Fréttablaðið - 28.05.2004, Síða 64

Fréttablaðið - 28.05.2004, Síða 64
28 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR GLEÐI Í PORTO Stuðningsmenn Porto fagna sigri félagsins í Meistaradeild UEFA. FÓTBOLTI Otto Baric, þjálfari Króata, vill að leikmenn sínir losi um hömlurnar: Kynlíf er ekki á bannlistanum FÓTBOLTI Þjálfari króatíska lands- liðsins í knattspyrnu, Otto Baric, setur leikmenn sína ekki í kyn- lífsbann meðan á Evrópukeppn- inni í Portúgal stendur: „Að sjálfsögðu ekki, kynlíf er ekki á bannlistanum hjá okkur,“ sagði Baric í samtali við króat- íska blaðið Daily Jutarnji í vik- unni. Hann bætti við: „Eftir hvern leik í Portúgal fá leikmann frídag og hafa þá alveg frjálsar hendur og geta þá hitt eiginkonur sínar eða kærustur,“ sagði Baric, en hann verður ein- mitt 71 árs í júní og spurning hvort hann nýti frídaga sína með fullri reisn. Landslið Vestur-Þjóðverja komst á forsíður blaðanna meðan á heimsmeistarakeppninni í Mexíkó árið 1986 stóð, en þá komst það upp að forráðamenn liðsins keyptu þjónustu vændis- kvenna fyrir leikmenn þess. Þær voru innfluttar frá föður- landinu og alnæmisprófaðar og virðast hafa gert góða hluti - í það minnsta komust Vestur-Þjóð- verjar í úrslitaleikinn þar sem þeir biðu naumlega lægri hlut fyrir Argentínumönnum, 3-2, í einum besta úrslitaleik allra tíma. Í gegnum tíðina hafa þjálfarar oftsinnis bannað leikmönnum að stunda kynlíf á meðan á stórmót- um stendur en skiptar skoðanir eru um það. Talað hefur verið um að kynlíf hafi neikvæð áhrif á leikmenn, dragi úr krafti þeirra og árásar- girni en á hinn bóginn benda margir á að ástundun kynlífs fyrir stóra íþróttaviðburði geri mönnum kleift að slaka betur á og ná þar af leiðandi meiri yfir- vegun. Þetta er greinilega skoðun Otto Barics en króatíska liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumótið og tveir síðustu leikir liðsins fyrir það verða gegn Slóvenum og Dönum. ■ Alan Smith farinn til Manchester United: Ætlar í byrjunarliðið FÓTBOLTI Alan Smith, sem var seldur til Manbchester United frá Leeds fyrir sjö milljónir punda í gær, segist ekki hafa gengið til liðs við félagið til að sitja á bekknum. Smith sagði í samtali við enska fjölmiðla í gær að hann ætlaði sér sæti í byrjunarliði félagsins strax í upphafi komandi tímabils. “Ég veit að ég er nógu góður til að spila með þessu frábæra fótboltaliði. Góðir knattspyrnumenn blómstra með góðum liðum og ég er sannfærður um að það verði raunin með mig,” sagði Smith, sem þarf að berjast við Ruud van Nistelrooy og Louis Saha um framherjastöðuna. ■ ■ FÓTBOLTI Nú gerum við enn betur - fyrir þig og þína Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Erum í 170 löndum og á 5000 stöðum - fyrir þig. Hringdu í AVIS í síma 591-4000 www.avis.is Við gerum betur Munið Visa afsláttinn Verð erlendis háð breytingu á gengi. A vi s DANMÖRK Frír tankur af bensíni. Ekkert skilagjald Miðað við 7 daga leigu A vi s ÞÝSKALAND Frítt GPS - Þú týnist ekki í Þýskalandi (ef þú bókar flokk H Opel Astra eða sambærilegan). Miðað við 7 daga leigu Frír tankur af bensíni í Danmörku og USA í öllum flokkum ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004 Opel Corsa kr. 2.140, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald.Spánn Opel Corsa kr. 2.400, - á dag m.v. B flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald.Ítalía Opel Corsa kr. 2.700, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald. H flokkur Opel Astra fylgir frítt GPS ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004.Þýskaland Opel Corsa kr. 3.600, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald. Frír tankur bensín ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004 á öllum flokkum.Danmörk AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is 1. júní FJÖLNISMENN FÁ LIÐSSTYRK 1. deildarlið Fjölnis, sem hefur tapað báðum leikjum sínum það sem af tímabilinu, hefur fengið til þrjá leikmenn frá Serbíu/Svart- fjallalandi. Leikmennirnir sem eru að ræða eru Mladen Ilic, 28 ára gamall sóknarmaður, Dragan Vasiljevic, 33 ára gamall sóknar- maður, og miðjumaðurinn Slavisa Matic sem er 24 ára gamall. Þeir verða löglegir með félaginu í leiknum gegn Njarðvík í kvöld. Fyrir eru tveir Serbar hjá félag- inu en auk þess leika tvær serb- neskar knattspyrnukonur með kvennaliði félagsins í Lands- bankadeildinni en þær hafa verið bestu menn liðsins það sem af er tímabilinu. Á BAKINU Króatíski landsliðsmaðurinn og leikmaður Mónakó, Dado Prso, sést ásamt samherja sínum hjá Mónakó, Julien Rodriguez. ALAN SMITH Ekki til United til að sitja á bekknum. Þriðji leikurinn í úrslitum Austurdeildarinnar: Annar sigur Detroit í röð KÖRFUBOLTI „Við verðum að byrja miklu betur í næsta leik því það er rosalega erfitt að vera undir í ein- víginu og spila á útivelli,“ sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana Pacers, eftir að lið hans hafði beð- ið lægri hlut gegn Detroit Pistons sem þar með vann annan leikinn í röð í úrslitum Austurdeildar NBA-körfuboltans. Leikurinn, sem fram fór í Detroit, endaði 85- 78, og er staðan því 2-1 fyrir Detroit. Carlisle bætti við að hann hefði verið ánægður með baráttu liðs- ins: „Það er fullt af hlutum sem við verðum að laga fyrir næsta leik en það var þó ánægjulegt að sjá liðið koma til baka í seinni hálfleik og eiga möguleika á sigri eftir að hafa lent þrettán stigum undir.“ Heimamenn voru mun sterkari aðilinn lengstum en gestirnir héngu inni og neituðu að gefast upp. Talsverð spenna hljóp í leik- inn undir lokin og gestirnir frá Indiana minnkuðu muninn í tvö stig, 80-78, þegar fjörutíu og átta sekúndur lifðu leiks. Þeir komust þó ekki lengra og Detroit skoraði fimm síðustu stig leiksins. Richard Hamilton og Rasheed Wallace voru atkvæðamestir hjá Detroit með 20 stig hvor. Ben Wallace var sterkur með 17 stig og 16 fráköst auk þess að verja þrjú skot. Chauncey Billups var síðan með 14 stig og átta stoðsendingar og þetta sagði hann eftir leik: „Eins ljótt og þetta var, þá fannst mér fallegt hvað okkur gekk vel að halda forskotinu.“ Hjá Indiana var Jermaine O’Neal fremstur í flokki með 24 stig og 9 fráköst. Þeir félagar Ron Artest og Al Harrington skoruðu báðir 13 stig og Jamaal Tinsley var með 12. Jermaine O’Neal sagði lið sitt verða að nýta skotin betur: „Við fengum fullt af galopnum færum en nýttum þau afar illa og því verðum við einfaldlega að kippa í liðinn fyrir næsta leik - þetta er ekkert flóknara en það,” sagði O’Neal. ■ ELSKAÐU MIG! Hér sjást þeir Rasheed Wallace og Richard Hamilton, leikmenn Detroit Pistons, í inni- legum loftfaðmlögum. Detroit er með góða stöðu eftir tvo sigra á Indiana í röð.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.