Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 20
Nýtt haftatímabil?
Margt bendir til þess að fjölmiðlalögin
nýju séu aðeins fyrsta skrefið af mörgum í
átt til frekari hafta og forræðishyggju í
þjóðfélaginu Fram hefur komið að frekari
reglur um starfsemi fjölmiðla
eru í undirbúningi á veg-
um menntamálaráðu-
neytisins og nefnd um
hringamyndun í íslensku
viðskiptalífi skilar tillög-
um til viðskiptaráðherra í
september næstkom-
andi. Af ummæl-
um Valgerðar
Sverr isdóttur
viðskiptaráð-
herra á eld-
húsdegi á
Alþingi á
mánudaginn verður ekki annað ráðið en
að ríkisstjórnin ætli að láta kné fylgja kviði
eftir sigurinn í fjölmiðlamálinu og koma
böndum á þá kaupsýslumenn sem ekki
eru stjórnvöldum þóknanlegir.
Ögrar Ólafi Ragnari
Davíð Oddsson virðist sannfærður um að
Ólafur Ragnar Grímsson forseti treysti sér
ekki til að stíga það sögulega skref að neita
að undirrita lög frá Alþingi. Hann telur sig
því hafa efni á að niðurlægja forsetann og
ögra honum sem mest hann má. Fyrst gaf
hann í skyn í sjónvarpsviðtali að forsetinn
væri fjárhagslega háður ákveðnum kaup-
sýslumönnum og væri því vanhæfur í fjöl-
miðlamálinu. Síðan notaði Davíð tíu ára
gömul ummæli Ólafs Ragnars til að rök-
styðja nauðsyn fjölmiðlafrumvarpsins þeg-
ar atkvæði voru greidd um það á Alþingi.
Loks dró hann í efa að forsetinn hefði yfir-
höfuð vald til að synja lögum staðfestingar,
þótt stjórnarskráin segi það berum orðum,
og kvaðst ætla að úrskurða um það sjálfur.
Ekki furða að forsætisráðherra skellihlæi af
ánægju þessa dagana. Nú skal hefnt fyrir
„skítlegt eðli“.
Fyrir mörgum árum samdi og
söng Vilhjálmur Vilhjálmsson
vinsælt dægurlag sem heitir
Einshljóðfærissinfóníuhljóm-
sveit. Lagið fjallaði um gítarleik-
ara þar sem hann er að spila á
sex strengja gítarinn sinn, en í
draumi breytist heldur einfalt
spilið í mikla sinfóníu sem til
samræmis við alla þá innri tóna
sem hljóma í höfði mannsins.
Viðlagið í þessu vinsæla dægur-
lagi var eitthvað á þessa leið:
Þá dreymir mig um bassann
sem botninn fylla kann
og bið svo guð um sólógítar til
að styðja hann
Ég trommur þarf svo geti, ég
takti haldið vel
og tígulega í fjarska heyrast
strengir flott ég tel.
Við spilum allir saman, sem
sprækum mönnum ber,
og spilverk okkar hljómar eins
tónlistin í mér.
En þegar draumnum líkur ég
ei þarf að orðlengja,
ég er bara einshljóðfærissin-
fóníuhljómsveit .. sex strengja!
Fjölmiðlafrumvarpið hefur nú
verið samþykkt á Alþingi og
menn bíða þess (þegar þetta er
skrifað) nú hver viðbrögð Ólafs
Ragnars Grímssonar verða. Skrif-
ar hann nýjan kafla í Íslandssög-
unni eða passar hann sig að rugga
ekki bátunum og lætur sér nægja
að minna með táknrænum hætti á
að málskotsrétturinn er virkur - í
umræðunni í það minnsta? Eng-
inn veit svarið við þessari spurn-
ingu en þjóðin bíður spennt að sjá
hvers eðlis þessi næsti kafli í fjöl-
miðlafrumvarpssinfóníunni verð-
ur. Greinilegt er að Davíð Odds-
son forsætisráðherra á samleið
með þjóðinni í þessu, hann virðist
spenntur líka. Hins vegar hefur
hann, ólíkt okkur hinum, ekki set-
ið með hendur í skauti og beðið
þess sem verða vill. Davíð virðist
nefnilega telja verulegar líkur til
þess að Ólafur Ragnar synji lög-
unum staðfestingar, eins og ber-
lega kom í ljós þegar hann gerði
grein fyrir atkvæði sínu við af-
greiðslu frumvarpsins. Þá talaði
forsætisráðherra beinlínis til for-
setans með því að vitna til gam-
alla ummæla Ólafs Ragnars og
gera þau að sínum. Einnig birtist
þetta í ummælum sem höfð voru
eftir Davíð í vikunni varðandi
þann stjórarskrárvafa sem upp
kynni að koma um hvort forsetinn
hefði í raun og veru málskotsrétt.
Þá sagði Davíð einfaldlega að
málið væri umdeilt meðal fræði-
manna og líklega myndi það koma
til sinna kasta að skera úr um
hvort þessi réttur væri til staðar
eða ekki. Þannig sér Davíð Odds-
son fyrir sér að það kæmi honum
í hlut sem oddvita framkvæmda-
valdsins að gerast í raun eins kon-
ar stjórnlagadómstóll í landinu!
Forsætisráðherra hefur sýnt að
hann er ekki verklatur maður
þegar kemur að því að taka að sér
hinar ýmsu greinar ríkisvaldsins,
en að forsætisráðherrann eigi að
kveða upp úr með vafaatriði í
stjórnarskránni er full langt
gegnið.
Í fjölmiðlafrumvarpssinfóní-
unni hefur þrískipting valdsins
umturnast í þrískiptingu taktsins
sem Davíð Oddsson valsar eftir
með framsóknarmaddömunni um
sali og gólf íslenska stjórnkerfis-
ins. Á þessu gólfi er aðeins eitt
danspar og sinfónísk tónlistin
ómar í höfði forsætisráðherrans
ekki síður en hún gerði í höfði
gítarleikara Vilhjálms Vilhjálms-
sonar. Þarna má greina hvernig
Davíð framkallar samkvæmt
sínu höfði bassann hjá löggjafar-
valdinu. Sjálfur spilar hann á
sinn guðlega sólógítar fram-
kvæmdavaldsins og kallar síðan
af festu fram hjá trommum
fjórða valdsins þann takt sem
hann telur sér henta. Nú hyggst
hann fullkomna hjómkviðuna
með því að spila líka sjálfur á
tígulega strengi stjórnlagadóm-
stólsins, sem kveður upp úr með
hvað forsetinn má og hvað ekki.
Eflaust getur íslenski forsætis-
ráðherrann tekið undir með
dreymandanum í dægurlaginu að
„spilverk okkar hljómi eins og
tónlistin í mér“. Þó er einn afar
mikilvægur munur á einshljóð-
færissinfóníuhljómsveitum dæg-
urlagsins annars vegar og Davíðs
hins vegar. Davíð er ekki að
dreyma. Okkur hin, þegna Dav-
íðs, er ekki heldur að dreyma.
Því er það að þótt við leggjum
metnað okkar í menningu og vilj-
um kalla okkur pólitíska tónlist-
arþjóð sem ber sig saman við
aðrar þjóðir með stórar sinfóníur
og fílharmóníur þá virðist niður-
staðan sú, að við sitjum uppi með
„einshljóðfærissinfóníuhljóm-
sveit...sex strengja“! ■
Stjórnmálaflokkarnir hafa verið tregir eða ófáanlegir til að gefaupp hverjir styrkja starf þeirra og rekstur. Þeir hafa ekki viljaðgefa upp hvaðan þeim auðnast peningar til að standa undir viða-
miklum rekstri. Þrátt fyrir að þær stofnanir sem standa að baki
stjórnmálamönnum starfi í raun með leynd hafa stjórnmálamenn
hvergi hikað við að efast um heiðarleika annarra. Smekklausar og til-
hæfulausar en endurteknar árásir á heiðarleika blaðamanna hafa
aldrei verið fleiri en nú. Þeir eru sakaðir um að ganga erinda eigenda
fjölmiðlanna, alla daga, alltaf, eins og sá harðasti segir svo oft.
Þessir sömu stjórnmálamenn hafa hins vegar ekki viljað gefa upp
hverjir „eigendur“ þeirra eru svo öllum megi vera ljóst hvort stjórn-
málamennirnir gangi erinda þessara „eigenda“ eða starfi óháðir gagn-
vart þeim sem kosta starf flokkanna. Þó svo að stjórnmálamenn fari
með vald geta þeir ekki endalaust skýlt á sér bak við það og neitað að
samþykkja lög um jafn sjálfsagða hluti og hverjir kosta flokka þeirra
til starfa. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar verða að standa upp
og eyða öllum efasemdum, en þær eru margar.
Þorvaldur Gylfason prófessor skrifaði um þetta mál í fínni grein í
Fréttablaðinu í gær. Þar segir meðal annars: „Stjórnmálaflokkarnir
telja sig bersýnilega hafa ærna ástæðu til að streitast gegn kröfum
þeirra, sem hafa lýst eftir gagnsæjum fjárreiðum flokkanna. Annars
hefðu flokkarnir orðið við þessum kröfum fyrir löngu. Þeir hafa þó
heldur kosið að þráskallast við. Mótþróinn er sýnu mestur í stjórnar-
flokkunum tveim. Þeir hegða sér eins og þeir hafi eitthvað að fela: þeir
hafa a.m.k. vakið „grunsemdir um að það blasi við“, svo að vitnað sé
til orða forsætisráðherra um annað mál. Þingmenn stjórnarandstöð-
unnar hafa flutt frumvörp til laga um opnari fjárreiður flokkanna á
hverju þingi mörg undangengin ár, en stjórnarflokkarnir hafa fellt
þau öll.
Þetta mál er umhugsunarvert í ljósi þess ofurvalds sem núverandi
stjórnarflokkar hafa haft í stjórnmálum landsins allan lýðveldistím-
ann. Þeir hafa aldrei þurft að vera utan ríkisstjórnar báðir í einu nema
nokkra mánuði í senn, tvisvar – og þá vegna tímabundins ósamkomu-
lags innbyrðis. Yfirburðastaða þessara tveggja flokka hefur jafnan
verið umfram kjörfylgi þeirra, enda helgast hún að nokkru leyti af
ójöfnum atkvæðisrétti eftir búsetu. Samanlagt kjörfylgi stjórnar-
flokkanna nam hér áður fyrr nálægt tveim þriðju hlutum greiddra at-
kvæða í alþingiskosningum, en það hefur smám saman farið minnk-
andi og er nú komið niður í rétt röskan helming og virðist stefna neð-
ar. Þessir flokkar hafa samt ævinlega hegðað sér eins og þeir styddust
við yfirgnæfandi hluta kjósenda. Hvaðan kom þeim þessi styrkur?“
Undir þetta er tekið, það er að ábyrgðin er fyrst og fremst hjá
stjórnarflokkunum tveimur, ekki bara vegna þess að þeir hafa haft
völd til að lögleiða upplýsingaskyldu, heldur ekki síður vegna þess
hversu óvægnir og smekklausir talsmenn þessara flokka hafa verið
um áreiðanleika annarra. Eyðið óvissunni. ■
28. maí 2004 FÖSTUDAGUR
MÁL MANNA
SIGURJÓN M. EGILSSON
Stjórnmálaflokkar gefa ekki upp hverjir veita þeim
styrki. Stjórnmálamenn saka blaðamenn um að ganga
erinda eigenda sinna. En hvað um stjórnmálamenn?
Stjórnmálamenn,
eyðið óvissunni
ORÐRÉTT
Einum of
Þórunn er ekki aðeins rösk og
ákveðin eins og hér hefur verið
lýst, heldur segja sumir að hún
sé of rösk á stundum og eigi það
jafnvel til að troða fólki um tær
til að fá sitt fram.
Svipmynd af Þórunni Sigurðardóttur,
listrænum stjórnanda Listahátíðar.
Morgunblaðið 27. maí.
Sælir eru trúaðir
Vegna þessara ofsafengnu
sveiflna í almenningsálitinu er okk-
ur nauðsynlegt að eiga stjórnmála-
foringja eins og Davíð Oddsson og
Björn Bjarnason sem hafa kjark til
þess að fylgja sannfæringu sinni
hvernig sem vindar blása og stað-
festu til að standa af sér grimmileg-
ar árásir voldugra sérhagsmunaafla
eins og Baugshringsins.
Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur.
Viðskiptablaðið 26. maí.
Meiri höft?
Það er sérstök ástæða til að
fagna ... orðum Halldórs Ás-
grímssonar og Valgerðar Sverris-
dóttur. Þau sýna að viðskipta-
ráðherra var full alvara með
skipun nefndar sem á að skila
áliti í september um hringa-
myndun í viðskiptalífinu.
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins.
Morgunblaðið 27. maí.
FRÁ DEGI TIL DAGS
Þessir sömu stjórnmálamenn hafa hins vegar ekki
viljað gefa upp hverjir „eigendur“ þeirra eru svo
öllum megi vera ljóst hvort stjórnmálamennirnir gangi er-
inda þessara „eigenda“ eða starfi óháðir gagnvart þeim
sem kosta starf flokkanna.
,,
Í DAG
ÍSLENSKT STJÓRNARFAR
OG FORSÆTISRÁÐHERRA
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
Í fjölmiðlafrum-
varpssinfóníunni hefur
þrískipting valdsins
umturnast í þrískiptingu
taktsins sem Davíð
Oddsson valsar eftir með
Framsóknarmaddömunni
um sali og gólf íslenska
stjórnkerfisins. Á þessu
gólfi er aðeins eitt danspar
og sinfónísk tónlistin ómar
í höfði forsætisráðherrans
ekki síður en hún gerði í
höfði gítarleikara
Vilhjálms Vilhjálmssonar.
,,
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal
AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75
06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift
ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
degitildags@frettabladid.is
Einshljóðfæris-
sinfóníuhljómsveit