Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 8
8 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR ÞINGIÐ KEMUR SAMAN Íranska þingið kom saman í gær í fyrsta sinn eftir þingkosningar. Mohammad Khatami forseti brosti á leið sinni í ræðustól þrátt fyrir að stuðningsmenn hans hafi flestir fallið af þingi í mjög umdeildum kosningum. Bandaríkjamenn og al-Sadr heita að láta af árásum: Samið um frið í Najaf NAJAF, AP Yfirstjórn Bandaríkja- hers og bandamanna þeirra í Írak hefur ákveðið að hætta sóknar- aðgerðum sínum í Najaf eftir að hófsamir sjíaklerkar náðu sam- komulagi við róttæka klerkinn Muqtada al-Sadr um að binda endi á bardaga. Sum af helgustu hofum sjíamúslima hafa verið í hættu vegna átaka bandarískra her- manna og vígamanna al-Sadr og nokkur þeirra hafa orðið fyrir skemmdum. „Um leið og íraskar öryggis- sveitir geta ábyrgst öryggi al- mennings og komið á lögum og reglu á nýjan leik, munu banda- lagssveitir flytja hersveitir sínar í stöðvar fyrir utan Najaf en hafa áfram sveitir við skrifstofur bandalagsins, stjórnarbyggingar og íraskar lögreglustöðvar,“ sagði Dan Senor, talsmaður her- námsliðsins. Fyrr um daginn hafði al-Sadr samþykkt beiðnir sjíaklerka um að fyrirskipa sveitum stuðnings- manna sinna að hætta bardögum í Najaf. Það samkomulag kveður þó ekki á um að stuðningsmenn hans leggi niður vopn og að hann gefi sig fram við Bandaríkjaher eins og Bandaríkjamenn höfðu krafist. ■ Aukin mannréttindabrot og kúgun í heiminum Yfirvöld í heiminum stefna í auknum mæli að meiri kúgun og mannréttindabrotum í nafni öryggis, að því er segir í ársskýrslu Amnesty International. Pyntingar, langtíma einangrunarvist og aftökur eru mannréttindabrot sem eiga sér stað í auknum mæli í heiminum. MANNRÉTTINDI Pyntingar, handa- hófskenndar handtökur, langtíma einangrunarvist og aftökur í kjöl- far óréttlátra réttarhalda eru dæmi um mannréttindabrot sem framin voru í Mið-Austurlöndum á síðasta ári, samkvæmt nýrri ársskýrslu mannréttindasamtaka Amnesty International. Stríðið í Írak og vopnuð átök í Ísrael og á herteknu svæðunum kostaði þús- undir manna lífið á síðasta ári og verður ofbeldið þar sífellt alvar- legra. Þrátt fyrir margvísleg lof- orð stjórnvalda um endurbætur viðgengust áfram alvarleg mann- réttindabrot þar á árinu. Í skýrslunni kemur fram að í Ameríku hafi mannréttindamálum verið fórnað áfram á síðasta ári í nafni öryggis og yfirvöld þar nýtt sér hryðju- verkaógnina til að skerða mann- réttindi. Þannig hafi stríðið gegn hryðjuverkum hrundið af stað nýrri hrinu mannréttinda- brota. Flestar rík- isstjórnir álfunn- ar hafi túlkað hugtakið „ör- yggi“ mjög þröngt og telja samtökin þær hafa brugðist í því að takast á við ógnir sem steðja að öryggi fólks eins og hungri, fá- tækt, sjúkdómum og hnignun um- hverfisins. „Það virðist sem yfirvöld úti um allan heim séu tilbúin að víkja til hliðar grundvallarmannréttindum í nafni öryggis. Mest er þetta þó áberandi í Bandaríkjunum og Bret- landi“, segir Jóhanna K. Eyjólfs- dóttir, framkvæmdastjóri Íslands- deildar Amnesty International. Í Afríku einkenndist ástandið fyrst og fremst af vopnuðum átökum víða í álfunni, kúgun á pólitískum andstæðingum, ofbeldi gegn konum og takmörkuðum að- gangi að réttlæti fyrir jaðarhópa. „Ólögleg sala á vopnum og auð- lindum er áberandi víða þar sem verið er að selja auðæfi og auð- lindir framhjá öllum kerfum og er andvirði sölunnar notað í vopna- kaup. Útbreytt refsileysi og van- ræksla ríkisstjórna í álfunni hafa leitt til þess að réttindi fólks eru víðast ekki virt“, segir Jóhanna. Í Asíu og Eyjaálfu jukust mannréttindabrot á síðasta ári vegna vopnaðra átaka og skortur á mannréttindavernd er áberandi þar. Eins og í Ameríku nýttu ríkis- stjórnir þar sér stríðið gegn hryðjuverkum til að skerða mann- réttindi að mati samtakanna. í Evrópu hafa samtökin auknar áhyggjur af skorti á pólitískum vilja Evrópusambandsins til að takast á við mannréttindabrot. Þau telja að grunnfærnisleg orð- ræða um öryggismál, innflytj- endamál og hælisleitendur ásamt auknu lýðskrumi hafi á árinu ýtt undir kynþáttahyggju og mismun- un í garð minnihlutahópa í álfunni. „Í Evrópu er verið að þrengja æ meira að réttindum flóttafólks, réttindum fólks til að sækja um hæli og réttindum farandverka- fólks. Mörg dæmi eru um það í skýrslunni að fólki er umsvifa- laust vísað til heimalanda sinna án þess að mál þeirra séu nokkuð skoðuð. Þar með er verið að stofna lífi margra þessara ein- staklinga í stórhættu. Fólksflutn- ingar hafa alltaf verið miklir og við stöðvum þá ekkert og teljum við að ekki sé farin rétt leið með því að grafa undan réttindum flóttafólks,“ segir Jóhanna. Í skýrslunni eru settar fram al- þjóðlegar áætlanir um mannrétt- indi sem voru gerðar árið 2003. Þar ber hæst varnir gegn þeim árásum á mannréttindi sem eru að eiga sér stað í stríðinu gegn hryðjuverkum. halldora@frettabladid.is Svikahrappur: Réði sig sem lækni ÁSTRALÍA, AP Mark Collier hefði betur afþakkað starfið sem hon- um var boðið þegar hann fékk sér í glas á bar í Melbourne í Ástralíu, því nú horfir hann fram á verða að dæmdur í fangelsi fyrir að hafa þegið starfið og sinnt því. Collier þáði starf sem læknir og meðhöndlaði um hundrað sjúk- linga áður en upp um hann komst. Meðal þess sem hann gerði var að taka sauma úr ófrískri konu, búa um sár og skrifa út lyfseðla til handa sjúklingum sínum. Collier hélt störfum sínum áfram þar til kunningi hans sá hann sinna lækn- isstörfum. ■ Súðarvogi 48, Kænuvogsmegin, sími 588 2013 ÚR TORFBÆJUM INN Í TÆKNIÖLD „Menningarlegt stórvirki“ Á erindi við alla fjölskylduna Þrjú bindi í fagurri öskju, 1700 bls., 2000 myndir og teikningar – sögulegar gersemar. Átta gullfallegar myndir fylgja til innrömmunar. Valin besta fræðibók ársins 2003 Heimildargildi verksins jafnað við Íslendingasögurnar. „Með þessu stórfenglega ritverki hafa þeir sem að því komu átt hlut í björgun menningarverðmæta ... tengir saman nútíð og fortíð, landið og söguna.“ Hjörleifur Guttormsson, fv. alþingismaður og ráðherra Tónlistartorg Listahátíðar í Kringlunni Dagskrá í dag kl. 17 Þýtur í stráum KK og Guðmundur Pétursson. ÓEIRÐIR Í NAJAF Vopnaðir menn ganga um götur Najaf. Síðastliðna tvo mánuði hafa ítrekað bloss- að upp átök milli hermanna sjíaklerksins al-Sadr og bandarískra hersveita. Hækkun olíunnar: Rýrir innlendan kaupmátt EFNAHAGSMÁL Hækkun olíu getur rýrt kaupmátt hér á landi haldist verðið eins hátt og það hefur ver- ið að undanförnu. Þetta kemur fram í vefriti fjár- málaráðuneytisins. Fram kemur hjá fjármálaráðuneytinu að hald- ist verð olíunnar um 40 Bandaríkjadollarar á tunnuna til lengri tíma muni það auka verð- bólgu hér á landi um 0,5 prósent. Jafnframt mun það rýra kaup- mátt um sama hlutfall. Áhrif olíverðs er mismunandi á einstakar atvinnugreinar og segir fjármálaráðuneytið ljóst að áhrif- in á sjávarútveg verði umtalsverð haldi þessi þróun áfram. ■ PYNTINGAR Á FÖNGUM Í ABU GHRAIB-FANGELSINU Í ÍRAK Pyntingar, handahófskenndar handtökur, langtíma einangrunarvist og aftökur í kjölfar óréttlátra réttarhalda eru dæmi um mannréttindabrot sem framin eru í heiminum í dag. „Það virðist sem yfirvöld úti um allan heim séu til- búin að víkja til hliðar grundvallar- mannréttind- um í nafni öryggis. UPPGJÖR Samherji skilaði 638 milljóna króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er tæplega 60 milljón krónum betri afkoma en fyrir sama tímabil í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 692 milljónir króna eða 20 prósent af veltu fé- lagsins. Það er litlu lakari fram- legð en í fyrra en þá var hlutfallið 21 prósent af veltunni. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2002 var fram- legðin 32 prósent af veltu, en það var metár. Aðstæður í sjávarútvegi hafa verið með lakara móti og hækk- andi olíuverð og lækkandi afurða- verð gefa ekki tilefni til aukinnar bjartsýni í greininni. Afkoma Samherja er að mati sérfræðinga þokkaleg miðað við aðstæður og hækkuðu hlutabréfin í kjölfar birtingu uppgjörsins. Afkoma félagsins er ekki öll tilkomin af sjávarútvegsstarf- semi, en gengishagnaður af eign í fjárfestingarfélaginu Kaldbaki skilaði um 350 milljónum króna í bækur Samherja. ■ Umhverfi sjávarútvegs óhagstætt: Samherji heldur sjó MINNISVERÐUR ÁRSFJÓRÐUNGUR Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á seint eftir að gleyma fyrsta fjórðungi þessa árs. Þá tókst giftusamlega að bjarga skipinu Baldvini Þorsteinssyni. Samherji má vel við una með afkomu það sem af er ári miðað við aðstæður í sjávarútvegi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.