Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 51
„Landmannalaugar er paradís fyrir göngufólk en hingað til hefur sárlega vantað gott göngu- leiðakort af þeim. Við vorum búin að gefast upp á að bíða eftir að einhver gæfi það út svo við gerð- um það sjálf,“ segir Smári Krist- insson. Þessi „við“ sem hann talar um eru listafólkið hann og Nína Ivanova, konan hans. Smári og Nína eru mikil nátt- úrubörn. Á veturna sinna þau veðurathugun og búsýslu í Æðey á Ísafjarðardjúpi en á sumrin halda þau til í Landmannalaugum og reka þar verslun og veitinga- sölu í gömlum rútum. Nýja kortið þeirra verður til sölu í laugunum og víðar á upplýsingamiðstöðv- um. Smári er beðinn að lýsa gerð þess aðeins nánar. „Við byrjuðum á að fara í gönguferðir um allar þessar slóð- ir. Um leið og við vorum búin að loka búðinni í fyrrahaust rukum við á fjöll, stikuðum, mældum og pældum. Svo þegar við komum út í Æðey fórum við að móta svæðið úr leir. Módelið var samsuða úr þeim landakortum sem til eru, loftmyndum frá Landmælingum og fleiri hundruð ljósmyndum frá okkur sjálfum. Síðan mynduðum við módelið og náðum að gera kort sem er bæði með hæða- skyggingu og yfirborðslitum og gönguleiðirnar voru svo merktar inná í tölvu.“ Kortið spannar ekki mjög stórt svæði þótt leiðirnar séu margar og mismunandi, eða frá fjórum kílómetrum upp í 17,5. Þær eru líka merktar eftir því hversu brattar þær eru og hvort þær eru merktar, greinilegar eða ósýni- legar. „Í prentuðum texta heitum við á fólk að fylgja merktum stíg- um og ganga vel um,“ segir Smári. „Þetta er landverndarátak í og með.“ Nína og Smári hafa tekið ástfóstri við Landmannalaugar. Þar reka þau verslun og veitingastofu í gömlum rútum yfir sumartímann. Hluti af nýja gönguleiðakortinu.  Gerðu gönguleiðakort af Landmannalaugum: Stikuðu, mældu og pældu 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.