Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 1
● og fær að taka af því myndir Atli Már Hafsteinsson: ▲ SÍÐA 42 Bankar upp á hjá fólki MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FÖSTUDAGUR TOPPSLAGUR Í KAPLAKRIKA Einn leikur verður í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. FH og Keflavík eigast við á Kaplakrikavelli og hefst leik- urinn klukkan 19.15 DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG LÍTIL SÓL Í DAG Víðast nokkuð skýjað.Gæti dropað á Suðurlandi og það jafnvel náð til höfuðborgar- svæðisins. Milt í veðri Sjá síðu 6 28. maí 2004 – 145. tölublað – 4. árgangur ÞINGSTÖRFIN Fjölmiðlalög fá sömu meðferð og önnur lög sem sett hafa verið á Alþingi síðustu sextíu ár, segir forsætis- ráðherra. Tryggja verður að stjórnarand- staðan fái að tjá sig um málið, neiti forset- inn að skrifa undir lögin. Sjá síðu 2 HERNES LAUST Vikurflutningaskipið sem tók niðri á sandhrygg í Þorlákshöfn í fyrradag rak á varnargarð um kvöldið. Varð- skip dró það til Hafnarfjarðar þar sem skemmdir þess voru kannaðar. Sjá síðu 4 STÆKKUN HRINGBRAUTAR Spurn- ingar hafa vaknað um þörfina á sex akreina Hringbraut í Vatnsmýrinni. Bæði austan og vestan nýja kaflans verða flöskuhálsar. Sjá síðu 6 ORÐ SKULU SVIKIN Formaður smá- bátaeigenda í Ísafjarðarsýslum segir að sá viðsnúningur sem orðið hafi á smábáta- frumvarpi sjávarútvegsráðherra í meðförum sjávarútvegsnefndar Alþingis hafi verið ákveðinn fyrir löngu. Sjá síðu 10 2 8 . M A Í T I L 3 . J Ú N Í 2 0 0 4 birta vikulegt tímarit um fólkið í landinu NR. 21 . 2004 Sjónvarpsdagskrá næstu7daga Erna Gísladóttir: Doppur ganga aftur Ótrúlegur árangur í Líkama fyrir lífið Þurfum að læra að segja nei við börnin Persónuleikapróf Nýir umsjónarmenn Hjartsláttar Hvert á að bjóða nýrri kærustu – á eigin forsendum Kona í karlaheimi Erna Gísladóttir: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Kona í heimi karla birta ● hvert á að bjóða elskunni? 36%50% Kvikmyndir 38 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 40 Eggert Pétursson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Japanskir hnífar í uppáhaldi ● matur ● tíska ● heimili Jón Arnþórsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Iðnaðarsafn á Akureyri ● ferðir ● gisting ● afþreying Olíurisinn Yukos: Í þrot vegna skatta- skulda RÚSSLAND, AP Rússneska olíufyrir- tækið Yukos óttast gjaldþrot eft- ir að því var gert að greiða sem svarar til tæplega 250 milljarða íslenskra króna vegna vangold- inna skatta. Mikhaíl Khodorkov- sky, aðaleigandi Yukos, var handtekinn í Síberíu í október á síðasta ári vegna gruns um fjár- svik, undanskot frá skatti og önnur brot. Ekki hefur enn verið réttað yfir Khodorkovsky vegna þessa en búið er að rétta í máli olíufyrirtækis hans vegna van- goldinna skatta. Yukos tilkynnti að það ætti ekki fyrir sektinni og fátt annað en þrot blasti við olíurisanum. Allar eignir fyrir- tækisins hafa verið frystar og því óhægt um vik að afla fjár með sölu hlutafjár. ■ HAÍTÍ Óttast er að um 2.000 manns hafi látið lífið í flóðunum í Dóminíska lýðveldinu og á Haítí síðasta mánudag. Um 500 lík hafa fundist á Haítí og litlu færri í Dóminíska lýðveldinu. Óttast er að um 1.000 manns hafi látist í bænum Mapou á Haítí. Þriggja metra djúpt vatn liggur yfir Mapou og þar hafa þegar fundist 300 lík. „Ástandið er verst í Mapou vegna þess að bærinn er allur á kafi í vatni,“ sagði Dave Lapan, höfuðsmaður í Bandaríkjahers, sem var send- ur á vettvang með hjálpargögn. „Við erum líka í kappi við tím- ann vegna þess að veðrið er að versna á ný,“ bætti hann við. Flóðin lögðu þorp víða á Haítí og í Dóminíska lýðveldinu í rúst. Náttúruhamfarirnar eru með þeim mestu sem hafa riðið yfir á Karíbahafssvæðinu um áratuga- skeið. „Fljótið tók allt, það er ekkert eftir,“ sagði Jermanie Vulsont, móðir fimm barna sem flóðið bar á brott með sér í landamærabæn- um Fond Verrette. ■ M YN D /A P RÍKISÚTVARPIÐ Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um endurskipulagningu Ríkisút- varpsins fyrir upphaf næsta þings, að sögn Þorgerðar Katrín- ar Gunnarsdóttur menntamála- ráðherra. Hún vill að afnota- gjöld verði afnumin og þess í stað tekinn upp nefskattur eða jafnvel gjöld tengd fasteigna- grunni. Gert er ráð fyrir verulegri breytingu á hlutverki útvarps- ráð. Líklegt er að íhlutun stjórn- málaflokka í ráðinu verði af- numin. Stjórnskipulag RÚV verður stokkað upp svo það verði skarpara. Undirbúningsvinna að frum- varpinu er þegar hafin og nefnd sem mun vinna að endurskil- greiningu hlutverks RÚV mun taka til starfa á næstunni og skila skýrslu og frumvarpi í lok sumars. „Markmiðið er að skapa skil- virkari og skarpari stefnu um RÚV svo meiri sátt náist um hlutverk stofnunarinnar,“ segir Þorgerður. Sérfræðingar í fjölmiðla- rétti og Evrópulögum sögðu við Fréttablaðið að skilgreina þyrfti hlutverk stofnunarinnar, líkt og ríkisstjórnin hyggist nú gera. Takmarka yrði jafnframt þá opinberu fjármögnun sem þörf væri á svo tryggja mætti að almenningsútvarpið fengi sinnt þeim skyldum sem skil- greindar hafi verið. Þá þyrfti að meta hversu mikil þörf væri á þjónustu í almannaþágu og hvert hlutfall hennar eigi að vera. Þá yrði að meta hvort þjónustan feli í sér of mikil framlög frá ríkinu. Jafnframt er það talið nauðsynlegt að halda aðgreindum fjárhag til verkefna sem flokkast undir skylduhlutverk RÚV og ann- arra verkefna. „Skoðað verður hvernig hægt sé að skilgreina hlutverk RÚV svo það geti líka uppfyllt kröfur og skyldur sem það er undir- orpið gagnvart almenningi,“ segir Þorgerður Katrín. Sjá nánar síður 18 og 19. sda@frettabladid.is Sífellt fleiri lík finnast eftir flóðin á Hispaníólu: Óttast að 2.000 hafi látist Frumvarp um Ríkisútvarp tilbúið fyrir næsta þing Stefnt er á að frumvarp um endurskipulagningu RÚV verði lagt fram fyrir haustþing. Menntamálaráðherra vill leggja niður afnotagjöld og gjörbreyta hlutverki útvarpsráðs, jafnvel afnema íhlutun stjórnmálaflokka í ráðinu. ÞAR STÓÐ ÁÐUR BÆR Eyðileggingin er nær algjör í Fond Verrette. Þar hafa meira en 250 lík fundist og um 150 manns er enn saknað og þeir taldir af. RÚSTIR EINAR Palestínskur karlmaður bjargar því sem eftir er af eigum sínum úr rústum húss í Rafah-flóttamannabúðunum á Gaza. Undanfarnar tvær vikur hafa ísraelskar hersveitir jafnað tugi húsa við jörðu í þeim tilgangi að finna vopn og felustaði Palestínumanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.