Fréttablaðið - 28.05.2004, Síða 40

Fréttablaðið - 28.05.2004, Síða 40
28. maí 2004 FÖSTUDAGUR12 Skriðuklaustur: Hefur yfir sér höfðingjasvip Alþjóðlega listsýningin Fantasy Island verður opnuð á Skriðuklaustri í Fljótsdal nú á sunnudaginn og stendur til 25. júní. Þá tekur við sýning- in Að sigra heiminn, til minningar um þá Gunnar Gunnarsson skáld og Svavar Guðnason listmálara, og í framhaldi af henni Íslensk grafík – sýning á samtímalist. Stofnun Gunnars Gunnarssonar rekur menningar- og fræðasetur í húsi skáldsins á Skriðuklaustri. Þar dvelja fræði- og listamenn við andlega iðkun og sýningar sem aðrir viðburðir eru fastur liður í starfseminni. Húsið sjálft hefur yfir sér höfðingjasvip enda byggt sem evrópskur herragarður árið 1939 eftir teikningum þýska arkitektsins Fritz J.F. Höger. Munnur og magi gleymast ekki heldur á þessum stað því kaffi- hlaðborð og réttir af ýmsu tagi eru þar á boðstólum. Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir á Skriðuklaustri síðustu sumur og heldur áfram í ár. Verið er að rannsaka rústir klaustursins sem þarna stóð á tímabilinu 1493–1552 og að sögn Skúla Björns Gunnarsson- ar forstöðumanns hafa margir ferðamenn gaman af að fylgjast með því starfi. Opið er á Skriðuklaustri alla daga kl. 10–18. Skriðuklaustur er ör- stutt frá veginum upp í Kárahnjúka. Veitinga notið á sól- sólríkum degi við hús skáldsins.  M YN D : S IG U RÐ U R ST EF ÁN J Ó N SS O N Svava er mikil matmóðir, rétt eins og Þóra í Langaholti var fyrir þúsund árum Langaholt stendur undir nafni. Langaholt á Snæfellsnesi: Fjaran, jökullinn og fólkið laðar að Landnámabók greinir frá húsfreyjunni Þóru í Langaholti á Snæfellsnesi sem reisti skála um þjóð- braut þvera og veitti beina ferðamönnum. Nú, þúsund árum síðar, er Langaholt líka viðkomustað- staður margra. Þar er gisting, golfvöllur, tjald- stæði og veitingasala og þaðan ber jökulinn við loft. „Símon, eiginmaður minn, telur að ég komist bara með tærnar þar sem Þóra var með hælana,“ segir húsfreyjan, Svava Guðmundsdóttir, sposk á svip og heldur áfram. „Þóra laðaði að gesti og var afskap- lega góð matmóðir. En vegna mannkvæmdar gafst karl hennar upp og fór. Hann var svo leiður á túr- istunum. Það er Símon hins vegar ekki. Sumir halda að Þóra hafi verið lauslát en Jón Böðvarsson telur hana hafa bara verið svona gestrisna. Hún er okkur örugglega til aðstoðar við reksturinn.“ Byrjuðu með eitt herbergi Svava og maður hennar, Símon Sigurmonsson, búa að Görðum, ættaróðali Símonar. Voru með hefð- bundinn búskap en hófu ferðaþjónustu árið 1978. Í smáum stíl fyrst. Svava lýsir því: „Við byrjuðum með gistingu í einu herbergi inni á heimilinu en okk- ur þótti þetta gaman og þegar aðrir fóru að byggja yfir loðdýr til að redda búskapnum þá byggðum við „vesturálmuna“ eins og við kölluðum Langaholt fyrst. Vorið 1985 komu fyrstu gestirnir í nýja húsið, við hættum með fjárbúskap haustið 86, byggðum viðbót við Langaholt og höfum verið að smá bæta við þannig að nú erum við komin með 12 herbergi með baði og getum tekið 40 í uppbúin rúm. Í sama bás og síðast Enn eru framkvæmdir í gangi. Nú er verið að stækka matsalinn. „Við bjóðum upp á morgunmat og kvöldmat og súpu í hádeginu ef fólk vill. En veitingar þarf að panta fyrirfram,“ segir Svava. Gestir í Langaholti geta líka eldað sjálfir í sérstöku eldhúsi eða grillað á pallinum, setið móti kvöld- sólinni með útsýni til jökulsins. Tjaldstæðið er niðri á bökkunum. Þar eru bollar og básar og Svava segir sama fólkið koma aftur og aftur til að tjalda. Helst í sama bás og síðast. „Krakkarnir elska að leika sér í fjörunni og hér er mikið fuglalíf sem gaman er að fylgjast með. Elsti strákurinn er með níu holu golfvöll á túninu, svo er veiði í vötnum í kring, hestaleiga á Lýsuhóli, í nokkurra kílómetra fjarlægð og þar er heitt öl- kelduvatn í sundlaug.“ Svava segir lífið snúast mikið um ferðamenn á Snæfellsnesi. Hún telur upp fleiri vinsæla gististaði í næsta nágrenni: Hof, Ytri -Tungu, Lýsuhól, Hótel Búðir, Snjófell á Arnarsta- pa, Brekkubæ og Gíslabæ á Hellnum. „Allt styður hvað annað og fólk veit að því er óhætt að koma á nesið. Það fær einhvers staðar gistingu,“ segir hún að lokum.  M YN D : G U N N ÞÓ RA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.