Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 46
28. maí 2004 FÖSTUDAGUR18 Ystafell í Köldukinn: Verkfæri frá upphafi vélaaldar Sverrir Ingólfsson á Ystafelli í Köldukinn er að ljúka við að gera upp ‘51 módel af Land-Rover og er búinn að verja mörgum stund- um í hann í vetur. Massey Harris Pony dráttarvél frá 1952 hefur líka fengið ærlega andlits- lyftingu. Bílar og vélar skipa stóran sess í lífi Sverris og hann leikur á als oddi innan um þessar gersemar. Sverrir veit manna best hvers virði hjólatæki eru. Hann hefur sjálfur verið bund- inn við hjólastól frá því hann var 23 ára. Það aftrar honum samt ekki frá því að fást við sitt hugð- arefni, viðgerð á vélum og bílum og varðveislu þeirra. Hann kveðst reyndar fá heilmikla hjálp frá fjölskyldu, vinum og kunningjum. Sverrir er með heimasíðu þar sem hægt er að fylgjast með því sem hann er að bralla. Slóðin er ystafell.is Ábúendur á Ystafelli fögnuðu ár- þúsundamótum með því að koma samgönguminjasafni upp á eigin spýtur og nú í vor var sett upp gamaldags bílaverkstæði í hluta húsnæðisins, þar sem verkfæri frá upphafi vélaaldar eru til sýnis. Safnið verður opið gestum alla daga í sumar kl. 10–20. „Við höfum fengið svona rúmlega 4000 gesti á ári og getum verið ánægð með það,“ segir Sverrir. VESTMANNAEYJAR Tyrkjarán og saga fiskveiða „Við Vestmannaeyingar mun- um fagna sjómannadeginum með hefðbundnum hætti og gott betur því hér verða opnaðar tvær merkar sýning- ar undir yfirskriftinni Vor í Eyjum,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, nýráðinn ferðamálafulltrúi í Vest- mannaeyjum. Hún verður að segja okkur meira. „Önnur sýningin heitir Maður og öng- ull og er tileinkuð hinum landsþekkta sægarpi Binna í Gröf, en hann hefði orðið hundrað ára á þessu ári. Þar verður brugðið ljósi á 100 ár í sögu fiskveiða í Eyjum og inn í það tvinnast upphaf vélbáta- útgerðar, notkun köfunar- búnaðar frá byrjun og margt fleira forvitnilegt.“ Kristín segir hina sýning- una snúast um Tyrkjaránið 1627 en eins og flestir vita höfðu þeir atburðir gríðarleg áhrif á lífið í Eyjum. En hvar verða þessar sýningar í bæn- um og hversu lengi munu þær standa? „Maður og öngull er í húsnæði niðri við höfn og verður opin fram yfir gos- lokahátíð, sem er mánuði eftir sjómannadag. Tyrkja- ránssýningin er í Dal, sem var lengi eini alvöru sveita- bærinn hér og stendur skammt frá flugvellinum. Sú sýning verður uppi í viku.“ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.