Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 10
10 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR VEITT UPP ÚR RUSLINU Alþjóðleg ráðstefna um fátækt stendur nú yfir í Sjanghæ þar sem finna á leiðir til að nýta betur það fé sem varið er til að draga úr fátækt. Á sama tíma veiddi þessi maður rusl úr ruslafötu í von um að finna eitt- hvað sem hann gæti komið í verð. Hjálmar samþykkti smábátafrumvarp en tengdasonurinn á smábátaútgerð: Ekki vanhæfur í þessu tilviki STJÓRNMÁL „Ef menn eru að fjalla um eitthvað sem snertir þá per- sónulega eða þeirra hagi þá eru þeir að sjálfssögðu vanhæfir en ég tel að svo hafi ekki verið í þessu til- viki,“ segir Hjálmar Árnason, þing- maður Framsóknarflokks. Hjálmar var einn þeirra sem greiddu atkvæði með breytingartillögum sjávarútvegsnefndar Alþingis á sóknardagafrumvarpi sjávar- útvegsráðherra. Frumvarpið var afgreitt til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi í gær og verður trúlega lögfest í dag. Tengdasonur Hjálmars á og gerir út smábát frá Hornafirði en Hjálmar segir það engu breyta. „Það að tengdasonur minn stundi smábátaútgerð hefur ekkert að segja. Hann er sjálf- stæður maður og vinnur á sínum forsendum og það geri ég líka. Hann hefur komið fyrir sjávarútvegsnefnd Alþingis en það hefur ekki á nokkurn einasta hátt með okkar tengdir að gera. Þetta kemur reglulega fyrir í litlu samfélagi eins og hér er og allir þingmenn lenda í slíkum aðstæð- um annars lagið.“ ■ Orð skulu svikin Formaður smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum segir að sá viðsnúningur sem orðið hafi á smábátafrumvarpi sjávarútvegsráðherra í meðförum sjávarútvegsnefndar Alþingis hafi verið ákveðinn fyrir löngu. SJÁVARÚTVEGUR „Það er löngu búið að ákveða að sameina fyrirhugað kvótakerfi smábátanna við hið venjulega kvótakerfi og það skal gert á þessu kjörtímabili,“ segir Guðmundur Halldórsson, skip- stjóri og formaður smábáta- f é l a g s i n s Eldingar í Bol- ungarvík. Hann segir að áhrifa- menn innan Landssambands íslenskra út- vegsmanna hafi náð samkomu- lagi við ráð- herra fyrir all- nokkru síðan um þetta og það sem gangi á núna sé eitt stórt sjónar- spil og leiksýning af hálfu Sjálf- stæðismanna. „Fyrst verður sameinað innan smábátakerfisins og þá eru hæg heimatökin að sameina kvóta þeirra við þann sem fyrir er hjá stórútgerðunum. Um þetta er löngu komið samkomulag og það útskýrir hvers vegna ákveðinn fjölmiðill í landinu þegir þunnu hljóði um frumvarpið.“ Guðmundi er mikið niðri fyrir vegna samþykktar sjávarútvegs- nefndar Alþingis á breytingar- frumvarpi Árna M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, um sóknardagakerfi smábáta en algjör stefnu- breyting varð á frumvarpinu í m e ð f ö r u m nefndarinnar. Breytingarnar hafa það í för með sér að inn- an tveggja ára mun dagakerfið endalega verða lagt af og allir smá- bátar fluttir yfir í kvótakerfið. „Það er kaldhæðnislegt að á umræddum fundi fyrir átta mán- uðum síðan fylktu þessir sömu menn, og samþykktu þetta frum- varp í nefndinni, á fund hér á Ísa- firði sem bar yfirskriftina Orð skulu standa. Fundurinn sem Guðmundur vitnar í er frægur línuívilnunar- fundur sem fram fór á Ísafirði 13. september á síðasta ári. Þar komu fram margar fyrirspurnir varð- andi stöðu dagabáta frá áhyggju- fullum íbúum svæðisins en lang- mestur afli smábáta kemur að landi á Vestfjörðum. Guðmundur segir ótrúlegt hvað margir geta lagst lágt með síend- urteknum loforðum sem síðan reynist ekki innistæða fyrir. „Mið- að við stöðuna í dag og þann mál- flutning sem fram kom hjá sjávar- útvegsnefnd við samþykkt frum- varpsins hefði fundurinn frekar átt að hafa yfirskriftina Orð skulu svikin. Það er ekkert annað sem þessir menn eru að gera en ganga bak orða sinna og er viðsnúningur Kristins H. einna verstur. Hann snýr algerlega við okkur bakinu eftir að hafa staðið eins og klettur með okkur gegnum tíðina.“ albert@frettabladid.is Súdan: Samkomulag undirritað KENÝA Súdönsk stjórnvöld og stærsti uppreisnarhópurinn þar í landi hafa skrifað undir samkomu- lag um lykilatriði í friðarferlinu. Samkomulagið greiðir brautina að friðarsamkomulagi sem bindur enda á lengstu borgarastyrjöld Afríku, að því er fram kemur á vef BBC-fréttastofunnar. Borgara- stríðið hefur staðið yfir í 21 ár með tilheyrandi hörmungum. Fagnaðarlæti brutust út í Naivasha í Kenýa, þar sem friðar- viðræðurnar fara fram, þegar síðustu ágreiningsatriðin voru leyst. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðastliðin tvö ár. ■ MUSHARRAF Hersveitir reyndu að ráða hann af dögum. Morðtilræði við forseta Pakistans: Grunaðir handteknir ISLAMABAD, AP Pervez Musharraf, forseti Pakistans, segir lágsetta herforingja og flugherinn hafa tek- ið þátt í tilraun til þess að myrða hann í desember. Musharraf segir þá sem grunaðir eru um tilræðið hafa verið handtekna. Musharraf lét þessi orð falla í viðtali sem sýnt var í gær. Hann lét þó ekki meira uppi um þátt mann- anna í tilræðinu eða hvenær þeim hefði verið náð. Hann sagði þó að fljótlega verði réttað yfir mönnun- um fyrir herrétti. ■ MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Segir ekki ólíklegt að sjávarútvegsnefnd Al- þingis hafi eitthvað að fela. Magnús Þór Hafsteinsson: Alvarlegt ef rétt er STJÓRNMÁL „Það kæmi mér ekki á óvart miðað við þá öru stefnu- breytingu sem varð á frumvarpi ráðherra að maðkur væri í mys- unni,“ segir Magnús Þór Haf- steinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, vegna ummæla Guð- mundar Halldórssonar um að löngu hafi verið ákveðið bak við tjöldin að sameina kvótakerfi smábáta og auðvelda þannig til muna öll uppkaup á kvóta smá- bátasjómanna. „Ef rétt er þá er þetta grafalvarlegt mál og kannski helst fyrir Hjálmar Árnason sem studdi frumvarpið í sjávarútvegs- nefnd en aðili tengdur honum á hagsmuna að gæta. Ennfremur er margt athugavert við stjórn og starf nefndarinnar í þessu máli öllu.“ ■ Lögregla: Stöðvaði hryðjuverk SUÐUR-AFRÍKA Al-Kaída ætlaði sér að fremja hryðjuverk í tengslum við þingkosningarnar í apríl en lög- reglan kom í veg fyrir að það tæk- ist. Þetta segir Jackie Selebi ríkis- lögreglustjóri Suður-Afríku. Hann segir fjöldi manns hafi verið hand- tekinn fimm dögum fyrir kosning- arnar sem fram fóru 14. apríl. „Við handtókum fólk sem ætlaði sér illa hluti gagnvart þessu landi,“ sagði Selebi við BBC og kvað lög- regluna hafa ákveðið að þegja um þetta fram yfir kosningarnar. ■ „Fundurinn hefði frekar átt að hafa undirskriftina Orð skulu svikin. – hefur þú séð DV í dag? Denni botnar ekkert í Davíð Hlýrri sjór hefur áhrif á ungloðnustofn: Lítil loðna mældist við land SJÁVARÚTVEGUR Magn ungloðnu mældist afskaplega lítið í maí samkvæmt því sem fram kemur á vef Hafrannsóknarstofnunar. Aðeins mældust um fimmtán þús- und tonn sem er langt undir því sem eðlilegt getur talist, jafnvel í slæmu árferði. Loðnan var hins vegar vel á sig komin. Ungloðna er loðna frá árunum 2001 og 2002, en hún verður uppistaðan í veiði- og hrygningarstofninum á sumar- og haustvertíðinni 2004 og vetrar- vertíðinni 2005. Hafrannsóknarstofnun telur ýmislegt geta skýrt þessa litlu mælingu, t.d. er loðnan dreifð og útbreiðslusvæði knappt, auk þess sem hafís varnaði rannsóknarskipum að mæla á hugsanlegum útbreiðslusvæð- um. Síðastliðin tvö ár hefur út- breiðsla ókynþroska smáloðnu verið með allt öðrum hætti en áður síðan mælingar hófust árið 1980. Er þetta talið stafa af hlýrri sjó við norðanvert landið. Niðurstaða leiðangursins er sú að líklegt sé að hluti loðnunnar hafi verið óaðgengilegur til mælinga vegna útbreiðslu íss þó ógerningur sé að geta til um hversu mikið hafi vantað upp á heildarmælinguna. ■ HJÁLMAR ÁRNASON Að tengdasonur hans stundi smábáta- útgerð gerir hann ekki vanhæfan til að greiða atkvæði með smábátafrumvarpinu. SÓKNARDAGAKERFI SMÁBÁTA Breytingar meirihluta Alþingis ganga þvert á yfirlýsingar þingmanna vestfirðinga í fyrra. UNGLOÐNA Magn hennar mældist langt undir því sem venjulegt getur talist. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLVELTA Á SUÐURLANDSVEGI Kona var flutt á sjúkradeild eftir að bíll hennar valt í beygju fyrir neðan Hverárdal á tólfta tímanum í gærdag. Meiðsl kon- unnar voru ekki talin alvarleg. Ekki liggur fyrir hvað olli slys- inu, en dráttarbíll dró bílinn af slysstað. GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON Dagabátafrumvarpið kippir stoðunum undan sjávarbyggð- um fyrir vestan. LÍNUÍVILNUNARFUNDURINN Á ÍSAFIRÐI 13. SEPTEMBER 2003 Spurning: Væruð þið tilbúnir að styðja frumvarp um að sóknardagar hand- færabáta yrðu aldrei færri en 23? Kristinn H. Gunnarsson: Svarið er já. Einar Oddur Kristjánsson: Það er lífs- nauðsynlegt fyrir dagabátana að hafa þetta gólf. Einar K. Guðfinnsson: Það er mjög mikilvægt að verja þetta dagakerfi í heild sinni jafnframt því að gólf sé sett í kerfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.