Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 34
28. maí 2004 FÖSTUDAGUR6 U p p l ý s i n g a m i ð s t ö ð i n á A k u r e y r i H a f n a r s t r æ t i 8 2 • 6 0 0 A k u r e y r i • S í m i 4 6 2 7 7 3 3 • F a x 4 6 1 1 6 1 7 w w w . a k u r e y r i . i s ÁSPR E N T ÖLL L ÍFS INS GÆÐI A Q U I S Handklæði * Létt * Fyrirferðalítil * Þurrka vel * Þorna fljótt * Endast vel Útsölustaðir: Sport- og útivistaverslanir um land allt Frábær fermingargjöf - Frábær í ferðalagið Dreifing: Daggir s: 462-6640 „Vestmannaeyjar þykja mér fallegasti staðurinn og eru þeir þó margir fagrir á okkar landi,“ segir Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona, spurð um uppáhaldsstaðinn sinn. „Þar er ég fædd og þar var ég öll sumur fram á unglingsár hjá ömmu og afa, móðursystur minni og hennar fjölskyldu.“ Þetta var áður en Evrópusambandið gaf út til- skipanir sem banna börnum að taka þátt í vinnu því Ragnheiður kveðst hafa verið sjö ára þegar hún byrjaði að slíta humar. „Æðislega smart með gúmmísvuntu og Birgitte Bardot slæðu yfir hárinu, bundna í kross undir hökunni og svo aftur fyrir hálsinn. Það var stællinn,“ rifjar hún upp hlæjandi. Ragnheiður stefnir á að fara til Eyja við tæki- færi. „Móðurættin mín er lítil og nú er bara einn frændi eftir úti í Eyjum með sína konu. Ég hef far- ið alltof sjaldan þangað undanfarið, það hefur ver- ið svo mikið að gera og maður hefur verið á öðrum þvælingi,“ segir hún og bætir við að lokum: „Mér fannst Eyjarnar breytast við gosið en nú finnst mér þær aftur vera orðnar svona óskaplega fallegar“. Uppáhaldsstaðurinn: Eyjar hafa endurheimt fegurðina Iðnaðarsafnið á Akureyri: Allt hlutir sem þjóðin þekkir Á Krókeyri, í húsaþyrpingu gegnt flugvellinum á Akureyri, var opn- að nýtt safn þann 1. maí sl. Það er Iðnaðarsafnið á Akureyri sem geymir minjar frá 70 fyrirtækj- um í bænum. Safnið bregður ljósi á hina fjölbreyttu framleiðslu iðn- aðarvara sem átti sér stað í þess- um höfuðstað Norðurlands á lið- inni öld og þá verkmenningu sem þar þróaðist. Þaðan voru fluttar framleiðsluvörur fjölmargra verksmiðja bæði á innlendan og erlendan markað. Fataefni, gluggatjöld, mokkaskinnjakkar og skór af 50–60 gerðum eru meðal þess sem fyrir augu ber á safninu og að sögn safnstjórans, Jóns Arnþórssonar, vekja mun- irnir upp minningar hjá mörgum. „Þetta eru allt hlutir sem þjóðin þekkir og notaði.“ Hann kveðst hafa unnið að undirbúningi safns- ins í 12 ár. „Það er mitt beibí,“ segir hann brosandi. 1. Jón Arnþórsson safnstjóri í peysu sem saumuð var í Heklu úr ullarvoð frá Gefj- unni og skinni frá Iðunni. 2. Fjölbreytt úrval af Iðunnarskóm. 3. Velflestir Íslendingar áttu gæruskinnsúlpur frá Heklu. „Það er verst að þegar hett- an er reimuð veit maður ekkert hver er kominn, eig- inmaðurinn, sonurinn eða elskhuginn,“ er haft eftir einni hressri. 4. Húsgögnin frá Valbjörk voru traust og stílhrein.  1 2 3 4 M YN D : V AL G AR Ð U R M YN D : E IN AR Ó LA Ragnheiður og dóttir hennar Margrét D. Jónsdóttir að bjástra í garðinum. Allt í stangveiðina, sjöstöngina og skitteríð Laufásgötu 1 - 600 Akureyri - w.w.w sjobudin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.