Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 44
LAUGARVATN Listmunahús og markaður „Ég flutti hingað í sveitina fyrir tveimur árum en var áður með gallerí í Garðabæ,“ segir Þuríður Steindórsdótt- ir, sem rekur listmunahús á Laugarvatni, skáhallt á móti tjaldmiðstöðinni. Á hlaðinu fyrir utan er oft líflegur markaður þar sem fram- leiðsla blóma- og grænmetis- bænda er boðin til kaups, auk silungs og annars góð- metis. Handverkið hennar Þuríðar er allt úr smíðajárni. Það eru lampar, kertaljósakrónur og stólar, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er hún með mikið úrval af munum alls staðar að af landinu. Þeir eru úr gleri, leir, tré og ýmsu öðru. „Það er heilmikil stemning kring um þetta, því margir eiga leið hér um,“ segir Þuríður og brosir fallega.  28. maí 2004 FÖSTUDAGUR16 Hellnar: Fiskisúpan er aðall Fjöruhússins „Þetta er gamalt fiskvinnslu- og veiðarfærahús. Hér var saltað, hausar hertir og veiðarfæri geymd. En við erum búin að byggja eldhús við,“ segir Sigríður Einarsdóttir þar sem hún stendur innan við snoturt afgreiðsluborð Fjöruhússins að Hellnum á Snæfells- nesi. Hún og maður hennar, Kristján Gunnlaugsson, hafa rekið það síðan 1997. Fjöruhúsið er eitt af minnstu vertshúsum landsins. Stofa eins og í dúkkuhúsi. Pallurinn er þó enn tilkomumeiri veitingasalur með sæbarða kletta sitt til hvorrar handar, hafið framundan og himin- inn sjálfan sem þak. Þau hjón eru nýlega komin vestur eftir vetursetu í Reykjavík þar sem þau vinna það sem til fellur. „Þetta er svo lítið batterí að við lifum ekki á því,“ segja þau og meina veitingareksturinn. Fiski- súpan er þeirra aðall á staðnum. Hvað annað? Auk þess bjóðast gestum grænmetisbökur, kaffi og kökur, gos og áfengir drykkir. Frá Fjöruhúsinu liggur 2,5 km göngugata út að Arnarstapa, greinilega stigin af mörgum. Gömul steypt bryggja framan við hús- ið virðist vera að ganga á land en Kristján segir að á flóði sé hægt að komast að henni á smábát. Þennan daginn er lítið um sjóinn en stundum er bullandi brim, eins og gefur að skilja. Þau hjón segja gestafjöldann fara dálítið eftir veðri og eru ekkert að ofmetnast yfir árangri sínum. „Við erum svo heppin að það kemur alltaf eitt- hvað af fólki.“ Sigríður og Kristján njóta kvöldsólar á pallinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.