Fréttablaðið - 28.05.2004, Síða 65
29FÖSTUDAGUR 28. maí 2004
Signý Hermannsdóttir er varafyrirliði íslenska landsliðsins:
Mikil tilhlökkun í hópnum
KÖRFUBOLTI Signý Hermannsdóttir,
varafyrirliði kvennalandsliðsins, lék
í vetur á Spáni en hefur nú á nýjan
leik gengið til liðs við sitt gamla fé-
lag, ÍS. Hún segist vera mjög spennt
fyrir komandi sumri hjá landsliðinu
sem hefur aldrei spilað jafnmarga
leiki á einu ári og nú:
„Það er mikið af verkefnum
framundan, nýr þjálfari og allt í
gangi og mikil tilhlökkun í hópnum.
Það verður gaman að sjá hvar við
stöndum og þessir leikir við Eng-
lendinga eru mikilvægur liður í und-
irbúningi liðsins fyrir mótin tvö í
sumar.“ Signý segir það vera mikinn
heiður að spila fyrir Íslands hönd:
„Það er alltaf gaman að spila
landsleiki og þeir mættu gjarnan
vera miklu fleiri. Það hafa orðið
framfarir í kvennakörfuboltan-
um hér heima en það má alltaf
gera betur og það er alltaf hægt
að nota fleiri góða leikmenn. Það
er reyndar fullt af efnilegum
leikmönnum að koma upp og það
verður spennandi að sjá hvernig
landsliðið kemur til með að þró-
ast á næstu árum - árangurinn
hjá 16 ára landsliðinu um daginn
á Norðurlandamótinu var auðvit-
að alveg meiriháttar og því engin
spurning að málin eru í góðum
farvegi.“
En hver eru markmið lands-
liðsins fyrir mótin í sumar:
„Við stefnum ótrauðar á sigur
á mótinu úti í Andorra - það er
alveg á hreinu - og síðan höfum
við verið að sækja á hinar Norður-
landaþjóðirnar og stefnum á að
halda því áfram. Miðað við
stemninguna og tilhlökkunina í
hópnum þá eru góðir hlutir í upp-
siglingu,“ sagði miðherji og vara-
fyrirliði íslenska landsliðsins,
Signý Hermannsdóttir. ■
SIGNÝ HERMANNSDÓTTIR
Varafyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í
körfubolta.
Með mannskap til að
spila hraðan bolta
Segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta. Þrír leikir verða um
helgina gegn Englendingum.
KÖRFUBOLTI Ívar Ásgrímsson er
þjálfari íslenska kvennalands-
liðsins í körfubolta og eru þetta
fyrstu leikir þess undir hans
stjórn: „Þetta starf leggst vel í
mig,“ segir Ívar aðspurður og
bætir við: „Stelpurnar hafa verið
duglegar við æfingarnar og liðið á
að vera í mjög góðu formi og því
verður væntanlega engan sumar-
brag að sjá. Einhver þyngsli gætu
þó gert vart við sig vegna stífra
æfinga en það kemur bara í ljós.“
Ívar nefnir að það sem helst
hái landsliðinu séu fáir landsleik-
ir: „Það væri gott að fá fleiri leiki
og sjá betur hvar liðið stendur og
bæta samspilið og þessir þrír leik-
ir við Englendingana eru því kær-
komið tækifæri sem við verðum
að nýta vel.“
Mikill efniviður
En hvað með efniviðinn, er
hann góður? „Já, á því leikur
engin vafi,“ segir Ívar:
„Það sást hvað best á Norður-
landamótinu en þar vann 16 ára
liðið til gullverðlauna og þar eru
þær stelpur sem við erum með í
huga sem framtíðarleikmenn
landsliðsins. Það er þó smá bil á
milli þeirra sem eru í aðalhlut-
verkum núna og þeirra sem koma
til með að taka við en það kemur
fyrir af og til í flestum íþrótta-
greinum.“
Ívar vill gjarnan láta liðið spila
hratt og segir efni vera til þess:
„Við erum með mjög hraðan bak-
vörð sem heitir Hildur Sigurðar-
dóttir en hún er mjög fljót upp með
boltann. Birna Valgarðsdóttir er
síðan öflug á kantinum og mjög
dugleg og fljót að hlaupa upp völl-
inn. Síðan eru margir góðir skot-
menn í liðinu og tveir sterkir mið-
herjar. Okkur myndi reyndar ekki
veita af því að hafa fleiri stóra leik-
menn en það er vandamál sem er
vel þekkt í körfuboltanum hér á
landi og við verðum því einfaldlega
að huga betur að öðrum þáttum.
Við munum prófa nýjar varnir
í leikjunum núna sem við erum
búin að fara yfir á æfingum að
undanförnu. Það verður helsti
áherslupunktur þessara leikja og
vonandi getum við síðan notað
þær með góðum árangri í mótun-
um í sumar. Það tekur töluverðan
tíma og margar æfingar að ná tök-
um á þeim varnarafbrigðum sem
við erum að æfa upp.“
Ekki mikill munur á
félagsliði og landsliði
En finnst Ívari vera frábrugðið
að þjálfa félagslið og landslið?
„Hingað til hefur mér ekki
fundist munurinn svo ýkja mikill.
Hann liggur kannski helst í því að
í landsliðinu er maður að vinna
með marga mjög góða leikmenn
og æfingar eru á allt öðru og
hærra plani en hjá félagsliðunum.
Síðan verður maður væntanlega
meira var við muninn þegar út í
mótin er komið og liðið þarf að
spila dag eftir dag. þetta á þó allt
eftir að koma í ljós, ég er rétt að
byrja og hlakka bara til komandi
verkefna enda engin ástæða til
annars,“ sagði Ívar Ásgrímsson,
þjálfarikvennalandsliðsins. ■
ÍVAR ÁSGRÍMSSON
Fyrstu leikir kvennalandsliðsins
undir hans stjórn verða um
helgina gegn Englendingum.
ÍA OG FH
Leika í UEFA-bikarkeppninni sem hefst 15.
júlí.
UEFA-bikarkeppnin
2004-2005:
Hefst um
miðjan júlí
FÓTBOLTI Úrslitaleik Porto og
Monaco í meistaradeildinni var
rétt nýlokið þegar UEFA birti
dagskrá yfir næstu Evrópu-
keppnir félagsliða. Keppni í
meistaradeildinni er með svip-
uðu sniði og áður en UEFA-
bikarkeppnin hefst fyrr en áður
og verður með breyttu sniði.
ÍA og FH leika í UEFA-bikar-
keppninni sem hefst að þessu
sinni 15. júlí. Leiknar verða
þrjár umferðir í undankeppn-
inni en 21. október hefst riðla-
keppni. Þar keppa 40 félög í
átta riðlum og komast 24 félög
áfram í útsláttarkeppni á næsta
ári.
Dregið verður í fyrstu
umferð UEFA-bikarkeppninnar
25. júní og sama dag verður
dregið í fyrstu tvær um-
ferðirnar í undankeppni
meistaradeildarinnar. KR
leikur í undankeppni meistara-
deildarinnar sem hefst 14. júlí.
Fylkir tekur þátt í getrauna-
keppni UEFA og leikur við Gent
frá Belgíu 19. og 26. júní. Sigur-
vegarinn mætir félagi frá
Kýpur eða Makedóníu. ■
Líf og fjör hjá Bayern
München:
Lucio í
hópinn
FÓTBOLTI Þýska stórkarlaliðið
Bayern München hefur fest kaup
á brasilíska varnarmanninum
Lucio, en hann kemur frá Bayer
Leverkusen. Lucio, sem er tutt-
ugu og sex ára að aldri, hefur
þegar samþykkt samning við
Münchenarliðið en kaupverðið er
talið í námunda við átta milljónir
punda. Það er því mikið að gerast
innan herbúða liðsins því á dögun-
um var Felix Magath ráðinn nýr
knattspyrnustjóri og íranski
sóknarmaðurinn Vahid Hashem-
ian er væntanlegur frá Bochum. ■
Mitre Academy
Legghlífar
Kr. 990.-
Án/ökklahlífar
Markmannshanskar
fyrir krakka kr. 990.-
Mitre MS2
Legghlífar
Kr. 1790.-
m/ökklahlíf
Mitre Hydro
Frá kr. 3.990.-
Mitre Superfit
Æfingahanskar
Kr. 3.990.-
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36, Reykjavík,
sími 588 1560
www.joiutherji.is
sendum í póstkröfu
Mitre GRT Pro
Keppnishanskar
Kr. 5.990.-
Við eigum gott úrval af HM vörum
HÓPURINN
Nafn, lið leikir
Alda Leif Jónsdóttir, ÍS 32
Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 45
Erla Reynisdóttir, Keflavík 22
Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík 34
Hildur Sigurðardóttir, KR 27
Lovísa Guðmundsdóttir, ÍS 12
María Ben Erlingsdóttir, Keflavík Nýliði
Marín R. Karlsdóttir, Keflavík 20
Ólöf Helga Pálsdóttir, Grindavík Nýliði
Petrúnella Skúladóttir, Grindavík Nýliði
Rannveig K. Randversdóttir, Keflavík 6
Signý Hermannsdóttir, ÍS 18
Sólveig Gunnlaugsdóttir, Grindavík 9