Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 32
28. maí 2004 FÖSTUDAGUR4
Kárahnjúkar:
Sandfell og Urgur góðir útsýnisstaðir
„Við viljum gera almenningi kleift að komast inn að
Kárahnjúkum fyrirhafnarlítið og njóta þess að sam-
eina náttúruskoðun á svæðinu og kynnast fram-
kvæmdunum,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upp-
lýsingafulltrúi Landsvirkjunar.
Í Végarði, félagsheimili Fljótsdælinga, hefur fyrir-
tækið sett upp sýningu um framkvæmdirnar og
ferðamöguleikana og fyrir þremur árum gaf það út
kort af svæðinu fyrir ferðamenn, „í samvinnu við
fjölmarga fróðleiksmenn á svæðinu,“ eins og Þor-
steinn orðar það. Kortið er til sölu á ensku og ís-
lensku. Þorsteinn nefnir líka útsýnisstaði með upp-
lýsingaskiltum sem Landsvirkjun hefur látið gera,
meðal annars undir Múlanum í Fljótsdal, gegnt
væntanlegu stöðvarhúsi. „Af Sandfelli er besta út-
sýnið yfir stíflugerðina og við erum að útbúa fleiri
útsýnisstaði þar í kring,“ segir hann. Á leiðinni inn
að Kárahjúkum á svæði sem heitir Urgur og er upp
af Hrafnkelsdalnum er útskot í nýja veginum. Í góðu
veðri blasir allt lónsstæðið við, frá jökli niður að
Kárahnjúkum, þaðan sést til Kringilsárrana, Kverk-
fjalla og Herðubreiðar. „Þetta er einstaklega góður
staður til að gera sér grein fyrir þessum víðernum
öllum,“ segir Þorsteinn. Hann segir ýmsa ferða-
þjónustuaðila með skipulagðar ferðir um svæðið og
með malbikun vegarins hafi leiðin orðið greið öllum
bílum úr Fljótsdal. „Auðvitað eru stórir trukkar á
ferð og fólk verður að fara með gætni og varast að
fara inn á framkvæmdasvæðið sjálft. Stór skilti sýna
hvar umferð almennings er bönnuð og mikilvægt er
að fólk virði þær reglur,“ segir Þorsteinn og bætir
við: „því vissulega eru þarna hættur“.
[ BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR ]
Byggðasafn Hafnarfjarðar
hefur flutt alla sýningastarf-
semi sína í Pakkhúsið að Vest-
urgötu 8. Það mun hýsa þrjár
nýjar sýningar í sumar og
verða þær opnaðar þann 5.
júní. Sú stærsta er sögu-
sýningin „Þannig var...“ þar
sem saga Hafnarfjarðar er
rakin frá landnámi til okkar
daga með aðstoð sagnfræði-
legra texta, ljósmynda, teikn-
inga og fjölda muna er glæða
söguna lífi. Meðal annars má
lesa um jólin sem hurfu Hafn-
firðingum, handknattleiks-
leikinn sem aldrei lauk,
hvernig menn fengu borgað í
brennivíni og hvers vegna
Reykvíkingar flykktust til
Hafnarfjarðar í bíó.
Á efstu hæð hússins hefur
verið sett upp sérstök sýning
fyrir börn, um börn og barna-
menningu. Á safninu er varð-
veitt eitt stærsta leikfanga-
safn landsins og það verður
kjölfestan í þessari sýningu. Í
þriðja lagi er ljósmyndasýn-
ing sem birtir fjölmargar
gamlar myndir af Hafnarfirði
og Hafnfirðingum.
[ HORNAFJÖRÐUR ]
Í Árnanesi í Hornafirði
er ferðaþjónusta þar
sem boðið er upp á
gistingu í herbergjum
og smáhýsum og hestar
leigðir út til styttri reið-
túra. Í Árnanesi búa
Ásmundur Gíslason og
Helga Erlendsdóttir,
listakona. Hún er ein-
mitt að opna málverka-
sýningu í veitingasal
heimilisins nú á laugar-
daginn, hinn 29. maí.
Tröllaukið landslag sem tekur stöðugum breytingum.
RATLEIKUR Í HAFNARFIRÐI
Gamlar þjóðleiðir
í öndvegi
Ratleikur Hafnarfjarðar hefur
nú verið lagður í níunda skipti
og er hægt að nálgast rat-
leikskortið í þjónustuveri
Hafnarfjarðar, Strandgötu 6.
Leikurinn er auðveldur og
skemmtilegur útivistarleikur
sem stendur í allt sumar. Leit-
að er að merkjum á stöðum
sem merktir eru á rat-
leikskortið. Ekki er um kapp-
hlaup við tímann að ræða og
margir kjósa að krydda göngu-
ferðir fjölskyldunnar með
þessum skemmtilega leik.
Að þessu sinni er ratleiknum
fundinn staður í námunda við
gamlar þjóðleiðir og göngu-
slóða í nágrenni Hafnarfjarð-
ar. Jónatan Garðarsson, hefur
um langt skeið safnað fróðleik
um minjar frá fyrri tíð sem
margar hverjar eru að hverfa.
Með ratleikskortinu fylgja nú
leiðarlýsingar Jónatans um
gamlar þjóðleiðir og einnig
fróðleiksmolar um áhuga-
verðar minjar í námunda við
felustaði ratleiksmerkjanna.
M
YN
D
: S
IG
FI
N
N
U
R
SN
O
RR
AS
O
N
Þrjár sýningar
í sama húsi