Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 19
19FÖSTUDAGUR 28. maí 2004 KÍNVERJUM GEFIÐ LANGT NEF Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, kom í gær í fjögurra daga heimsókn til Bret- lands. Kínverjar gagnrýndu Breta fyrir að hleypa honum inn í landið en það kom ekki í veg fyrir að Karl prins tæki á móti honum í veislu. Kolgrafarfjörður: Þverun lokið LANDSBYGGÐIN Þverun Kolgrafar- fjarðar á norðanverðu Snæfells- nesi lauk í gær. Þá var síðasta hlassinu sturtað í uppfyllingu sem nægði til að tengja veginn milli austur- og vesturbakkans. Opnað verður fyrir umferð yfir brúna í haust. Framkvæmdir við smíði brúar og veglagningu hafa nú staðið yfir frá því í maí á síðasta ári og gengið vel. Upphaflega gerðu áætlanir ráð fyrir að verkinu myndi ljúka í október 2005 þannig að ef allt gengur eftir verður verkinu lokið rúmu ári á undan áætlun. ■ LANDAMÆRAEFTIRLIT Íslensk og norsk stjórnvöld fá ekki atkvæðis- rétt um málefni Evrópsku landamærastofnunarinnar ef aðildarríki Evrópusambandsins samþykkja tillögu framkvæmda- stjórnar sambandsins. Stofnunin á að hafa leiða samvinnu Schengen- ríkja með landamæravörslu. Þar sem Ísland og Noregur eru ekki aðilar að Evrópusambandinu þótti framkvæmdastjórninni ekki tilhlýðilegt að löndin hefðu atkvæð- isrétt en gætu þess í stað undan- þegið sig þeim ákvörðunum sem teknar yrðu að því er kom fram á fréttavefnum EUObserver. Þar segir að Antonio Vitorino, sem fer með dóms- og innanríkismál í fram- kvæmdastjórninni, hafi verið hlynntur því að ríkin fengju at- kvæðisrétt en að aðrir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar hafi verið annarrar skoðunar. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, sagði þetta ekki koma á óvart. „Þetta er eins og kaupin ger- ast á eyrinni,“ sagði hann og taldi þetta ekki breyta miklu. ■ Fá ekki atkvæðisrétt um Evrópsku landamærastofnunina: Geta sagt sig frá ákvörðunum LONDON, AP Breska lögreglan hefur handtekið róttæka klerkinn Abu Hamza al-Mazri, sem bresku götu- blöðin hafa nefnt Krókinn vegna þess að hann er með tvo króka í stað handa og auga úr gleri að auki. Bandarísk stjórnvöld hafa óskað eftir því að al-Mazri verði framseldur svo hægt sé að rétta yfir honum. John Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, sagði í gær að gefin hefði verið út ákæra á hendur al-Mazri í ellefu liðum. Meðal þess sem klerkurinn er kærður fyrir er til- raun til að koma upp æfingabúð- um fyrir hryðjuverkamenn í Or- egon í Bandaríkjunum og að að- stoða al-Kaída og talibana. Það sem kann að koma í veg fyrir að al-Mazri verði framseld- ur er að hann gæti verið dæmdur til dauða ef hann verður fundinn sekur. Talsmaður Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, sagði í gær að Bandaríkjamenn gerðu sér grein fyrir að ekki væri hægt að framselja al-Mazri nema öruggt væri að hann yrði ekki dæmdur til dauða. Al-Mazri var dreginn fyrir dóm- ara í gær og spurður hvort hann samþykkti framsal. Hann hló þá, yppti öxlum og afþakkaði pent. ■ Bandaríkjamenn vilja fá umdeildan klerk framseldan: Krókurinn handtekinn Á LANDAMÆRUM Ísland og Noregur fá ekki að greiða at- kvæði um ákvarðanir sem snerta Evrópsku landamærastofnunina þrátt fyrir þátttöku í Schengen-samstarfinu. BEÐIÐ VIÐ FANGELSIÐ Stuðningsmenn klerksins umdeilda báðu fyrir honum við fangelsið þar sem hann er vistaður. miðunarreglur ESA þyrfti margt að koma til. Skilgreina þurfi hlutverk stofnunarinnar, líkt og ríkisstjórnin hyggist nú gera. Takmarka verði jafnframt þá opinberu fjármögnun sem þörf sé á svo tryggja megi að almenningsútvarpið fái sinnt þeim skyldum sem skilgreindar hafi ver- ið. Þá þurfi að meta hversu mikil þörf sé á þjónustu í almannaþágu og hvert hlutfall hennar eigi að vera. Þá verði að meta hvort þjónustan feli í sér of mikil framlög frá ríkinu. Jafnframt er það talið nauðsyn- legt að halda aðgreindum fjárhag til verkefna sem flokkast undir skylduhlutverk RÚV og annarra verkefna. Þorgerður Katrín segir að í almannaútvarpi sé vel hægt að aðskilja ákveðna hluti frá öðrum. „Skoðað verður hvernig hægt sé að skilgreina hlutverk RÚV svo það geti líka uppfyllt kröfur og skyldur sem það er undirorpið gagnvart almenningi. RÚV þarf að geta sinnt hlutverki sínu gagnvart almenningi betur en það gerir og er ég ekki með þessu að segja að það geri það ekki vel í dag,“ segir Þorgerður Katrín. Nýjar viðmiðunarreglur frá ESA Nýjar viðmiðunarreglur um almenningsútvarp hafa verið teknar upp hjá ESA, að sögn Amund Utne. Reglurnar eru byggðar á nýlegum viðmiðunar- reglum Evrópusambandsins. Reglurnar fela meðal annars í sér skilgreiningu á ríkisstyrkj- um til almenningsútvarps og hvað megi flokka þar undir. „Það er ekkert athugavert að ríkisstyrkir séu notaðir til að fjármagna almenningsútvarp. Það er þó alltaf vafaatriði þegar almenningsútvarp, sem fjár- magnað með afnotagjöldum er einnig að keppa á auglýsinga- markaði,“ segir Utne. Hann segir að meginhluti fjármögnunar RÚV sé með af- notagjöldum. „Spurningin er hins vegar sú hvort mögulegt sé að tekjurnar af afnotagjöldun- um séu notaðar í annað en það sem einungis megi skilgreina sem skyldur almennings- útvarps. Það er eitt af því sem við munum skoða,“ segir Utne. Að sögn Utne er staða RÚV ekki einstök í Evrópu. ESA er einnig að skoða málefni norska ríkissjónvarpsins um þessar mundir og er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins með málefni almenningsútvarps í nokkrum Evrópulöndum í skoðun. „Bakgrunnurinn að þessu er sá að markaður fyrir ljósvaka- miðla hefur tekið breytingum að undanförnu. Í kjölfarið hefur fjármögnun með auglýsinga- tekjum orðið algengari. Því verður að ganga úr skugga um að ákveðnum grundvallarregl- um sé fylgt varðandi það hverj- ar skyldur almenningsútvarps eru og hverjar þær eru ekki,“ segir Utne. Hann segir að það sé langt frá því auðvelt að skilgreina hvað eigi að vera hluti af skyld- um almenningsútvarps en það komi að nokkru leyti í hlut ríkis- ins að skilgreina það. Þorgerður Katrín segir að ekkert sé útilokað varðandi end- urskipulagningu RÚV. „Þegar svona endurskoðun er hafin er auðvitað allt lagt undir, annað væri óeðlilegt. Ég er opin fyrir öllum möguleikum,“ segir hún. ■ ÚR LÖGUM UM RÍKISÚT- VARPIÐ 3. gr. Ríkisútvarpið skal leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð. - Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýð- ræðislegar grundvallarreglur og mann- réttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. - Ríkisútvarpið skal m.a. veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða. Það skal flytja fjöl- breytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. Sérstaklega skal þess gætt að hafa á boðstólum fjölbreytt efni við hæfi barna, jafnt í hljóðvarpi og sjón- varpi. Ríkisútvarpið skal flytja efni m.a. á sviði lista og bókmennta, vísinda og sögu auk tónlistar. Það skal veita al- menna fræðslu og gera sjálfstæða dagskrárþætti er snerta Ísland eða Ís- lendinga sérstaklega. - Útvarpsefni skal miða við fjölbreytni íslensks þjóðlífs. Veita skal alla þá þjónustu sem unnt er með tækni út- varpsins og þjóðinni má að gagni koma. - Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpsdagskrá Ríkisútvarpsins, skal jafnan fylgja íslenskt tal eða texti á ís- lensku eftir því sem við á hverju sinni. Það á þó ekki við þegar fluttir eru er- lendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervitungl og mót- tökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýnir að verulegu leyti atburði sem gerast í sömu andrá. Við þær að- stæður skal Ríkisútvarpið ñ sjónvarp, eftir því sem kostur er, láta fylgja end- ursögn eða kynningu á íslensku á þeim atburðum sem gerst hafa. Skal lögð áhersla á að allt tal og texti sé á lýtalausu íslensku máli. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR „Ég vil að fyrirkomulag afnotagjalda verði endurskoðað og að stjórnskipulag Ríkis- útvarpsins verði stokkað upp þannig að það verði einfaldara, skýrara og skarpara.“ AMUND UTNE „Ekkert athugavert að ríkisstyrkir séu not- aðir til að fjármagna almenningsútvarp. Það er þó alltaf vafaatriði þegar almenn- ingsútvarp sem fjármagnað með afnota- gjöldum er einnig að keppa á auglýsinga- markaði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.