Morgunblaðið - 21.12.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.12.2005, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gyrði Elíasson Safn nýrra smásagna eftir Gyrði Elíasson, þann óviðjafnalega stílsnilling. Eilífsdalur • Hús á tveimur hæðum • Keðjuverkun Bók eftir bók • Að heyra blýant detta • Silfurnefið • Píanóið• Teljósin • Fuglaveiðar • Bílhræið • Heimurinn er einn • Skrifherbergið • Flugleiðin til Halmstad • Morgunn í Vesturbænum • Fuglamál- arinn frá Boston • Týnda Grimmsævintýrið • Vetrarhótel • Trésmíðaverkstæðið • Vatnaskil • Berjasaftin • Flyglakaupmaðurinn • Homo pastoralis • Draumagleraugun • Sumarbókin „Smásögur Gyrðis eru einfaldlega með því besta sem er skrifað.“ Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. edda.is – Úlfhildur Dagsdóttir um bækur Gyrðis „Aldrei minna en meiriháttar“ ÞORSTEINN Pálsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur beðist undan því að ritstýra bók um þing- ræðisregluna og sögu hennar frá 1904. Hann greindi forsætisnefnd Alþingis frá þessari ákvörðun sinni í bréfi til nefndarinnar, fyrr í mán- uðinum. Sólveigu Pétursdóttur, for- seti Alþingis, þykir þessi ákvörðun miður og segir að Þorsteinn sé vissu- lega hæfur til verksins. Hún hefur skipað dr. Þorstein Magnússon, stjórnmálafræðing og forstöðumann á skrifstofu Alþingis, í ritnefnd bók- arinnar í stað nafna síns Pálssonar. Halldór Blöndal, fyrrverandi for- seti Alþingis, átti frumkvæðið að því að bókin yrði rituð og fór þess á leit við Þorstein að hann ritstýrði verk- inu og ritaði það að meginhluta. „Þegar Halldór Blöndal fór fram á þetta við mig í fyrrahaust fannst mér það áhugavert,“ útskýrir Þor- steinn Pálsson, „en ég setti fram það skilyrði um að það yrði að vera góð samstaða vegna þess að verkefnið er þess eðlis. Síðan samþykkti forsæt- isnefnd Alþingis að fara í þetta verk- efni og fela mér það. Það kom hins vegar í ljós í umræðum um þetta seint í október að ekki var um þetta samstaða á Alþingi og að ákvörðun forsætisnefndar naut ekki óskoraðs stuðnings í þinginu. Þar með lá fyrir að það væru brostnar forsendur fyr- ir því að ég kæmi að málinu. Það lá fyrir að ég myndi ekki gera þetta ef ágreiningur yrði í þinginu.“ Í bréfi sínu til forsætisnefndar gerir hann grein fyrir þessum sjón- armiðum. Hann vísar til umræðna á Alþingi í lok október sl. en þar átöldu þingmenn stjórnarandstöð- unnar þá ákvörðun Halldórs að fela Þorsteini að sjá um verkið. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar- innar og málshefjandi umræðunnar, sagði m.a. að þótt Þorsteinn væri mætur maður og lögfræðingur að mennt, þá væri hann, að því er virt- ist, byrjandi í fræðiskrifum. Aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem til máls tóku, og Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, töluðu á svipuðum nót- um. Einstaka þingmenn vitnuðu einn- ig til ályktana stjórnar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslu- gagna, stjórnar Sagnfræðinga- félagsins og stjórnar Fróða, félags sagnfræðinema við Háskóla Íslands, en þær sögðu m.a. að óeðlilegt væri að leita ekki til fræðimanna sem hefðu stundað rannsóknar á um- ræddu sviði. Þorsteinn segir í bréfi sínu að í þingumræðunni hafi komið í ljós að einhugur forsætisnefndarinnar, um að fela honum verkið, hafi ekki endurspeglast á Alþingi sjálfu. „Um- ræðan varpaði þeim skugga á ákvörðun forsætisnefndarinnar að forsendur voru þar með brostnar fyrir því að ég ætti þar hlut að máli í samræmi við það sem fyrir lá af minni hálfu þegar málaleitan Al- þingis var borin fram.“ Verði ekki safn fræðigreina Forsætisnefnd Alþingis fjallaði um bréf Þorsteins á fundi sínum í fyrradag. Sólveig Pétursdóttir segir að nefndin hafi þar samþykkt að halda verkinu áfram. Jafnframt bók- aði nefndin þá samþykkt sína að rit- stjórn verksins yrði þriggja manna, í stað tveggja, og að forseta þingsins yrði falið að skipa þriðja manninn sem hefði menntun í stjórnmála- fræði. Sólveig ákvað í kjölfarið að skipa dr. Þorstein Magnússon stjórnmála- fræðing í nefndina, eins og áður sagði. Fyrir voru í nefndinni þau Ragnhildur Helgadóttir, lektor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík, og Helgi Skúli Kjartans- son, prófessor í sagnfræði við Kenn- araháskóla Íslands. Að sögn Sólveig- ar er ritnefndinni ætlað að skipta með sér verkum og velja sér for- mann. Í bókun forsætisnefndarinnar er ritnefndinni falið að gera tillögu um hvernig staðið verði að ritun bók- arinnar. Sömuleiðis er ritnefndinni sjálfri ætlað að leggja „fram skerf til ritunar bókarinnar, en [forsætis- nefnd] hvetur jafnframt til þess að ritnefnd kanni áhuga annarra fræði- manna til að skrifa um nánar tiltekin atriði um þingræðisregluna, sögu hennar og framkvæmd,“ eins og seg- ir í bókuninni. Sólveig segir að þarna sé hafður sami háttur á og við ritun þúsund ára sögu kristni á Íslandi, en það rit- verk kom út fyrir nokkrum árum að tilhlutan Alþingis. „Ég legg áherslu á að hugmyndin er ekki sú að þetta verði safn fræðigreina, heldur heild- stætt verk í höndum ritnefndarinn- ar,“ segir hún. Sólveig kveðst aðspurð ekki eiga von á öðru en að full samstaða eigi eftir að ríkja um þetta verk hér eftir. „Ég hef enga trú á þetta mál fái ein- hverja gagnrýni. Þetta eru ákaflega hæfir einstaklingar sem skipa rit- nefndina.“ Hún segir að lokum um umrædda ákvörðun Þorsteins að „orð á Alþingi séu greinilega dýr“. Þorsteinn Pálsson biðst undan því að ritstýra bók um þingræðisregluna Segir forsendur brostnar fyrir aðkomu sinni Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Þorsteinn Pálsson Sólveig Pétursdóttir FASTEIGNASKATTUR á íbúða- húsnæði í Reykjavík lækkar um tæp 22% á næsta ári, úr 0,32% í 0,25%, og kemur lækkunin til vegna mikilla hækkana á fasteignaverði. Þetta var samþykkt í borgarstjórn í gær. Lóðaleiga verður óbreytt, 0,08% af lóðamati. Markmiðið er að borgin taki ekki til sín óvenju mikla hækkun á tekjum vegna hækkunar á húsnæðisverði, eins og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri kynnti í umræðu um fjárlög borgarinnar. Álögð upphæð hækki því aðeins um sem samsvarar hækkun byggingarvísitölu, eða um 5% að jafnaði. Fasteignaskatturinn er reiknaður sem hlutfall af fast- eignamati íbúðarhúsnæðis, en sam- kvæmt úrskurði yfirfasteignamats- nefndar hækkar fasteignamat íbúðarhúsnæðis í sérbýli um 35% milli áranna 2005 og 2006. Hækkunin var minni í fjölbýli, eða 30%. Álagning á atvinnuhúsnæði verð- ur óbreytt, eða 1,32%. Fasteignaskattar lækka um 22% í borginni FRAMFARAHÁTÍÐ starfsfólks taugalækningadeildar B-2 á Land- spítala – háskólasjúkrahúss Foss- vogi og fulltrúa félaga taugasjúk- linga fór fram í gær. Hátíðin var haldin til þess að fagna stærra og betra húsnæði dagdeildar tauga- lækningadeildar, gjöfum til deildarinnar og yfirlýsingu um samstarf LSH og félaga taugasjúk- linga og var Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra viðstaddur hana. Jónína H. Hafliðadóttir, deildar- stjóri á taugalækningadeild, greindi frá stækkun húsnæðis deildarinnar. Hún sagði að dag- deild taugalækningadeildar hefði flutt í stærra og betra húsnæði 30. nóvember síðastliðinn. Hún er nú á deild A-2 í Fossvogi og þar verður rými fyrir sex sjúklinga í ýmiss konar meðferð. Göngudeild hjúkr- unar fyrir taugasjúklinga verður áfram í gamla húsnæði dagdeildar- innar, fyrir framan deild B-2. „Það hefur átt sér stað mikil endurskipu- lagning á ferli og starfsemi bæði innan taugadeildar og dagdeildar og markmiðið er að veita sjúkling- um markvissari og betri þjónustu og stytta legutíma á legudeildum,“ sagði Jónína. Þá afhentu fjögur félög, Heila- heill, MND-félagið, MG-félagið og Parkinsonsamtökin á Íslandi, deild- inni gjafir fyrir 1,3 milljónir króna. Um er að ræða tvær Ivac vökvadæl- ur, sérútbúið borð fyrir hjúkrunar- vörur og til lyfjagjafa, lífsmarka- mæli og tvo hvíldarstóla fyrir nýtt hvíldar- og slökunarherbergi á taugalækningadeild B-2. Guðjón Sigurðsson, formaður MND- félagsins tók til máls og lýsti meðal annars ánægju sinni með stækkun taugalækningadeildarinnar. Þakk- aði hann stjórnendum sjúkrahúss- ins góða samvinnu. Sú fyrsta sinnar tegundar Ennfremur var á hátíðinni í gær undirrituð viljayfirlýsing um sam- starf Landspítala – háskólasjúkra- húss og félaga taugasjúklinga og var heilbrigðisráðherra vottur að undirrituninni. Samstarfsyfirlýs- ingin er sú fyrsta sinnar tegundar en þau félög sem undirrituðu hana eru MND félag Íslands, MG-félag Íslands, MS- félag Íslands, Heila- heill, Lauf – landssamtök áhuga- manna um flogaveiki og Parkinson- samtökin. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, sagðist meta afar mikils þátt- töku og samstarf líknarfélaga og allra þeirra samtaka sem tengdust sjúkrahúsinu. Þau léttu sjúklingum dvöl og oft starfsmönnum einnig. Þetta mætti bæði rekja til gjafa fé- laganna en einnig til þátttöku þeirra í starfi sjúkrahússins. Magn- ús sagði að stjórnendur LSH hefðu sett sér það markmið á næsta ári að rækta samskiptin við samtök, líknarfélög og ýmsa velunnara. Því væri yfirlýsingin nú fagnaðarefni. Jón Kristjánsson sagði að með undirritun samstarfsyfirlýsingar- innar væri verið að formfesta sam- starf og samvinnu nokkurra félaga og Landspítala – háskólasjúkra- húss. „Hér er enn ein staðfestingin á hinu góða sambandi sem grasrót- in hefur við heilbrigðisstofnanir í landinu, líknarfélög og sjúklinga- félög,“ sagði heilbrigðisráðherra og bætti við að þetta ætti áreiðan- lega eftir að verða til góðs í þjón- ustu við þessa hópa fólks og aðra. Morgunblaðið/RAX Heilbrigðisráðherra var meðal gesta sem fylgdust með undirritun viljayfirlýsingarinnar á LSH í gær. Framfarahátíð á taugalækningadeild B-2 á LSH Samstarf LSH og félaga taugasjúklinga staðfest Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.