Fréttablaðið - 28.05.2004, Side 30
„Ég hef áhuga á að bjóða upp á
nokkurs konar alpagönguferðir
hér í nálægum fjöllum,“ segir Ein-
ar Rúnar Sigurðsson, fjallaleið-
sögumaður Öræfaferða í tíu ár.
Hann hefur uppfyllt draum
margra um að komast á hæsta tind
landsins, Hvannadalshnúk, „og
niður aftur sem er enn mikilvæg-
ara,“ svo notuð séu orð hans. Auk
þess aðstoðar hann föður sinn við
að keyra fólk í Ingólfshöfða á
dráttarvél. Einar býður upp á
tveggja daga ísklifurnámskeið,
styttri ferðir á broddum á skrið-
jöklum Öræfa, gönguskíðaferðir á
Vatnajökli og nú hyggst hann bæta
við flóruna meira krefjandi fjalla-
ferðum.
„Það sem ég er með í huga eru
enn tilkomumeiri leiðir á Hvanna-
dalshnúk en þær sem oftast eru
farnar, auk ferða á Þverártinds-
egg og Hrútsfjallstinda svo eitth-
vað sé nefnt,“ segir hann. Sjálfur
er hann ný-kominn af námskeiði
hjá nýsjálenskum fjallagarpi þar
sem hann lærði á þá tækni sem
nefna má stuttvaðstækni (short
roping) og hentar best til að
tryggja öryggi tveggja viðskipta-
vina í senn í fjalllendi. Segir hann
hana mikið notaða í Ölpunum og
víðar en hafa lítið tíðkast á Íslandi.
„Hún gerir manni kleift að fara
með fólk áhættusamari leiðir en
áður og felst auðvitað fyrst og
fremst í því að tryggja öryggi
viðskiptavinarins fullkomlega,“
segir hann. En býst hann við eftir-
spurn eftir svona ferðum?
„Já, ég hef oft verið spurður
eftir þeim í gegn um árin. Margir
útlendingar þekkja þær og ég veit
að það kemur líka að
Íslendingum,” svarar hann og
hefur augu sín til fjallanna.
28. maí 2004 FÖSTUDAGUR2
ÍSLANDSHANDBÓKIN
– náttúra, saga og sérkenni
Dýrmæt leiðsögn um landið,
3000 staðir í byggðum og óbyggðum.
Tvö bindi í öskju, 1000 bls., 1300 litmyndir.
Efninu er skipt eftir sýslum. Sýslukort
með öllum þeim stöðum sem fjallað er um.
Allar helstu hálendisleiðir.
Súðarvogi 48, Kænuvogsmegin, sími 588 2013
Einsta
kt
sumart
ilboð!
Fimmþ
úsund
króna
afsláttu
r
9.900.
- í stað
14.90
0.-
Sólstöðuganga JC Vestfjarða 2004
Laugardaginn 26. júní n.k. er hin árlega sólstöðuganga
JC Vestfjarða. Að þessu sinni er förinni heitið á Folafót í
Ísafjarðardjúpi. Barði Ingibjartsson fræðir göngufólk um
staðhætti og örnefni á leiðinni. Frá Folafæti verður fylgst
með sólarlaginu í einstakri náttúrufegurð við Ísafjarðar-
djúp. Einnig verður tendraður varðeldur og sungið við
gítarleik.
Verð krónur 2000
Skráning og nánari upplýsingar hjá Sigríði Sigþórsdóttur
í síma 893-1769
Netfang: siggasigt@simnet.is
ÚTIVISTARVÖRUR
HAFNARBÚÐIN ÍSAFIRÐI
Öræfi og Suðursveit:
Alpagönguferðir á Íslandi
1
2 3
4
1. Fjallaleiðsögumennirnir
Guðjón Marteinsson og Jón
Gauti Jónsson í Alpalands-
lagi Suðursveitar. 2. Í hæstu
hæðum. 3. Einar í hlíðum
Öræfajökuls. 4. Á leið af
Þverártindsegg niður í
Kálfafellsdal.
[ EYJAFJÖLL ]
Í friðsælum fjallasal
að Seljavöllum undir
Eyjafjöllum er ein af
snotrum sundlaugum
þessa lands. Þar í kring
þykir mörgum gott að
tjalda og auk þess er
Hótel Edinborg skammt
undan.
M
YN
D
IR
: E
IN
AR
R
Ú
N
AR