Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 34

Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 34
28. maí 2004 FÖSTUDAGUR6 U p p l ý s i n g a m i ð s t ö ð i n á A k u r e y r i H a f n a r s t r æ t i 8 2 • 6 0 0 A k u r e y r i • S í m i 4 6 2 7 7 3 3 • F a x 4 6 1 1 6 1 7 w w w . a k u r e y r i . i s ÁSPR E N T ÖLL L ÍFS INS GÆÐI A Q U I S Handklæði * Létt * Fyrirferðalítil * Þurrka vel * Þorna fljótt * Endast vel Útsölustaðir: Sport- og útivistaverslanir um land allt Frábær fermingargjöf - Frábær í ferðalagið Dreifing: Daggir s: 462-6640 „Vestmannaeyjar þykja mér fallegasti staðurinn og eru þeir þó margir fagrir á okkar landi,“ segir Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona, spurð um uppáhaldsstaðinn sinn. „Þar er ég fædd og þar var ég öll sumur fram á unglingsár hjá ömmu og afa, móðursystur minni og hennar fjölskyldu.“ Þetta var áður en Evrópusambandið gaf út til- skipanir sem banna börnum að taka þátt í vinnu því Ragnheiður kveðst hafa verið sjö ára þegar hún byrjaði að slíta humar. „Æðislega smart með gúmmísvuntu og Birgitte Bardot slæðu yfir hárinu, bundna í kross undir hökunni og svo aftur fyrir hálsinn. Það var stællinn,“ rifjar hún upp hlæjandi. Ragnheiður stefnir á að fara til Eyja við tæki- færi. „Móðurættin mín er lítil og nú er bara einn frændi eftir úti í Eyjum með sína konu. Ég hef far- ið alltof sjaldan þangað undanfarið, það hefur ver- ið svo mikið að gera og maður hefur verið á öðrum þvælingi,“ segir hún og bætir við að lokum: „Mér fannst Eyjarnar breytast við gosið en nú finnst mér þær aftur vera orðnar svona óskaplega fallegar“. Uppáhaldsstaðurinn: Eyjar hafa endurheimt fegurðina Iðnaðarsafnið á Akureyri: Allt hlutir sem þjóðin þekkir Á Krókeyri, í húsaþyrpingu gegnt flugvellinum á Akureyri, var opn- að nýtt safn þann 1. maí sl. Það er Iðnaðarsafnið á Akureyri sem geymir minjar frá 70 fyrirtækj- um í bænum. Safnið bregður ljósi á hina fjölbreyttu framleiðslu iðn- aðarvara sem átti sér stað í þess- um höfuðstað Norðurlands á lið- inni öld og þá verkmenningu sem þar þróaðist. Þaðan voru fluttar framleiðsluvörur fjölmargra verksmiðja bæði á innlendan og erlendan markað. Fataefni, gluggatjöld, mokkaskinnjakkar og skór af 50–60 gerðum eru meðal þess sem fyrir augu ber á safninu og að sögn safnstjórans, Jóns Arnþórssonar, vekja mun- irnir upp minningar hjá mörgum. „Þetta eru allt hlutir sem þjóðin þekkir og notaði.“ Hann kveðst hafa unnið að undirbúningi safns- ins í 12 ár. „Það er mitt beibí,“ segir hann brosandi. 1. Jón Arnþórsson safnstjóri í peysu sem saumuð var í Heklu úr ullarvoð frá Gefj- unni og skinni frá Iðunni. 2. Fjölbreytt úrval af Iðunnarskóm. 3. Velflestir Íslendingar áttu gæruskinnsúlpur frá Heklu. „Það er verst að þegar hett- an er reimuð veit maður ekkert hver er kominn, eig- inmaðurinn, sonurinn eða elskhuginn,“ er haft eftir einni hressri. 4. Húsgögnin frá Valbjörk voru traust og stílhrein.  1 2 3 4 M YN D : V AL G AR Ð U R M YN D : E IN AR Ó LA Ragnheiður og dóttir hennar Margrét D. Jónsdóttir að bjástra í garðinum. Allt í stangveiðina, sjöstöngina og skitteríð Laufásgötu 1 - 600 Akureyri - w.w.w sjobudin.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.