Fréttablaðið - 28.05.2004, Side 6
6 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 71,98 -0,77%
Sterlingspund 131,33 -0,31%
Dönsk króna 11,76 -0,42%
Evra 87,47 -0,43%
Gengisvísitala krónu 122,32 -0,63%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 326
Velta 4.367 milljónir
ICEX-15 2.659 0,24%
Mestu viðskiptin
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 486.745
Landsbanki Íslands hf. 220.061
Og fjarskipti hf. 145.675
Mesta hækkun
Flugleiðir hf. 2,56%
Samherji hf. 1,87%
Medcare Flaga 1,75%
Mesta lækkun
Burðarás hf. -1,54%
Landsbanki Íslands hf. -1,25%
Össur hf -0,93%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 10.172,0 0,6%
Nasdaq* 1.974,9 -0,1%
FTSE 4.453,6 0,3%
DAX 3.913,3
1,2%
NK50 1.396,6 0,2%
S&P* 1.120,2 0,5%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
VEISTU SVARIÐ?
1Hver er yfirmaður ríkisstyrkjanefndareftirlitsstofnunar EFTA?
2Hvaða félag er Evrópumeistari íknattspyrnu?
3Hvert er slagorð Baldurs Ágústssonarforsetaframbjóðanda?
Svörin eru á bls. 43
Skattalækkanir og ríkisfjármálin:
Lækkun varasöm
án niðurskurðar
SKATTAR Már Guðmundsson, aðal-
hagfræðingur Seðlabankans, seg-
ir varasamt að lækka skatta við
núverandi aðstæður í efnahags-
kerfinu, nema að til komi að
minnsta kosti samsvarandi niður-
skurður í ríkisrekstrinum. Pétur
Blöndal alþingismaður reifaði á
morgunfundi Landsbankans þá
fullyrðingu sem oft hefur heyrst
að samkvæmt hagfræðinni sé
aldrei hægt að lækka skatta.
Már Guðmundsson vísaði þess-
ari fullyrðingu á bug. „Sannleik-
urinn er sá að það er alltaf hægt
að lækka skatta að ákveðnum skil-
yrðum uppfylltum.“ Hann segir
að á þensluskeiði megi lækka
skatta ef dregið sé meira úr ríkis-
útgjöldum en sem nemur lækkun-
inni. Í jafnvægisástandi megi
lækka skatta samsvarandi því
sem dregið er úr útgjöldum og í
kreppuástandi megi lækka skatta
án þess að komi til niðurskurðar
ríkisútgjalda. Við núverandi
kringumstæður í efnahagslífinu
sé ekki skynsamlegt að örva hag-
kerfið með skattalækkunum
nema dregið sé úr umsvifum ann-
ars staðar. ■
HRINGBRAUT Þótt framkvæmdir
séu hafnar við stækkun Hring-
brautar liggur ekki fyrir af
hálfu borgaryfirvalda hvernig
tenging hins nýja sex akreina
kafla í Vatnsmýrinni verður við
Miklubraut að austanverðu og
Hringbraut að vestanverðu.
Miklabrautin frá Snorrabraut
verður áfram fjórar akreinar og
Hringbrautin vestan Njarðar-
götu verður einnig fjórar
akreinar. Þar á milli verður síð-
an sex akreina sveigja út í
Vatnsmýrina.
Spurningar hafa vaknað um
þörfina á því að hafa sex akreinar
á tilteknu bili ef við taka svo kafl-
ar með fjórum akreinum. Í endan-
legri matsskýrslu Línuhönnunar
hf. um færslu Hringbrautar, en
borgaryfirvöld studdust við
skýrsluna þegar teknar voru
ákvarðanir í málinu, segir að nú-
verandi umferð um Hringbraut sé
um 45 þúsund bílar á sólarhring
og um Vatnsmýrarveg um 8 þús-
und. Umferð á hinni nýju Hring-
braut er hins vegar áætluð um 47
þúsund bílar á sólarhring milli
Njarðargötu og Bústaðavegar, þar
sem Hringbrautin verður sex
akreinar, en rúmir 46 þúsund
vestan Njarðargötu, þar sem fjór-
ar akreinar verða.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
formaður skipulags- og bygginga-
nefndar, sagði að ákveðið hefði
verið að mæta spám um umferð-
araukningu með sex akreina
braut í Vatnsmýrinni. „En vand-
inn flyst alltaf eitthvert, bílarnir
hverfa ekki,“ sagði Steinunn Val-
dís. Hún sagði að stærsta vanda-
málið væri stækkun Hringbraut-
ar við Hagatorg þar sem nær-
liggjandi byggingar, Þjóðminja-
húsið og Þjóðarbókhlaðan, auk
kirkjugarðsins við Suðurgötu,
settu stækkunaráformum skorð-
ur.
Aðspurð hvað lægi á að stækka
Hringbrautina í Vatnsmýrinni í sex
akreinar ef flöskuhálsar yrðu bæði
austan og vestan megin hins nýja
kafla sagði hún að ávallt væri reynt
að áfangaskipta framkvæmdum,
borgaryfirvöld hefðu skoðað það
mjög vel á sínum tíma að hafa ein-
ungis fjórar akreinar í Vatnsmýr-
inni. „En þetta varð niðurstaðan,“
sagði Steinunn Valdís.
borgar@frettabladid.is
Franskir ríkisstarfsmenn:
Straumrof til
að mótmæla
PARÍS, AP Tugir þúsunda opinberra
starfsmanna rafmagns- og gas-
stöðva í Frakklandi gengu fylktu
liði gegnum París í gær og mót-
mæltu áætlaðri sölu hlutabréfa í
fyrirtækjunum.
Til að leggja áherslu á sjónarmið
sín tóku þeir rafmagnið af vel völd-
um stöðum, þar á meðal af skrif-
stofum í La Defense viðskiptahverf-
inu í vesturhluta Parísar. Verkalýðs-
félög hafa lýst yfir áhyggjum sínum
af því að innkoma hluta fyrirtækj-
anna á hlutabréfamarkað muni
leiða til einkavæðingar. Stjórnvöld
hafa þó lofað að halda í meirihluta
fyrirtækjanna. ■
MÁ ALDREI
Pétur Blöndal alþingismaður dró fram
gamalkunna fullyrðingu um að samkvæmt
hagfræðinni mætti aldrei lækka skatta.
Aðalhagfræðingur Seðlabankans sagði
þvert á móti að alltaf mætti lækka skatta ef
réttar aðgerðir í ríkisfjármálum fylgdu með.
HVAÐ TEKUR VIÐ?
Umferð af sex akreina Hringbraut mun
fara yfir á gömlu fjögurra akreina Miklu-
brautina við Miklatún. Ekki er ljóst hvernig
þessi kafli verður stækkaður.
FRAMKVÆMDIR HAFNAR
Framkvæmdir eru komnar á fullt við
stækkun og færslu Hringbrautar þótt ekki
liggi fyrir hvernig tenging hins nýja kafla
verði austan og vestan megin.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
MEIRI HAGNAÐUR HJÁ KÖGUN
Hagnaður samstæðunnar fyrir
skatta varð 103 milljónir króna á
fyrsta ársfjórðungi 2004 en var 47
milljónir á sama tímabili í fyrra.
Þetta er hækkun um 119 prósent.
Hafa ber í huga að milli ára hefur
Navision Ísland ehf. horfið úr sam-
stæðunni en Ax hugbúnaðarhús hf.,
Hugur hf. og Landsteinar Strengur
hf. bæst við.
ÓVISSA Á FASTEIGNAMARKAÐI
Óvíst er hver þróun í fasteignavið-
skiptum verður á næstum mánuð-
um að því er kemur fram í skýrslu
Íbúðarlánasjóðs fyrir aprílmánuð.
Óvissan um væntanlegt nýtt lána-
kerfi veldur hræringum á fast-
eignamarkaði og ekki er víst hvort
fasteignaverð hækki.
■ VIÐSKIPTI
Flöskuhálsar beggja vegna
Spurningar hafa vaknað um þörfina á sex akreina Hringbraut í Vatnsmýrinni. Bæði austan og
vestan nýja kaflans verða flöskuhálsar ef slíkrar stækkunar er þörf. Vandinn flyst alltaf eitthvert,
segir formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar.
RISAVAXIÐ MANNVIRKI
Hinn nýi sex akreina kafli Hringbrautar í Vatnsmýrinni verður risavaxið mannvirki. Hér sést yfir sex akreina Miklubraut austan Grensásvegar.