Fréttablaðið - 28.05.2004, Side 51
„Landmannalaugar er paradís
fyrir göngufólk en hingað til
hefur sárlega vantað gott göngu-
leiðakort af þeim. Við vorum búin
að gefast upp á að bíða eftir að
einhver gæfi það út svo við gerð-
um það sjálf,“ segir Smári Krist-
insson. Þessi „við“ sem hann talar
um eru listafólkið hann og Nína
Ivanova, konan hans.
Smári og Nína eru mikil nátt-
úrubörn. Á veturna sinna þau
veðurathugun og búsýslu í Æðey
á Ísafjarðardjúpi en á sumrin
halda þau til í Landmannalaugum
og reka þar verslun og veitinga-
sölu í gömlum rútum. Nýja kortið
þeirra verður til sölu í laugunum
og víðar á upplýsingamiðstöðv-
um. Smári er beðinn að lýsa gerð
þess aðeins nánar.
„Við byrjuðum á að fara í
gönguferðir um allar þessar slóð-
ir. Um leið og við vorum búin að
loka búðinni í fyrrahaust rukum
við á fjöll, stikuðum, mældum og
pældum. Svo þegar við komum út
í Æðey fórum við að móta svæðið
úr leir. Módelið var samsuða úr
þeim landakortum sem til eru,
loftmyndum frá Landmælingum
og fleiri hundruð ljósmyndum frá
okkur sjálfum. Síðan mynduðum
við módelið og náðum að gera
kort sem er bæði með hæða-
skyggingu og yfirborðslitum og
gönguleiðirnar voru svo merktar
inná í tölvu.“
Kortið spannar ekki mjög stórt
svæði þótt leiðirnar séu margar
og mismunandi, eða frá fjórum
kílómetrum upp í 17,5. Þær eru
líka merktar eftir því hversu
brattar þær eru og hvort þær eru
merktar, greinilegar eða ósýni-
legar. „Í prentuðum texta heitum
við á fólk að fylgja merktum stíg-
um og ganga vel um,“ segir
Smári. „Þetta er landverndarátak
í og með.“
Nína og Smári hafa tekið ástfóstri við Landmannalaugar. Þar reka þau
verslun og veitingastofu í gömlum rútum yfir sumartímann.
Hluti af nýja gönguleiðakortinu.
Gerðu gönguleiðakort af Landmannalaugum:
Stikuðu, mældu
og pældu
28. maí 2004 FÖSTUDAGUR23