Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 16
16 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR GENGIÐ YFIR GÖTU Kínversk kona virðir fyrir sér umferðina á annarri hringbraut Peking-borgar. Á götum höfuðborgar Kína eru þegar tvær milljónir ökutækja. Búist er við að ökutækjafjöldinn eigi eftir að margfaldast í takt við aukin fjárráð í fjölmennasta ríki heims. Hryðjuverkasamtök sem sprengdu tvo bíla í Pakistan: Grunuð um tilræði við forsetann KARACHI, AP Pakistanska lögreglan hefur hryðjuverkasamtök grunuð um að hafa komið fyrir tveimur bílsprengjum í Karachi sem sprungu á miðvikudag. Einn lét lífið og fjörutíu særðust í spreng- ingunni, sem átti sér stað nærri heimili bandaríska ræðismanns- ins. Hryðjuverkasamtökin sem grunuð eru hafa áður komið við sögu lögreglu en þau eru talin hafa staðið á bak við árásir á bandarísk skotmörk auk þess að vera grunuð um tilræði við for- seta Pakistans. Bílarnir sprungu með 25 mín- útna millibili fyrir utan einkarek- inn enskuskóla. Að sögn lögreglu hafði öðrum bílnum verið stolið en ekki er vitað hvaðan hinn bíll- inn kom. Samtökin sem stóðu fyrir sprengingunum hafa verið tengd við hryðjuverkasamtök utan Pakistans. Ekki er þó á þessu stigi hægt að tengja þau við al-Kaída, að sögn lögreglu. ■ Samningur undirritaður: Endurhæfing 32 fatlaðra í höfn HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Guðný Jónsdóttir, fulltrúi fyrirtækisins Endurhæfingar ehf., undirrituðu í gærmorgun samkomulag um áframhaldandi endurhæfingu fatlaðra í húsnæði Landspítala - háskólasjúkrahúss í Kópavogi. Samkomulagið byggist á þjón- ustusamningi um reksturinn. Það er til fimm ára og uppsegjanlegt af beggja hálfu með 12 mánuða fyrirvara og miðast uppsögn við áramót. Samkvæmt samningnum tekur fyrirtækið að sér endurhæfingu einstaklinga með mikið skerta andlega og líkamlega færni vegna meðfæddrar og áunninnar fötlun- ar. Þeir sem þarna fá endurhæf- ingu eru sömu einstaklingarnir og fram til þessa hafa fengið þjón- ustu hjá sjúkra- og iðjuþjálfun LSH í Kópavogi. Auk þess er gert ráð fyrir því í þjónustusamningn- um að fleiri einstaklingar með áþekka fötlun fái sambærilega þjónustu í Kópavogi. 32 einstak- lingar hafa fram að þessu notið þjónustunnar í Kópavogi en með þjónustusamningnum við ráðu- neytið er gert ráð fyrir að þeim geti fjölgað í 48. Einnig verður undirritað sam- komulag Endurhæfingar ehf. og Landspítala - háskólasjúkrahúss um þjónustu fyrir sjúklinga af nokkrum deildum spítalans sem þurfa þess með. Kostnaðurinn vegna beggja samninganna er um 57 milljónir á ári. ■                                  !"#$# %   &' $ ()*( & +, -   .   /   0 1   2    -      %  3 4     5  6   6    6   6  ! #7# 3 %   8' 7()*( 8 9  :    +, -   0,;-   0,+<- =5     +    >      2  2 ? -  4  @ 2 % 4   :4           ! "#$!   %  &                                              Bíður afgreiðslu: Sædýrasafn í borginni ALÞINGI Þingsályktunartillaga um veglegt sædýrasafn á höfuðborg- arsvæðinu er eitt tmargra tuga mála sem bíða afgreiðslu á Al- þingi. Flutningsmenn eru Lára Margrét Ragnarsdóttir og Gunnar I. Birgisson Sjálfstæðisflokki. Þau vilja sjá sædýrasafn sem væri lifandi fiskasafn og fróð- leiksnáma um lífríki Norður- Atlantshafsins. Þar gætu menn kynnt sér rannsóknir og vísindi, verndun og nýtingu fiskstofnanna og umgengni um hafið. ■ BÍLSPRENGJUR Tveir bílar voru sprengdir í loft upp í Pakistan á miðvikudag. Þekkt hryðjuverkasamtök eru grunuð um verknaðinn. SAMNINGUR UM ENDURHÆFINGU Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Guðný Jónsdóttir, fulltrúi fyrirtækisins Endur- hæfingar ehf., ásamt Magnúsi Péturssyni, forstjóra LSH. Þau undirrituðu í gærmorgun samkomulag um áframhaldandi endurhæfingu fatlaðra í húsnæði Landspítala háskólasjúkrahúss í Kópavogi. AP /M YN D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.