Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 71
Hin eftirsótta leikkona Camer-on Diaz segist ekki láta trufl- ast af útlitinu þegar kemur að karlamálunum. Hún segir að per- sónuleikinn hafi alfarið ráðið úrslitum við val hennar á kærast- anum Justin Timberlake og blæs á þær tilgátur að kynþokkafullt útlit tónlistarmannsins hafi ráðið nokkru þar um. Diaz segist fyrst og fremst hafa laðast að góðum húmor Justins og að súkkulaðiútlitið sem hafi fylgt í kaupbæti sé bara aukabónus. „Ég er alls ekki upptekin af útliti og ímynd fólks. Mér leiðast, satt best að segja, svoleiðis hlutir. Það sem skiptir mig mestu í sambandi við val á maka er að sá hinn sami geti komið mér í gott skap og fengið mig til að hlægja,“ segir hin tign- arlega kvikmyndastjarna. „Ég trúi því að það sem við eigum að leita eftir í fari fólks sé fegurðin sem liggur á bakvið hið ytra, og að við eigum ekki að láta blekkjast af því sem fólk þykist vera.“ Annars er það nýjasta að frétta af ferli Cameron Diaz að Shrek 2 hefur nýverið verið frumsýnd og er nú á toppi bandaríska listans. ■ 35FÖSTUDAGUR 28. maí 2004 KATE HUDSON Leikkonan Kate Hudson mætir hér á frum- sýninguna á Raising Helen, þar sem hún fer með eitt af aðalhlutverkunum. Meðal annarra leikara í myndinni eru John Cor- bett, sem lék Aidan í Beðmál í borginni og Joan Cusack. HLÆGJA SAMAN Cameron Diaz segir það nauðsynlegt að makinn geti komið henni til að hlægja. ■ TÓNLIST ROBIN, ADAM OG BARRY Bee Gees-bræðurnir hlutu orðu á dögunum fyrir ævistarf sitt. ■ FÓLK Diaz er ekki hégómleg Bee Gees-bræðrunum varveitt konungleg orða í Buck- ingham-höll á dögunum, fyrir að hafa þjónað Bretaveldi með sóma. Það var ljúfsár tilfinning sem fylgdi athöfninni þar sem það voru bara tveir bræður af þremur sem tóku við orðunni, enda lést Maurice, sá þriðji af bræðrunum, sviplega á síðasta ári á skurðarborðinu eftir hjarta- áfall. Sonur Maurice, Adam tók við orðu föður síns ásamt þeim Robin og Barry. Það var ákveðið fyrir þremur árðum að veita Bee Gees bræðr- unum orðuna en vegna anna varð seinkun á afhendingu hennar. Við athöfnina í Buckingham var það Karl bretaprins sem veitti þeim þennan heiður. Adam var með tár- in í augunum við athöfnina þegar hann lýsti því að móðir hans, Yvonne, hafi ætlað að veita orð- unni viðtöku fyrir hönd Maurice en hafi hætt við að lokum þar sem hún treysti sér ekki til þess. Barry lét hafa eftir sér að til- finningin væri ljúfsár og bætti við að þeir væru ekki lengur The Bee Gees eftir fráfall Maurice. Bræð- urnir ólust upp sín fyrstu ár í Manchester en fluttu ásamt for- eldrum sínum til Ástralíu árið 1958. Hljómsveitin gaf 28 plötur út á ferli sínum sem samtals seld- ust í 110 milljónum eintaka, þeirra frægasta er líklega tónlistin úr kvikmyndinni Saturday Night Fever þar sem allir frægustu slag- ararnir eru sungnir eins og Stay- in’ Alive. ■ Bee Gees í Buckingham-höll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.