Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 24
Freyðivín eru ómissandi þáttur í brúðkaupum og öðrum veislum en það er ekki alltaf auðvelt að finna góð freyðivín á hagstæðu verði. Spánverjar eru mjög framarlega í gerð freyðivíns og bestu vín þeirra etja kappi við gæðakampavín á alþjóða- markaði þótt ekki megi kalla þau kampavín, einungis vín frá héraðinu Champagne í Frakklandi mega bera það heiti. Um 95% af allri freyðivíns- framleiðslu Spánar fer fram í héraðinu Penedes og þaðan kemur vínið Marques De Monistrol Semi Seco Cava. Öll framleiðsla fyrirtækisins á cava- vínum fer fram eftir „método champanés“ eða kampavínshætti. Vínið lækkaði um 200 kr. í verði um síðustu mánaðamót. Verð í Vínbúðum 890 kr. Marques De Monistrol: Með kampavínshætti Veisluvín Rioja-vínið Faustino VII hefur angan af þroskuðum ávöxtum, kryddi og kirsuberjum. Vínið er ungt, ávaxtamikið og einstaklega milt. Í Vínbúðum fæst nú 2002 árgangur af víninu en nýir árgangar eru að berast þessa dagana. Má þar nefna 1995 árganginn af eðalvíninu Faustino I Gran Reserva en sá ár- gangur er talinn annar tveggja bestu árganganna síðustu 20 árin. Faustino VII hentar vel með grill- uðu kjöti, taco, kjúklingi og léttum réttum. Verður kynnt á grilldögum ÁTVR. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. Faustino VII: Nýir góðir árgangar Vín með grillinu Margar fæðutegundir sem merktar eru sem fitulitlar eða fitusnauðar innihalda oft litla fitu en hafa alveg jafn margar kaloríur og venjulegar fæðutegundir. Mikilvægt er að lesa alltaf innihaldslýsingarnar og ef leitast er eftir fallegri vexti þá er hægt að sleppa fitusnauðu súkkulaðikökunni og fá sér ávöxt í staðinn. Tómatpasta- sósa 1,5 kg vel þroskaðir tómatar 1 laukur 2–3 hvítlauksgeirar 2 msk. ólífuolía 2 msk. vínedik 1 msk. púðursykur 2 msk. tómatþykkni (paste) 1 lárviðarlauf nýmalaður pipar salt 2 msk. fersk basilíkublöð 2 msk. ferskt óreganó, saxað, eða 1 tsk. þurrkað ■ Tómatarnir saxaðir smátt (eða settir í matvinnsluvél). ■ Laukurinn saxaður smátt og hvít- laukurinn pressaður. ■ Olían hituð í potti og laukur og hvít- laukur látinn krauma við meðalhita í nokkrar mínútur án þess að brúnast. ■ Tómötunum er svo bætt í pottinn og síðan er ediki, púðursykri, tómat- þykkni, lárviðarlaufi, pipar og salti hrært saman við. ■ Hitað að suðu og látið malla í um 15 mínútur. Þá er kryddjurtunum hrært saman við og látið malla í um 10 mínútur í viðbót. ■ Smakkað til með pipar og salti. ■ Þegar nóg er af tómötum er tilvalið að gera stóran skammt af þessari sósu og frysta síðan í litlum skömmt- um, til dæmis hálfs lítra í skammti. Sósan er mjög góð ein sér út á pasta en hún hentar einnig til dæmis í lasagna, á pitsur og í margs kyns tómatrétti. [ GIRNILEG UPPSKRIFT ] YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur sími 566 6103 Egils sterkur hefur lækkað í verði og er nú ódýrasti sterki bjórinn í Vínbúðum. Bjórinn er 6,2% og kostar 0,5 l dós 239 kr. Löng hefð er fyrir sterkum lagerbjór víða í Evrópu og hafa sum- ar tegundirnar notið mikilla vinsælda. Eftir að bjórbanninu var aflétt hér á landi var ekki leyfilegt að framleiða eða selja sterkari bjór en 5,6% og það var ekki fyrr en árið 1997 að þær reglur voru rýmkaðar. Íslendingar höfðu þó haft nokkur kynni af sambærilegum bjór þar sem erlendur sterkur lagerbjór hafði ver- ið vinsæll meðal þeirra sem áttu þess kost að kaupa hann í Fríhöfninni á leið til landsins. Frá því Egils sterkur kom á markað hafa vinsældir hans aukist jafnt og þétt. Íslenskir neytendur hafa fagnað því að geta valið íslenskan sterkan lagerbjór sem stenst fylli- lega samanburð við helstu erlendu tegundirn- ar. Egils sterkur er fremur ljós að lit miðað við styrkleika með mildri humlalykt sem minnir á ávexti og krydd. Bragðið er óvenju- létt af svo sterkum bjór að vera, dálítið „fruity“ með góðum biturleika. Verð í Vínbúðum er 239 kr. Ódýrasti sterki bjórinn: Egils sterkur lækkar í verði „Því fylgir einstök vellíðan að fá góðan mat úti í nátt- úrunni þar sem maður situr svangur og þreyttur. Hvað þá þegar manni er stöðugt komið á óvart með allskonar krásum. Það upplifði ég í frábærri göngu- ferð sem ég fór fyrir nokkrum árum úr Núpstaða- skógi í Skaftafell,“ segir Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur og heldur áfram. „Ég var í hópi á veg- um Íslenskra fjallaleiðsögumanna og fyrirtækið sá um nestið alla ferðina. Það var gengið undir traustri leiðsögn Leifs Svavarssonar og hann dró upp úr pússi sínu alls- konar góðmeti í öllum stoppum. Á morgnana meðan allt var svalt í kringum mann var múslí ananda granóla með kakómalti út í og heitu vatni, æðislegur og orkuríkur réttur. Það var mál manna að svona færu menn að borða í morgunmat dags daglega en tilfellið er að heima við eldhúsborðið bragðast þetta ekki eins vel. Mestur var spenningurinn á kvöldin að fylgjast með Leifi reiða fram þriggja rétta máltíðir eins og ekkert væri. Fyrsta kvöldið var pasta með gráðosti og beikoni í aðalrétt og sem dæmi um eftirrétti get ég nefnt kakósúpu og lummur. Fólk hafði aldrei smakk- að jafn góðan mat. Við vorum farin að tala um plús þriggja kílóa ferðina, öfugt við það sem búast hefði mátt við miðað við allan svitann og álagið. Fyrstu nóttina tjölduðum við ofan Núpsárgljúfra og næstu nótt á mel í hlíðum Grænafjalls, norðan Grænalóns. Síðan gengum við yfir Skeiðarárjökul og tókum land í Norðurdal. Vorum þar eina nótt uppi á sléttum en grýttum hjalla í um 600 metra hæð og útsýnið var stórbrotið. Svo var farið yfir fjöllin niður í Bæjar- staðarskóg og þaðan í Skaftafell. Ferðin var ólýsanleg í heild og maturinn óvæntur plús sem sannaði að í fjallaferðum er ekki nauðsyn- legt að lifa á samlokum og flatkökum heldur er hægt að útbúa sælkeramáltíð á ótrúlega einfaldan hátt við frumstæðar aðstæður.“ gun@frettabladid.is Besti maturinn: Sælkeramáltíðir í fjallaferð Erla minnist þeirrar einstöku vellíðunar sem fylgir því að borða góðan mat úti í náttúrunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.