæfir, en til þess þarf hún að vakna á tveggja
tíma fresti.“
Bannar mér að tala í símann
Heimir segir að hann og Ólöf Jóna hafi verið
óaðskiljanleg frá þeirra fyrsta fundi. „Ég gaf
henni þetta nafn vegna þess að ég bý í íbúð
frænku minnar sem hét þessu nafni og mér
Ólöf Jóna á það til að spjalla við mannfólkið
nágranna sína og henni er stundum boðið í
mat, en það kann hún vel að meta, enda borðar
hún nánast hvað sem er. „Henni var boðið í lax
um daginn og henni þótti hann svo góður að
hún kunni sér ekki hóf og endaði á að gubba
yfir mig.“
Heimi og Ólöfu Jónu hefur ævinlega verið
vel tekið þar sem þau koma, en óneitanlega
vekur gaukurinn í hálsmáli hans athygli fólks.
„Flestir gleðjast yfir þessu og kjá framan í
hana og spyrja um hana. En um daginn var
okkur vísað út úr matvörubúð og það er í
fyrsta sinn sem einhver hefur haft horn í síðu
Ólafar Jónu, sem er hvers manns hugljúfi.“
GÆLUDÝR | Dvergpáfinn Ólöf Jóna fær hátíðarsteik og jólapakka á aðfangadagskvöld
Kúrir í hálsmálinu hvert sem hann fer
Morgunblaðið/Ómar
Ólöf Jóna spjallar við afabörn Heimis, þau Daníel Má og Erlu Rós.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Heimir Fjeldsted og félagi hans, páfagaukurinn Ólöf Jóna.
ÞÓ AÐ brunum af völdum kerta hafi
fækkað undanfarin ár má reikna með
að 60–90 íbúðir skemmist vegna
kertabruna um áramótin. Nú orðið
tíðkast það að blómaverslanir útbúi
kertaskreytingar sem eru sprautaðar
með eldvarnarefni eða þá að kertin
eru sett í kramarhús úr málmi sem
tryggja að kertaloginn nær aldrei
niður í eldfimar skreytingarnar.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu
frá Sjóvá.
hægt er að koma í veg fyrir flesta
eldsvoða af völdum aðventu-
skreytinga. „Jólaskreyting sem húð-
uð hefur verið með eldtefjandi efni er
öruggari. Sumar blómaverslanir hafa
boðið upp á sjálfslökkvandi kerti, þar
sem kveikurinn nær ekki alla leið nið-
ur. Einnig hefur verið boðið upp á
kertaslökkvara sem settur er á kertið
og slekkur logann um leið og kertið
brennur fram hjá honum.“
Að lokum eru nokkur atriði sem
vert er að hafa í huga.
Farið aldrei frá logandi kerti.
Hafið kerti eða skreytingar ekki
þar sem lítil börn ná til þeirra.
Hafið kerti og skreytingar í góðri
fjarlægð frá opnum gluggum,
gardínum eða öðru sem lent getur
í kertaloganum.
Festið kertin vel í skreytinguna.
Kerti eru misfljót að brenna nið-
ur. Fylgist vel með þeim.
Notið helst öruggar kertaskreyt-
ingar, t.d. kramarhús með spritt-
kertum.
Ef kertið stendur upp úr brenn-
anlegri skreytingu ætti að
sprauta eldtefjandi efni á skreyt-
inguna.
Skiptið um kerti áður en það
brennur niður að skreytingunni.
Hafið eldfasta undirstöðu undir
skreytingunni.
Þarf að passa
jólaskreytingarnar
JÓL | Aldrei of varlega farið með eld
VERSLUNUM sem eru vel og vandlega skreytt-
ar fyrir jólin gengur betur en þeim þar sem
skreytingar virðast lítt hugsaðar og tilvilj-
anakenndar. Þetta kemur fram á vefnum
forskning.no og vitnað er í vísindatímaritið
Nature.
Jólalyktin og jólatónlistin þarf að vera fyrir
hendi svo viðskiptavinirnir vilji taka upp veskið
í viðkomandi verslun. Kannanir hafa leitt í ljós
að samsetningin verður að vera rétt, þ.e. hvort
tveggja þarf að vera til staðar, annars minnkar
kaupgleðin.
Vísindamenn við Washington State Háskól-
ann fengu 130 sjálfboðaliða til að taka þátt í
könnun í þykjustubúð. Í bakgrunni var tónlist,
jólatónlist eða önnur, sumir fengu að njóta jóla-
ilms af greni eða kanil en aðrir ekki. Eftir á
fylltu þátttakendur út spurningalista um hversu
aðlaðandi þeim þótti búðin og varningurinn á
skala frá einum og upp í sjö. Búðin fékk með-
aleinkunnina 6,65 með jólalykt og jólatónlist og
meðaleinkunnina 6,69 með venjulegri tónlist og
engri lykt. Hins vegar lækkuðu einkunnirnar
þegar aðeins annað var fyrir hendi, þ.e. jólalykt
eða -tónlist. Jólatónlist gaf meðaleinkunnina
6,06 og jólalykt 5,69.
JÓLASKRAUT
Borgar sig að skreyta búðir?
Morgunblaðið/Sverrir
Verið að leita að réttu jólagjöfinni.