Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 21
Við hvetjum lesendur til að senda okkur
línu og segja skoðun sína á fréttum
blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu
eða leggja orð í belg um málefni líðandi
stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð,
50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur
sér rétt til að stytta aðsent efni.
Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á
netfangið greinar@frettabladid.is.
Hugleiðingar um fjölmiðladeiluna
Ég er ein af þeim sem skammast
sín oftast eftir á þegar málefni á
borð við fjölmiðlafrumvarpið verða
jafn hávær í umræðunni, skammast
mín fyrir þankagang minn og oft
annarra Íslendinga, við látum ýmis-
legt yfir okkur ganga án þess að
hóstakjöltur heyrist, kyngjum öllu
og setningin „svona er þetta bara“
æðivinsæl.
Hvort sem það er í dagblöðum,
sjónvarpi eða bara inni á kaffistof-
um fyrirtækja, hvar sem maður
kemur nú þar sem tveir eða fleiri
eru samankomnir, virðist þetta um-
talaða frumvarp vera mál málanna.
Nú ætla ég ekki að alhæfa um áður-
nefnt frumvarp þar sem ég játa það
hér og nú að ég hef bara alls ekki
kynnt mér málið til hlítar, finnst
mér þar af leiðandi ég ekki hafa
efni á því að skipa mér í flokk með
eða á móti beinlínis, þess vegna
hefur það stungið mig talsvert að
verða vitni að því í umræðunni nán-
ast hvar sem ég hef komið og hlusta
á þann aðila sem hæst hefur þá
stundina, spyr hvort hann hafi nú
lesið frumvarpið, hvar hann hafi nú
fengið þessar upplýsingar sem
hann deili nú með kaffifélögunum,
og hvað hann haldi nú að verði af-
leiðingarnar, þá kemur nú upp úr
kafinu að sami aðili hefur nú ekki
lesið frumvarpið, að þetta sé nú það
sem altalað er um í fréttum Stöðvar
2 og Fréttablaðinu og þess vegna sé
þetta svona stórhættulegt. Ég sjálf
datt nú svolítið í það fyrst að vera á
móti einmitt vegna fréttaflutnings
og einmitt þá finnur maður hvað
miðillinn hefur gífurleg áhrif.
Kynnti mér málið aðeins betur.
Finnst það samt svolítið barna-
legt að þá um leið er maður settur í
eitthvert hólf. Með eða á móti Dav-
íð eða Baugi. Halló! Ef ég sé hætt-
una í því að eitt fyrirtæki eigi
meiripartinn í fjölmiðlum landsins,
er ég þá á móti Baugi? En ef ég er
um leið brjáluð út í skylduáskrift
ríkissjónvarpsins og vil annaðhvort
sjá það burt af auglýsingamarkaði
eða að RÚV afnemi nauðungar-
áskriftina og standi í heilbrigðri
samkeppni, er ég þá á móti Davíð?
Nú er talað um 30 þúsund manns
sem hafa skrifað undir áskorun til
forseta vor um að undirrita ekki lög-
in. Ég vona að sömu 30 þúsund séu
virkilega búin að kynna sér málið til
hlítar og séu að fylgja sinni sann-
færingu en hafi ekki smitast af æs-
ingi náungans, sem líklega smitaðist
af æsingi næsta náunga.
Hins vegar þykir mér leitt að
heyra ekki í hinum, við erum nú
fleiri en 30 þúsund með kosninga-
rétt, velti fyrir mér hvort restin sé
þá fylgjandi frumvarpinu. Myndi
vilja sjá áskorun til forseta um að
samþykkja lögin, svona upp á jafn-
vægið að gera.
Á bara við að ekkert er svart eða
hvítt í þjóðmálum yfirleitt. Í upp-
hafi greinar minnist ég á skömm-
ina, jú, ég skammast mín stundum,
t.d þegar ég sé nýtt olíufélag boða
lægri olíu- og bensínkostnað fyrir
heimilin og aðhald fyrir þau rót-
grónari og flestir flykkjast fyrstu
dagana og næla sér í ódýrt bensín,
eru svo ginnkeyptir fyrir tilboðum
frá hinum stöðvunum sem virðast
hafa þann tilgang einan að kæfa
nýjustu samkeppnina. Eða nýjustu
tryggingafélögin sem boða lægri
rekstrarkostnað bifreiðar sem þó
er geysihár fyrir. Já, þá fær maður
nú aldeilis betri tilboð skyndilega
frá félaginu sem maður er að segja
tryggingunum upp hjá.
Get ekki að því gert að svona
hlutir skipta mig meira máli en
hvort fjölmiðlafrumvarpið verði
samþykkt. En þetta er náttúrlega
bara mín skoðun. ■
21FÖSTUDAGUR 28. maí 2004
Á kostnað annarra
Það virðist ekki skipta máli hvað rætt er um
hverju sinni, í öllum málaflokkum er sífellt
talað um rétt fólks til eins eða annars - til
dæmis er því haldið fram að það sé réttur
fólks að fá námið sitt greitt að fullu af sam-
borgurum sínum, það sé réttur fólks að fá
borgað fyrir að vera heima með nýfæddum
börnum sínum í marga mánuði og það sé
jafnvel réttur fólks að vera ráðið í starf fyrir
það eitt að vera af réttu kyni. Umræðan er
komin á villigötur því það þykir sjálfsagt að
öðlast rétt á kostnað annarra. Slík umræða
getur ekki verið af hinu góða.
María Margrét Jóhannsdóttir á frelsi.is
Lágt lagst
DV hefur lagst á það aumasta plan sem ég
hef séð í skrifum um stjórnmál lengi vel. Tvo
daga í röð hefur þetta „uppbyggjandi“ blað
dregið börn mín inn í pólitísk hitamál.
Lægra verður vart lagst. Menn mega og eiga
að láta stjórnmálamenn finna til tevatnsins.
Það einfaldlega fylgir starfinu. En að draga
börn og ættingja stjórnmálamanna inn í
umræðuna er aumkunarvert - svo ekki sé
fastar að orði kveðið.
Hjálmar Árnason á althingi.is/hjalmara
Skuggahliðar frelsisins
Og þá skyndilega hafa skuggahliðar frelsis-
ins runnið upp fyrir íhaldinu. Vel unnin og
vönduð skýrsla nefndar sem sett var í að
rannsaka stöðu mála í fjölmiðlaheiminum
verður þeim átylla til að setja lög sem bein-
ast fyrst og fremst gegn einu fyrirtæki. En til
þess að rökstyðja gjörninginn er hins vegar
gripið til þeirra skynsemisraka sem jafnan
hafa verið notuð gegn frumskógarlögum
lágmarksríkisins. Boðberar frjálshyggju
ganga nú manna fremstir í flokki við að út-
hrópa sálarlausa auðhringa. Batnandi
mönnum er svo sannarlega best að lifa þar.
Sverrir Jakobsson á murinn.is
Skrýtið vefrit
Skrýtið þetta vefrit [Vefþjóðviljinn] sem í
senn reynir með nafngiftinni að sverta
minningu þess ágæta blaðs Þjóðviljans og
um leið einbeitir sér helst að því að særa
fram drauga til að koma höggi á andstæð-
inga Sjálfstæðisflokksins, þegir þunnu hljóði
þegar að formaður flokksins þverbrýtur allar
kenningar og hugmyndafræði sem vefritið
þykist annars vilja halda í heiðri.
Andrés Jónsson á politik.is
Forræðisfrjálshyggja
Í stað þess að trúa á niðurstöðu hins frjálsa
markaðar virðist Hannes [Hólmsteinn Giss-
urarson] hafa breyst í einhvers konar for-
ræðisfrjálshyggjumann. Hann, og aðrir
stuðningsmenn fjölmiðlalaganna, virðast
telja að það sé jafn einfalt að búta sundur
fyrirtæki með höftum eins og flytja ríkis-
stofnun á milli húsa. Þeir virðast trúa því að
óendanlegur sjóður af fjársterkum aðilum,
sem ekki eru markaðsráðandi, berist á
banaspjót um að eignast fyrirtæki úr því að
þeir aðilar sem nú ráða þar för telji sig geta
rekið það með hagnaði.
Þórlindur Kjartansson á deiglan.com
AF NETINU
BÁRA KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR
SKRIFAR UM FJÖLMIÐLADEILUNA
Gildir á meðan birgðir endast.
999kr
999kr
Mikið
úrval
af flíspeysum
verð frá
999kr
verð áður 2.499,-
999kr
verð áður 2.999,-
999kr
verð áður 2.999,-
999kr
verð áður 2.999,-