Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 80
F í t o n / S Í A F I 0 0 8 8 8 5 Þeir sem íhuga að fá sér bíl hafa um fleiri leiðir að velja en nokkru sinni fyrr. Sumir sjá sér hag í að taka bílinn á einkaleigu eða rekstrarleigu. Aðrir vilja frekar kaupa bíl og eignast hann. VÍS býður nú: Hærra lánshlutfall: Hámarksbílalán VÍS verður 100% af kaupverði bíls en var 70% áður. Vextir eru breytilegir á lánstíma. Óbreyttan lánstíma: Lánstími verður allt að 7 ár. Margar ástæður eru fyrir því að kaupa bíl fremur en að taka hann á leigu. Með bílaláni eignast þú bílinn á lánstímanum og getur breytt honum að vild eða selt hann þegar þér hentar. Hringdu í VÍS í síma 560 5383 og fáðu nánari upplýsingar eða komdu við á næstu bílasölu. VÍS, Ármúla 3, 108 Reykjavík, www.vis.is Þjónustuver VÍS, símaþjónusta mánudaga til föstudaga kl. 8:00-19:00, sími 560 5000 SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S E G J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G A S Í M I N N E R 550 5000 Miðpunktur alheimsins Lítil börn eiga það til að líta svo áað þau séu miðpunktur alheims- ins og að allt snúist bara um þau. Þetta er fallegur og fyndinn eigin- leiki þegar börn eiga í hlut. Stund- um hefur maður það til dæmis á til- finningunni þegar maður yfirgefur herbergi þar sem barn, segjum fjögurra ára, er að leika sér, að barnið haldi þar með að maður sem einstaklingur hætti að vera til. Það er að segja: Þegar ég fer út, fer ég um leið út úr heiminum. Það er búið að slökkva á mér. ÞAÐ GERIST æði oft að þessir skemmtilegu eiginleikar sem við eignum börnum halda áfram að ein- kenna marga fullorðna langt fram eftir aldri. Ég held að þetta sé algengara en við þorum að viður- kenna. Margir karlmenn halda til dæmis áfram að vera háðir mömmu sinni langt fram á fertugsaldurinn og stundum segjum við að líf korna- barna snúist um það eitt að sofa, ropa og drekka, en ég sé ekki betur en að líf margra fullorðinna snúist nákvæmlega um það líka. OG þetta með miðpunkt alheims- ins. Það sér það hver maður að það er fásinna að halda því fram að einungis börn líti á sig sem mið- punkt alheimsins. Þegar ég lít yfir farinn veg finn ég það til dæmis mjög greinilega á sjálfum mér að það var ekki fyrr en eftir nokkur mjög brösuleg ár í ástarlífinu að ég uppgötvaði, kominn vel undir þrítugt, að ég var alls ekki mið- punktur alheimsins. Hvern einasta dag reyni ég að sætta mig við þessa uppgötvun. OG ÞAÐ er alls ekki auðvelt. Hreint ekki auðvelt. Ég held að þetta sé eitt það erfiðasta sem hver manneskja þarf að glíma við í lífinu. Og sumir geta þetta alls ekki. Ég veit ekki hvort maður á að nefna einhver dæmi, en það er til dæmis einn maður hér í bæ sem lætur heila tvo stjórnmálaflokka og heilt löggjafarþing dansa eftir sínu höfði, setur lög eins og hann lystir, hlýðir ekki á þá sem eru ósammála, lætur eins og þeir séu ekki til, og fer síðan með lögin heim til sín og neitar að leyfa öðrum að sjá. Tja, það er von að maður spyrji. Hvenær er maður fjögurra ára og hvenær er maður ekki fjögurra ára? BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.