Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LAUN HÆKKA Kjaradómur ákvað í gær að laun forseta Íslands myndu hækka um 6% um áramót og laun þingmanna og ráðherra um 8%. Launin hækk- uðu síðast um 2% í júlí. Þær launa- hækkanir sem Kjaradómur hefur ákveðið á árinu eru ekki í samræmi við þær hækkanir sem aðrir hópar í samfélaginu hafa verið að fá, segir framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Fækka í herliði Stjórnvöld í Washington hafa ákveðið að fækka um 3.500 manns í herliði Bandaríkjanna í Afganistan. Núna eru þar um 19.000 hermenn. Donald Rumsfeld varnarmálaráð- herra sagði að aukið afl afganska stjórnarhersins, betra ástand í stjórnmálum Afgana eftir að þing var kosið og ákvörðun NATO um að fjölga í friðargæsluliðinu hefði ráðið ákvörðun hans. Netanyahu kjörinn Likud-flokkurinn í Ísrael hefur kosið Benjamin Netanyahu leiðtoga sinn í stað Ariels Sharons forsætis- ráðherra sem nýlega yfirgaf Likud og stofnaði nýjan flokk. Stjórn- málaskýrendur segja að Netanyahu muni eiga á brattann að sækja enda Sharon og menn hans með mest fylgi í könnunum. Kosið verður til þings í mars. Stærsta bílaumboðið selt Smáey ehf., fjárfestingarfélag í eigu Magnúsar Kristinssonar, keypti í gær allt hlutafé í P. Sam- úelssyni hf., stærsta bílaumboði landsins og umboðsaðila Toyota og Lexus á Íslandi. Magnús tók við starfi stjórnarformanns samstundis en ný stjórn verður kynnt á morgun. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 34/37 Viðskipti 16/17 Bréf 37 Erlent 18/19 Minningar 38/43 Minn staður 22 Skák 47 Höfuðborgin 24 Myndasögur 48 Akureyri 24 Dagbók 48 Suðurnes 25 Staður og stund 50 Landið 25 Leikhús 52 Daglegt líf 26/29 Bíó 54/57 Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 58 Viðhorf 32 Veður 59 Menning32/33, 52/57 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                       SJÖTTA SKÁLDVERKIÐ ER KOMIÐ ÚT! „Fólk á öllum aldri smitast af gleðinni … enginn ætti að láta þennan furðufugl fram hjá sér fara.” Þórarinn Þórarinsson / Fréttablaðið Geggjað grín, hörku hasar klístrað klúður www.jpv.is Metsölulisti Morgunblaðsins barnabækur 15. des. TEKJUSKATTUR lækkar um eitt prósentustig um áramót, meðal- útsvar lækkar um 0,01 prósentu- stig og hátekjuskattur og eigna- skattur falla niður. Þá hækkar persónuafsláttur um 2,5% milli ára og verður 29.029 kr. á mánuði á árinu 2006. Þessar breytingar þýða að með- alstaðgreiðsluhlutfallið á árinu 2006 verður 36,72% samanborið við 37,73% í ár. Þar af er tekjuskattur sem rennur í ríkissjóð 23,75% og til viðbótar kemur útsvar sem rennur til sveitarfélaganna, en það er að meðaltali 12,97% á árinu 2006. Út- svar sveitarfélaga getur verið frá 11,24% að lágmarki og upp í 13,03%. Langflest sveitarfélög inn- heimta hámarksútsvar eða 74 af 101 sveitarfélagi og einungis þrjú eru með lágmarksútsvar. Persónuafsláttur á árinu 2006 verður 348.343 kr. miðað við heilt ár og hækkar um 2,5% úr 339.846 í ár. Það jafngildir því að persónu- afsláttur í hverjum mánuði sé 29.029 og að skattleysismörkin á árinu 2006 séu 79.055 kr. Svo dæmi sé tekið lækkar sá skattur sem maður með 200 þús- und kr. í mánaðartekjur greiðir í staðgreiðslu um 2.728 kr. á mánuði og skattur þess sem er með 300 þúsund kr. mánaðartekjur lækkar um rúmar 3.700 kr. á mánuði. Staðgreiðsluskatturinn hefur lækkað hægt og sígandi síðustu ár- in eftir að hafa hækkað jafnt og þétt framan af frá því staðgreiðslu- kerfið var sett á laggirnar árið 1988, en í upphafi kerfisins var staðgreiðsluprósentan 35,2%. Enn munar því einu og hálfu prósentu- stigi á staðgreiðsluskattinum þá og nú. Hátekjuskattur fellur niður Þá fellur hátekjuskattur einnig niður frá og með áramótum, en hann var 4% á tekjur umfram 4,2 milljónir hjá einstaklingi, 8,4 millj- ónir hjá hjónum eða sambúðarfólki. Hátekjuskattur er gerður upp eftir á og því á endanleg álagning vegna tekna ársins 2005 eftir að fara fram og fer fram við álagningu næsta sumar. Eignarskattur fellur einnig niður um áramótin, en hann var 0,6% af eignarskattsstofni umfram tæpar fimm milljónir króna. Hann er einnig lagður á eftir á. Staðgreiðsluhlutfallið lækkar um 1,01 prósentustig um næstu áramót Staðgreiðsluhlutfallið verður 36,72% á næsta ári                                                                      ! !"          "        "     !   #   "     #   "  ! Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Húsavík. Morgunblaðið. | Fálkanum sem systkinin Rut og Friðrik Ragnarsbörn komu til bjargar, ásamt Arnóri stóra bróður sínum, á Húsavík um miðjan nóvember var í gær sleppt lausum á svip- uðum slóðum og hann fannst á. Fálkinn, sem er kvenfugl á fyrsta ári, var þá í talsverðum hremmingum og virtist ekki geta flogið og var honum komið í hendur sérfræðinga í Reykjavík. Kom þar í ljós að ástæða hremminganna var frekar óvenjuleg því svo virtist sem skotið hefði verið að fálkanum. Röntgenmyndir sem teknar voru á Dýraspítalanum í Víðidal sýndu að högl höfðu klippt í sundur pípur í hægri vængnum. Fálkinn var því reifaður saman og honum komið fyrir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en garð- urinn hefur undanfarin ár staðið að verkefni sem nefnist Villt dýr í hremmingum og stendur að því að koma dýrum sem lenda í hvers konar hremmingum í náttúrunni aftur til heilsu svo unnt sé að sleppa þeim á ný í heimkynni sín. Þeir Ólafur K. Nielsen og Sverrir Thor- steinsson hjá Náttúrustofnun Íslands fylgdu fálkanum til Húsavíkur, merktu hann og slepptu. Við það nutu þeir aðstoðar Rutar og Friðriks og fleiri velunnara fálkans á Húsavík. Fálkinn virtist frelsinu feginn og flaug upp og vonandi fær hann að vera óáreittur í náttúrunni framvegis. Fálkanum sleppt lausum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ólafur K. Nielsen sleppir hér fálkanum á svipuðum slóðum og hann fannst á fyrir rúmum mánuði. FJÁRSAFNANIR Rauða kross Ís- lands og Hjálparstarfs kirkjunnar til neyðaraðstoðar í Pakistan, í kjölfar jarðskjálftanna þar í landi, ganga ágætlega, að sögn talsmanna safn- ananna. Rauði krossinn hefur safnað samtals um fimmtíu milljónum króna og Hjálparstarf kirkjunnar um fimm milljónum. „Okkur hefur gengið mjög vel,“ segir Konráð Kristjánsson, starfandi sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. Af þessum fimmtíu milljónum hafa um átta milljónir safnast í almennri símasöfnun og aðrar átta í framlögum frá einstak- lingum og fyrirtækjum. Rauði krossinn hóf að safna til hjálparstarfsins í Pakistan strax í kjölfar jarðskjálftanna í byrjun októ- ber sl. Söfnunarsíminn er 907-2020. Sé hringt í símann verða þúsund krónur dregnar af viðkomandi síma- reikningi. Jónas Þórir Þórisson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkj- unnar, segir að tvær fjársafnanir séu nú í gangi hjá Hjálparstarfi kirkj- unnar. Annars vegar sé verið að safna til hjálparstarfsins í Pakistan en hins vegar sé verið að safna til vatnsverkefna í þremur Afríkuríkj- um. Fyrrnefnda söfnunin fari fram í gegnum síma en í síðarnefndu söfn- uninni hafi gíróseðlar verið sendir heim til fólks. „Söfnunin fyrir Pak- istan hefur gengið ágætlega miðað við allar aðstæður. Við höfum þegar safnað um fimm milljónum.“ Söfn- unarsíminn er: 907-2002. Um 55 milljónir hafa safnast  Mér finnst | 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.