Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 22
Umræða stjórnarþingmanna um fjölmiðlafrumvarpið hefur ein- kennst af orðhengilshætti og útúr- snúningum. Hafi þeir verið spurð- ir um rök hafa verið lögð fram gögn með fáfengilegum atriðum. Í hæstvirtu Alþingi hafa þeir látið sig hafa það að veifa úr ræðustól DV og Fréttablaðinu og segja að þar séu birtir óþægilegir hlutir og það verði að koma í veg fyrir það. Dregin hafa verið fram gömul bréf, sem eiga að sýna fram á að þeir sem séu á móti frumvarpinu séu á mála hjá Baugi. Almenning- ur er gáttaður á þessu framferði og skilur ekki hvernig menn telja að þetta geti verið innlegg. Er það virkilega tilgangur hinnar harkalegu gegnumkeyrslu frumvarpsins að koma í veg fyrir að fram séu sett sjónarmið sem eru valdhöfum ekki þóknanleg, spyrja menn undrandi. Það hafa engin málefnanleg rök komið fram. En þingmenn á hinu háa Al- þingi hika ekki við að halda því fram að allir þeir sem ekki eru samþykkir frumvarpinu séu skoð- ana- og viljalaus handbendi Baugs. Umræðan hefur valdið miklu uppnámi í þjóðfélaginu. 70% þjóðarinnar ofbýður og vill staldra við og skoða málið frekar. Hjá þessum mikla meirihluta kemur glöggt fram vilji til þess að settar séu leikreglur um fjöl- miðlamarkaðinn en þau séu unnin af yfirvegun og vandvirkni, ekk- ert liggi á. Mörg samtök hafa sett fram gagnrýni á frumvarpið og vinnu- brögð forsætisráðherra. Fjöl- margir virtir lögmenn hafa efa- semdir um hvort frumvarpið standist stjórnarskrána. Fram hafa komið efasemdir um að frumvarpið næði þeim tilgangi að styrkja mál- og tjáningarfrelsi, það virtist frekar stefna í gagn- stæða átt. Full ástæða sé að setja leikreglur um fjölmiðla og hvatt hefur verið til þess að það yrði gert, en að vel ígrunduðu máli. Þar væri ekki síður ástæða til þess að endurskoða hið pólitíska vald sem væri á útvarpsráði og útvarpsréttarnefnd. Málið bæri um of einkenni af fljótfærnislegu offorsi stjórnvalda og setti at- vinnu og heimili fjölda starfs- manna í upplausnarstöðu. Hefur verið komið til móts við hinar fjölmörgu ályktanir fjöl- mennra samtaka og einstaklinga? Nei er svarið, það hefur ekki ver- ið tekið á þeim atriðum sem mest hafa verið gagnrýnd. Valblinda, dramb og þóttakennd framkoma forsvarsmanna valdhafa hefur gengið fram af almenningi. Aldrei hefur okkur verið betur ljóst að við verðum að hafa fjölmiðla til mótvægis við einkennileg efnis- tök Morgunblaðsins. Fyrir rúmu ári voru þær stöðvar sem eru á vegum Norðurljósa komnar að fótum fram og við blasti gjald- þrot. En með sameiginlegu átaki lánardrottna og nýrra fjárfesta tókst að koma stjórn á fjármál samsteypunnar. Inn komu sterkir fjárfestar eins og m.a. Baugsfeðg- ar og Kári Stefánsson. Fyrirtækj- unum var bjargað frá gjaldþroti og atvinnu þeirra 700 manna sem þar starfa. Yfirlýst markmið þeir- ra var að koma fyrirtækinu fyrir vind og selja það svo að tveim árum liðnum og ná til baka áhættufjármagni sínu með hagn- aði. Venjubundin vinnubrögð fjár- festa. Það virðist vera helsti og jafn- vel eini tilgangur stjórnarþing- manna að koma í veg fyrir að þessi markmið náist og tryggja að Morgunblaðið og RÚV séu áfram einu fjölmiðlarnir sem við höfum hér á landi. Stjórnarþingmenn hafa hingað til treyst því að þess- ir fjölmiðlar sem þeir stjórna taki óþægileg mál af dagskrá. Við höf- um séð mörg merki þess á undan- förnum misserum. Þó svo málið sé komið í gegnum Alþingi getur það ekki verið lok málsins. Bar- átta forsætisráðherra og ráðgjafa hans gegn þjóðaratkvæðagreiðslu og undarlegar yfirlýsingar þeirra styrkja okkur enn frekar í þeirri trú að tilgangur frumvarpsins sé sá einn að koma í veg fyrir að út séu gefnir á Íslandi fjölmiðlar sem séu stjórnvöldum ekki þókn- anlegir. ■ Það virðist vera helsti og jafnvel eini tilgangur stjórnarþingmanna að koma í veg fyrir að þessi markmið náist og tryggja að Morgunblaðið og RÚV séu áfram einu fjölmiðlarnir sem við höfum hér á landi. Stjórnarþingmenn hafa hingað til treyst því að þessir fjölmiðlar sem þeir stjórna taki óþægileg mál af dagskrá. GUÐMUNDUR GUNNARSSON FORMAÐUR RAFIÐNAÐARSAMBANDSINS UMRÆÐAN FJÖLMIÐLALÖGIN ,, Einsleit kennarastétt Hljóðið í skólastjórum virðist betra núna en það var fyrir síðustu kjarasamninga. Ástæð- an er fyrst og fremst sú að það gengur bet- ur að manna stöður og minni þörf er fyrir leiðbeinendur en áður. Það er að sjálf- sögðu fagnaðarefni að nú séu menntaðir kennarar að kenna æsku vors lands. En það hlýtur að teljast áhyggjuefni hversu einsleit kennarastéttin er. Ekki veit ég ná- kvæmlega hver meðalaldur kennara er en ég giska á að hann sé yfir fertugu. Síðustu kjarasamningar voru síst til þess fallnir að hvetja ungt fólk til þess að ráðast til starfa í grunnskólum landsins. Í staðinn banka upp á kennarar með 20 og 30 ára gömul kennarapróf sem hafa kannski ekki starfað við kennslu í fleiri ár. Hvað verður þá um nýjar agaaðferðir? Eða nýjar aðferðir í stærðfræðikennslu? Halla Gunnarsdóttir á vg.is/postur Lítið leggst fyrir garpinn Með síðasta útspili sínu í fjölmiðlamálinu er „virðulegur“ forsætisráðherra, Davíð Odds- son, að mínu mati endanlega búinn að spila rassinn úr buxunum. Forsætisráðherra hefur ekki vald til þess að úrskurða um vald forseta Íslands til að synja lögum staðfest- ingar. Slík heimild verður hvorki lesin úr stjórnarskrá né lögum um stjórnarráðið. Það er forseti Íslands sem fer með synjun- arvaldið og ákveður sjálfur hvort hann beit- ir því eða ekki. Endurskoðun á stjórnskipu- legu gildi laga, þar með talið hvort þau séu séu sett á réttan hátt, er dómsvaldsins. Um það hefur Hæstiréttur úrslitavald. Um þetta eru málsmetandi lögfræðingar sammála. Þrátt fyrir það ætlar Davíð sér að taka sér þetta vald. Stela því. Taka það með fanta- skap og ofbeldi. Eins og þjófur um nóttu. Lítið leggst nú fyrir garpinn eftir þrettán ára setu í stól forsætisráðherra. Jón Einarsson á blog.central.is/framsokn Bara af forvitni Bara af forvitni: Hvað eiga þessar dellufrétt- ir af „undirskriftasöfnun vegna áskorana til forseta Íslands“ að standa lengi? Er virkilega enginn sem hefur það hlutverk að hugsa á fréttastofunum hér? Vefþjóðviljinn á andriki.is 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR22 Fjölmiðlafrumvarpið í atkvæðagreiðslu AF NETINU KATRÍN JAKOBSDÓTTIR VARAFORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA FRIÐBJÖRN ORRI KETILSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI FRJÁLSHYGGJUFÉLAGSINS SKIPTAR SKOÐANIR Á að einkavæða Ríkisútvarpið? Með nýjum lögum um fjölmiðla verður sú þörf enn brýnni að hafa hér á landi öflugan ríkisfjölmiðil. Það er hagur allra landsmanna að eiga sér fjölmiðil sem þeir geta haft áhrif á, ólíkt einkamiðlunum sem hljóta ávallt að lúta stjórn eigenda sinna. Sannleikurinn er sá að „einka“ er ekkert meira frjálst en „ríkis“ þó að hægrimenn haldi iðulega öðru fram. Öðrum megin er menn bundnir stjórnmálamönnum, hinum megin eru þeir bundnir fjármálaöflum. Og meiri líkur eru til þess að ríkisreknir miðlar geti stundað sjálfstæða frétta- mennsku þar sem þeir bera ábyrgð gagnvart þjóðinni á því að starfsemi þeirra sé gagnsæ og þeir lúta til- teknum reglum um opinbera starfsmenn. Síðast en ekki síst getur almenningur haft áhrif á stjórnvöld í landinu - t.d. með því að kjósa ekki ríkisstjórnarflokk- ana - ef honum þykja áhrifin orðin of mikil. Lög gera ráð fyrir að hið opinbera standi ekki í sam- keppnisrekstri og þeir eru til sem sem telja að Ríkisút- varpið standi í slíku, t.d. að það sé í samkeppni við að- ila eins og KR-útvarpið. Það er þó villandi, því að hlut- verk Ríkisútvarpsins er að veita öllum landsmönnum tiltekna þjónustu sem enginn annar veitir; að endur- spegla lífið í landinu, vera hluti af menntaneti og menningarlífi þjóðarinnar og flytja landsmönnum áreiðanlegar og hlutlausar fréttir. Þvinganir eru ávallt rangar. Að þvinga alla þá sem eiga sjónvarp eða útvarp til þess að greiða ákveðnum ríkis- fjölmiðli afnotagjöld er gjaldtaka sem ekki á rétt á sér. Í Ríkisútvarpinu eru ýmsar skoðanir boðaðar sem margir eru ósammála. Það er því ekki réttlætanlegt að þvinga fólk til að greiða fyrir boðun slíkra skoðana. Réttast er að hver og einn greiði fyrir þann fjölmiðil sem hann sjálfur kýs. Með þeim hætti er enginn þving- aður og neytendum gefið frelsi til að velja. Til að sinna öryggishlutverki á öldum ljósvakans má veita heimild til að rjúfa útsendingar einkamiðla sé um að ræða miðlun upplýsinga er varða almannaheill. Slíkt er gert víða erlendis með góðum árangri. Óþarft er að reka stofnun sem árlega kostar viðtækjaeigendur hundruð milljóna og skilar gríðarlegu tapi sem lendir á herðum skattgreiðenda - sem jafnvel ekki eiga viðtæki. Samkvæmt könnunum RÚV er eftirspurn eftir efni stöðvarinnar tengdu fréttum, menningu, skemmtun og öðru mjög mikil og því ljóst að einkaaðilar hefðu mikinn hag af því að svara þeirri eftirspurn. Einkafyrir- tæki auka hag sinn með því að þjónusta neytendur sem best og sigra önnur fyrirtæki í samkeppni. Þjón- usta við neytendur frétta, menningar, skemmtunar og annars verður því fjölbreyttari og betri þar sem neyt- endur geta gert kröfur til einkafyrirtækja í fjölmiðla- rekstri - ella beini þeir viðskiptum sínum annað. Þjón- usta RÚV við neytendur menningar er háð geðþótta stjórnmálamanna þar sem beinlínis ólöglegt er að beina viðskiptum sínum frá RÚV. Látum af þvingunum og gefum öðru fólki valfrelsi. Einkavæðum Ríkisútvarpið. ÆVINTÝRI GRIMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.