Morgunblaðið - 21.12.2005, Side 50

Morgunblaðið - 21.12.2005, Side 50
50 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Því meira sem þú óttast eitthvað verk- efni, því erfiðara, tímafrekara og hrylli- legra verður það. Losaðu þig við hræðsl- una – láttu hana lönd og leið – og þú klárar það á hálftíma eða svo. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið er í hátíðarskapi, jafnvel enn betra en við áramót. Skálaðu fyrir skraut- inu og jólatrénu og farðu svo snemma að sofa og láttu þig dreyma um góðar álfa- dísir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Himintunglin virðast lýsa upp gallana sem tvíburinn er einmitt að reyna að breiða yfir. Hættu að remabst þetta og elskaðu sjálfan þig eins og þú ert í augna- blikinu – þú þarft ekkert að breyta neinu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver sem ekki hefur sýnt krabbanum fulla hreinskilni er samt sem áður að reyna að gera sitt allra besta. Reyndu að líta ekki á viðkomandi eins og ljóta rottu, heldur hrædda litla mús sem er að reyna að finna mola og lifa af. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið þarf að finna jafnvægið milli þess að elska einhvern og kæfa viðkomandi með því að hlaupa á eftir hverjum duttlungi, sjálfu sér til vansa. Ljónið er öruggt í sál og líkama þegar upp er stað- ið, sem hjálpar því við að taka skyn- samlega ákvörðun. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vertu eins og safnari og safnaðu að þér vinum sem auðga líf þitt með skemmti- legum minningum og jákvæðum straum- um. Búðu til sellu með sérstöku fólki sem verður á vegi þínum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Augnabliksfeimni jafngildir glötuðu tæki- færi. Maður kynnist ekki myndarlegu manneskjunni í næsta sæti með því að bíða eftir því að hún taki fyrsta skrefið. Vinsamlegt augnaráð og skilningsríkt bros ýta undir samskipti, ef þeim er á annað borð ætlað að verða. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ekki láta þér blæða er þú syndir með há- körlunum. Rólegt og yfirvegað yfirbragð (hvort sem það er leikið eða ekta) fleytir þér í gegnum tvísýnar aðstæður. Hjálpin bíður þín með samskiptum við krabba. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vitlaust svar er vitlaust, hvorki meira né minna. Þjálfaðu hæfileikann til þess að fara eftir því sem innsæið segir þér. Vertu nógu öruggur með þig til þess að hlusta á þína innri rödd án þess að afsaka þig eða útskýra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Losaðu þig við gamla kergju eins og þú sért að losa þig við gamla flík. Losaðu skápa hugans við hugsanir sem ekki leng- ur koma þér að gagni annað slagið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn hefur hugsanlega leikið af fingrum fram upp á síðkastið í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Í dag er upplagt að setjast niður með penna og blað og afrita það. Settu upp áætlun með dagsetningum og öllu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er kominn tími til þess að kjósa ónytjung í burtu af litlu eyðieyjunni þinni. Þú stendur ekki uppi sem sigurvegari með því að tjóðra þig við letiblóð. Gakktu í hóp skipbrotsmanna sem vita hvað þeir eru að gera, eins og til dæmis bogmanna. Stjörnuspá Holiday Mathis Nú eru vetrarsólstöður; stysti dagur ársins og lengsta nóttin. Steingeitin býður sólina velkomna og hennar kon- unglega fas. Staða fólks verður í brenni- depli á næstu vikum, sættum okkur við goggunarröð og sýnum öðrum tilhlýðilega virðingu. Verkefni okkar eru strembin en virðuleg, þegar sólin skín í steingeit- armerkinu. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ræfilslegt, 8 skilið eftir, 9 aumum, 10 gagn, 11 nes, 13 reiður, 15 hungruð, 18 listamað- ur, 21 orsök, 22 muldra, 23 eldstæði, 24 mikill þjófur. Lóðrétt | 2 kliðinn, 3 trölli, 4 girnd, 5 bakteríu, 6 ragn, 7 lítill, 12 kjaftur, 14 hlemmur, 15 heysæti, 16 snakillu, 17 þyngd- areining, 18 framendi, 19 málminum, 20 slór. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 græða, 4 bikar, 7 ýmist, 8 gauks, 9 aka, 11 auga, 13 eiri, 14 nafar, 15 pota, 17 rupl, 20 rif, 22 loppa, 23 ruddi, 24 apann, 25 nærri. Lóðrétt: 1 grýla, 2 æsing, 3 akta, 4 bága, 5 kauði, 6 rosti, 10 kefli, 12 ana, 13 err, 15 pilta, 16 teppa, 18 undir, 19 leiti, 20 raun, 21 Frón.  Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Tónlist Borgarneskirkja | Kammerkór Vesturlands býður til náttsöngs kl. 22. Fluttir verða jóla- sálmar og önnur verk sem minna á jólin. Stjórnandi kórsins er Dagrún Hjartardóttir og Jónína Erna Arnardóttir leikur á píanó. Einnig koma fram, Ólafur Flosason, óbó og þær Eygló Dóra Davíðsdóttir og Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir á fiðlu. Kópavogskirkja | Camerarctica leikur sína árlegu kertaljósatónleika með klassískri tónlist kl. 21–22. Flytjendur eru Stefán Jón Bernharðsson hornleikari og Camerarctica og flytja þau Hornkvintett og Flautu- kvartett eftir Mozart og Klarinettkvartett eftir Crusell. Laugarneskirkja | Söngkonan Hera Björk og píanóleikarinn Óskar Einarsson verða með tónleika kl. 20. Miðaverð er 1.500 krónur. Háskóli Íslands | Tónleikanefnd Háskóla Ís- lands býður til hádegisjólatónleika í anddyri aðalbyggingar Háskólans kl. 12.15. Þar flyt- ur nýr kór háskólastúlkna jólaverkið „Cere- mony of carols“ eftir Benjamin Britten. Myndlist 101 gallery | Jólasýning til 6. jan. Artótek Grófarhúsi | Sýning á verkum Bjargar Þorsteinsdóttur til áramóta. Aurum | Davíð Örn Halldórsson sýnir myndir unnar með iðnaðarmálningu á trefjaplötur. Aurum | Lóa Hjálmtýsdóttir sýnir fígúratíva mynd sem unnin er með lakki. BV Rammastúdíó innrömmun | Guðmunda H. Jóhannesdóttir með sýningu á vatns- litamyndum til jóla. Café Babalu | Claudia Mrugowski – Even if tomorrow is not granted, I plant my tree – á Skólavörðustíg 22a. (www.Mobileart.de) Gallerí Gyllinhæð | Jólasýning 3 árs nem- enda myndlistardeildar LHÍ til áramóta. Gallerí Húnoghún | Soffía Sæmundsdóttir til 5. jan. Gallerí I8 | Þór Vigfússon til 23. des. Gallerí Sævars Karls | Sex myndlist- arkonur verða með samsýningu í desember. Hrund Jóhannesdóttir, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín Helga Káradóttir, Margrét M. Norðdahl og Ólöf Björg Björnsdóttir. GUK+ | Hartmut Stockter til 16. jan. Hafnarborg | Jón Laxdal til 31. desember. Hallgrímskirkja | Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir til febrúarloka. Hitt húsið | Sýningin Skúlprút í gallerí Tukt, Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Þar sýna nemendur af listnámsbraut í FB verk sín. Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 7. febrúar. Iða | Sölusýning á málverkum Þóru Guð- rúnar Benediktsdóttur til loka janúar. Kaffi Milanó | Ingvar Þorvaldsson sýnir vatnslitamyndir til áramóta Kaffi Sólon | Dóra Emils – Heyr himna smiður – til 14. jan. Karólína Restaurant | Óli G. með sýn- inguna Týnda fiðrildið til loka apríl 2006. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II – Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Bernd Koberling til 22. janúar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð- rún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Listasmiðjan Þórsmörk Neskaupstað | 10 listakonur frá Neskaupstað sýna á Egils- staðaflugvelli. Til jan. Listhús Ófeigs | Dýrfinna Torfadóttir, Rósa Helgadóttir, Þorbjörg Valdimarsdóttir til ársloka. Ráðhús Reykjavíkur | Helga Birgisdóttir – Gegga til áramóta. Safn | Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Krist- inn E. Hrafnsson – Stöðug óvissa. Jón Lax- dal – Tilraun um mann. Út desembermánuð. www.safn.is Skaftfell | Rúna Þorkelsdóttir – Postcards to Iceland. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð | Jólasýning Lóu og Hulla er myndlistarsýn- ing með jólaþema. Sundlaugin í Laugardal | Ólafur Elíasson til jóla. Árni Björn Guðjónsson sýnir fram yfir jól. Yggdrasill | Tolli til 25. jan. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson til áramóta. Þjóðmenningarhúsið | Á veitingastofunni Matur og menning í Þjóðmenningarhúsinu eru sýnd málverk eftir Hjört Hjartarson. Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís- lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljós- myndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljós- myndir Péturs Thomsen í Myndasal. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga nema mánudaga í vetur frá kl. 10–17. Vönduð hljóðleiðsögn, margmiðlunarsýning og gönguleiðir. Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið - fyrstu Vestur-Íslendingarnir; mormónar sem fluttust til Utah, Bókasalur – bókminja- safn, Píputau, pjötlugangur og diggadaríum – aldarminning Lárusar Ingólfssonar, og fleira. Veitingastofa, safnbúð. Þjóðmenningarhúsið | Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Nóbelsverðlaunaveitingunni til Halldórs Laxness hefur Gljúfrasteinn sett upp sýningu í bókasal Þjóðmenning- arhússins. Sjá má sjálfan Nóbels- verðlaunapeninginn, kjólinn sem Auður Laxness klæddist við afhendingarathöfn- ina, borðbúnað frá Nóbelssafninu í Svíþjóð o.fl. Þjóðmenningarhúsið | Sýnishorn af árangri fornleifarannsókna sem njóta stuðnings Kristnihátíðarsjóðs eru til sýnis í anddyri Þjóðmenningarhússins. Rannsóknirnar fara fram á Skriðuklaustri, Hólum, Þingvöllum, Keldudal, Reykholti, Gásum, Kirkjubæj- arklaustri og Skálholti. Auk þess eru kumla- stæði um land allt rannsökuð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Ís- lands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstár- legar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga nema mánu- daga kl. 11–17. Bækur Þjóðmenningarhúsið | Einn af öðrum tínast spennusagnahöfundarnir í Þjóðmenning- arhúsið dagana fyrir jól og skjóta áhlýð- endum skelk í bringu með hrollvekjandi upplestri úr nýjum verkum sínum: Í dag kl. 12.15, Reynir Traustason les úr bók sinni Skuggabörn. Rauðrófusúpa á veitingastof- unni. Allir velkomnir. Mannfagnaður Ásatrúarfélagið | Ásatrúarfélagið fagnar endurfæðingu sólar á vetrarsólstöðum 21. desember. Hist verður við Kaffi Nauthól,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.