Morgunblaðið - 21.12.2005, Síða 46

Morgunblaðið - 21.12.2005, Síða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar „Au pair“ í Lúxemborg Íslensk fjölskylda í Lúxemborg óskar eftir „au pair“, 19 ára eða eldri, frá byrjun janúar 2006 til að gæta tveggja barna (4 og 7 ára). Þarf að hafa bílpróf og vera reyklaus. Umsónir sendist á mogm@pt.lu. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur! Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur verður haldinn 29. desember kl. 17.00 í Skip- holti 50d. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur. Tilkynningar Ráðstefna um norræna skólaþróun án hindrana Stokkhólmi 16.-17. febrúar 2006 Landsskrifstofa Nordplus / Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins auglýsir hér með eftir þátttak- endum til að sækja norræna ráðstefnu 200 þátttakenda frá öllum Norðurlöndunum. Fyrir hverja Ráðstefnan er ætluð skólastjórnendum leik-, grunn- og framhaldsskóla, starfsmönnum fræðsluskrifstofa og annarra leiðandi aðila í menntamálum. Þema Á ráðstefnunni verður boðið upp á fjórar mál- stofur sem í megin atriðum eru tengdar efni þriggja tengslaráðstefna sem haldnar voru fyrir norræna kennara veturinn 2005-2006: Fyrstu stig lestrarnáms. Gæði í iðnnámi. Heilsa og heilbrigði. Pisarannsóknin og árangur í finnsku skóla- starfi. Boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra í tengslum við kynningar kennara og skóla- stjórnenda sem markvisst hafa unnið að skólaþróun innan ofangreindra sviða. Hvar og hvenær Stokkhólmi 16.-17. febrúar 2006. Ráðstefnan fer fram á dönsku, norsku og sænsku. Frá Íslandi er boðið 15 þátttakendum. Ráðstefnan er haldin af Internationella Pro- gramkontoret, aðalumsjónaraðila Nordplus Junior. Fargjald og hótel er greitt af Nordplus Junior. Skráning fer fram hjá Landsskrifstofu Nordplus / Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins á slóðinni http://www.ask.hi.is/page/ skolathroun Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2006. Bækur Bækur til sölu Bergsætt 1-3, V-Skaftfellingar 1-4, Skútustaðaætt, Nokkrar Ár- nesingaættir, Arnardalsætt/Eyrardalsætt 1-4, Deildartunguætt 1-2, Fremrahálsætt 1-2, Ættarskrá Bjarna Hermannssonar, Ættar- skrá Bjarna Þorsteinssonar, Stokkseyringasaga 1-2, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Kollsvíkurætt, Staðarbræður og Skarðssystur, Gimli Saga, Kortasaga Íslands I-II, Íslensk- Norsk ordbok, Oldnordish ordbok E. J. 1863, Lexicon Poeticum 1860, Fritzner ordbok 1-3, Islandske Analer until 1578, Mímir 1-24, Þjóðsögur Jóns Árnasonar 1-6, Skb. Spor í sandi, ljóð (Steinn Steinar), Roðskinna, Með flugu í höfðinu. Upplýsingar í síma 898 9475. Auglýsing Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar í Borgarnesi og deiliskipulag við Borgar- braut 59 í Borgarnesi. A: Tillaga að breyttu aðalskipulagi Borgar- byggðar 1997—2017, verslunar- og þjónustusvæði við Borgarbraut 55, 57 og 59, Borgarnesi. Bæjarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi Borgar- byggðar 1997-2017, samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingarnar felast í því að verslunar- og þjón- ustusvæði við Borgarbraut 55, 57 og 59 er breytt úr svæði fyrir verslun og þjónustu í blandaða byggð fyrir verslun, þjónustu, stofn- anir og íbúðabyggð. Jafnframt verði hámarks- nýtingarhlutfall á þessu svæði 1.5 í stað 1. Bæjarstjórn Borgarbyggðar mun taka að sér að bæta það tjón, er einstakir aðilar kunna að verða fyrir vegna breytingarinnar. Breyting á aðalskipulagi verður til sýnis á bæj- arskrifstofu Borgarbyggðar frá 21.12. 2005 til 12.01. 2006. Frestur til að skila inn athuga- semdum rennur út 12.01. 2006. B: Tillaga að deiliskipulagi við Borgarbraut 59 í Borgarnesi. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 m.s.br., auglýsist hér með til- laga að deiliskipulagi við ofangreint skipulag. Um er að ræða lóð undir íbúðir. Deiliskipulag verður til sýnis á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 21.12. 2005 til 19.01. 2006. Frestur til athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 2.02. 2006. Athugasemdir við skipulögin skulu vera skrif- legar og berast á Bæjarskrifstofu Borgarbyggð- ar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við tillög- urnar fyrir tiltekinn frest til athugasemda, telst samþykkur þeim. Borgarnesi, 15.12. 2005. Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. Félagsstarf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Raðauglýsingar sími 569 1100 Röng mynd MEÐ frétt um brautskráningu frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Morgunblaðinu í gær, birtist röng mynd. Hér kemur mynd frá útskrift- inni sl. laugardag og eru hlutaðeig- andi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Morgunblaðið/Páll A. Pálsson Nemendur sem útskrifuðust frá Verkmenntaskólanum á Akureyri á laugardag ásamt skólameistara. LEIÐRÉTT FRÉTTIR ÓLAFUR Jó- hann Ólafsson rithöfundur styrkir annað árið efnalitlar íslenskar fjöl- skyldur í gegnum starf Fjölskyldu- hjálpar Ís- lands. Að þessu sinni færði Ólafur Jó- hann Fjölskylduhjálp Íslands 250 hamborgarhryggi sem munu verða afhentir til 250 efnalítilla fjölskyldna miðviku- daginn 21. desember. Gaf 250 hamborgar- hryggi Ólafur Jóhann ÞRÍR voru fluttir á sjúkrahús eft- ir fjögurra bíla árekstur í Kópa- vogi til móts við Smáralind á fjórða tímanum í gær. Bílarnir óku hver aftan á annan, þrír fólks- bílar og einn pallbíll. Ökumenn tveggja bílanna hlutu slæma bakáverka, og farþegi í einum bílnum slasaðist á fæti, að sögn lögreglunnar í Kópavogi. Lög- reglan telur að áreksturinn megi rekja til þungrar umferðar. Fjögurra bíla árekstur Á ÁRLEGUM jólafundi Dauf- blindrafélags Íslands 9. desember sl. færði stjórn Minningarsjóðs Mik- kalínu Friðriksdóttur og Kristjáns Oddssonar Dýrfjörð Daufblindra- félagi Íslands 915.000 kr. að gjöf. Daufblindrafélag Íslands var stofnað árið 1994 og er tilgangur þess að vinna að hagsmuna- og menningarmálum daufblindra. Myndin er tekin við afhendingu gjafarinnar: Haukur Ársælsson, Jens Evertsson, Bergur Jónsson, Birgir Dýrfjörð, Fjóla Björk Sig- urðardóttir og Guðlaug Erlends- dóttir. Morgunblaðið/Þorkell Styrkja Dauf- blindra- félagið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.