Fréttablaðið - 28.05.2004, Side 47

Fréttablaðið - 28.05.2004, Side 47
Áætlun Herjólfs Brottfarartímar Nánari upplýsingar er að finna á www.herjolfur.is og á síðu 415 í Textavarpi RÚV, auk þess sem upplýsingar eru veittar í síma 481-2800. ar gu s – 0 4- 03 09 Sumar 1.5.–31.8. Sun.–fös. 8.15 / 16.00 12.00 / 19.30 Lau. 8.15 12.00 Frá Vestmannaeyjum Frá Þorlákshöfn AUSTURLAND Dagpassi í söfnin, sundið og ræktina „Þetta hús verður þungamiðja í afþreyingu ferðamanna hér í plássinu með þrjú vegleg söfn og veitingastofu,“ segir Pétur Sörenson ljósmyndari og bendir á bárujárnsklætt timburhús á þremur hæðum í hjarta Neskaupstaðar, nánar tiltekið Egilsbraut 2. Pétur er yfirmaður safna á Austur- landi og er kátur því verið er að opna tvær neðri hæðirnar í þessu herlega húsi. Þar njóta málverk Tryggva Ólafssonar sín vel á annarri hæðinni og Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar á hinni. Meiningin er svo að Náttúru- gripasafn Neskaupstaðar flytji upp á þá þriðju í fram- tíðinni. Umhverfið er ekta því beint fram af húsinu er bryggja. Pétur segir fleira gott fyrir ferðamenn í Fjarða- byggð. „Hér er sund og golf og frí tjaldstæði alls staðar. Í sumar erum við líka með dag- passa fyrir söfnin sem auk þessara nýju safna eru Náttúrugripasafnið í Nes- kaupstað, Stríðsárasafnið á Reyðarfirði og Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði. Pass- inn kostar 500 kall og gildir í öll söfnin, sundið og líkams- ræktarstöðvarnar. Þannig að þetta er gott tækifæri.“ 

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.