Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 49

Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 49
ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 2 43 65 04 /2 00 4 flugfelag.is Aðeins fimm skref á Netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is SANDGERÐI OG GARÐUR Leið svo vel að hún vildi ekki fara „Þetta hefur verið svakalega vinsælt og útlendingurinn er alveg brjálaður í þetta,“ segir Rannveig Pálsdóttir og á við dvöl í sumarhúsum niður við ströndina á milli Sandgerðis og Garðs. Þar er golfvöllur við hliðina. Rannveig býr þarna rétt hjá, á Þórodds- stöðum, ásamt manni sínum, Ingimari Sumarliðasyni. Þau eiga þrjú húsanna sem öll eru með palli og potti og einnig hafa þau eitt hús í útleigu sem Sandgerðisbær á. Rannveig segir okkur rómatíska sögu upphafssetningunni til stuðn- ings. „Það kom hingað kona frá Hollandi á kennararáð- stefnu og ætlaði að vera í fjóra daga en leið svo vel að hún vildi ekki fara heim. Svo hún hringdi í manninn sinn og fékk hann til að koma líka. Þau dvöldu hér saman í fimm daga saman, sátu mest í stof- unni og horfðu heilluð út á hafið.“ Önnur saga fylgir í kjölfarið: „Einn viðskipta- vinur er búinn að koma átta sinnum og uppgötvaði staðinn þó ekki fyrr en í fyrra“. Rann- veig segir fólk utan af landi vera búið að uppgötva að gott sé að gista hjá þeim nóttina áður en það fer í flug og fyrstu nóttina eftir að það lendir, enda sé það ekki nema 10 mínútur í bíl upp á flug- völl. Hún getur þess líka að þegar fari að skyggja á kvöld- in sé tignarlegt að sjá stóru bátarna sigla upplýsta fram hjá að ekki sé minnst á fegurð norðurljósa og stjarna sem njóti sín vel frá þessum stað. 

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.