Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 4
4 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR
Fara hvalaskoðun og hvalveiðar
saman?
Spurning dagsins í dag:
Á að heimila tryggingafélagi að eiga
apótek?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
31%
69%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun
visir.is
Þinginu líklegast frestað eftir daginn:
Mikilvæg mál bíða haustsins
ALÞINGI Einar Kristinn Guðfinns-
son, þingflokksformaður Sjálf-
stæðisflokksins, segir alla vinnu
miða að því að þinginu ljúki um
helgina. „Það tekst ekki nema með
góðu samstarfi meirihluta og
minnihluta í þinginu og mér hefur
fundist vera fullur vilji hjá báðum
aðilum að það takist,“ segir Einar.
Hjálmar Árnason, þingflokks-
formaður Framsóknarflokksins,
tók undir orð Einars og sagði
þreifingarnar miða að því. „Það
geta þó alltaf orðið kvikuhlaup,“
segir Hjálmar. Hann vildi ekki
nefna eitt mál umfram annað sem
bíða ætti haustsins. Öll mál væru
mikilvæg og bæri að ræða.
Kristján Möller, þingflokksfor-
maður Samfylkingar, sagði að á
fundi þingflokksformanna um
eittleytið hafi mest mætt á
svokölluðu gjafsóknarmáli. „Þetta
er svo tvísýnt. Þetta getur allt far-
ið á kolrangan veg,“ segir Krist-
ján. ■
Hernes rak
á varnargarð
Vikurflutningaskipið sem tók niðri á sandhrygg í Þorlákshöfn í fyrradag
rak á varnargarð um kvöldið. Varðskip dró það til Hafnarfjarðar þar sem
skemmdir þess voru kannaðar. Útgerðin metur stöðina að því loknu.
STRAND „Það eina sem er víst er að
fjárhagslegt tjón verður mikið, en
ég get ekki nefnt neina tölu eins
og er. Það verður að bíða og sjá
hversu miklar skemmdirnar eru,“
segir Guðmundur Ásgeirsson,
stjórnarformaður Nesskipa, sem
gerir vikurflutningaskipið
Hernes út. Verr gekk en vonast
var til að draga skipið af strand-
stað í fyrrakvöld.
Þegar leið á kvöldið jókst sjó-
gangur sem ýtti
skipinu á varn-
argarð sem ver-
ið er að reisa við
innsiglinguna,
með þeim afleið-
ingum að stýri
þess laskaðist.
Áhöfnin var
aldrei talin í
hættu en þyrla
Landhelgisgæsl-
unnar var í við-
bragðsstöðu. Varðskipið Týr kom
á svæðið á níunda tímanum í
fyrrakvöld, en lóðsari frá Vest-
manneyjum freistaði þess að
draga Hernes af sandhryggnum
sem það tók niðri á. Þegar ljóst
varð að það myndi ekki takast og
skipið fór að færast í átt að varn-
argarðinum var óskað eftir hjálp
frá varðskipinu, sem kom tóg um
borð í Hernes og losaði það stuttu
fyrir miðnætti. Týr dró svo skipið
áleiðis til Hafnarfjarðar, en þang-
að kom það um þrjúleytið í gær.
Þar kannaði kafari skemmdir á
stýri, skrokk og skrúfu.
Guðmundur sagðist mundu
skoða ýmsa möguleika í stöðunni.
„Einn kosturinn er að láta draga
skipið með farminn til Álaborgar,
en það hefur engin ákvörðun ver-
ið tekin með það. Við sjáum til
hvaða skemmdir koma í ljós,“
Verði að draga skipið í slipp er
ljóst að það þarf að tæma 5.000
tonna vikurfarminn úr því fyrst.
Ekki var lokið við að kanna
skemmdirnar þegar blaðið fór í
prentun í gærkvöldi.
bergsteinn@frettabladid
Ályktun um Írak:
Verulegra
bóta þörf
GVATEMALA, AP Jacques Chirac
Frakklandsforseti segir verulegra
bóta þörf á ályktunartillögu Breta
og Bandaríkjamanna áður en hægt
sé að samþykkja hana.
Frakklandsforseti segir að ekki
sé nóg gert til að trygga að fullveldi
Íraks verði í höndum heimamanna
eftir valdaskiptin sem fyrirhuguð
eru eftir rúman mánuð, 30. júní.
Chirac sagði tillögur Bandaríkja-
manna og Breta góðra gjalda verð-
ar. hins vegar þyrfti meira að gera
til að tryggja að Írakar réðu sjálfir
yfir auðlindum sínum og öryggis-
málum. ■
SPRENGIEFNIÐ
Sprengiefnið sem fannst, breitt út á bíl-
húddi.
Nató-fundur:
Sprengiefni í
nágrenni
SLÓVAKÍA Lögreglumenn fundu tvo
poka með hálfu kílói af sprengiefn-
um í miðborg Bratislava, nærri
staðnum þar sem um 300 þingmenn
aðildarríkja Atlantshafsbandalags-
ins koma til fundar í dag. Þeirra á
meðal eru þeir Einar Oddur Krist-
jánsson, Guðmundur Árni Stefáns-
son og Magnús Stefánsson fyrir Ís-
lands hönd.
Talsmaður slóvakíska innanrík-
isráðuneytisins sagði að sprengi-
efnið hefði ekki getað sprungið eins
en svaraði því ekki hvort sprengi-
efnin tengdust Nató-fundinum.
Hann sagði aðeins að öryggi fund-
arins væri tryggt. ■
LEITAÐ AÐ CIRILLO
Þegar Cirillo skilaði sér ekki heim dreifði
kona hans miðum og auglýsti eftir honum.
Frambjóðandi myrtur:
Afhöfðaður
ÍTALÍA, AP Rúmlega fertugur karl-
maður fannst hálshöggvinn í
Pompei í suðurhluta Ítalíu tveim-
ur dögum eftir að hann hvarf.
Maðurinn, Carlo Cirillo, var í
framboði til bæjarstjórnar
Pompei en ekki er vitað til þess að
morðið á honum tengist framboði
hans eða skipulögðum glæpasam-
tökum. Camorramafían hefur
mikil ítök á þessum slóðum.
Cirillo hvarf á leið til vinnu á
þriðjudag. Þegar lík hans fannst
var búið að höggva höfuðið af, að
því er virtist með exi. ■
■ EVRÓPA
MANNSKÆTT UMFERÐARSLYS
Átta létust og ellefu særðust þeg-
ar farþegarúta lenti á flutninga-
bíl á hraðbraut fyrir utan
Moskvu þegar bílstjórinn reyndi
að forðast að aka á bíl sem kom á
móti rútunni. Þeir látnu voru
leikmenn knattspyrnuliðs sem
lék í rússnesku annarri deildinni
á síðasta ári en var ekki skráð til
keppni í ár.
SÝKNAÐUR OG DÆMDUR
Franskur grínisti var í gær sýkn-
aður af ákæru um að níða gyð-
inga í atriði þar sem hann klæddi
sig í búning bókstafstrúaðs gyð-
ings og heilsaði með nasista-
kveðju. Daginn áður var hann
dæmdur til sektargreiðslu fyrir
að segja gyðinga hafa keypt sér
áhrif í fjölmiðlum.
Hæstiréttur mildar dóm Héraðsdóms yfir tveimur lögregluþjónum:
Annar sýknaður
DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi lög-
reglumanninn Þórjón Pétur Pét-
ursson í tveggja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi í gær. Þórjón var
sakfelldur fyrir ólöglega hand-
töku og ranga skýrslugerð henni
tengdri og sömuleiðis fyrir notk-
un úðavopns án tilefnis.
Atvikin áttu sér stað í miðborg
Reykjavíkur nótt eina á síðasta ári.
Samstarfsmaður Þórjóns, Þórir
Marínó Sigurðsson, var sýknaður
af öllum ákæruliðum.
Héraðsdómur hafði áður dæmt
mennina í fimm og tveggja mán-
aða fangelsi.
„Ég tel að Hæstiréttur hafi
komist að réttri niðurstöðu,“ segir
Helgi Jóhannesson, verjandi Þór-
is Marínós. „Ef niðurstaða héraðs-
dóms hefði verið staðfest hefði
það haft mjög alvarlegar afleið-
ingar fyrir lögregluna.“ Þórjón
varðist allra fregna af dómnum en
Þórunn Guðmundsdóttir, verjandi
hans, segir gleðilegt að hann hafi
verið sýknaður af nokkrum
ákæruliðum. „Ég hefði þó viljað
sjá sýknun af öllum ákæruliðum.
Þetta gerist í villtum dansi í næt-
urlífi Reykjavíkur þar sem
ákveða þarf á sekúndubroti hvort
handtaka á að eiga sér stað.“ ■
HERNESIÐ VIÐ VARNARGARÐINN
Skipsstýrið laskaðist þegar það rakst á varnargarðinn.
ALÞINGI
Þegar blaðið fór í prentun sátu þingflokks-
formenn á fundi og reyndu að semja um
hvaða mál bæri að afgreiða og hver skyldu
bíða til haustsins. Stjórnarandstaðan vill
helst sjá frumvörp um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins, einkamálalög og
þjóðlendulög bíða haustsins.
DÓMURINN SKOÐAÐUR
Þórjón Pétur Pétursson skoðar dóminn með verjanda sínum, Þórunni Guðmundsdóttur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
■ EVRÓPA
DENKTASH HAFNAÐ
Bandaríkjastjórn segist ekki
munu ræða við Rauf Denktash,
forseta Kýpur-Tyrkja, heldur for-
sætisráðherrann Mehmet Ali
Talat þegar kemur að því að
reyna að sameina eyjuna.
Denktash fordæmdi þetta og
sagði Bandaríkjamenn hegða sér
eins og kúreka.
FRAMSELDUR
Þýska lögreglan leitar nú
Muhammed Metin Kaplan, sem
dómstólar hafa heimilað að verði
framseldur til Tyrklands þar sem
hann er sakaður um þjóðráð og
að skipuleggja skemmdarverk.
Þegar átti að sækja hann og flyt-
ja úr landi var hann horfinn.
VIÐ HÖFNINA Í HAFNARFIRÐI
Kanna á skemmdir skipsins og mun út-
gerðin ákveða hvað eigi að gera í kjölfarið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
„Einn kost-
urinn í stöð-
unni er að
láta draga
skipið með
farminn til
Álaborgar.