Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 73

Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 73
FÖSTUDAGUR 28. maí 2004 Nú þegar æðið fyrir þriðjuHarry Potter myndinni er í þann mund að hefjast vinna fram- leiðendur myndanna hörðum höndum að því að ráða í hlutverk fjórðu myndarinnar. Þeir sem hafa séð Troy muna eflaust eftir breska leikaranum Brendan Gleeson í hlutverki Menelaus, konungs Spörtu. Hann hefur verið ráðinn til þess að fara með hlutverk Mad Eyed Moody, nýja skrýtna kennarans sem tek- ur að sér að kenna varnir gegn myrkragöldrum. Það er svo skemmtileg staðreynd að Gleeson starfaði sem kennari áður en hann hætti og ákvað að gerast atvinnuleikari, þá 34 ára gamall. Hann hefur því reynslu í því að reyna koma vitinu fyrir hóp af hávaðasömum og erfiðum krökk- um. Breska leikkonan Frances de la Tour hefur svo verið ráðin til þess að leika Madame Maxine, skólastjórann frá franska galdra- skólanum Beauxbatons sem kemur með nemendur sína til Hogwarts til að keppa um Eldbik- arinn. Hún er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Rising Damp auk fjölda kvikmynda eftir sögum Agöthu Christie.■ Ný andlit í Hogwarts BRENDAN GLEESON Brendan (til hægri) er alltaf stórkostlegur í hlutverkum sínum og ætti að vera góður í hlutverki Mad Eye Moody í fjórðu Harry Potter myndinni. ■ FRUMSÝNDAR UM HELGINA THE DAY AFTER TOMORROW Internet Movie Database - 6.2 /10 Rottentomatoes.com - 53% = Rotin Metacritic.com - 68 /100 DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM Kvikmyndaklúbburinn Alliancefrançaise-Filmundur sýnir á sunnudag og mánudag franska meistaraverkið Belle de Jour frá árinu 1967. Myndin er talin með betri myndum leikstjórans Luis Bunuel. Eins og svo margar góðar franskar myndir fjallar Belle de jour um ástina á mjög mannlegan og opinskáan hátt. Aðalpersónan er hin fagra Severine sem er gift lækni sem hún elskar. Út á við er hún hin fullkomna húsmóðir en leikur tveimur skjöldum. Gallinn er að þó að hún elski mann sinn finnur hún engar kynferðislegar hvatir til hans, og leitar því á önn- ur mið. Hún leyfir sér að uppfylla klúrar kynlífs- fantasíur með öðru fólki og fær þannig kynferðislega útrás. Hún tekur að sér að starfa sem vændiskona fyrir ríka fólkið á kvöldin, en leikur sig svo sem heiðarlega og ástríka eiginkonu. Heimur hennar hrynur svo þegar leyndarmáli hennar er þröngvað í dagsljósið vegna áráttu eins viðskiptavinar hennar. Eiginmaður hennar þarf þá að ákveða hvort hann eigi að hafna henni vegna gjörða hennar eða viðurkenna hana fyrir það sem hún er. Með aðalhlutverk fara Catherine Deneuve, Jean Sorel, Pierre Clémenti, Michel Piccoli, Geneviève Page, Françoise Fabi- an, Macha Méril og Francis Blanche. Myndin verður sýnd í Háskóla- bíói á sunnudag kl. 18 og á mánu- dag kl. 20. Myndin er sýnd með enskum texta. Aðgangur er ókeypis fyrir meðlimi í Alliance française. ■ Húsmóðir á daginn, hóra á kvöldin [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ Van Helsing „Útlit myndarinnar er frábært, búningarnir eru flott- ir og drungalegt umhverfi Transylvaníu er heillandi. Tæknibrellurnar eru fyrsta flokks en þó nokkuð of- notaðar, sérstaklega í lokin, og þá keyrir væmnin einnig um þverbak. Annars er ekki yfir neinu að kvarta og Van Helsing er alvöru sumarpoppkorns- smellur sem stendur fyllilega undir öllum vænting- um sem slíkur.“ ÞÞ Ned Kelly „Heath Ledger og Orlando Bloom eru þrátt fyrir allt býsna góðir, ef horft er framhjá skelfilegum gervi- skeggjunum. Hins vegar er illa farið með tvo af- bragðsleikara í illa skrifuðum hlutverkum; Naomi Watts, sem efristéttar ástkonu útlagans, og Geof frey Rush sem er höfuðandstæðingur hans. Ég vil benda áhugamönnum um góða kvikmynda- töku á að hér er mikill snillingur á bak við mynda- vélina og er mjög vel að verki staðið í flestöllu öðru tæknilegu og listrænu í kvikmyndinni. En heildarútkoman bíður hnekki af völdum ómarkviss handrits. Álitlegt hús en byggt á sandi.“ KD ■ KVIKMYNDIR ■ KVIKMYNDIR CATHERINE DENEUVE Vinkona Bjarkar lék í myndinni á hátindi ferils síns í Frakklandi og þykir mjög ögrandi í hlutverkinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.